Golf

Tiger er ekkert sérstakur

Tiger Woods mun væntanlega ekki heilsa kylfusveini KJ Choi, Andy Prodger, sérstaklega hlýlega í dag eftir að kylfusveinninn talaði ekkert of fallega um Tiger.

Golf

Matt Kuchar og KJ Choi spila með Tiger

Mastersmótið hefst á fimmtudag en í dag var dregið í ráshópa. Allra augu beinast að Tiger Woods sem verður í ráshópi með Matt Kuchar og KJ Choi á fyrstu tveimur keppnisdögunum.

Golf

Ballesteros: Tiger getur unnið Masters

Spænska golfgoðsögnin, Seve Ballesteros, hefur tröllatrú á Tiger Woods fyrir Masters og segir að endurkoma hans séu bestu fréttir sem golfið hefur fengið lengi.

Golf

Tiger æfði á Augusta-vellinum í gær

Degi eftir að Tiger Woods veitti sín fyrstu viðtöl á árinu var hann kominn út á Augusta-golfvöllinn að æfa sig. Á þessum fræga velli fer Masters-mótið fram sem verður fyrsta mótið sem Tiger tekur þátt í síðan upp komst um framhjáhald hans í nóvember á síðasta ári.

Golf

Nicklaus hissa á Woods

Gamla golfgoðsögnin Jack Nicklaus segist lítið skilja í þeirri ákvörðun Tiger Woods að spila ekki á neinu móti áður en hann mætir á Masters.

Golf

Fyrrum klámmyndastjarna birtir sms frá Tiger

Joslyn James, fyrrum klámmyndastjarna, hefur birt yfir 100 sms-skilaboð sem hún segir vera frá Tiger Woods á heimasíðu sinni til þess að sanna að hún hafi átt í kynferðislegu sambandi við kylfinginn.

Golf

Ferill Olazabal í hættu

Óvissa ríkir um framtíð Jose Maria Olazabal í golfinu vegna þrálátra meiðsla Spánverjans. Hann hefur dregið þátttöku sína á Masters-mótinu til baka.

Golf

Obama: Tiger verður enn frábær kylfingur

Tiger Woods snýr aftur á golfvöllinn í næsta mánuði þegar hann keppir á Masters-mótinu í golfi. Colin Montgomerie, fyrirliði evrópska Ryder-liðsins, fagnar endurkomu hans.

Golf

Tiger snýr aftur á Masters

Tiger Woods rauf loksins þögnina um framtíðaráætlanir sínar í dag og svaraði spurningunni sem allar hafa spurt síðustu vikur - hvenær snýr hann aftur. Svarið er fyrsta stórmót ársins, Masters-mótið.

Golf

Ekkert nýtt varðandi endurkomuna

Tim Finchem, umsjónarmaður PGA mótaraðarinnar, gaf ekkert upp um það á blaðamannafundi í gær hvenær Tiger Woods muni snúa aftur á golf-völlinn.

Golf

Tilkynnt um endurkomu Tiger í kvöld?

Tim Finchem, umsjónarmaður PGA mótaraðarinnar, hefur boðað til blaðamannafundar í kvöld, sólarhring eftir að hafa gefið til kynna að hann viti hvenær Tiger Woods snúi aftur til leiks.

Golf

Hvenær snýr Tiger eiginlega aftur?

Það er fátt um annað rætt í golfheiminum hvenær Tiger Woods láti eiginlega sjá sig aftur á golfvellinum. Það hefur enginn eitt svar við þeirri spurningu.

Golf

Ólafur tekur þátt í sterku móti

Kylfingurinn Ólafur Björn Loftsson fær tækifæri til þess að feta í fótspor Tiger Woods er hann tekur þátt í USC Collegiate Invitational-mótinu sem fram fer í Los Angeles. Frá þessu er greint á kylfingur.is í dag.

Golf

Enn bið á endurkomu Tigers

Margir höfðu vonast til þess að Tiger Woods myndi snúa aftur á golfvöllinn á Match Play-meistaramótinu í næstu viku en nú er ljóst að ekkert verður af því.

Golf

Jiménez hrósaði sigri í Dubai

Miguel Ángel Jiménez frá Spáni bar sigur úr býtum á Classic Desert golfmótinu í Dubai í dag. Hann mætti Englendingnum Lee Westwood í umspili en báðir enduðu á 11 höggum undir pari.

Golf

Federer: Það styttist í endurkomu Tigers

Tennisgoðið Roger Federer og kylfingurinn Tiger Woods eru miklir félagar. Federer er einn af fáum mönnum sem virðist hafa heyrt í Tiger eftir að líf hans nánast hrundi á einni nóttu.

Golf

Tiger farinn í meðferð vegna kynlífsfíknar?

Það hefur nákvæmlega ekkert farið fyrir Tiger Woods eftir að upp komst um stórfellt framhjáhald kylfingsins. Svo lítið hefur farið fyrir honum að fjölmiðlar vita fæstir hvar hann sé á hnettinum.

Golf

Ekki fleiri lánsbílar til Tigers

Bíllinn sem Tiger Woods keyrði á tré var ekki hans eigin. Bíllinn, sem er af gerðinni Cadillac Escalade, var í eigu General Motors og Tiger fær ekki fleiri bíla lánaða frá fyrirtækinu.

Golf