Innlent

Akur­eyringar segja vöggu flugsins vera fyrir norðan

Flugáhugamenn sunnan og norðan heiða hafa löngum togast á um það hvort vagga íslensks flugs eigi að teljast vera í Reykjavík eða á Akureyri. Þótt fyrsta flugvélin á Íslandi hafið tekið flugið í Reykjavík halda Akureyringar því gjarnan fram að vagga flugsins sé í raun fyrir norðan.

Innlent

Leggja aukinn þunga í að rann­saka á­­setning hins grunaða

Lögregla leggur nú áherslu á að kanna ásetning drengsins sem grunaður er um að hafa stungið þrjú ungmenni á menningarnótt, með þeim afleiðingum að sautján ára stúlka lést. Málið hefur hreyft við þjóðinni og á samfélagsmiðlum biðlar fólk til ungmenna að hætta hnífaburði.

Innlent

Nýr biskup tekur við þjóð­kirkjunni

Guðrún Karls Helgudóttir var vígð til biskups Íslands í Hallgrímskirkju í dag. Fjöldi fólks tók þátt í athöfninni, þar á meðal íslenskir prestar og biskupar, auk biskupa frá Norðurlöndum, Bretlandi, Wales og Palestínu.

Innlent

Fengu ó­ljósar á­bendingar um hefndar­að­gerðir

Lögreglu bárust óljósar ábendingar úr ýmsum áttum um helgina um mögulegar hefndaraðgerðir vegna stunguárásarinnar í Skúlagötu á Menningarnótt þar sem 17 ára stúlka lét lífið. Áttu hefndaraðgerðirnar að fara fram í Mosfellsbæ þar sem bæjarhátíðin Í túninu heima er haldin. 

Innlent

Þjóð í á­falli vegna hnífaburðar og mótmælaalda í Ísrael

Lögregla leggur nú áherslu á að kanna ásetning drengsins sem grunaður er um að hafa stungið þrjú ungmenni á menningarnótt, með þeim afleiðingum að sautján ára stúlka lést. Málið hefur hreyft við þjóðinni og á samfélagsmiðlum biðlar fólk til ungmenna að hætta hnífaburði. Við ræðum við yfirlögregluþjón í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Innlent

Frétta­maðurinn hafi vart getað varist hlátri

Skúli Magnússon umboðsmaður Alþingis fer um víðan völl í viðtali á Sprengisandi í dag. Hann ræðir grundvallarréttindi borgaranna og spyr hvort viðhorf stjórnvalda hafi breyst eftir tíma heimsfaraldurs og eldsumbrota. Fréttamaður Ríkisútvarpsins hafi vart getað varist hlátri fyrir tveimur árum við lestur fréttar um að umboðsmaður hefði sett spurningarmerki við samkomutakmarkanir. 

Innlent

Verður veturinn nýja ferða­manna­tíma­bilið í Fjallabyggð?

Mannlíf og atvinnulíf blómstrar, sem aldrei fyrr í Fjallabyggð þessi misserin enda hefur sjaldan eða aldrei verið eins mikið að gera í sveitarfélaginu og nú. Bæjarstjórinn spáir því að veturinn verði nýja ferðamannatímabilið í sveitarfélaginu vegna góðrar skíðaaðstöðu.

Innlent

Mikill við­búnaður í túninu heima

Skipuleggjandi hátíðarinnar Í túninu heima í Mosfellsbæ segir hana farið að mestu leyti vel fram fyrir utan líkamsárás á föstudag þar sem hníf var beitt. Viðbúnaður hafi verið töluverður og gæsla hafi verið aukin til muna eftir stunguárásina á menningarnótt.

Innlent

Reisa 350 metra af girðingum á dag

Vinna við að fylla í sprungur og girða af hættuleg svæði í Grindavík er hafin. Tæplega sjö kílómetrar af girðingu verða lagðir. Stefnt er að því að ljúka framkvæmdunum í október.

Innlent

Kapp­hlaup við tímann á Gasa og fram­kvæmdir í Grinda­vík

Sex gíslar Hamas-samtakanna fundust látnir í hernaðaraðgerð Ísraelsmanna í dag og eru sagðir hafa verið drepnir skömmu áður en herinn náði til þeirra. Kapphlaup við tímann er nú hafið á Gasa, þar sem byrjað var að bólusetja við lömunarveiki í morgun. Barnalæknir segir verkefnið gríðarerfitt og að bólusetningarnar einar og sér dugi ekki.

Innlent

Blendnar til­finningar fyrir lang­þráð ferða­lag

Tinna Rúnarsdóttir heldur á þriðjudag út til Srí Lanka til að hitta fjölskyldu sína þar. Tinna er ættleidd frá Srí Lanka árið 1984 en kom til landsins í upphafi árs 1985. Í vor ákvað hún að hefja leit að blóðforeldrum sínum á Srí Lanka. Stuttu eftir að hún hóf leitina komst hún að því að báðir foreldrar hennar væru látnir. Móðir hennar hafði verið myrt 2002 en faðir hennar lést stuttu eftir fæðingu hennar.

Innlent

Hnífi beitt á bæjarhátíðinni Í túninu heima

Lögreglan var með mikinn viðbúnað í gær og í nótt vegna bæjarhátíðarinnar Í túninu heima í Mosfellsbæ. Hnífi var beitt í líkamsárás á hátíðinni á föstudag en fórnarlambið slapp við áverka. Gerandi er þó enn ófundinn og hefur lögregla ekki upplýsingar um viðkomandi að svo stöddu.

Innlent

„Hún var hjartahlýjasta og sak­lausasta mann­veran“

„Hún var hjartahlýjasta og saklausasta mannveran sem hefur stigið á þessari jörð. Hún var of góð, trúði engu slæmu upp á aðra og var ljósberi fyrir alla sem henni kynntust.” Þetta skrifar Birgir Karl Óskarsson, faðir hinnar sautján ára gömlu Bryndísar Klöru sem lést af sárum sínum síðastliðið föstudagskvöld eftir að hafa orðið fyrir stunguárás í miðborg Reykjavíkur á Menningarnótt.

Innlent

Smelltu Krist­rúnu í hitasætið og kalla eftir að­gerðum

Ungt jafnaðarfólk kallar eftir „verulegum skattahækkunum“ á stórtæka íbúðaeigendur, stóraukinni aukningu á uppbyggingu óhagnaðardrifinna leiguíbúða, og að fólk fái hundrað prósent launa sinna greidd í fæðingarorlofi. Þetta er meðal þess sem fram kemur í ályktun landsþings Ungs jafnaðarfólks sem fram fór í Hafnarfirði í dag.

Innlent

Treystir sér til for­mennsku ef Bjarni hættir

Formaður Sjálfstæðisflokksins er ekki búinn að ákveða hvort hann sækist eftir áframhaldandi setu á formannsstól, en varaformaðurinn kveðst tilbúinn að taka við keflinu ef svo ber undir. Ungliðahreyfingin sendi forystu flokksins væna pillu vegna sögulega lítils fylgis í könnunum.

Innlent

15 fatlaðir starfs­menn hættir á Múlalundi

Miklar breytingar eiga sér nú stað á starfsemi Múlalundar á Reykjalundi í Mosfellsbæ því þar er fólk með fötlun að missa vinnuna og einhverjir eru að hverfa til annarra starfa. Fimmtán fatlaðir starfsmenn voru kvaddir í gær, þar af einn starfsmaður, sem hefur unnið á Múlalundi í 38 ár.

Innlent

Tveir stungnir í gistiskýlinu Granda

Tveir urðu fyrir stunguárás í gistiskýlinu á Granda í dag. Hvorugur hlaut alvarlega áverka en annar hinna stungnu var sendur á slysadeild til aðhlynningar. Stuttu síðar var grunaður árásarmaður handtekinn skammt frá vettvangi þar sem hann hafði falið sig undir bifreið.

Innlent

Sósíal­istar næðu manni inn

Sósíalistaflokkurinn mælist með tæplega sex prósent fylgi í þjóðarpúsli Gallúp, nóg til að ná manni inn á þing. Lítill munur er á fylgi Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins.

Innlent

Fyrsti Hjallastefnuleikskólinn á Sel­fossi

Mikil ánægja er á Selfossi með nýjan leikskóla en það er Hjallastefnuleikskóli, sá fyrsti í bæjarfélaginu. Hefðbundin leiktæki, sem voru á lóðinni hafa öll verið fjarlægð en í staðinn hefur lóðinni verið breytt í opinn efnivið og náttúrulegt umhverfi barna eins og tíðkast í Hjallastefnuleikskólum.

Innlent