Innlent

Ekkert drama á bak við frestun fundarins

Stjórn kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokks í Suðvesturkjördæmi hefur ákveðið að fundur kjördæmisráðsins sem átti að fara fram á morgun verði frestað fram á fimmtudagskvöld. Á fundinum stendur til að kynna allan lista flokksins í kjördæminu. Formaður kjördæmaráðs segir ástæðuna ekki vera nokkurs konar ágreining.

Innlent

Faðirinn á­fram í gæslu­varð­haldi

Karlmaður sem er grunaður um að hafa orðið barnungri dóttur sinni að bana um miðjan septembermánuð var í dag úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald til 14. nóvember næstkomandi.

Innlent

Gaf sig fram við lög­reglu blautur og kaldur eftir tvo daga á ver­gangi

Fimmtán ára piltur sem strauk að heiman skömmu eftir að hafa verið keyrður heim af Stuðlum í kjölfar eldsvoða um helgina er kominn í leitirnar. Drengurinn gaf sig sjálfur fram við lögreglu upp úr hádegi í dag. Hans var saknað í tvo sólarhringa áður en hann kom í leitirnar, blautur og kaldur eftir að vera úti á vergangi. Þetta segir móðir drengsins í samtali við fréttastofu.

Innlent

Kosningapallborð: Kanónur kveðja

Fyrsta formlega kosningapallborð fréttastofunnar fyrir alþingiskosningarnar verður helgað reyndum þingmönnum sem eru að kveðja sviðið og hafa tekið ákvörðun um að láta gott heita. 

Innlent

Fimm þing­menn af átta horfnir á braut

Fimm þingmenn Vinstri grænna af þeim átta sem fengu sæti á Alþingi eft­ir síðustu þing­kosn­ing­ar verða ekki á lista flokks­ins fyr­ir næstu kosn­ing­ar. Meirihluti þeirra er því horfinn á braut.

Innlent

Lög­reglu­stjóri skýtur á Grindavíkurnefnd

Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segist ekki gera stórar athugasemdir við opnun Grindavíkurbæjar, sem varð í dag, en segir þó að upplýsingagjöf til ferðamanna sem hyggist fara í bæinn sé lítil sem engin.

Innlent

Sat yfir líki í fjóra sólar­hringa

Thelma Björk Brynjólfsdóttir lifði við það í aldarfjórðung að eiga móður sem var útigangskona. Móðir hennar flakkaði inn og út úr meðferð í gegnum árin og var á stöðugum vergangi. Hún var flutt í geðrofsástandi á stofnun eftir að sambýlismaður hennar fannst látinn og var að lokum svipt sjálfræði.

Innlent

Opinn en mann­laus veitinga­staður

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti heldur óvenjulegu útkalli í gærkvöldi eða nótt, þegar tilkynnt var um veitingastað sem var opinn en enginn starfsmaður á svæðinu.

Innlent

Segist ekki hafa verið beitt þrýstingi

Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur tilkynnt að hún ætli sér ekki í oddvitaslag við Ölmu Möller landlækni og býður sig fram í þriðja sæti á framboðslista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Hún segist ekki hafa verið beitt þrýstingi en sé að bregðast við ákalli um endurnýjun.

Innlent

Fjallið hafi verið hátt og ekki tekist að klífa það

Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, laut í lægra haldi fyrir Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur, varaformanni flokksins, í baráttu um 2. sæti í Suðvesturkjördæmi í dag. Hann sagði fjallið hafa verið hátt og honum ekki tekist að klífa á toppinn. 

Innlent

„Ég lagði allt undir“

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, er ánægð með að hafa hlotið annað sætið í Suðvesturkjördæmi. Hún segist hafa lagt allt undir og niðurstaðan sé afgerandi.

Innlent