Innlent

Ríkið gefst upp á landtökutilburðum

Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur gefið eftir eignatilkall til lands að Syðri Fljótum í Skaftárhreppi sem deilt hefur verið um í mörg ár. Bændur að Syðri Fljótum hafa staðið í stappi við ríkið í mörg ár. Þau fagna niðurstöðunni en velta fyrir sér hve langan tíma málið hefur tekið með tilheyrandi kostnaði.

Innlent

Lög­reglan leitar að Toyotu

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir dökkgráum Toyotu-bíl sem er af gerðinni Yaris, árgerð 2014. Skráningarnúmer bílsins er NMA 87.

Innlent

Segir Bitcoin al­þjóð­legt vanda­mál

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir mikla raforkunotkun orkuvera sem grafa eftir rafmyntum hér á landi ekki samrýmast umhverfisstefnu landsins. Katrín var til viðtals hjá Financial Times um matvælaframleiðslu og fæðuöryggi, og loftslags- og umhverfismál í tengslum við málefnið. Hafði hún þá orð á því að raforka landsins væri verðmæt og ætti að vera notuð í uppbyggilegri verkefni en rafmyntagröft.

Innlent

Níu svæði í Grinda­vík girt af

Búið er að girða af níu svæði í Grindavík sem talin eru hættuleg og vísbendingar eru um holrými. Það var gert um helgina í kjölfar niðurstaðna jarðkönnunnarverkefnis almannavarna. Verkefnastjóri segir vísbendingar um að fleiri svæði í bænum séu verr farin.

Innlent

Götur í Grinda­vík girtar af og enn deilt um búvörulögin

Í hádegisfréttum verður rætt við verkefnastjóra jarðkönnunarverkefnis Almannavarna en níu svæði í Grindavík hafa verið girt af. Aðeins hefur dregið úr virkni gossins á Reykjanesi en það er þó enn í fullum gangi og tveir stærstu gígarnir eru enn vel virkir. Einnig verður rætt við stjórnsýslufræðing sem gerir alvarlegar athugasemdir við hina þinglegu meðferð á nýsamþykktum búvörulögum sem hart hefur verið deilt um. Í íþróttapakka dagsins verður síðan hitað upp fyrir stórleikinn á morgun þegar Íslendingar mæta Úkraínu í Póllandi til að keppa um laust sæti á EM í fótbolta næsta sumar.<div><iframe width="752" height="423" src=https://www.visir.is/player/beint/visir frameborder="0" scrolling="no" seamless="seamless" allowfullscreen></iframe> </div>Embed: Hádegisfréttir

Innlent

Spænskir kokkanemar elda ís­lenskan salt­fisk

Íslenskur saltfiskur var í aðalhlutverki þar sem færasti saltfiskkokkur Spánar var valinn í Mérida á Spáni í vikunni. Keppnin var haldin í þriðja skipti í ár en 18 skólar frá öllum landshlutum Spánar tóku þátt að þessu sinni. Spánn er stærsti markaðurinn fyrir íslenskan saltfisk og er hann uppistaðan í mörgum vinsælum réttum þar í landi.

Innlent

Bein út­sending frá gos­stöðvunum

Enn er kraftur í eldgosinu á Reykjanesskaga milli Hagafells og Stóra-Skógfells. Eitthvað dró úr virkni í nótt en þetta gos hefur þó staðið lengur en þrjú síðustu gos á undan.

Innlent

Fylgdist með ó­kunnugum karl­manni fara inn í bílinn hans

Íbúi í Grindavík er orðinn langþreyttur á því að ókunnugir geti valsað um í Grindavík. Ókunnugur karlmaður fór inn í bílinn hans í innkeyrslunni við yfirgefið hús hans í bænum. Hann kallar eftir aðgangspössum til Grindvíkinga og betra eftirlits til að standa vörð um eigur Grindvíkinga.

Innlent

Barn ók leigu­bíl í leyfis­leysi

Myndskeið af ungu barni aka leigubíl um götur Breiðholts hefur verið í mikilli dreifingu á samfélagsmiðlum um helgina. Lögreglan segir málið unnið í samstarfi við foreldra og barnaverndaryfirvöld.

Innlent

Besta spá í Blá­fjöllum í tíu ár

Fjölmargir nýta páskafríið til að skíða hvort sem það er í austurrísku Ölpunum eða Bláfjöllum. Einar Bjarnason, rekstarstjóri Bláfjalla, segir veðurspána fyrir páskana þá bestu sem hann hefur séð í áratug.

Innlent

„Skrýtið að við þurfum að taka þessa bar­áttu á hverju ári“

Bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar segist illa slegin yfir fréttum af því að ekkert áætlanaflug verði til eyja frá og með mánaðamótum og segir skrýtið að þurfa að fara í sama slaginn á ári hverju. Vegagerðin ákvað að framlengja ekki samning um slíkt flug, en bæjarstjórinn segir ábyrgðina helst liggja hjá Alþingi

Innlent

Baldur tjáir sig um mál­skots­réttinn

Baldur Þórhallsson, forsetaframbjóðandi og prófessor í stjórnmálafræði, segir það hafa verið hárrétt af Ólafi Ragnari Grímssyni að vísa ICESAVE-málunum til þjóðarinnar á sínum tíma.

Innlent