Innlent

Sauð­burður hafinn á Stokks­eyri

Eitt og eitt lamb er farið að koma í heiminn hjá sauðfjárbændum þó sauðburður hefjist ekki á fullum krafti fyrir en í maí hjá flestum. Á sauðfjárbúi við Stokkseyri eru nokkur nýfædd lömb.

Innlent

Halla Hrund tvö- til þre­faldar fylgi sitt

Halla Hrund Logadóttir tvö til þrefaldar fylgi sitt milli kannana á fylgi forsetaframbjóðenda og virðist helst höggva í fylgi Katrínar Jakobsdóttur. Enn er þó ómarktækur munur á fylgi Katrínar og Baldurs Þórhallssonar samkvæmt könnun Prósents fyrir Morgunblaðið sem birt var í dag.

Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2 í beinni út­sendingu

Veitingamaðurinn Quang Le plataði félaga sinn til að giftast konu sem hann sjálfur eignaðist tvö börn með. Lögmaður segir manninn þurfa að höfða mál til að leiðrétta skráninguna en mikilvægt sé að börn séu rétt feðruð. 

Innlent

Ný stjórn RÚV kjörin

Alþingi hefur kosið níu manns og jafnmarga varamenn í stjórn RÚV til eins árs. Stjórn RÚV er kosin á aðalfundi í apríl ár hvert en Alþingi tilnefnir níu menn og jafnmarga til vara. Starfsmannasamtök RÚV tilnefna tíunda manninn.

Innlent

Mos­fells­bær kom út í plús

Afgangur af rekstri Mosfellsbæjar fyrir árið 2023 nam 341 milljón króna. Þetta kom í ljós í dag þegar ársreikningur var lagður fram á fundi bæjarráðs. 

Innlent

Fjórir af hverjum fimm ó­á­nægðir með Bjarna

Afgerandi meirihluti landsmanna lýsti yfir óánægju með nýjan forsætisráðherra, Bjarna Benediktsson, í viðhorfskönnun Prósents á dögunum. Könnunin mældi 78 prósent óánægju með Bjarna Benediktsson. Þar kom einnig fram að 73 prósent líst illa á breytingarnar í ríkisstjórnarsamstarfinu. 

Innlent

Mikill kálfadauði veldur kúa­bændum á­hyggjum

Ráðunautar Ráðgjafamiðstöðvar landbúnaðarins hafa síðustu mánuði unnið að innleiðingu nýs kynbótamats sem vonir standa til að muni hjálpa íslenskum bændum í baráttunni við of mikinn kálfadauða, en um 17% af þeim 26 til 27 þúsund kálfum, sem fæðast árlega koma dauðir í heiminn, sem þýðir 4.500 til 4.600 kálfar á ári.

Innlent

Gervi­greind býr til myndir fyrir DV

DV hefur gripið til þess ráðs að láta gervigreind búa til myndir sem notaðar eru í fréttavinnslu. Björn Þorfinnsson ritstjóri segir þægilegt að geta notað þessa tækni þegar illa gengur að finna heppilegar myndir í myndabönkum.

Innlent

Leitinni að for­eldrunum lauk á hörmu­legum nótum

Tinna Rúnarsdóttir hóf leit að blóðforeldum sínum á Srí Lanka fyrir um mánuði. Þar fæddist hún í nóvember árið 1984. Þremur mánuðum síðar var hún ættleidd til Íslands. Tinna sagði sögu sína á Vísi um helgina og fékk á sama tíma afar erfiðar fréttir um afdrif blóðforeldra sinna. 

Innlent

Baldur og Katrín halda for­ystunni

Þrír frambjóðendur til embættis forseta Íslands eiga fremur öðrum möguleika á að ná kjöri samkvæmt þremur könnunum sem gerðar hafa verið að undanförnu. Katrín Jakobsdóttir hefur mælst með mest fylgi í tveimur þeirra en Baldur Þórhallsson í þeirri þriðju og nýjustu.

Innlent

Engin skjálfta­virkni eftir mið­nætti

Smáskjálftahrinunni sem hófst í gær við Lágafell, rétt norðvestan við Grindavík, lauk um klukkan hálf fjögur í gær. Alls voru skjálftarnir um 90 talsins og var virknin mest um klukkan 13 og 14 í gær þegar 35 skjálftar mældust.

Innlent

For­seta­hjónin og Lilja halda til Skot­lands

Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid forsetafrú halda í dag til Edinborgar í Skotlandi ásamt Lilju Dögg Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptamálaráðherra. Markmið ferðarinnar er að styrkja enn frekar vinabönd Íslendinga og Skota með áherslu á sögu og menningu þjóðanna.

Innlent

Rauf skil­orð með ræktun og akstri í Lág­múla

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt mann í 22 mánaða fangelsi fyrir að hafa ekið bíl án ökuréttinda og fyrir að hafa verið með tugi kannabisplantna í ræktun. Maðurinn rauf með brotunum skilorð, en þetta var í sjöunda sinn sem hann hefur gerst sekur um akstur sviptur ökurétti.

Innlent

Nældi í eigin­konu Davíðs, barnaði tvisvar og tók upp nafnið hans

Ýmsir ráku upp stór augu þegar veitingamaðurinn umsvifamikli Quang Le fór að nota nafnið Davíð Viðarsson á síðasta ári. Enginn þó jafnhissa og miður sín og annar Davíð Viðarsson. Íslenskur karlmaður sem hefur verið skráður faðir tveggja barna Quang Le í hálfan annan áratug gegn vilja sínum. Hann segist brenndur af samskiptum sínum við Quang Le sem hófust fyrir tveimur áratugum.

Innlent

Aldrei fleirum vísað frá Ís­landi

Aldrei hefur fleirum verið vísað frá Íslandi sem komið hafa á Keflavíkurflugvöll en það sem af er þessu ári eða rúmlega tvö hundruð manns. Úlfar Lúðvíksson lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir dæmi um að sama fólkinu sé vísað frá landinu oftar en einu sinni.

Innlent

Fundu veg nær gosinu fyrir til­viljun

Æ fleiri hafa undanfarið reynt að komast að eldgosinu við Sundhnjúk og bera það augum undanfarið þrátt fyrir að svæðið sé lokað. Bandarískir ferðamenn sem fréttastofa ræddi við voru himinlifandi með útsýnið.

Innlent

Ekki merki um að kvika sé á ferðinni

Skjálftavirkni sem mælst hefur í dag norðvestur af Grindavík er sambærileg virkni sem mældist á svæðinu um miðjan mars. Skjálftavirknin er því ekki merki um einhverjar breytingar í virkni í eldgosinu á Reykjanesi, né að kvika sé á ferðinni á svæðinu.

Innlent

Leyndar­málin á Messenger muni síður líta dagsins ljós

Tregða í samskiptaforritinu Messenger stafar af öryggisuppfærslu sem felur í sér dulkóðun samskipta. Þetta segir sérfræðingur sem hvetur fólk til hlaða niður forritinu í tölvunni í stað þess að nýta vafra, vilji það nota forritið snurðulaust. 

Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Tólf særðust í dróna- og eldflaugaárás sem Íran gerði á Ísrael í gærkvöldi og í nótt, þar á meðal sjö ára gömul stúlka, sem liggur á gjörgæslu. Leiðtogar G-7 ríkjanna funda nú um hvernig bregðast eigi við árásinni.

Innlent