Innlent Rannsaka möguleika til kolefnisförgunar í Hvalfirði Vísindarannsóknir eru hafnar í Hvalfirði með það fyrir augum að kanna möguleika til kolefnisförgunar. Markmiðið er ekki að græða pening með sölu kolefniseininga eða öðru, heldur að skapa þekkingu sem gæti nýst til að milda áhrif loftslagsbreytinga. Í stuttu máli felst aðferðin sem er til skoðunar í því að kanna hvort hægt sé að flýta náttúrulegu ferli kolefnisbindingar í hafi með því að auka svokallaða basavirkni sjávar. Innlent 28.7.2024 22:01 „Þó nokkur aðgerð“ að sækja göngumanninn sem steig í hver Um fimmtíu manns komu með einum eða öðrum hætti að björgunaraðgerð í dag þegar göngumaður í Kerlingarfjöllum steig ofan í hver og hlaut áverka á fæti. Maðurinn var fluttur á sjúkrahús frá Ásgarði með þyrlu Landhelgisgæslunnar um áttaleytið í kvöld. Innlent 28.7.2024 21:09 Hringvegurinn opinn á ný Hringvegurinn við Skálm hefur verið opnaður á ný eftir rúmlega sólarhringslanga lokun. Jökulhlaup varð úr Mýrdalsjökli seinni partinn í gær sem leiddi til þess að vegurinn fór undir vatn. Búið er að opna veginn með þeim takmörkunum að hann er einbreiður. Innlent 28.7.2024 20:56 Öll fjögur hlaupin undir Mýrdalsjökli komið að óvörum Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli er í rénun. Prófessor í jarðeðlisfræði segir öll fjögur jökulhlaupin sem hafa orðið úr jöklinum eftir Kötlugos 1918 hafa komið án fyrirvara. Af þeim hafi jökulhlaupið í gær verið það minnsta. Innlent 28.7.2024 20:31 RAX flaug yfir jökulhlaupssvæðið Ljósmyndarinn RAX flug yfir Skálm og Mýrdalsjökul í dag og fangaði sjónarspilið á svæðinu eftir að jökulhlaup varð úr jöklinum í gær. Innlent 28.7.2024 20:16 Smíðaði stærstu skeifu heims úr 2.852 skeifum Stærsta skeifa heims vekur nú mikla athygli gesta í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í Laugardal, en í skeifunni eru 2.852 notaðar skeifur, sem hafa verið undir hestum út um allt land í gegnum árin. Innlent 28.7.2024 20:04 Troðfullt á bílastæði við þjóðveginn og löng bið fram undan Fjöldinn allur af ferðamönnum bíður nú við Laufskálavörðu, austan megin við Skálm, eftir að þjóðvegurinn opni. Fjölmiðlamaðurinn Gunnlaugur Helgason, eða Gulli Helga, er á svæðinu og spáir enn lengri bið. Innlent 28.7.2024 19:55 Farangurinn varð eftir og þurfa að keyra hringinn til að ná í hann Jökulhlaupið í Mýrdalsjökli og lokanir á þjóðveginum hafa haft margvísleg áhrif á ferðamenn og ferðaþjónustu á svæðinu. Ferðir hafa verið felldar niður, miklar breytingar hafa orðið á bókunum og dæmi eru um að fólk hafi misst af flugi. Innlent 28.7.2024 19:00 Vatnsflaumur og vísindarannsóknir í Hvalfirði Jökulhlaupið úr Mýrdalsjökli er í rénum. Enn er hlaupvatn í ánni Skálm þó vatnshæðin hafi lækkað. Ástandið hefur bitnað helst á ferðamönnum á svæðinu. Við ræðum við jarðeðlisfræðing í beinni útsendingu í myndveri. Innlent 28.7.2024 18:00 Kunningi lögreglunnar grunaður um alvarlega líkamsárás Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í dag mann grunaðan um alvarlega líkamsárás eftir að árásarþoli leitaði á sjúkrahús til aðhlynningar. Innlent 28.7.2024 17:26 Þyrlan í vandræðum með að sækja mann sem steig í hver Þyrluáhöfn Landhelgisgæslunnar sem ætlaði að sækja slasaðan göngumann í Kerlingafjöllum þurfti frá að hverfa vegna slæms skyggnis. Göngumaðurinn er talinn vera með þriðja stigs bruna upp að hné eftir að hafa stigið ofan í hver. Innlent 28.7.2024 16:27 Hefur áhyggjur af viðhorfi Viðskiptaráðs Framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs segir neyðarástand ríkja í grunnskólakerfinu enda hafi námsárangur barna hrunið hér á landi. Leynd um námsárangur í grunnskólum gangi ekki. Formaður skólastjórnarfélags Íslands segir málflutning ráðsins ekki á rökum reistan. Innlent 28.7.2024 14:59 Sækja slasaðan göngumann í Kerlingarfjöll Björgunarsveitir frá uppsveitum Árnessýslu eru nú á leið inn í Kerlingarfjöll vegna slasaðs göngumanns, ásamt þyrlu Landhelgisgæslunnar. Innlent 28.7.2024 14:55 Ferðamenn festu bíl á Fjallabaksleið nyrðri Ferðamenn festu bíl af gerðinni Dacia Duster í Jökulgilskvísl rétt vestan við Kýlinga á Fjallabaksleið nyrðri rétt fyrir hádegi í dag. Björgunarsveitir brugðust skjótt við, komu fólkinu til bjargar og fjarlægðu bílinn úr ánni. Innlent 28.7.2024 14:45 Leita skýringa á stærð hlaupsins sem er nánast búið Talið er að tvö jökulhlaup hafi valdið einu stærsta hlaupi úr Mýrdalsjökli um árabil. Það er í rénun en nokkur jarðskjálftavirkni hefur mælst undir jöklinum. Innlent 28.7.2024 13:01 Hringvegurinn líklega lokaður til kvölds Hringvegurinn milli Víkur og Kirkjubæjarklausturs er enn lokaður. Vonast er til að hægt verði að hleypa umferð um hann með takmörkunum undir kvöld. Innlent 28.7.2024 12:09 „Það taka þessu allir með stóískri ró“ Hlaupið hefur haft mikil áhrif á ferðaþjónustu í kringum vegakaflann sem er lokaður milli Víkur og Kirkjubæjarklausturs. Víða er uppselt í gistingu á svæðinu og hafa ferðamenn misst af flugi. Hótelstjóri í Vík í Mýrdal segir flesta taka ástandinu með stóískri ró. Innlent 28.7.2024 11:53 Jökulhlaup, deilur um grunnskólamál og sundkappi Hringvegurinn milli Víkur og Kirkjubæjarklausturs er enn lokaður. Vonast er til að hægt verði að hleypa umferð um hann með takmörkunum undir kvöld. Talið er að tvö jökulhlaup hafi valdið einu stærsta hlaupi á svæðinu um árabil. Það er í rénun en nokkur jarðskjálftavirkni hefur verið í Mýrdalsjökli. Innlent 28.7.2024 11:43 Vegagerðin og deilur um menntakerfið Sprengisandur er á sínum stað á Bylgjunni í dag. Gagnrýni á Vegagerðina og deilur um menntakerfið bera hæst í þættinum. Innlent 28.7.2024 10:11 Frumvarp um sviptingu verndar lítur dagsins ljós í haust Dómsmálaráðherra hyggst leggja fram frumvarp sem myndi gera yfirvöldum kleift að svipta fólk alþjóðlegri vernd, gerist það uppvíst að alvarlegum afbrotum. Hún leggur frumvarpið fram í haust, en það myndi aðeins gilda um afbrot framin eftir að lögin taka gildi. Innlent 28.7.2024 09:18 Hlaupið minnkað verulega en jökullinn skelfur enn Hlaupvatn er ennþá í ánni Skálm og jökulhlaupið er ekki búið, en dregið hefur verulega úr rennsli og vatnshæðin er komin undir það sem hún var fyrir hlaup. Nokkurrar jarðskjálftavirkni hefur orðið vart í vestanverðum Mýrdalsjökli og í Sólheimajökli, sem telst eðlilegt eftir hlaup. Innlent 28.7.2024 08:33 Gæti orðið ófært í Þórsmörk Búast má við talsverðri eða mikilli rigningu á sunnanverðu landinu síðdegis í dag og fram á morgundaginn. Þá er viðbúið að vatnshæð í ám og lækjum hækki umtalsvert og geta vöð orðið ófær, þá sérstaklega í Þórsmörk, að Fjallabaki, við Eldgjá og við Langasjó. Innlent 28.7.2024 07:46 Kýldi leigubílstjórann og borgaði ekki Tveir menn sem tóku leigubifreið upp í Breiðholt í nótt greiddu ekki fyrir farið. Annar þeirra hljóp úr bifreiðinni, og kýldi leigubílstjórann þegar hann hljóp á eftir honum. Málið er í rannsókn. Innlent 28.7.2024 07:33 Lögreglan lýsir eftir My Ky Le Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir My Ky Le, 52 ára, en ekkert er vitað um ferðir hans frá því um hádegi á föstudag. Innlent 27.7.2024 23:14 Ekkert bendi til að hlaupið sé afleiðing eldgoss Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli hefur náð hámarki við þjóðveg 1. Ekkert í gögnum veðurstofunnar bendir til þess að hlaupið sé afleiðing eldgoss undir jöklinum. Innlent 27.7.2024 22:57 Halla verði að upplýsa um bílakaupin Sérfræðingar í siðfræði og almannatengslum segja nauðsynlegt fyrir traust og gagnsæi að tilvonandi forsetahjón upplýsi um hvaða afslátt þau fengu þegar þau keypu nýjan bíl hjá Brimborg. Þrátt fyrir ítrekaðar fyrirspurnir fréttastofu hafa svör ekki borist um það. Innlent 27.7.2024 21:30 Meira en nóg að gera á Herjólfi í sumar Starfsfólk Herjólfs hefur ekki þurft að kvarta undan verkefnaleysi í sumar því það er nóg að gera alla daga við að flytja fólk á milli lands og eyja, ekki síst ferðamenn. Skipið fer átta ferðir á dag og er meira og minna alltaf fullt af fólki og bílum. Innlent 27.7.2024 20:05 Óljóst hvað veldur svo stórum jökulhlaupum Veðurfræðingur segir líklegt að jökulhlaup úr Mýrdalsjökli hafi þegar náð hámarki. Jökulhlaup verði á hverju sumri en óljóst sé hvað veldur því að sum séu stærri en önnur. Sem fyrr sé möguleiki á eldgosi í Kötlu. Innlent 27.7.2024 19:47 „Vitum ekki til þess að nokkur hafi verið í hættu“ Óvissustig er í gildi vegna jökulhlaups úr Mýrdalsjökli. Lögreglustjórinn á Suðurlandi segist ekki vitað til þess að neinn hafi verið í hættu og segir aðgerðir hafa gengið vel. Fyrir liggur að hlaupið er á pari við jökulhlaupið í Múlakvísl 2011. Innlent 27.7.2024 19:16 „Rúm tuttugu ár síðan við sáum þessa þróun fyrir“ Oddviti Skaftárhrepps segist hafa í allt að aldarfjórðung séð fyrir að atburðarás á borð við þá sem varð í dag þegar jökulhlaup varð úr Mýrdalsjökli, gæti gerst. Hann segir stærðargráðu hlaupsins slíka að það hefði valdið tjóni sem þessu hvar sem það hefði orðið. Innlent 27.7.2024 18:47 « ‹ 106 107 108 109 110 111 112 113 114 … 334 ›
Rannsaka möguleika til kolefnisförgunar í Hvalfirði Vísindarannsóknir eru hafnar í Hvalfirði með það fyrir augum að kanna möguleika til kolefnisförgunar. Markmiðið er ekki að græða pening með sölu kolefniseininga eða öðru, heldur að skapa þekkingu sem gæti nýst til að milda áhrif loftslagsbreytinga. Í stuttu máli felst aðferðin sem er til skoðunar í því að kanna hvort hægt sé að flýta náttúrulegu ferli kolefnisbindingar í hafi með því að auka svokallaða basavirkni sjávar. Innlent 28.7.2024 22:01
„Þó nokkur aðgerð“ að sækja göngumanninn sem steig í hver Um fimmtíu manns komu með einum eða öðrum hætti að björgunaraðgerð í dag þegar göngumaður í Kerlingarfjöllum steig ofan í hver og hlaut áverka á fæti. Maðurinn var fluttur á sjúkrahús frá Ásgarði með þyrlu Landhelgisgæslunnar um áttaleytið í kvöld. Innlent 28.7.2024 21:09
Hringvegurinn opinn á ný Hringvegurinn við Skálm hefur verið opnaður á ný eftir rúmlega sólarhringslanga lokun. Jökulhlaup varð úr Mýrdalsjökli seinni partinn í gær sem leiddi til þess að vegurinn fór undir vatn. Búið er að opna veginn með þeim takmörkunum að hann er einbreiður. Innlent 28.7.2024 20:56
Öll fjögur hlaupin undir Mýrdalsjökli komið að óvörum Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli er í rénun. Prófessor í jarðeðlisfræði segir öll fjögur jökulhlaupin sem hafa orðið úr jöklinum eftir Kötlugos 1918 hafa komið án fyrirvara. Af þeim hafi jökulhlaupið í gær verið það minnsta. Innlent 28.7.2024 20:31
RAX flaug yfir jökulhlaupssvæðið Ljósmyndarinn RAX flug yfir Skálm og Mýrdalsjökul í dag og fangaði sjónarspilið á svæðinu eftir að jökulhlaup varð úr jöklinum í gær. Innlent 28.7.2024 20:16
Smíðaði stærstu skeifu heims úr 2.852 skeifum Stærsta skeifa heims vekur nú mikla athygli gesta í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í Laugardal, en í skeifunni eru 2.852 notaðar skeifur, sem hafa verið undir hestum út um allt land í gegnum árin. Innlent 28.7.2024 20:04
Troðfullt á bílastæði við þjóðveginn og löng bið fram undan Fjöldinn allur af ferðamönnum bíður nú við Laufskálavörðu, austan megin við Skálm, eftir að þjóðvegurinn opni. Fjölmiðlamaðurinn Gunnlaugur Helgason, eða Gulli Helga, er á svæðinu og spáir enn lengri bið. Innlent 28.7.2024 19:55
Farangurinn varð eftir og þurfa að keyra hringinn til að ná í hann Jökulhlaupið í Mýrdalsjökli og lokanir á þjóðveginum hafa haft margvísleg áhrif á ferðamenn og ferðaþjónustu á svæðinu. Ferðir hafa verið felldar niður, miklar breytingar hafa orðið á bókunum og dæmi eru um að fólk hafi misst af flugi. Innlent 28.7.2024 19:00
Vatnsflaumur og vísindarannsóknir í Hvalfirði Jökulhlaupið úr Mýrdalsjökli er í rénum. Enn er hlaupvatn í ánni Skálm þó vatnshæðin hafi lækkað. Ástandið hefur bitnað helst á ferðamönnum á svæðinu. Við ræðum við jarðeðlisfræðing í beinni útsendingu í myndveri. Innlent 28.7.2024 18:00
Kunningi lögreglunnar grunaður um alvarlega líkamsárás Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í dag mann grunaðan um alvarlega líkamsárás eftir að árásarþoli leitaði á sjúkrahús til aðhlynningar. Innlent 28.7.2024 17:26
Þyrlan í vandræðum með að sækja mann sem steig í hver Þyrluáhöfn Landhelgisgæslunnar sem ætlaði að sækja slasaðan göngumann í Kerlingafjöllum þurfti frá að hverfa vegna slæms skyggnis. Göngumaðurinn er talinn vera með þriðja stigs bruna upp að hné eftir að hafa stigið ofan í hver. Innlent 28.7.2024 16:27
Hefur áhyggjur af viðhorfi Viðskiptaráðs Framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs segir neyðarástand ríkja í grunnskólakerfinu enda hafi námsárangur barna hrunið hér á landi. Leynd um námsárangur í grunnskólum gangi ekki. Formaður skólastjórnarfélags Íslands segir málflutning ráðsins ekki á rökum reistan. Innlent 28.7.2024 14:59
Sækja slasaðan göngumann í Kerlingarfjöll Björgunarsveitir frá uppsveitum Árnessýslu eru nú á leið inn í Kerlingarfjöll vegna slasaðs göngumanns, ásamt þyrlu Landhelgisgæslunnar. Innlent 28.7.2024 14:55
Ferðamenn festu bíl á Fjallabaksleið nyrðri Ferðamenn festu bíl af gerðinni Dacia Duster í Jökulgilskvísl rétt vestan við Kýlinga á Fjallabaksleið nyrðri rétt fyrir hádegi í dag. Björgunarsveitir brugðust skjótt við, komu fólkinu til bjargar og fjarlægðu bílinn úr ánni. Innlent 28.7.2024 14:45
Leita skýringa á stærð hlaupsins sem er nánast búið Talið er að tvö jökulhlaup hafi valdið einu stærsta hlaupi úr Mýrdalsjökli um árabil. Það er í rénun en nokkur jarðskjálftavirkni hefur mælst undir jöklinum. Innlent 28.7.2024 13:01
Hringvegurinn líklega lokaður til kvölds Hringvegurinn milli Víkur og Kirkjubæjarklausturs er enn lokaður. Vonast er til að hægt verði að hleypa umferð um hann með takmörkunum undir kvöld. Innlent 28.7.2024 12:09
„Það taka þessu allir með stóískri ró“ Hlaupið hefur haft mikil áhrif á ferðaþjónustu í kringum vegakaflann sem er lokaður milli Víkur og Kirkjubæjarklausturs. Víða er uppselt í gistingu á svæðinu og hafa ferðamenn misst af flugi. Hótelstjóri í Vík í Mýrdal segir flesta taka ástandinu með stóískri ró. Innlent 28.7.2024 11:53
Jökulhlaup, deilur um grunnskólamál og sundkappi Hringvegurinn milli Víkur og Kirkjubæjarklausturs er enn lokaður. Vonast er til að hægt verði að hleypa umferð um hann með takmörkunum undir kvöld. Talið er að tvö jökulhlaup hafi valdið einu stærsta hlaupi á svæðinu um árabil. Það er í rénun en nokkur jarðskjálftavirkni hefur verið í Mýrdalsjökli. Innlent 28.7.2024 11:43
Vegagerðin og deilur um menntakerfið Sprengisandur er á sínum stað á Bylgjunni í dag. Gagnrýni á Vegagerðina og deilur um menntakerfið bera hæst í þættinum. Innlent 28.7.2024 10:11
Frumvarp um sviptingu verndar lítur dagsins ljós í haust Dómsmálaráðherra hyggst leggja fram frumvarp sem myndi gera yfirvöldum kleift að svipta fólk alþjóðlegri vernd, gerist það uppvíst að alvarlegum afbrotum. Hún leggur frumvarpið fram í haust, en það myndi aðeins gilda um afbrot framin eftir að lögin taka gildi. Innlent 28.7.2024 09:18
Hlaupið minnkað verulega en jökullinn skelfur enn Hlaupvatn er ennþá í ánni Skálm og jökulhlaupið er ekki búið, en dregið hefur verulega úr rennsli og vatnshæðin er komin undir það sem hún var fyrir hlaup. Nokkurrar jarðskjálftavirkni hefur orðið vart í vestanverðum Mýrdalsjökli og í Sólheimajökli, sem telst eðlilegt eftir hlaup. Innlent 28.7.2024 08:33
Gæti orðið ófært í Þórsmörk Búast má við talsverðri eða mikilli rigningu á sunnanverðu landinu síðdegis í dag og fram á morgundaginn. Þá er viðbúið að vatnshæð í ám og lækjum hækki umtalsvert og geta vöð orðið ófær, þá sérstaklega í Þórsmörk, að Fjallabaki, við Eldgjá og við Langasjó. Innlent 28.7.2024 07:46
Kýldi leigubílstjórann og borgaði ekki Tveir menn sem tóku leigubifreið upp í Breiðholt í nótt greiddu ekki fyrir farið. Annar þeirra hljóp úr bifreiðinni, og kýldi leigubílstjórann þegar hann hljóp á eftir honum. Málið er í rannsókn. Innlent 28.7.2024 07:33
Lögreglan lýsir eftir My Ky Le Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir My Ky Le, 52 ára, en ekkert er vitað um ferðir hans frá því um hádegi á föstudag. Innlent 27.7.2024 23:14
Ekkert bendi til að hlaupið sé afleiðing eldgoss Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli hefur náð hámarki við þjóðveg 1. Ekkert í gögnum veðurstofunnar bendir til þess að hlaupið sé afleiðing eldgoss undir jöklinum. Innlent 27.7.2024 22:57
Halla verði að upplýsa um bílakaupin Sérfræðingar í siðfræði og almannatengslum segja nauðsynlegt fyrir traust og gagnsæi að tilvonandi forsetahjón upplýsi um hvaða afslátt þau fengu þegar þau keypu nýjan bíl hjá Brimborg. Þrátt fyrir ítrekaðar fyrirspurnir fréttastofu hafa svör ekki borist um það. Innlent 27.7.2024 21:30
Meira en nóg að gera á Herjólfi í sumar Starfsfólk Herjólfs hefur ekki þurft að kvarta undan verkefnaleysi í sumar því það er nóg að gera alla daga við að flytja fólk á milli lands og eyja, ekki síst ferðamenn. Skipið fer átta ferðir á dag og er meira og minna alltaf fullt af fólki og bílum. Innlent 27.7.2024 20:05
Óljóst hvað veldur svo stórum jökulhlaupum Veðurfræðingur segir líklegt að jökulhlaup úr Mýrdalsjökli hafi þegar náð hámarki. Jökulhlaup verði á hverju sumri en óljóst sé hvað veldur því að sum séu stærri en önnur. Sem fyrr sé möguleiki á eldgosi í Kötlu. Innlent 27.7.2024 19:47
„Vitum ekki til þess að nokkur hafi verið í hættu“ Óvissustig er í gildi vegna jökulhlaups úr Mýrdalsjökli. Lögreglustjórinn á Suðurlandi segist ekki vitað til þess að neinn hafi verið í hættu og segir aðgerðir hafa gengið vel. Fyrir liggur að hlaupið er á pari við jökulhlaupið í Múlakvísl 2011. Innlent 27.7.2024 19:16
„Rúm tuttugu ár síðan við sáum þessa þróun fyrir“ Oddviti Skaftárhrepps segist hafa í allt að aldarfjórðung séð fyrir að atburðarás á borð við þá sem varð í dag þegar jökulhlaup varð úr Mýrdalsjökli, gæti gerst. Hann segir stærðargráðu hlaupsins slíka að það hefði valdið tjóni sem þessu hvar sem það hefði orðið. Innlent 27.7.2024 18:47