Erlent

Dó þeg­ar af­mæl­is­gjöf­in sprakk

Aðstoðarmaður yfirmanns herafla Úkraínu dó í gær þegar handsprengja sem hann fékk í afmælisgjöf sprakk. Þrettán ára sonur mannsins, sem hét Gennadiy Chastyakov og var majór, særðist alvarlega en fyrst var talið að um banatilræði hefði verið að ræða.

Erlent

Segir engan hafa staðið í vegi rann­sóknar á Hunter Biden

David Weiss, sérstakur saksóknari dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, sem haft hefur Hunter Biden, son Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, til rannsóknar, segir embættismenn ekki hafa staðið í vegi sér. Hann sagðist hafa fullt yfirráð yfir rannsókninni og enginn hefði reynt að grípa fram fyrir hendurnar á sér.

Erlent

Telja Karl þurfa að segja hluti sem hann vilji ekki segja

Breska þingið hefst í dag og af því tilefni mun Karl Bretakonungur halda ræðu líkt og hefð er fyrir. Um er ræða fyrstu opnunarræðu konungsins sem var krýndur í maí á þessu ári. Þar kynnir hann stefnu ríkisstjórnarinnar, en talið er að hún fari þvert gegn skoðunum Karls í ákveðnum málaflokkum. Hann muni því þurfa að segja hluti sem hann vilji ekki segja.

Erlent

Veitir Morawi­ecki um­boð til stjórnar­myndunar

Andrzej Duda, forseti Póllands, hefur veitt fráfarandi forsætisráðherra, Mateusz Morawiecki, umboð til stjórnarmyndunar eftir þingkosningar sem fram fóru í síðasta mánuði. Morawiecki kemur úr röðum stjórnarflokksins Lögum og rétti (PiS) sem missti meirihluta sinn á þingi í kosningunum.

Erlent

„Þetta er ekki kosningafundur“

Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, skammaðist yfir því að illa væri komið fram við hann og að pólitískir andstæðingar hans væru að nota dómskerfið gegn honum. Dómarinn skammaði Trump og sagði að hann væri ekki á kosningafundi heldur í dómsal.

Erlent

Enn ein á­sökunin á hendur Brand

Leikarinn Russell Brand stendur enn einu sinni frammi fyrir ásökun um kynferðisbrot. Aukaleikari sakar hann um kynferðislega áreitni við upptökur á kvikmynd árið 2010. 

Erlent

Hvergi öruggt á Gasa

Aðalritari Sameinuðu þjóðanna segir hvergi öruggt að vera á Gasa. Ísraelski herinn er sagður hafa drepið fleiri en tíu þegar loftárás var gerð á skóla á Gasa í morgun. Forsætisráðherra Ísraels segir vopnahlé ekki koma til greina fyrr en gíslum í haldi Hamas verði sleppt.

Erlent