Erlent

Ríkjum ekki heimilt að úti­loka Trump

Hæstiréttur Bandaríkjanna segir einstök ríki ekki geta meinað Donald Trump, fyrrverandi forseta og núverandi forsetaframbjóðanda, að vera á kjörseðlum þar á grundvelli fjórtánda ákvæðis stjórnarskrár ríkisins. Ákvörðunin mun hafa áhrif í Colorado, Maine og Illinois, þar sem Trump hafði verið bannað að bjóða sig fram.

Erlent

„Þeir eru að slátra fólki í fangaklefunum“

Kólumbískir málaliðar, sem handteknir voru í kjölfar morðs Jovenel Moise, fyrrverandi forseta Haítí, eru meðal þeirra örfáu sem flúðu ekki úr tveimur stærstu fangelsum landsins þegar ráðist var á þau á laugardagskvöld. Þeir kölluðu þess í stað eftir aðstoð á samfélagsmiðlum.

Erlent

Hraun flæðir á Galapagoseyjum

Eldgos hófst á Galapagos-eyjum undan ströndum Ekvador í gærkvöldi. Hraun flæddi úr La Cumbre eldfjallinu á Fernandinaeyju en það er virkasta eldfjalla eyjaklasans fræga, og rann út í sjó.

Erlent

Úr­skurða lík­lega Trump í vil degi fyrir „ofurþriðudag“

Dómarar hæstaréttar Bandaríkjanna gáfu til kynna í gær að von sé á úrskurði um það hvort ráðamönnum Colorado sé heimilt að meina Donald Trump að vera á kjörseðlum í ríkinu. Forval í báðum flokkum fer fram í ríkinu, og fimmtán öðrum, á morgun en dagurinn er iðurlega kallaður „ofurþriðjudagur“.

Erlent

143 græn­lenskar konur stefna danska ríkinu

Hundrað fjörutíu og þrjár grænlenskar konur hafa stefnt danska ríkinu og farið fram á skaðabætur í lykkjumálinu svokallaða. Konurnar telja danska ríkið hafa brotið á mannréttindum þeirra og fara fram á skaðabætur upp á 300 þúsund danskar krónur hver, um sex milljónir íslenskra króna.

Erlent

Haley sigraði Trump í Was­hington D.C.

Nikki Haley varð í gær fyrsta konan til að sigra í forkosningum Repúblikanaflokksins í aðdraganda forsetakosninga í Bandaríkjunum þegar hún fór með sigur af hólmi gegn Donald Trump í Washington D.C.

Erlent

Vonir bundnar við vopnahlésviðræður í dag

Búist er við að sáttasemjarar frá bæði Ísrael og Hamas gangi til vopnahlésviðræðna í Kaíró í dag. Joe Biden Bandaríkjaforseti tilkynnti í gær að Bandaríkin hygðust henda neyðarbirgðum úr lofti yfir Gasa.

Erlent

Niður­læging fyrir þýsk stjórn­völd

Olaf Scholz kanslari Þýskalands hefur heitið því að rannsakað verði til hlýtar hvernig upptökur af leynilegum fundum þýska hersins um Úkraínustríðið komust í dreifingu á rússneskum samfélagsmiðlum.

Erlent

Skip sökk eftir loft­á­rás Húta

Flutningaskipið Rubymar sökk í Rauðahafinu í gærkvöldi eftir loftárás Húta í Jemen. Skipið er það fyrsta til þess að sökkva vegna aðgerða Húta í tengslum við stríðið á Gasa. 

Erlent

Banda­ríkin henda hjálpar­gögnum úr lofti yfir Gasa

Bandaríkin hyggjast henda hjálpargögnum úr lofti yfir Gasa svæðið á næstu dögum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Joe Biden Bandaríkjaforseta. Erfiðlega hefur gengið að koma hjálpargögnum til Gasa undanfarna daga, vikur og mánuði en gagnrýnendur segja aðferðina lélega og ónákvæma.

Erlent

Navalní borinn til grafar

Jarðarför helsta andstæðings Rússlandsforseta Vladimírs Pútín fer fram í Moskvu höfuðborg Rússlands í dag. Fjöldi fólks hefur safnast saman fyrir utan kirkjuna þar sem athöfnin fer fram í suðausturhluta Moskvu í hverfinu Maryino, þar sem Navalní átti áður heima.

Erlent

Meira en milljarður manna þjáist af of­fitu

Meira en milljarður manna út um allan heim þjáist af offitu og tíðnin meðal barna hefur fjórfaldast á síðustu 32 árum. Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar þar sem skoðað var hvernig BMI-stuðullinn í 190 ríkjum hefur breyst frá árinu 1990.

Erlent

„Of margir Palestínu­menn dóu í dag“

Talið er að minnsta kosti 112 hafi dáið og hundruð hafi slasast og eða særst á Gasaströndinni síðustu nótt þegar verið var að flytja matvæli og neyðarbirgðir á svæðið. Palestínumenn segja ísraelska hermenn hafa skotið á þvögu fólks sem stöðvaði vörubílanna með birgðirnar.

Erlent

Hætt við af­töku vegna í­trekaðra mis­taka

Aftöku raðmorðingjans Thomas Eugene Creech í Idaho í Bandaríkjunum var frestað um óákveðinn tíma í gær. Sú ákvörðun var tekin eftir að læknateymi mistókst að finna æð sem hægt væri að dæla lyfjablöndunni sem átti að draga hann til dauða í.

Erlent

Tala látinna komin yfir þrjá­tíu þúsund

Ríflega þrjátíu þúsund hafa látist frá upphafi stríðs Ísraels og Hamas-samtakanna þann 7. október síðastliðinn. Ríflega hundrað eru sagðir hafa látist í árás Ísraelshers á hóp fólks sem beið eftir hjálpargögnum í nótt.

Erlent

Hæsti­réttur skoðar kröfu Trumps um frið­helgi

Dómarar við hæstarétt Bandaríkjanna hafa samþykkt að taka fyrir kröfu Donalds Trump, fyrrverandi forseta og núverandi forsetaframbjóðanda, um að vísa eigi frá dómsmálinu gegn honum vegna tilrauna hans til að snúa úrslitum forsetakosninganna 2020. Það vill Trump að verði gert á grunni þess að hann njóti friðhelgi.

Erlent

Fimm ára stúlka týndist í feni

Áhöfn leitarþyrlu notaði hitamyndavél til að finna fimm ára stúlku sem hafði týnst í fenjum Flórída. Stúlkan er einhverf og sást ganga í ökkladjúpu vatni og gat áhöfn þyrlunnar beint lögregluþjónum að henni.

Erlent