Erlent Trump í dómsal í Flórída Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og forsetaframbjóðandi, er í Flórída í dag þar sem lögfræðingar hans reyna að sannfæra dómara um að hann hafi ekki brotið lög þegar hann tók opinber gögn og leynileg skjöl með sér úr Hvíta húsinu. Hann vill að málið verði fellt niður. Erlent 14.3.2024 16:25 Segir Úkraínumenn ekki skorta hugrekki, heldur skotfæri Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, varaði við því í dag að Úkraínumenn glímdu við mikinn skotfæraskort og þyrftu meiri stuðning frá bakhjörlum þeirra. Hann sagði bakhjarla Úkraínu skorta pólitískan vilja. Erlent 14.3.2024 15:02 Vilja fá saksóknara til að rannsaka Biden Repúblikanar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings standa nú frammi fyrir því að tilraunir þeirra til að ákæra Joe Biden, forseta, fyrir meint embættisbrot muni misheppnast. Þeim hefur ekki tekist að sýna fram á að Biden hafi brotið af sér í starfi og þau atkvæði þingmanna sem þarf til að ákæra hann. Erlent 14.3.2024 13:01 Þriðja flugferð Starship heppnaðist vel Starfsmenn SpaceX stefna að þriðja tilraunaskoti Starship geimfarsins í dag. Síðustu tvær tilraunir með þetta risastóra geimfar og eldflaug hafa endað með stórum sprengingum. Skotglugginn svokallaði opnast klukkan hálf eitt að íslenskum tíma, eða hálf átta að morgni að staðartíma. Erlent 14.3.2024 10:30 Kim keyrði skriðdreka á æfingu Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, tók nýverið þátt í æfingu með hermönnum sínum, þar sem þeir voru að æfa sig á nýrri gerð skriðdreka. Kallaði hann eftir frekari undirbúningi svo herinn væri tilbúinn í mögulegt stríð. Erlent 14.3.2024 10:23 Ísraelsher braut alþjóðalög þegar skotið var á hóp blaðamanna Ísraelsher braut alþjóðalög í Líbanon í fyrra þegar skriðdreki skaut á hóp af einstaklingum sem voru bersýnilega merktir sem blaðamenn. Blaðamaður Reuters lést og sex særðust. Erlent 14.3.2024 08:04 Tusk hyggst skipta út 50 sendiherrum hægristjórnarinnar Stjórnvöld í Póllandi hafa afturkallað 50 sendiherra sína í viðleitni til þess að bæta alþjóðleg samskipti á viðsjárverðum tímum. Utanríkisráðuneytið segir aðgerðina nauðsynlega og utanríkisþjónustuna verða faglegri fyrir vikið. Erlent 14.3.2024 06:56 Gefst upp á því að verða forsætisráðherra Geert Wilders, leiðtogi hins hollenska Frelsisflokks segist ekki munu verða næsti forsætisráðherra landsins vegna þess að mögulegir ríkisstjórnarflokkar styðja hann ekki. Erlent 13.3.2024 21:57 Handteknir fyrir að fella tré sem leiddi til dauða Þrír menn hafa verið handteknir í Sorø á Sjálandi í Danmörku fyrir að hafa fellt tré sem hafnaði á bíl 55 ára manns með þeim afleiðingum að hann lést. Erlent 13.3.2024 21:32 Felldi niður ákæruliði gegn Trump og félögum í Georgíu Dómari í Georgíu felldi í dag óvænt sex ákæruliði niður af 41 í dómsmáli ríkisins gegn Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, og bandamanna hans. Ákæruliðirnir snúa meðal annars að símtali Trumps til innanríkisráðherra Georgíu, þar sem hann beitti hann þrýstingi um að snúa úrslitum kosninganna í ríkinu árið 2020. Erlent 13.3.2024 16:18 TikTok-frumvarpið fer léttilega gegnum fulltrúadeildina Yfirgnæfandi meirihluti þingmanna fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hefur samþykkt frumvarp sem ætlað er að koma böndum á samfélagmiðilinn TikTok. Frumvarpið fer nú til öldungadeildarinnar, þar sem framtíð þess þykir óljós. Erlent 13.3.2024 15:15 „Vopnin eru til þess að nota þau“ Vladimír Pútín, forseti Rússlands, ítrekaði enn eina ferðina í morgun að Rússar væru tilbúnir fyrir kjarnorkustyrjöld. Notkun slíkra vopna kæmi til greina ef öryggi Rússlands eða fullveldi væri ógnað. Erlent 13.3.2024 13:52 Hættir óvænt á þingi: „Þessi staður snýst um deilur og vitleysu“ Ken Buck, þingmaður Repúblikanaflokksins frá Colorado, tilkynnti óvænt í gærkvöldi að hann ætlaði að hætta á þingi þann 22. mars. Í viðtali í kjölfar yfirlýsingarinnar hefur hann farið hörðum orðum um Repúblikana og segir þingið hafa snúist upp í deilur og vitleysu. Erlent 13.3.2024 11:41 Ný geimflaug sprakk í loft upp Fyrsta geimskot japanska fyrirtækisins Space One sprakk í loft upp við geimskot í nótt. Forsvarsmenn fyrirtækisins vonuðust til þess að Space One yrði fyrsta einkafyrirtæki í Japan til að koma gervihnetti á braut um jörðu en það misheppnaðist. Erlent 13.3.2024 10:09 Danir lengja herskylduna Danska ríkisstjórnin hyggst lengja herskyldu í landinu úr fjórum mánuðum í ellefu, koma á herskyldu fyrir konur og stórauka framlög til varnarmála. Erlent 13.3.2024 09:00 Íbúar í Fukuyama beðnir um að halda sig frá eitruðum ketti Íbúar í Fukuyama í vesturhluta Japan hafa verið varaðir við því að nálgast hvorki né snerta kött sem virðist hafa dottið í tank fullan af sexgildu krómi, sem er mjög eitrað og meðal annars krabbameinsvaldandi. Erlent 13.3.2024 08:04 Hungrinu beitt sem vopni segir utanríkismálastjóri ESB Josep Borrell, framkvæmdastjóri utanríkismála hjá Evrópusambandinu, segir hungursneyð beitt eins og vopni á Gasa. Hann segir skort á neyðargögnum á svæðinu „manngerðan harmleik“. Erlent 13.3.2024 07:00 Sagan endurtekur sig: Trump með naumt forskot á Biden en báðir glíma við vandamál Bæði Donald Trump og Joe Biden tryggðu sér tilnefningu flokks síns í gærkvöldi, eftir að forvall fór fram í nokkrum ríkjum Bandaríkjanna. Báðum tókst að tryggja sér þann lágmarksfjölda kjörmanna sem þarf og er því ljóst að þeir munu mætast aftur í forsetakosningunum í nóvember. Erlent 13.3.2024 06:23 Ráðist á vopnabróður Navalnís með hamri Ráðist var á Leonid Volkov, sem var lengi vel bandamaður Alexeis Navalnís, fyrir utan heimili hans í Vilníus, höfuðborg Litáen, í kvöld. Erlent 12.3.2024 23:44 Senda fleiri eldflaugar og fallbyssur til Úkraínu Yfirvöld í Bandaríkjunum eru sögð ætla að tilkynna í dag nýjan fjögur hundruð milljóna dala pakka af hernaðaraðstoð til Úkraínu. Þetta yrði fyrsti pakkinn af þessu tagi frá Bandaríkjunum í nokkra mánuði en fjárveitingar til hernaðaraðstoðar situr fastur í bandaríska þinginu. Erlent 12.3.2024 16:50 Glórulausar skýringar hjóna sem nauðguðu fimmtán ára stúlku Lögregluþjónar í Utah í Bandaríkjunum handtóku á dögunum par sem sakað er um að hafa misnotað fimmtán ára dóttur konunnar í að minnsta kosti eitt og hálft ár. Maðurinn og konan eru sögð hafa viðurkennt brotinn og sagt að það væri betra að þau hefðu mök við hana en ókunnugt fólk. Erlent 12.3.2024 15:57 Hrottafengnar lýsingar á morðinu á þrettán ára stúlkunni Sautján ára piltur sem var handtekinn í kjölfar morðs á þrettán ára stúlku í smábænum Hjallerup á Norður-Jótlandi í Danmörku í gærkvöldi, er grunaður um að hafa orðið henni að bana. Erlent 12.3.2024 15:25 Herflugvél brotlenti skömmu eftir flugtak Fimmtán eru sagðir hafa dáið þegar rússnesk herflugvél af gerðinni Il-76 brotlenti skömmu eftir flugtak í morgun. Myndbönd sýna að minnsta kosti einn hreyfil flugvélarinnar í ljósum logum skömmu eftir flugtak og féll hann af henni áður en hún brotlenti. Erlent 12.3.2024 11:34 Gerðu árásir í átta héruðum Rússlands Úkraínumenn gerðu umfangsmiklar drónaárásir í að minnsta kosti átta héruðum Rússlands í nótt. Í einu tilfelli var gerð árás á olíuvinnslustöð í um 775 kílómetra fjarlægð frá landamærum Úkraínu. Þá hafa rússneskir menn sem berjast með Úkraínu gert aðra atlögu inn í Belgórodhérað og Kúrskhérað í Rússlandi. Erlent 12.3.2024 10:42 Segir íbúa Gasa ekki geta beðið en ítrekar rétt Ísrael til að verja sig Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, hefur kallað eftir tafarlausu mannúðarhléi á átökum á Gasa en jafnframt ítrekað að Ísraelsmenn eigi rétt á því að verja sig gegn Hamas. Erlent 12.3.2024 09:10 Forsætisráðherra Haítí farinn frá Forsætisráðherra Haítí hefur sagt af sér eftir margra vikna ófremdarástand í landinu þar sem glæpahópar hafa í raun tekið völdin. Erlent 12.3.2024 08:27 Tate-bræður í gæsluvarðhaldi vegna breskrar handtökuskipunar Áhrifavaldurinn Andrew Tate og bróðir hans Tristan hafa verið handteknir í Rúmeníu á grundvelli handtökuskipunar sem gefin var út á Bretlandseyjum. Erlent 12.3.2024 08:24 Fær græddan í sig gangráð í dag Haraldur Noregskonungur mun gangast undir aðgerð í dag þar sem hann mun fá græddan í sig gangráð. Erlent 12.3.2024 08:22 Airbnb bannar öryggismyndavélar innanhúss Airbnb hyggst banna öryggismyndavélar í öllu húsnæði sem leigt er í gegnum síðuna, út um allan heim. Breytingarnar munu taka gildi í enda apríl. Erlent 12.3.2024 07:58 Þrettán ára stúlka myrt á Norður-Jótlandi Þrettán ára gömul stúlka var myrt í smábænum Hjallerup á Norður-Jótlandi í Danmörku í gærkvöldi. Lögreglan hefur handtekið jafnöldru hennar og sautján ára gamlan dreng sem grunuð eru um morðið. Erlent 12.3.2024 07:41 « ‹ 62 63 64 65 66 67 68 69 70 … 334 ›
Trump í dómsal í Flórída Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og forsetaframbjóðandi, er í Flórída í dag þar sem lögfræðingar hans reyna að sannfæra dómara um að hann hafi ekki brotið lög þegar hann tók opinber gögn og leynileg skjöl með sér úr Hvíta húsinu. Hann vill að málið verði fellt niður. Erlent 14.3.2024 16:25
Segir Úkraínumenn ekki skorta hugrekki, heldur skotfæri Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, varaði við því í dag að Úkraínumenn glímdu við mikinn skotfæraskort og þyrftu meiri stuðning frá bakhjörlum þeirra. Hann sagði bakhjarla Úkraínu skorta pólitískan vilja. Erlent 14.3.2024 15:02
Vilja fá saksóknara til að rannsaka Biden Repúblikanar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings standa nú frammi fyrir því að tilraunir þeirra til að ákæra Joe Biden, forseta, fyrir meint embættisbrot muni misheppnast. Þeim hefur ekki tekist að sýna fram á að Biden hafi brotið af sér í starfi og þau atkvæði þingmanna sem þarf til að ákæra hann. Erlent 14.3.2024 13:01
Þriðja flugferð Starship heppnaðist vel Starfsmenn SpaceX stefna að þriðja tilraunaskoti Starship geimfarsins í dag. Síðustu tvær tilraunir með þetta risastóra geimfar og eldflaug hafa endað með stórum sprengingum. Skotglugginn svokallaði opnast klukkan hálf eitt að íslenskum tíma, eða hálf átta að morgni að staðartíma. Erlent 14.3.2024 10:30
Kim keyrði skriðdreka á æfingu Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, tók nýverið þátt í æfingu með hermönnum sínum, þar sem þeir voru að æfa sig á nýrri gerð skriðdreka. Kallaði hann eftir frekari undirbúningi svo herinn væri tilbúinn í mögulegt stríð. Erlent 14.3.2024 10:23
Ísraelsher braut alþjóðalög þegar skotið var á hóp blaðamanna Ísraelsher braut alþjóðalög í Líbanon í fyrra þegar skriðdreki skaut á hóp af einstaklingum sem voru bersýnilega merktir sem blaðamenn. Blaðamaður Reuters lést og sex særðust. Erlent 14.3.2024 08:04
Tusk hyggst skipta út 50 sendiherrum hægristjórnarinnar Stjórnvöld í Póllandi hafa afturkallað 50 sendiherra sína í viðleitni til þess að bæta alþjóðleg samskipti á viðsjárverðum tímum. Utanríkisráðuneytið segir aðgerðina nauðsynlega og utanríkisþjónustuna verða faglegri fyrir vikið. Erlent 14.3.2024 06:56
Gefst upp á því að verða forsætisráðherra Geert Wilders, leiðtogi hins hollenska Frelsisflokks segist ekki munu verða næsti forsætisráðherra landsins vegna þess að mögulegir ríkisstjórnarflokkar styðja hann ekki. Erlent 13.3.2024 21:57
Handteknir fyrir að fella tré sem leiddi til dauða Þrír menn hafa verið handteknir í Sorø á Sjálandi í Danmörku fyrir að hafa fellt tré sem hafnaði á bíl 55 ára manns með þeim afleiðingum að hann lést. Erlent 13.3.2024 21:32
Felldi niður ákæruliði gegn Trump og félögum í Georgíu Dómari í Georgíu felldi í dag óvænt sex ákæruliði niður af 41 í dómsmáli ríkisins gegn Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, og bandamanna hans. Ákæruliðirnir snúa meðal annars að símtali Trumps til innanríkisráðherra Georgíu, þar sem hann beitti hann þrýstingi um að snúa úrslitum kosninganna í ríkinu árið 2020. Erlent 13.3.2024 16:18
TikTok-frumvarpið fer léttilega gegnum fulltrúadeildina Yfirgnæfandi meirihluti þingmanna fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hefur samþykkt frumvarp sem ætlað er að koma böndum á samfélagmiðilinn TikTok. Frumvarpið fer nú til öldungadeildarinnar, þar sem framtíð þess þykir óljós. Erlent 13.3.2024 15:15
„Vopnin eru til þess að nota þau“ Vladimír Pútín, forseti Rússlands, ítrekaði enn eina ferðina í morgun að Rússar væru tilbúnir fyrir kjarnorkustyrjöld. Notkun slíkra vopna kæmi til greina ef öryggi Rússlands eða fullveldi væri ógnað. Erlent 13.3.2024 13:52
Hættir óvænt á þingi: „Þessi staður snýst um deilur og vitleysu“ Ken Buck, þingmaður Repúblikanaflokksins frá Colorado, tilkynnti óvænt í gærkvöldi að hann ætlaði að hætta á þingi þann 22. mars. Í viðtali í kjölfar yfirlýsingarinnar hefur hann farið hörðum orðum um Repúblikana og segir þingið hafa snúist upp í deilur og vitleysu. Erlent 13.3.2024 11:41
Ný geimflaug sprakk í loft upp Fyrsta geimskot japanska fyrirtækisins Space One sprakk í loft upp við geimskot í nótt. Forsvarsmenn fyrirtækisins vonuðust til þess að Space One yrði fyrsta einkafyrirtæki í Japan til að koma gervihnetti á braut um jörðu en það misheppnaðist. Erlent 13.3.2024 10:09
Danir lengja herskylduna Danska ríkisstjórnin hyggst lengja herskyldu í landinu úr fjórum mánuðum í ellefu, koma á herskyldu fyrir konur og stórauka framlög til varnarmála. Erlent 13.3.2024 09:00
Íbúar í Fukuyama beðnir um að halda sig frá eitruðum ketti Íbúar í Fukuyama í vesturhluta Japan hafa verið varaðir við því að nálgast hvorki né snerta kött sem virðist hafa dottið í tank fullan af sexgildu krómi, sem er mjög eitrað og meðal annars krabbameinsvaldandi. Erlent 13.3.2024 08:04
Hungrinu beitt sem vopni segir utanríkismálastjóri ESB Josep Borrell, framkvæmdastjóri utanríkismála hjá Evrópusambandinu, segir hungursneyð beitt eins og vopni á Gasa. Hann segir skort á neyðargögnum á svæðinu „manngerðan harmleik“. Erlent 13.3.2024 07:00
Sagan endurtekur sig: Trump með naumt forskot á Biden en báðir glíma við vandamál Bæði Donald Trump og Joe Biden tryggðu sér tilnefningu flokks síns í gærkvöldi, eftir að forvall fór fram í nokkrum ríkjum Bandaríkjanna. Báðum tókst að tryggja sér þann lágmarksfjölda kjörmanna sem þarf og er því ljóst að þeir munu mætast aftur í forsetakosningunum í nóvember. Erlent 13.3.2024 06:23
Ráðist á vopnabróður Navalnís með hamri Ráðist var á Leonid Volkov, sem var lengi vel bandamaður Alexeis Navalnís, fyrir utan heimili hans í Vilníus, höfuðborg Litáen, í kvöld. Erlent 12.3.2024 23:44
Senda fleiri eldflaugar og fallbyssur til Úkraínu Yfirvöld í Bandaríkjunum eru sögð ætla að tilkynna í dag nýjan fjögur hundruð milljóna dala pakka af hernaðaraðstoð til Úkraínu. Þetta yrði fyrsti pakkinn af þessu tagi frá Bandaríkjunum í nokkra mánuði en fjárveitingar til hernaðaraðstoðar situr fastur í bandaríska þinginu. Erlent 12.3.2024 16:50
Glórulausar skýringar hjóna sem nauðguðu fimmtán ára stúlku Lögregluþjónar í Utah í Bandaríkjunum handtóku á dögunum par sem sakað er um að hafa misnotað fimmtán ára dóttur konunnar í að minnsta kosti eitt og hálft ár. Maðurinn og konan eru sögð hafa viðurkennt brotinn og sagt að það væri betra að þau hefðu mök við hana en ókunnugt fólk. Erlent 12.3.2024 15:57
Hrottafengnar lýsingar á morðinu á þrettán ára stúlkunni Sautján ára piltur sem var handtekinn í kjölfar morðs á þrettán ára stúlku í smábænum Hjallerup á Norður-Jótlandi í Danmörku í gærkvöldi, er grunaður um að hafa orðið henni að bana. Erlent 12.3.2024 15:25
Herflugvél brotlenti skömmu eftir flugtak Fimmtán eru sagðir hafa dáið þegar rússnesk herflugvél af gerðinni Il-76 brotlenti skömmu eftir flugtak í morgun. Myndbönd sýna að minnsta kosti einn hreyfil flugvélarinnar í ljósum logum skömmu eftir flugtak og féll hann af henni áður en hún brotlenti. Erlent 12.3.2024 11:34
Gerðu árásir í átta héruðum Rússlands Úkraínumenn gerðu umfangsmiklar drónaárásir í að minnsta kosti átta héruðum Rússlands í nótt. Í einu tilfelli var gerð árás á olíuvinnslustöð í um 775 kílómetra fjarlægð frá landamærum Úkraínu. Þá hafa rússneskir menn sem berjast með Úkraínu gert aðra atlögu inn í Belgórodhérað og Kúrskhérað í Rússlandi. Erlent 12.3.2024 10:42
Segir íbúa Gasa ekki geta beðið en ítrekar rétt Ísrael til að verja sig Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, hefur kallað eftir tafarlausu mannúðarhléi á átökum á Gasa en jafnframt ítrekað að Ísraelsmenn eigi rétt á því að verja sig gegn Hamas. Erlent 12.3.2024 09:10
Forsætisráðherra Haítí farinn frá Forsætisráðherra Haítí hefur sagt af sér eftir margra vikna ófremdarástand í landinu þar sem glæpahópar hafa í raun tekið völdin. Erlent 12.3.2024 08:27
Tate-bræður í gæsluvarðhaldi vegna breskrar handtökuskipunar Áhrifavaldurinn Andrew Tate og bróðir hans Tristan hafa verið handteknir í Rúmeníu á grundvelli handtökuskipunar sem gefin var út á Bretlandseyjum. Erlent 12.3.2024 08:24
Fær græddan í sig gangráð í dag Haraldur Noregskonungur mun gangast undir aðgerð í dag þar sem hann mun fá græddan í sig gangráð. Erlent 12.3.2024 08:22
Airbnb bannar öryggismyndavélar innanhúss Airbnb hyggst banna öryggismyndavélar í öllu húsnæði sem leigt er í gegnum síðuna, út um allan heim. Breytingarnar munu taka gildi í enda apríl. Erlent 12.3.2024 07:58
Þrettán ára stúlka myrt á Norður-Jótlandi Þrettán ára gömul stúlka var myrt í smábænum Hjallerup á Norður-Jótlandi í Danmörku í gærkvöldi. Lögreglan hefur handtekið jafnöldru hennar og sautján ára gamlan dreng sem grunuð eru um morðið. Erlent 12.3.2024 07:41