Erlent Gerðu loftárás á barnaspítala í Kænugarði Minnst tuttugu almennir borgarar létust í loftárásum Rússa á fjölda borga í Úkraínu í dag. Meðal skotmarka Rússa var barnaspítali í Kænugarði. Erlent 8.7.2024 11:26 Kröfur Ísrael og Hamas virðast algjörlega ósamræmanlegar Litlar líkur virðast á vopnahléi á Gasa eftir að Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, sagði að mögulegt samkomulag þyrfti að fela í sér að Ísraelsmenn gætu haldið aðgerðum sínum áfram þar til markmiðum þeirra væri náð. Erlent 8.7.2024 08:19 Háttsettir þingmenn sagðir vilja að Biden stígi til hliðar Háttsettir þingmenn Demókrataflokksins funduðu í gær um stöðu mála í kosningabaráttunni fyrir forsetakosningarnar vestanhafs og eru nokkrir sagðir hafa lýst því yfir að Joe Biden Bandaríkjaforseti ætti að stíga til hliðar. Erlent 8.7.2024 07:40 Everest fullt af rusli sem mun taka fleiri ár að hreinsa Þúsundir göngugarpa hafa klifið Everest, hæsta fjall jarðar, frá því að toppnum var fyrst náð árið 1953. Einhverjir þeirra hafa hins vegar skilið eftir sig fleira en bara fótsporin. Nepölsk yfirvöld áætla að það taki mörg ár að fjarlægja rusl frá tjaldbúðum sem þau telja á bilinu 40-50 tonn. Erlent 7.7.2024 23:33 Attal segir af sér og Melénchon vill stjórnarmyndunarumboð Forsætisráðherra Frakklands, Gabriel Attal, ætlar að segja upp starfi sínu á morgun eftir að ljóst varð að miðjubandalag Macrons Frakklands mun ekki halda meirihluta á þingi. Viðsnúningur varð á því sem skoðanakannanir gáfu til kynna og kosninganiðurstöðum. Erlent 7.7.2024 22:15 Viðsnúningur í frönsku þingkosningunum Bandalag vinstriflokka í Frakklandi tekur forystu í útgönguspá sem birt var klukkan sex eftir að kjörstaðir lokuðu. Seinni umferð þingkosninga fór fram í dag þar sem margir kjósendur virðast ætla að kjósa taktískt til þess að koma í veg fyrir að hægri flokkurinn Franska þjóðfylkingin komist til valda. Erlent 7.7.2024 18:25 Frakkar ganga til sögulegra kosninga Frakkar ganga að kjörborðinu að nýju í dag þegar önnur umferð þingkosninga fer fram þar í landi. Búið er að opna kjörstaði. Kosningin gæti orðið söguleg en Þjóðfylking Marine Le Pen leiðir samkvæmt skoðanakönnunum. Flokkurinn var sterkastur eftir fyrri umferð, sem fram fór síðustu helgi, með 33 prósent atkvæða. Erlent 7.7.2024 12:08 Sextán drepnir í loftárás á skóla Að minnsta kosti sextán manns létust í loftárás Ísraela á skóla á Gasa-svæðinu. Ísraelski herinn kveðst hafa hæft hryðjuverkamenn sem hafi komið sér fyrir innan veggja skólans. Erlent 6.7.2024 19:41 Skortur á Ozempic hefur leitt til ólöglegrar starfsemi Stýrihópur Lyfjastofnunar Evrópu um lyfjaskort hefur gefið út tilmæli til að takast á við skort sykursýkis- og þyngdarstjórnunarlyfja í flokki GLP-1 viðtakaörva. Meðal slíkra lyfja er lyfið Ozempic. Skorturinn leiði til ólöglegrar starfsemi. Erlent 6.7.2024 16:30 Nefna Mílanóflugvöll í höfuðið á Berlusconi Nafni aðalflugvallar Mílanóborgar verður breytt og hann verður nefndur í höfuðið á Silvio Berlusconi, skrautlegum og umdeildum fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu. Matteo Salvini samgönguráðherra tilkynnti þetta í gær. Erlent 6.7.2024 13:35 Beryl lék Mexíkó grátt Fellibylurinn Beryl gekk yfir Júkatanskagan í Mexíkó í gær og í nótt eftir að hafa valdið umfangsmikilli eyðileggingu víðs vegar um Karabíahafið og að minnsta kosti tíu dauðsföllum. Erlent 6.7.2024 08:21 Umbótasinni bar sigur úr býtum í Íran Umbótasinninn Massoud Pezeshkian hefur verið kjörinn nýr forseti Írans og bar þar með sigur úr býtum gegn íhaldssömum keppinaut sínum, Saeed Jalili, í annarri umferð forsetakosninga þar í landi. Erlent 6.7.2024 07:45 Heitir því að klára baráttuna og sigra Trump Joe Biden Bandaríkjaforseti sagðist ekki ætla að stíga til hliðar og lofaði að hann myndi sigra Donald Trump mótframbjóðanda sinn í komandi kosningum í ræðu sem hann hélt á kosningafundi í Wisconsin-ríki í dag. Erlent 5.7.2024 21:54 Reeves skipuð fjármálaráðherra fyrst breskra kvenna Breska stjórnmálakonan Rachel Reeves var í dag skipuð fjármálaráðherra Bretlands fyrst kvenna eftir stórsigur Verkamannaflokksins í núliðnum þingkosningum. Erlent 5.7.2024 20:14 Sunak segir af sér og hættir sem leiðtogi Rishi Sunak fór í morgun ásamt eiginkonu sinni Akshata Murty á fund Karls Bretakonungs þar sem hann sagði af sér embætti forsætisráðherra en íhaldsflokkurinn beið afhroð í kosningunum sem fram fóru í gær. Erlent 5.7.2024 10:42 Tímamót í samningaviðræðum en enn langt í land Forsætisráðherra Ísrael, Benjamin Netanyahu, hefur ákveðið að senda teymi samningamanna til að reyna að komast að samkomulagi við Hamas um vopnahlé og frelsun gíslanna sem enn eru í haldi Hamas. Daginn áður sendi Hamas Ísrael svar sitt við friðartillögu forseta Bandaríkjanna sem lögð var fram í maí. Erlent 5.7.2024 07:43 Stórsigur Verkamannaflokksins á kostnað Íhaldsflokksins Verkamannaflokkurinn vann stórsigur í bresku þingkosningunum sem fram fóru í gær og Íhaldsflokkurinn, sem verið hefur við stjórnvölinn í fjórtán ár, beið afhroð. Erlent 5.7.2024 06:57 Kæmi mjög á óvart sigri annar flokkur en Verkamannaflokkurinn Búist er við stórsigri Verkamannaflokksins í þingkosningum í Bretlandi í dag. Rishi Sunak, forsætisráðherra og leiðtogi Íhaldsflokksins, og Keir Starmer leiðtogi Verkamannaflokksins greiddu báðir atkvæði í morgun með eiginkonur sínar sér við hlið. Erlent 4.7.2024 21:43 Verkamannaflokkurinn með stórsigur samkvæmt útgönguspám Verkamannaflokknum er spáð stórsigri í bresku þingkosningunum sem fóru fram í dag samkvæmt útgönguspá. Flokknum er spáð 410 þingsætum. Þá er íhaldsflokkurinn með næstmest fylgi, eða 131 sæti. Erlent 4.7.2024 21:17 Baktalaði Biden í golfi: „Gamla niðurbrotna skítahrúga“ Myndband af Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseta að baktala mótframbjóðanda sinn Joe Biden fer nú um netheima. Þar talar Trump vægast sagt illa um Biden og varaforsetann Kamölu Harris og kallar forsetann „niðurbrotna skítahrúgu“. Hann fullyrðir að Biden muni hætta við framboðið. Erlent 4.7.2024 14:17 Kristrún og félagar sækja atkvæði fyrir Verkamannaflokkinn Búist er við stórsigri Verkamannaflokksins í þingkosningum í Bretlandi í dag en Íhaldsflokkurinn stendur ákaflega illa; ekki einu sinni forsætisráðherrann er öruggur um þingsæti. Formaður Samfylkingarinnar, sem er stödd úti í Bretlandi til að fylgjast með kosningum, segir greinilegt að Bretar vilji breytingar. Erlent 4.7.2024 13:17 Enn má pissa í sjóinn á Costa del Sol Borgarstjórn í Marbella-borg á Spáni hefur neitað ásökunum um að bráðlega muni fólk vera sektað fyrir að kasta af sér þvagi í sjóinn á vinsælustu ferðamannaströndum Costa del Sol. Strendurnar eru gríðarlega vinsælar meðal Íslendinga. Erlent 4.7.2024 11:52 Uppsagnir á Skaganum og Bretar kjósa nýja valdhafa Í hádegisfréttum verður rætt við Vilhjálm Birgisson formann Verkalýðsfélags Akraness en í morgun var tilkynnt um að einn stærsti vinnustaður bæjarsins, Baader Skaginn 3X sé gjaldþrota. Erlent 4.7.2024 11:41 Hryðjuverkamaðurinn í Ósló fær þyngsta dóm sögunnar Zaniar Matapour, sem myrti tvo og særði fjölda annarra á skemmtistað hinsegin fólks í miðborg Óslóar í júní árið 2022, hefur verið dæmdur til þrjátíu ára fangelsisvistar. Það er lengsti fangelsisdómur í norskri réttarsögu. Erlent 4.7.2024 10:46 Bretar ganga að kjörborðinu Kjörstaðir hafa opnað í Bretlandi þar sem almenningur kýs í þingkosningum sem Rishi Sunak forsætisráðherra blés til með skömmum fyrirvara á dögunum. Erlent 4.7.2024 08:53 Neil Gaiman sakaður um kynferðisofbeldi Neil Gaiman, heimsfrægur höfundur bóka á borð við The Sandman og Good Omens, hefur verið sakaður um kynferðisofbeldi af tveimur konum. Konurnar tvær segja hann hafa beitt þær ofbeldi þegar þær voru 20 og 21 árs og í sambandi með honum. Gaiman þvertekur fyrir að hafa nokkuð gert af sér. Erlent 4.7.2024 07:54 Trump eykur forskotið og Biden ekki á förum Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti eykur forskot sitt á Joe Biden sitjandi forseta í nýrri könnun New York Times. Erlent 3.7.2024 23:30 Þvertaka fyrir að Biden sé efins um framboð Í tilkynningu talsmanns Hvíta hússins er þvertekið fyrir að Joe Biden Bandaríkjaforseti sé efins um að halda framboði sínu til forseta til streitu. Tilkynningin kemur í kjölfar fréttar um að Biden hefði tjáð nánum bandamanni að hann væri að vega og meta það að hætta við. Erlent 3.7.2024 17:34 Ákærður fyrir árásina á Mette Frederiksen Maðurinn sem réðst á Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, á Kolatorgi Kaupmannahafnar í síðasta mánuði hefur verið ákærður fyrir árás á embættismann. Erlent 3.7.2024 16:18 Ákærðir fyrir að hafa fellt tré með banvænum afleiðingum Sex menn hafa verið ákærðir fyrir manndráp af gáleysi fyrir að hafa þann þrettánda mars síðastliðinn fellt tré sem hafnaði á bíl akandi vegfaranda sem lést síðar af sárum sínum. Atvikið átti sér stað í grennd við Slagelse á Sjálandi. Erlent 3.7.2024 13:44 « ‹ 34 35 36 37 38 39 40 41 42 … 334 ›
Gerðu loftárás á barnaspítala í Kænugarði Minnst tuttugu almennir borgarar létust í loftárásum Rússa á fjölda borga í Úkraínu í dag. Meðal skotmarka Rússa var barnaspítali í Kænugarði. Erlent 8.7.2024 11:26
Kröfur Ísrael og Hamas virðast algjörlega ósamræmanlegar Litlar líkur virðast á vopnahléi á Gasa eftir að Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, sagði að mögulegt samkomulag þyrfti að fela í sér að Ísraelsmenn gætu haldið aðgerðum sínum áfram þar til markmiðum þeirra væri náð. Erlent 8.7.2024 08:19
Háttsettir þingmenn sagðir vilja að Biden stígi til hliðar Háttsettir þingmenn Demókrataflokksins funduðu í gær um stöðu mála í kosningabaráttunni fyrir forsetakosningarnar vestanhafs og eru nokkrir sagðir hafa lýst því yfir að Joe Biden Bandaríkjaforseti ætti að stíga til hliðar. Erlent 8.7.2024 07:40
Everest fullt af rusli sem mun taka fleiri ár að hreinsa Þúsundir göngugarpa hafa klifið Everest, hæsta fjall jarðar, frá því að toppnum var fyrst náð árið 1953. Einhverjir þeirra hafa hins vegar skilið eftir sig fleira en bara fótsporin. Nepölsk yfirvöld áætla að það taki mörg ár að fjarlægja rusl frá tjaldbúðum sem þau telja á bilinu 40-50 tonn. Erlent 7.7.2024 23:33
Attal segir af sér og Melénchon vill stjórnarmyndunarumboð Forsætisráðherra Frakklands, Gabriel Attal, ætlar að segja upp starfi sínu á morgun eftir að ljóst varð að miðjubandalag Macrons Frakklands mun ekki halda meirihluta á þingi. Viðsnúningur varð á því sem skoðanakannanir gáfu til kynna og kosninganiðurstöðum. Erlent 7.7.2024 22:15
Viðsnúningur í frönsku þingkosningunum Bandalag vinstriflokka í Frakklandi tekur forystu í útgönguspá sem birt var klukkan sex eftir að kjörstaðir lokuðu. Seinni umferð þingkosninga fór fram í dag þar sem margir kjósendur virðast ætla að kjósa taktískt til þess að koma í veg fyrir að hægri flokkurinn Franska þjóðfylkingin komist til valda. Erlent 7.7.2024 18:25
Frakkar ganga til sögulegra kosninga Frakkar ganga að kjörborðinu að nýju í dag þegar önnur umferð þingkosninga fer fram þar í landi. Búið er að opna kjörstaði. Kosningin gæti orðið söguleg en Þjóðfylking Marine Le Pen leiðir samkvæmt skoðanakönnunum. Flokkurinn var sterkastur eftir fyrri umferð, sem fram fór síðustu helgi, með 33 prósent atkvæða. Erlent 7.7.2024 12:08
Sextán drepnir í loftárás á skóla Að minnsta kosti sextán manns létust í loftárás Ísraela á skóla á Gasa-svæðinu. Ísraelski herinn kveðst hafa hæft hryðjuverkamenn sem hafi komið sér fyrir innan veggja skólans. Erlent 6.7.2024 19:41
Skortur á Ozempic hefur leitt til ólöglegrar starfsemi Stýrihópur Lyfjastofnunar Evrópu um lyfjaskort hefur gefið út tilmæli til að takast á við skort sykursýkis- og þyngdarstjórnunarlyfja í flokki GLP-1 viðtakaörva. Meðal slíkra lyfja er lyfið Ozempic. Skorturinn leiði til ólöglegrar starfsemi. Erlent 6.7.2024 16:30
Nefna Mílanóflugvöll í höfuðið á Berlusconi Nafni aðalflugvallar Mílanóborgar verður breytt og hann verður nefndur í höfuðið á Silvio Berlusconi, skrautlegum og umdeildum fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu. Matteo Salvini samgönguráðherra tilkynnti þetta í gær. Erlent 6.7.2024 13:35
Beryl lék Mexíkó grátt Fellibylurinn Beryl gekk yfir Júkatanskagan í Mexíkó í gær og í nótt eftir að hafa valdið umfangsmikilli eyðileggingu víðs vegar um Karabíahafið og að minnsta kosti tíu dauðsföllum. Erlent 6.7.2024 08:21
Umbótasinni bar sigur úr býtum í Íran Umbótasinninn Massoud Pezeshkian hefur verið kjörinn nýr forseti Írans og bar þar með sigur úr býtum gegn íhaldssömum keppinaut sínum, Saeed Jalili, í annarri umferð forsetakosninga þar í landi. Erlent 6.7.2024 07:45
Heitir því að klára baráttuna og sigra Trump Joe Biden Bandaríkjaforseti sagðist ekki ætla að stíga til hliðar og lofaði að hann myndi sigra Donald Trump mótframbjóðanda sinn í komandi kosningum í ræðu sem hann hélt á kosningafundi í Wisconsin-ríki í dag. Erlent 5.7.2024 21:54
Reeves skipuð fjármálaráðherra fyrst breskra kvenna Breska stjórnmálakonan Rachel Reeves var í dag skipuð fjármálaráðherra Bretlands fyrst kvenna eftir stórsigur Verkamannaflokksins í núliðnum þingkosningum. Erlent 5.7.2024 20:14
Sunak segir af sér og hættir sem leiðtogi Rishi Sunak fór í morgun ásamt eiginkonu sinni Akshata Murty á fund Karls Bretakonungs þar sem hann sagði af sér embætti forsætisráðherra en íhaldsflokkurinn beið afhroð í kosningunum sem fram fóru í gær. Erlent 5.7.2024 10:42
Tímamót í samningaviðræðum en enn langt í land Forsætisráðherra Ísrael, Benjamin Netanyahu, hefur ákveðið að senda teymi samningamanna til að reyna að komast að samkomulagi við Hamas um vopnahlé og frelsun gíslanna sem enn eru í haldi Hamas. Daginn áður sendi Hamas Ísrael svar sitt við friðartillögu forseta Bandaríkjanna sem lögð var fram í maí. Erlent 5.7.2024 07:43
Stórsigur Verkamannaflokksins á kostnað Íhaldsflokksins Verkamannaflokkurinn vann stórsigur í bresku þingkosningunum sem fram fóru í gær og Íhaldsflokkurinn, sem verið hefur við stjórnvölinn í fjórtán ár, beið afhroð. Erlent 5.7.2024 06:57
Kæmi mjög á óvart sigri annar flokkur en Verkamannaflokkurinn Búist er við stórsigri Verkamannaflokksins í þingkosningum í Bretlandi í dag. Rishi Sunak, forsætisráðherra og leiðtogi Íhaldsflokksins, og Keir Starmer leiðtogi Verkamannaflokksins greiddu báðir atkvæði í morgun með eiginkonur sínar sér við hlið. Erlent 4.7.2024 21:43
Verkamannaflokkurinn með stórsigur samkvæmt útgönguspám Verkamannaflokknum er spáð stórsigri í bresku þingkosningunum sem fóru fram í dag samkvæmt útgönguspá. Flokknum er spáð 410 þingsætum. Þá er íhaldsflokkurinn með næstmest fylgi, eða 131 sæti. Erlent 4.7.2024 21:17
Baktalaði Biden í golfi: „Gamla niðurbrotna skítahrúga“ Myndband af Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseta að baktala mótframbjóðanda sinn Joe Biden fer nú um netheima. Þar talar Trump vægast sagt illa um Biden og varaforsetann Kamölu Harris og kallar forsetann „niðurbrotna skítahrúgu“. Hann fullyrðir að Biden muni hætta við framboðið. Erlent 4.7.2024 14:17
Kristrún og félagar sækja atkvæði fyrir Verkamannaflokkinn Búist er við stórsigri Verkamannaflokksins í þingkosningum í Bretlandi í dag en Íhaldsflokkurinn stendur ákaflega illa; ekki einu sinni forsætisráðherrann er öruggur um þingsæti. Formaður Samfylkingarinnar, sem er stödd úti í Bretlandi til að fylgjast með kosningum, segir greinilegt að Bretar vilji breytingar. Erlent 4.7.2024 13:17
Enn má pissa í sjóinn á Costa del Sol Borgarstjórn í Marbella-borg á Spáni hefur neitað ásökunum um að bráðlega muni fólk vera sektað fyrir að kasta af sér þvagi í sjóinn á vinsælustu ferðamannaströndum Costa del Sol. Strendurnar eru gríðarlega vinsælar meðal Íslendinga. Erlent 4.7.2024 11:52
Uppsagnir á Skaganum og Bretar kjósa nýja valdhafa Í hádegisfréttum verður rætt við Vilhjálm Birgisson formann Verkalýðsfélags Akraness en í morgun var tilkynnt um að einn stærsti vinnustaður bæjarsins, Baader Skaginn 3X sé gjaldþrota. Erlent 4.7.2024 11:41
Hryðjuverkamaðurinn í Ósló fær þyngsta dóm sögunnar Zaniar Matapour, sem myrti tvo og særði fjölda annarra á skemmtistað hinsegin fólks í miðborg Óslóar í júní árið 2022, hefur verið dæmdur til þrjátíu ára fangelsisvistar. Það er lengsti fangelsisdómur í norskri réttarsögu. Erlent 4.7.2024 10:46
Bretar ganga að kjörborðinu Kjörstaðir hafa opnað í Bretlandi þar sem almenningur kýs í þingkosningum sem Rishi Sunak forsætisráðherra blés til með skömmum fyrirvara á dögunum. Erlent 4.7.2024 08:53
Neil Gaiman sakaður um kynferðisofbeldi Neil Gaiman, heimsfrægur höfundur bóka á borð við The Sandman og Good Omens, hefur verið sakaður um kynferðisofbeldi af tveimur konum. Konurnar tvær segja hann hafa beitt þær ofbeldi þegar þær voru 20 og 21 árs og í sambandi með honum. Gaiman þvertekur fyrir að hafa nokkuð gert af sér. Erlent 4.7.2024 07:54
Trump eykur forskotið og Biden ekki á förum Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti eykur forskot sitt á Joe Biden sitjandi forseta í nýrri könnun New York Times. Erlent 3.7.2024 23:30
Þvertaka fyrir að Biden sé efins um framboð Í tilkynningu talsmanns Hvíta hússins er þvertekið fyrir að Joe Biden Bandaríkjaforseti sé efins um að halda framboði sínu til forseta til streitu. Tilkynningin kemur í kjölfar fréttar um að Biden hefði tjáð nánum bandamanni að hann væri að vega og meta það að hætta við. Erlent 3.7.2024 17:34
Ákærður fyrir árásina á Mette Frederiksen Maðurinn sem réðst á Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, á Kolatorgi Kaupmannahafnar í síðasta mánuði hefur verið ákærður fyrir árás á embættismann. Erlent 3.7.2024 16:18
Ákærðir fyrir að hafa fellt tré með banvænum afleiðingum Sex menn hafa verið ákærðir fyrir manndráp af gáleysi fyrir að hafa þann þrettánda mars síðastliðinn fellt tré sem hafnaði á bíl akandi vegfaranda sem lést síðar af sárum sínum. Atvikið átti sér stað í grennd við Slagelse á Sjálandi. Erlent 3.7.2024 13:44