Erlent

Rússar hóta að auka árásir sínar vegna vopnasendinga

Bandaríkjamenn eru byrjaðir að senda Bradley bryndreka til Úkraínu en hafa einnig lofað að senda þangað öflugri skriðdreka ásamt nokkrum ríkjum Evrópu. Varnarmálaráðherra Rússlands segir að með þessu séu bandalagsþjóðirnar að reyna að lengja í stríðinu.

Erlent

Sam­staða borgar­búa sé ó­trú­leg

Þúsundir hafa farist eftir öfluga jarðskjálfta í Tyrklandi og Sýrlandi í gær. Íslenskt björgunarsveitarfólk fer til Tyrklands til að aðstoða við björgunaraðgerðir. Samstaða íbúa Tyrklands er aðdáunarverð að mati íslenskrar konur sem býr á skjálftasvæðinu. 

Erlent

Í kappi við kuldann

Björgunarsveitir og aðrir leitaraðilar í Sýrlandi og Tyrklandi vinna nú hörðum höndum að því að ná fólki úr rústum húsa sem hrundu í öflugum jarðskjálftum í gær. Mikið kapp er lagt í að vinna hratt en mikill kuldi er á svæðinu.

Erlent

Breski rað­nauðgarinn hlaut 36 lífs­tíðar­dóma

Breski lögreglumaðurinn og raðnauðgarinn hefur hlotið 36 lífstíðardóma eftir að hann játaði að hafa gerst sekur um 49 kynferðisbrot, þar af 24 nauðganir, gegn tólf konum á átján ára tímabili. Hann mun þurfa að afplána að lágmarki þrjátíu ár í fangelsi.

Erlent

Úrvinda hermenn búast við enn harðari átökum

Úrvinda úkraínskir hermenn kvarta yfir því að eiga við ofurefli að etja í austurhluta Úkraínu, þrátt fyrir að Rússar hafi ekki enn sent alla þá hermenn sem skikkaðir voru til herþjónustu á víglínurnar. Úkraínskir læknar segja mannfall hafa aukist að undanförnu en hart er barist víða á víglínunum í Úkraínu.

Erlent

Hvert húsið hrundi á eftir öðru

Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, hefur lýst yfir sjö daga þjóðarsorg í kjölfar öflugra jarðskjálfta sem orðið hafa í Tyrklandi og Sýrlandi. Fjölmargir eru dánir en þeim mun líklegast fjölga mikið á næstu dögum. Skjálftarnir ollu gífurlegum skemmdum í báðum löndum.

Erlent

Pervez Musharraf er látinn

Pervez Musharraf, fyrrverandi forseti Pakistan, er látinn, 79 ára að aldri. Hann hafði verið að glíma við veikindi í nokkur ár og bjó síðustu ár lífs síns í Sameinuðu arabísku furstadæmunum þar sem hann sótti læknisþjónustu. 

Erlent

Nauðganir, „þræla­hald“ og falskt lof­orð um hjóna­band

Andrew Tate og bróðir hans, Tristan, eru sakaðir um að hafa gabbað konur til að ferðast til Rúmeníu, neytt þær í að framleiða klám, bannað þeim að fara úr húsi og að hafa haldið þeim sem þrælum samkvæmt gæsluvarðhaldsúrskurði í Rúmeníu. Talsmaður rannsóknardeildar lögreglunnar segir miklar líkur á að bræðurnir verði ákærðir.

Erlent

Pizza­bakari reyndist eftir­lýstur mafíósi

Ítalski mafíósinn Edgardo Greco var nýlega handtekinn í frönsku borginni Saint-Étienne eftir sautján ár á flótta. Greco hafði breytt um nafn og starfaði sem pizzabakari í borginni. Greco hafði verið dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tvo bræður árið 1991.

Erlent

Finn­land og Sví­þjóð ætli hönd í hönd í NATO

Finnland og Svíþjóð stefna enn að því að ganga í Atlantshafsbandalagið, NATO, á sama tíma, þrátt fyrir andstöðu Tyrkja við aðild Svía að bandalaginu. Þetta ítrekuðu forsætisráðherrar ríkjanna tveggja á blaðamannafundi í Stokkhólmi í dag.

Erlent