Erlent Dæmdur fyrir stuttermabol á grundvelli þjóðaröryggis Karlmaður frá Hong Kong varð fyrsti maðurinn til þess að vera sakfelldur á grundvelli nýrra og umdeildra þjóðaröryggislaga kínverska yfirráðasvæðisins í dag. Hann játaði sig sekan um að klæðast stuttermabol með slagorði lýðræðissinnaðra mótmælenda. Erlent 16.9.2024 10:13 Þriggja mánaða úrkoma á þremur dögum í mannskæðum flóðum Að minnsta kosti tíu eru látnir í flóðunum í Mið-Evrópu þar sem neyðarástand ríkir víða. Á sumum stöðum hefur þriggja mánaða úrkoma fallið á aðeins þremur dögum. Erlent 16.9.2024 09:06 Grunaður tilræðismaður vildi berjast og deyja í Úkraínu Ryan Wesley Routh, 58 ára, sem handtekinn var í gær grunaður um að hafa haft í hyggju að ráða Donald Trump af dögum, lýsti því yfir á samfélagsmiðlum árið 2022 að hann væri reiðubúinn til að ferðast til Úkraínu og gefa líf sitt til að berjast við Rússa. Erlent 16.9.2024 07:31 Vaktin: Rannsakað sem banatilræði gegn Trump Karlmaður hefur verið handtekinn grunaður um banatilræði gegn Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseta á golfvelli hans í Flórída. Ýmislegt er á reiki um árásina en fyrir liggur að leyniþjónustumenn skutu í átt að meintum byssumanni. Alríkislögeglan rannsakar árásina sem banatilræði. Erlent 15.9.2024 19:28 Hafna því að CIA hafi reynt að ráða Maduro af dögum Bandaríkjastjórn hafnar ásökunum stjórnvalda í Venesúela um að bandaríska leyniþjónustan CIA hafi reynt að myrða Nicolás Maduro forseta og aðra háttsetta embættismenn. Erlent 15.9.2024 17:29 Lofar að svara árásum Húta af hörku Flugskeyti sem skotið var frá Jemen til Ísrael virkjuðu í morgun loftvarnaflautur á alþjóðlega flugvellinum í Tel Aviv í Ísrael. Flugskeytunum var skotið í loft upp af Hútum, uppreisnarmönnum í Jemen sem studdir eru af írönskum yfirvöldum. Forsætisráðherra Ísrael segir að árásunum verði svarað. Erlent 15.9.2024 12:18 Vill ekki ræða verðmiðann Bandarískur auðmaður sneri aftur til jarðar í dag ásamt áhöfn að lokinni fimm daga geimferð. Hann er fyrsti óbreytti borgarinn til að fara í geimgöngu en enginn hefur ferðast jafnt langt út í geim eftir að NASA sendi menn á tunglið. Erlent 15.9.2024 10:39 Tilkynnti of seint um fatastyrki til konunnar sinnar Þingmenn Íhaldsflokksins í Bretlandi vilja að framkvæmd verði rannsókn á tengslum Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, og fjölmiðlamannsins Waheed Alli. Samkvæmt reglum þingsins á að tilkynna um allar gjafir innan 28 daga frá kosningum en Starmer tilkynnti ekki fyrr en á þriðjudag um ýmsar gjafir frá Alli til konunnar sinnar. Erlent 15.9.2024 08:23 Neyðarástand vegna flóða í Mið- og Austur- Evrópu Viðbragðsaðilar víða um Mið- og Austur-Evrópu eru önnum kafin vegna gríðarlegra rigninga síðustu daga. Þúsundir heimila eru eyðilögð og bætt verulega í ár. Einn er látinn í Póllandi vegna flóðanna sem hafa fylgt rigningunni og fjórir í Rúmeníu. Neyðarástandi hefur víða verið lýst yfir. Búist er við því að það gæti rignt til þriðjudags sums staðar. Erlent 15.9.2024 07:43 Fundu um 40 kíló af kókaíni í bananasendingu Um 40 kíló af kókaíni fundust í bananasendingum til franskrar verslunarkeðju í vikunni. Efnin fundust í þremur ólíkum verslunum. Lögreglan rannsakar nú hver viðtakandinn var. Erlent 14.9.2024 10:26 Búa sig undir aftakaúrkomu og flóð í Mið-Evrópu Slökkviliðsmenn í Prag unnu að því að koma upp flóðvörnum í kringum gamla bæinn þar vegna aftakaúrkomu sem er spáð fram á helgina. Svipuðu veðri er spáð víða í Mið-Evrópu næstu daga. Erlent 13.9.2024 23:49 Hét því að vísa haítískum innflytjendum til Venesúela Donald Trump, forsetaframbjóðandi repúblikana, hét því að vísa þúsundum löglegra haítískra innflytjenda frá einni tiltekinni borg í Ohio úr landi í dag. Hann virtist ruglaður í ríminu þegar hann sagðist ætla að senda fólki „aftur til Venesúela“. Erlent 13.9.2024 22:37 Saka rússneskan ríkisfjölmiðil um að vera arm leyniþjónustunnar Rússneski ríkisfjölmiðillinn RT er framlenging á rússnesku leyniþjónustunni að sögn bandarískra, breskra og kandarískra stjórnvalda. Þau kynntu refsiaðgerðir sem eiga að draga tennurnar úr áróðursherferðum stöðvarinnar víða um heim. Erlent 13.9.2024 20:20 Hafa áhyggjur af samsæringi sem fylgir Trump Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðandi, hefur á undanförnum dögum ítrekað sést í fylgd með konu sem heitir Laura Loomer. Sú er fjar-hægri aðgerðasinni, yfirlýstur múslimahatari og samsæringur, svo eitthvað sé nefnt, og hefur vera hennar með Trump vakið áhyggjur hjá einhverjum bandamönnum hans. Erlent 13.9.2024 16:14 Hlutu IG Nóbelinn fyrir rannsóknir á öndun gegnum endaþarminn Japanskir vísindamenn hafa hlotið IG Nóbelsverðlaunin fyrir þá uppgötvun sína að spendýr geta „andað“ með endaþarminum. Uppgötvunin hefur leitt til rannsókna á því hvort hægt sé að meðhöndla andnauð „neðan frá“. Erlent 13.9.2024 12:40 Kim kallar eftir meira úrani í kjarnorkuvopn Ráðamenn í Norður-Kóreu opinberuðu í fyrsta sinn frá 2010 myndir af skilvindum þar sem úran er auðgað fyrir kjarnorkuvopn einræðisherrans Kim Jong Un. Myndirnar voru teknar þegar Kim heimsótti rannsóknarstöðina þar sem úran er auðgað. Erlent 13.9.2024 12:23 Ísraelar gerðu áhlaup á leynilega vopnaverksmiðju í Sýrlandi Samhliða umfangsmiklum loftárásum Ísraela á fjölda skotmarka í Sýrlandi síðastliðinn sunnudag gerðu ísraelskir sérsveitarmenn áhlaup á eldflaugaverksmiðju Hezbollah. Verksmiðjan er sögð hafa verið reist af Írönum við landamæri Sýrlands og Líbanon. Erlent 13.9.2024 11:21 Rússar vísa breskum erindrekum úr landi Ráðamenn í Rússlandi hafa sakað sex starfsmenn sendiráðs Bretlands í Rússlandi um njósnir og ætla að vísa þeim úr landi. Ríkismiðlar í Rússlandi vísa í embættismenn hjá FSB (áður KGB) og hafa eftir þeim að erindrekunum verði vikið úr landi en það er í kjölfar þess að fregnir hafa borist af því að Bretar og Frakkar ætli að leyfa Úkraínumönnum að nota stýriflaugar frá þeim til árása í Rússlandi. Erlent 13.9.2024 10:57 Tveir handteknir vegna þjófnaðar á „Stúlka með blöðru“ Tveir menn hafa verið handteknir í tengslum við ránið á „Stúlka með blöðru“, einu þekktasta verki listamannsins Banksy. Verkinu var stolið úr gallerýi í Lundúnum um helgina. Erlent 13.9.2024 10:29 Pia Kjærsgaard hættir í pólitík Danska þingkonan Pia Kjærsgaard hefur tilkynnt að hún muni ekki sækjast eftir endurkjöri í næstu kosningum og muni hún þá láta af afskiptum af stjórnmálum. Kjærsgaard hefur setið á danska þinginu óslitið í fjörutíu ár, lengst af fyrir Danska þjóðarflokkinn. Erlent 13.9.2024 09:05 Pútín segir NATÓ á leið í stríð við Rússa Vladimir Pútín Rússlandsforseti segir heimild til handa Úkraínumönnum til að nota langdræg vopn frá Vesturlöndum til að gera árásir á Rússland myndu jafngilda þátttöku og stríðsyfirlýsingu af hálfu Atlantshafsbandalagsins. Erlent 13.9.2024 08:46 Þriðjungur íbúa á Spáni kominn með nóg af ferðamönnum Um 32 prósent íbúa á Spáni segja of marga ferðamenn á sínum heimaslóðum og hlutfallið er enn hærra í Katalóníu, þar sem 48 prósent íbúa segja þetta orðið of mikið af hinu góða. Erlent 13.9.2024 08:03 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar hefja gagnsókn í Kúrsk Á meðan Rússar sækja fram í austurhluta Úkraínu og reyna að ná tökum á öllu Donbas-svæðinu, hafa Úkraínumenn sótt fram í Kúrsk-héraði í Rússlandi. Hægt hefur á sóknum Rússa í Donbas en úkraínskir hermenn eru í mjög varhugaverðri stöðu þar, vegna yfirburða Rússa varðandi mannafla og skotfæri fyrir stórskotalið. Erlent 13.9.2024 06:55 Þúsundir starfsmanna Boeing hafna 25 prósent launahækkun Þúsundir starfsmanna Boeing hefja verkfallsaðgerðir í dag eftir að hafa hafnað tilboði fyrirtækisins í yfirstandandi kjaradeilum, þrátt fyrir að það hafi hljóðað upp á 25 prósenta launahækkun á fjórum árum. Erlent 13.9.2024 06:54 Risaflóðbylgja í grænlenskum firði mældist um allan heim Óútskýrðar hræringar sem greindust á jarðskjálftamælum um alla jörð í fyrra stöfuðu frá risavaxinni flóðbylgju sem velktist um í firði á Austur-Grænlandi í níu daga. Hnattræn hlýnun er sögð ástæða berghlaupsins út í fjörðinn sem kom bylgjunni af stað. Erlent 12.9.2024 23:55 Flokkur Meloni of hægrisinnaður fyrir Mussolini Sonardóttir Benito Mussolini, fyrrverandi einræðisherra Ítalíu, ætlar að segja skilið við hægrijaðarflokk Giorgiu Meloni forsætisráðherra þar sem henni þykir flokkurinn hafa færst of langt til hægri. Erlent 12.9.2024 22:17 Hafnar frekari kappræðum við Harris Donald Trump ætlar ekki að mæta Kamölu Harris í fleiri sjónvarpskappræðum. Meirihluti í skoðanakönnunum taldi Harris hafa komið betur út úr fyrstu, og væntanlega einu, kappræðum þeirra Trump á aðfararnótt miðvikudags. Erlent 12.9.2024 20:49 Weinstein ákærður fyrir fleiri kynferðisbrot Saksóknarar í máli Harveys Weinstein, bandaríska kvikmyndaframleiðandans, hafa lagt fram ákæru á hendur honum fyrir enn fleiri kynferðisbrot. Réttað verður aftur yfir Weinstein í New York eftir að dómstóll ógilti dóm sem hann hlaut í vor. Erlent 12.9.2024 18:16 Trump vígreifur en veit betur Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, heldur því enn fram að hann hafi staðið sig frábærlega í kappræðunum gegn Kamölu Harris á aðfaranótt miðvikudags. Bandamenn hans segja þó, í einrúmi, að það sé ekki rétt og ítrekaðar yfirlýsingar Trumps um að hann hafi sigrað benda til þess að hann viti að hann hafi ekki staðið sig vel. Erlent 12.9.2024 16:12 Bon Jovi lofaður fyrir að bjarga konu í sjálfsvígshugleiðingum Lögregluyfirvöld í Nashville í Tennessee í Bandaríkjunum hafa lofað tónlistarmanninn Jon Bon Jovi fyrir að koma konu til bjargar sem virðist hafa ætlað að kasta sér fram af göngubrú. Erlent 12.9.2024 09:30 « ‹ 15 16 17 18 19 20 21 22 23 … 334 ›
Dæmdur fyrir stuttermabol á grundvelli þjóðaröryggis Karlmaður frá Hong Kong varð fyrsti maðurinn til þess að vera sakfelldur á grundvelli nýrra og umdeildra þjóðaröryggislaga kínverska yfirráðasvæðisins í dag. Hann játaði sig sekan um að klæðast stuttermabol með slagorði lýðræðissinnaðra mótmælenda. Erlent 16.9.2024 10:13
Þriggja mánaða úrkoma á þremur dögum í mannskæðum flóðum Að minnsta kosti tíu eru látnir í flóðunum í Mið-Evrópu þar sem neyðarástand ríkir víða. Á sumum stöðum hefur þriggja mánaða úrkoma fallið á aðeins þremur dögum. Erlent 16.9.2024 09:06
Grunaður tilræðismaður vildi berjast og deyja í Úkraínu Ryan Wesley Routh, 58 ára, sem handtekinn var í gær grunaður um að hafa haft í hyggju að ráða Donald Trump af dögum, lýsti því yfir á samfélagsmiðlum árið 2022 að hann væri reiðubúinn til að ferðast til Úkraínu og gefa líf sitt til að berjast við Rússa. Erlent 16.9.2024 07:31
Vaktin: Rannsakað sem banatilræði gegn Trump Karlmaður hefur verið handtekinn grunaður um banatilræði gegn Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseta á golfvelli hans í Flórída. Ýmislegt er á reiki um árásina en fyrir liggur að leyniþjónustumenn skutu í átt að meintum byssumanni. Alríkislögeglan rannsakar árásina sem banatilræði. Erlent 15.9.2024 19:28
Hafna því að CIA hafi reynt að ráða Maduro af dögum Bandaríkjastjórn hafnar ásökunum stjórnvalda í Venesúela um að bandaríska leyniþjónustan CIA hafi reynt að myrða Nicolás Maduro forseta og aðra háttsetta embættismenn. Erlent 15.9.2024 17:29
Lofar að svara árásum Húta af hörku Flugskeyti sem skotið var frá Jemen til Ísrael virkjuðu í morgun loftvarnaflautur á alþjóðlega flugvellinum í Tel Aviv í Ísrael. Flugskeytunum var skotið í loft upp af Hútum, uppreisnarmönnum í Jemen sem studdir eru af írönskum yfirvöldum. Forsætisráðherra Ísrael segir að árásunum verði svarað. Erlent 15.9.2024 12:18
Vill ekki ræða verðmiðann Bandarískur auðmaður sneri aftur til jarðar í dag ásamt áhöfn að lokinni fimm daga geimferð. Hann er fyrsti óbreytti borgarinn til að fara í geimgöngu en enginn hefur ferðast jafnt langt út í geim eftir að NASA sendi menn á tunglið. Erlent 15.9.2024 10:39
Tilkynnti of seint um fatastyrki til konunnar sinnar Þingmenn Íhaldsflokksins í Bretlandi vilja að framkvæmd verði rannsókn á tengslum Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, og fjölmiðlamannsins Waheed Alli. Samkvæmt reglum þingsins á að tilkynna um allar gjafir innan 28 daga frá kosningum en Starmer tilkynnti ekki fyrr en á þriðjudag um ýmsar gjafir frá Alli til konunnar sinnar. Erlent 15.9.2024 08:23
Neyðarástand vegna flóða í Mið- og Austur- Evrópu Viðbragðsaðilar víða um Mið- og Austur-Evrópu eru önnum kafin vegna gríðarlegra rigninga síðustu daga. Þúsundir heimila eru eyðilögð og bætt verulega í ár. Einn er látinn í Póllandi vegna flóðanna sem hafa fylgt rigningunni og fjórir í Rúmeníu. Neyðarástandi hefur víða verið lýst yfir. Búist er við því að það gæti rignt til þriðjudags sums staðar. Erlent 15.9.2024 07:43
Fundu um 40 kíló af kókaíni í bananasendingu Um 40 kíló af kókaíni fundust í bananasendingum til franskrar verslunarkeðju í vikunni. Efnin fundust í þremur ólíkum verslunum. Lögreglan rannsakar nú hver viðtakandinn var. Erlent 14.9.2024 10:26
Búa sig undir aftakaúrkomu og flóð í Mið-Evrópu Slökkviliðsmenn í Prag unnu að því að koma upp flóðvörnum í kringum gamla bæinn þar vegna aftakaúrkomu sem er spáð fram á helgina. Svipuðu veðri er spáð víða í Mið-Evrópu næstu daga. Erlent 13.9.2024 23:49
Hét því að vísa haítískum innflytjendum til Venesúela Donald Trump, forsetaframbjóðandi repúblikana, hét því að vísa þúsundum löglegra haítískra innflytjenda frá einni tiltekinni borg í Ohio úr landi í dag. Hann virtist ruglaður í ríminu þegar hann sagðist ætla að senda fólki „aftur til Venesúela“. Erlent 13.9.2024 22:37
Saka rússneskan ríkisfjölmiðil um að vera arm leyniþjónustunnar Rússneski ríkisfjölmiðillinn RT er framlenging á rússnesku leyniþjónustunni að sögn bandarískra, breskra og kandarískra stjórnvalda. Þau kynntu refsiaðgerðir sem eiga að draga tennurnar úr áróðursherferðum stöðvarinnar víða um heim. Erlent 13.9.2024 20:20
Hafa áhyggjur af samsæringi sem fylgir Trump Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðandi, hefur á undanförnum dögum ítrekað sést í fylgd með konu sem heitir Laura Loomer. Sú er fjar-hægri aðgerðasinni, yfirlýstur múslimahatari og samsæringur, svo eitthvað sé nefnt, og hefur vera hennar með Trump vakið áhyggjur hjá einhverjum bandamönnum hans. Erlent 13.9.2024 16:14
Hlutu IG Nóbelinn fyrir rannsóknir á öndun gegnum endaþarminn Japanskir vísindamenn hafa hlotið IG Nóbelsverðlaunin fyrir þá uppgötvun sína að spendýr geta „andað“ með endaþarminum. Uppgötvunin hefur leitt til rannsókna á því hvort hægt sé að meðhöndla andnauð „neðan frá“. Erlent 13.9.2024 12:40
Kim kallar eftir meira úrani í kjarnorkuvopn Ráðamenn í Norður-Kóreu opinberuðu í fyrsta sinn frá 2010 myndir af skilvindum þar sem úran er auðgað fyrir kjarnorkuvopn einræðisherrans Kim Jong Un. Myndirnar voru teknar þegar Kim heimsótti rannsóknarstöðina þar sem úran er auðgað. Erlent 13.9.2024 12:23
Ísraelar gerðu áhlaup á leynilega vopnaverksmiðju í Sýrlandi Samhliða umfangsmiklum loftárásum Ísraela á fjölda skotmarka í Sýrlandi síðastliðinn sunnudag gerðu ísraelskir sérsveitarmenn áhlaup á eldflaugaverksmiðju Hezbollah. Verksmiðjan er sögð hafa verið reist af Írönum við landamæri Sýrlands og Líbanon. Erlent 13.9.2024 11:21
Rússar vísa breskum erindrekum úr landi Ráðamenn í Rússlandi hafa sakað sex starfsmenn sendiráðs Bretlands í Rússlandi um njósnir og ætla að vísa þeim úr landi. Ríkismiðlar í Rússlandi vísa í embættismenn hjá FSB (áður KGB) og hafa eftir þeim að erindrekunum verði vikið úr landi en það er í kjölfar þess að fregnir hafa borist af því að Bretar og Frakkar ætli að leyfa Úkraínumönnum að nota stýriflaugar frá þeim til árása í Rússlandi. Erlent 13.9.2024 10:57
Tveir handteknir vegna þjófnaðar á „Stúlka með blöðru“ Tveir menn hafa verið handteknir í tengslum við ránið á „Stúlka með blöðru“, einu þekktasta verki listamannsins Banksy. Verkinu var stolið úr gallerýi í Lundúnum um helgina. Erlent 13.9.2024 10:29
Pia Kjærsgaard hættir í pólitík Danska þingkonan Pia Kjærsgaard hefur tilkynnt að hún muni ekki sækjast eftir endurkjöri í næstu kosningum og muni hún þá láta af afskiptum af stjórnmálum. Kjærsgaard hefur setið á danska þinginu óslitið í fjörutíu ár, lengst af fyrir Danska þjóðarflokkinn. Erlent 13.9.2024 09:05
Pútín segir NATÓ á leið í stríð við Rússa Vladimir Pútín Rússlandsforseti segir heimild til handa Úkraínumönnum til að nota langdræg vopn frá Vesturlöndum til að gera árásir á Rússland myndu jafngilda þátttöku og stríðsyfirlýsingu af hálfu Atlantshafsbandalagsins. Erlent 13.9.2024 08:46
Þriðjungur íbúa á Spáni kominn með nóg af ferðamönnum Um 32 prósent íbúa á Spáni segja of marga ferðamenn á sínum heimaslóðum og hlutfallið er enn hærra í Katalóníu, þar sem 48 prósent íbúa segja þetta orðið of mikið af hinu góða. Erlent 13.9.2024 08:03
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar hefja gagnsókn í Kúrsk Á meðan Rússar sækja fram í austurhluta Úkraínu og reyna að ná tökum á öllu Donbas-svæðinu, hafa Úkraínumenn sótt fram í Kúrsk-héraði í Rússlandi. Hægt hefur á sóknum Rússa í Donbas en úkraínskir hermenn eru í mjög varhugaverðri stöðu þar, vegna yfirburða Rússa varðandi mannafla og skotfæri fyrir stórskotalið. Erlent 13.9.2024 06:55
Þúsundir starfsmanna Boeing hafna 25 prósent launahækkun Þúsundir starfsmanna Boeing hefja verkfallsaðgerðir í dag eftir að hafa hafnað tilboði fyrirtækisins í yfirstandandi kjaradeilum, þrátt fyrir að það hafi hljóðað upp á 25 prósenta launahækkun á fjórum árum. Erlent 13.9.2024 06:54
Risaflóðbylgja í grænlenskum firði mældist um allan heim Óútskýrðar hræringar sem greindust á jarðskjálftamælum um alla jörð í fyrra stöfuðu frá risavaxinni flóðbylgju sem velktist um í firði á Austur-Grænlandi í níu daga. Hnattræn hlýnun er sögð ástæða berghlaupsins út í fjörðinn sem kom bylgjunni af stað. Erlent 12.9.2024 23:55
Flokkur Meloni of hægrisinnaður fyrir Mussolini Sonardóttir Benito Mussolini, fyrrverandi einræðisherra Ítalíu, ætlar að segja skilið við hægrijaðarflokk Giorgiu Meloni forsætisráðherra þar sem henni þykir flokkurinn hafa færst of langt til hægri. Erlent 12.9.2024 22:17
Hafnar frekari kappræðum við Harris Donald Trump ætlar ekki að mæta Kamölu Harris í fleiri sjónvarpskappræðum. Meirihluti í skoðanakönnunum taldi Harris hafa komið betur út úr fyrstu, og væntanlega einu, kappræðum þeirra Trump á aðfararnótt miðvikudags. Erlent 12.9.2024 20:49
Weinstein ákærður fyrir fleiri kynferðisbrot Saksóknarar í máli Harveys Weinstein, bandaríska kvikmyndaframleiðandans, hafa lagt fram ákæru á hendur honum fyrir enn fleiri kynferðisbrot. Réttað verður aftur yfir Weinstein í New York eftir að dómstóll ógilti dóm sem hann hlaut í vor. Erlent 12.9.2024 18:16
Trump vígreifur en veit betur Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, heldur því enn fram að hann hafi staðið sig frábærlega í kappræðunum gegn Kamölu Harris á aðfaranótt miðvikudags. Bandamenn hans segja þó, í einrúmi, að það sé ekki rétt og ítrekaðar yfirlýsingar Trumps um að hann hafi sigrað benda til þess að hann viti að hann hafi ekki staðið sig vel. Erlent 12.9.2024 16:12
Bon Jovi lofaður fyrir að bjarga konu í sjálfsvígshugleiðingum Lögregluyfirvöld í Nashville í Tennessee í Bandaríkjunum hafa lofað tónlistarmanninn Jon Bon Jovi fyrir að koma konu til bjargar sem virðist hafa ætlað að kasta sér fram af göngubrú. Erlent 12.9.2024 09:30