Erlent Ætla að dæla félagslegu húsnæði út á markaðinn Spænsk stjórnvöld hafa samþykkt áætlun sem miðar að því að að koma 50.000 félagslegum íbúðum út á leigumarkaðinn á næstu árum. Veglegt loforð stjórnvalda er kynnt almenningi mánuði fyrir sveitarstjórnar- og sjálfsstjórnarhéraðskosningar í landinu. Erlent 29.4.2023 16:01 Grunaðir um að hafa smyglað dópi til Íslands í bílapörtum Hollenskir bræður eru grunaðir um að hafa sett upp smyglleið á fíkniefnum til Íslands frá Hollandi. Málið teygir anga sína víðar og er hluti af rannsókn hollenskra yfirvalda sem hófst árið 2020. Erlent 29.4.2023 12:00 Vopnahlé brotið í Súdan Átök í Súdan hófust aftur snemma í morgun eftir nokkurra daga vopnahlé. Heyra mátti sprengingar í höfuðborginni Khartoum og nærliggjandi borgum. Erlent 29.4.2023 10:00 Brjóstgóð stytta fer fyrir brjóstið á Ítölum Stytta af hafmeyju í héraðinu Puglia, sunnarlega á Ítalíu, hefur vakið mikla athygli og segja einhverjir hana vera of ögrandi. Styttan var gerð af listnemum í skóla í nágrenninu. Erlent 29.4.2023 08:15 Þrír hermenn létust þegar þyrlur skullu saman Þrír bandarískir hermenn létust í Alaska í Bandaríkjunum í dag þegar tvær herþyrlur skullu saman og hröpuðu til jarðar. Tveir hermenn voru í hvorri þyrlunni. Einn komst lífs af úr slysinu og er á sjúkrahúsi. Erlent 28.4.2023 18:53 Flugu tugum herþota við Taívan Minnst 38 kínverskum orrustuþotum og öðrum herflugvélum var flogið nærri Taívan í morgun. Æfingar Kínverja við eyríkið hafa ekki verið umfangsmeiri frá því í byrjun mánaðarins þegar æft var hvernig umkringja ætti Taívan. Þá var Tsai Ing-wen, forseti Taívans, að snúa heim eftir heimsókn til Bandaríkjanna. Erlent 28.4.2023 16:54 Ummæli DeSantis um Disney líkleg til að koma niður á honum Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, sagði í gær að lögsókn Disney gegn sér og Flórída væri pólitísks eðlis. Forsvarsmenn fyrirtækisins væru reiðir yfir því að hann væri að binda enda á sérkjör Disney í Flórída. Hann segir Disney hafa verið á sérkjörum í Flórída og nú væri sá tími liðinn. Erlent 28.4.2023 15:21 Hollendingi bannað að gefa meira sæði Dómstóll í Haag í Hollandi hefur bannað 41 árs karlmanni að gefa meira sæði. Sæðisgjafir mannsins hafa leitt til fæðinga að minnsta kosti 550 barna í nokkrum löndum og hefur dómstóllinn nú sagt stopp. Erlent 28.4.2023 13:44 Repúblikanar standa í vegi fyrir hertum lögum um þungunarrof Tilraunir Repúblikana í Suður-Karólínu og Nebraska til að takmarka aðgengi að þungunarrofi mistókust í gær sökum andstöðu samflokksmanna þeirra. Í Nebraska var það 80 ára karlmaður sem kom í veg fyrir að umrætt frumvarp yrði að lögum. Erlent 28.4.2023 12:46 Mynduðu rússneskt rannsóknarskip við Nord Stream Nokkrum dögum áður en Nord Stream gasleiðslurnar sprungu á botni Eystrasalts, mynduðu danskir sjóliðar rússneskt rannsóknarskip á svæðinu. Skipið, sem kallast SS-750 ber lítinn kafbát og er smíðað til rannsóknarstarfa neðansjávar. Erlent 28.4.2023 11:13 Einn deyr úr ofneyslu á tíu klukkustunda fresti í San Francisco Alls létust 200 einstaklingar af völdum ofneyslu fíkniefna í San Francisco fyrstu þrjá mánuði ársins en um er að ræða 41 prósent aukningu frá fyrra ári. Þetta jafngildir því að einstaklingur látist úr ofneyslu á um tíu klukkustunda fresti. Erlent 28.4.2023 11:11 Stjórnarformaður BBC segir af sér vegna láns til Boris Johnson Richard Sharp, stjórnarformaður Breska ríkisútvarpsins, hefur sagt af sér eftir rannsókn þar sem skipun hans í embætti var skoðuð. Sú rannsókn snerist að miklu leyti um að Sharp hafi hjálpað Boris Johnson, þáverandi forsætisráðherra, að fá lán árið 2021, nokkrum vikum áður en Johnson skipaði hann í starfið. Erlent 28.4.2023 10:04 „Hann nauðgaði mér, hvort sem ég öskraði eða ekki“ E Jean Carroll tókst á við Joe Tacopina, lögmann Donald Trump, í réttarsal í New York í gær og neitaði því ítrekað að hafa skáldað að hafa verið nauðgað af forsetanum fyrrverandi í verslun í borginni. Erlent 28.4.2023 08:59 Pence bar vitni í kosningamáli Trump Kviðdómendur í ákærudómstól í Washington-borg hlýddu í gær á framburð Mike Pence, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna, í tengslum við rannsókn á tilraunum Donalds Trump og bandamanna hans til að snúa við úrslitum forsetakosninganna árið 2020. Dómstóll hafði áður staðfest að Trump gæti ekki komið í veg fyrir vitnisburð Pence. Erlent 28.4.2023 08:56 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Beðið eftir Úkraínumönnum Eins og undanfarnar vikur hefur lítið gerst á víglínunum í Úkraínu. Rússar hafa sótt fram í Bakhmut, í austurhluta landsins og náð þar hægum árangri. Hersveitir Rússa hafa reynt að ná bænum frá síðasta sumri og eru nú sagðir stjórna meirihluta hans. Erlent 28.4.2023 08:00 Löggjafinn í Kansas samþykkir víðtækt salernis-bann Löggjafinn í Kansas hefur samþykkt lög sem banna trans fólki að nota það salerni sem samræmist kynvitund þeirra. Um er að ræða eina mest takmarkandi löggjöfina af þessu tagi í Bandaríkjunum, þar sem hún nær ekki aðeins til salerna í skólum. Erlent 28.4.2023 07:24 Aftur ráðist á Kænugarð eftir langt hlé Tólf úkraínskir borgarar eru sagðir hafa látið lífið í loftárásum næturinnar en Rússar gerðu flugskeyta- og drónaárásir víða í landinu í nótt. Erlent 28.4.2023 07:13 Kirkjan á Englandi minnir á að Jesús var einhleypur Þjóðkirkjan á Englandi segir að það eigi að bera jafn mikla virðingu fyrir einhleypu fólki og þeim sem eru í hjónabandi. Benda þau á að Jesús hafi sjálfur verið einhleypur. Erlent 27.4.2023 23:08 Bam Margera gaf sig fram Jackass-stjarnan Bam Margera gaf sig fram við lögreglu í Pennsylvaníu í morgun eftir að hafa verið eftirlýstur í fjóra daga fyrir að kýla bróður sinn. Margera var látinn laus úr varðhaldi gegn 50 þúsund dala tryggingu en má ekki eiga í samskiptum við föður sinn og bróður eða koma nálægt heimili sínu Erlent 27.4.2023 21:23 Banna nautaat með dvergvöxnum nautabönum Spænska þingið hefur bannað nautaatsviðburði þar sem dvergvaxið fólk kljáist við reið nautin til að skemmta áhorfendum. Formaður félags fatlaðra þar í landi segir athæfið hafa verið orðið barn síns tíma. Erlent 27.4.2023 21:20 Konan sem ásakaði Emmett Till um áreitni er látin Carolyn Bryant Donham, konan sem sakaði svarta drenginn Emmett Till um að hafa áreitt sig í matvöruverslun árið 1955, er látin, 88 ára að aldri. Erlent 27.4.2023 18:09 Metallica fyrsta hljómsveitin til að gefa út myndbönd á táknmáli Rokkhljómsveitin Metallica mun gefa öll myndböndin af komandi plötu sinni á táknmáli. Verður hljómsveitin þá sú fyrsta til þess að gefa út myndbönd á amerísku táknmáli, ASL. Erlent 27.4.2023 17:10 Fyrsta tunglfarið í einkaeigu brotlenti Forsvarsmenn japanska fyrirtækisins Ispace, sem reyndu að lenda smáu geimfari á tunglinu á þriðjudaginn, segja það líklega hafa brotlent á fjarhlið tunglsins. Geimfarið hafa orðið eldsneytislaust áður en því tókst að lenda. Erlent 27.4.2023 15:42 Jerry Springer látinn Umdeildi spjallþáttastjórnandinn Jerry Springer er látinn, 79 ára að aldri. Þættirnir sem Springer stýrði í nærri því þrjá áratugi enduðu oft í tilfinningalegu uppnámi eða jafnvel líkamlegum átökum gesta. Erlent 27.4.2023 14:44 Frans páfi veitir konum kosningarétt Frans páfi hefur ákveðið að veita konum kosningarétt á komandi biskupafundi. Þetta verður í fyrsta sinn í sögunni sem konur mega leggja fram atkvæði á Kirkjuþingi Biskupa. Á Kirkjuþinginu funda biskupar alls staðar að úr heiminum og stendur viðburðurinn yfir í nokkrar vikur í senn. Erlent 27.4.2023 13:53 Dómarar telja hneykslismál ekki kalla á neinar breytingar Níu dómarar Hæstaréttar Bandaríkjanna virðast ekki telja neina þörf á breytingum á því hvernig tekið er á mögulegum hagsmunaárekstrum þeirra og siðferðislegum álitamálum. Rétturinn hefur legið undir gagnrýni fyrir ógegnsæi eftir að upplýst var um að tveir dómarar hefðu ekki gert grein fyrir mögulegum hagsmunaárekstrum. Erlent 27.4.2023 13:33 Finnsku hægriflokkarnir hefja stjórnarmyndunarviðræður Finnski Sambandsflokkurinn mun hefja stjórnarmyndunarviðræður með hægriflokkunum Sönnum Finnum, Kristilegum demókrötum og Sænska þjóðarflokknum á næstu dögum. Erlent 27.4.2023 13:19 Íslandsvinur dæmdur fyrir pólitískt misferli í Bandaríkjunum Bandaríski rapparinn Prakazrel „Pras“ Michel úr hiphopsveitinni Fugees var dæmdur sekur um ólöglega áhrifaherferð gagnvart bandarískum stjórnvöldum í þágu malasísks kaupsýslumanns og kínverskra stjórnvalda. Rapparinn sagðist ekki hafa vitað að það sem hann gerði væri ólöglegt. Erlent 27.4.2023 10:46 Grunuð um að bana tólf vinum sínum með blásýru Lögregla í Taílandi hefur handtekið konu sem grunuð er um að hafa banað tólf vinum sínum og kunningjum með því að eitra fyrir þeim með blásýru. Erlent 27.4.2023 10:08 Átti sér sögu um rasisma og ofbeldistal fyrir lekann Ungur maður sem er sakaður um að leka leynilegum skjölum bandaríska varnarmálaráðuneytisins er sagður eiga sér sögu um rasisma og ofbeldistal. Saksóknarar segja að hann hafi reynt að hindra rannsókn á lekanum af veikum mætti. Erlent 27.4.2023 08:49 « ‹ 154 155 156 157 158 159 160 161 162 … 334 ›
Ætla að dæla félagslegu húsnæði út á markaðinn Spænsk stjórnvöld hafa samþykkt áætlun sem miðar að því að að koma 50.000 félagslegum íbúðum út á leigumarkaðinn á næstu árum. Veglegt loforð stjórnvalda er kynnt almenningi mánuði fyrir sveitarstjórnar- og sjálfsstjórnarhéraðskosningar í landinu. Erlent 29.4.2023 16:01
Grunaðir um að hafa smyglað dópi til Íslands í bílapörtum Hollenskir bræður eru grunaðir um að hafa sett upp smyglleið á fíkniefnum til Íslands frá Hollandi. Málið teygir anga sína víðar og er hluti af rannsókn hollenskra yfirvalda sem hófst árið 2020. Erlent 29.4.2023 12:00
Vopnahlé brotið í Súdan Átök í Súdan hófust aftur snemma í morgun eftir nokkurra daga vopnahlé. Heyra mátti sprengingar í höfuðborginni Khartoum og nærliggjandi borgum. Erlent 29.4.2023 10:00
Brjóstgóð stytta fer fyrir brjóstið á Ítölum Stytta af hafmeyju í héraðinu Puglia, sunnarlega á Ítalíu, hefur vakið mikla athygli og segja einhverjir hana vera of ögrandi. Styttan var gerð af listnemum í skóla í nágrenninu. Erlent 29.4.2023 08:15
Þrír hermenn létust þegar þyrlur skullu saman Þrír bandarískir hermenn létust í Alaska í Bandaríkjunum í dag þegar tvær herþyrlur skullu saman og hröpuðu til jarðar. Tveir hermenn voru í hvorri þyrlunni. Einn komst lífs af úr slysinu og er á sjúkrahúsi. Erlent 28.4.2023 18:53
Flugu tugum herþota við Taívan Minnst 38 kínverskum orrustuþotum og öðrum herflugvélum var flogið nærri Taívan í morgun. Æfingar Kínverja við eyríkið hafa ekki verið umfangsmeiri frá því í byrjun mánaðarins þegar æft var hvernig umkringja ætti Taívan. Þá var Tsai Ing-wen, forseti Taívans, að snúa heim eftir heimsókn til Bandaríkjanna. Erlent 28.4.2023 16:54
Ummæli DeSantis um Disney líkleg til að koma niður á honum Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, sagði í gær að lögsókn Disney gegn sér og Flórída væri pólitísks eðlis. Forsvarsmenn fyrirtækisins væru reiðir yfir því að hann væri að binda enda á sérkjör Disney í Flórída. Hann segir Disney hafa verið á sérkjörum í Flórída og nú væri sá tími liðinn. Erlent 28.4.2023 15:21
Hollendingi bannað að gefa meira sæði Dómstóll í Haag í Hollandi hefur bannað 41 árs karlmanni að gefa meira sæði. Sæðisgjafir mannsins hafa leitt til fæðinga að minnsta kosti 550 barna í nokkrum löndum og hefur dómstóllinn nú sagt stopp. Erlent 28.4.2023 13:44
Repúblikanar standa í vegi fyrir hertum lögum um þungunarrof Tilraunir Repúblikana í Suður-Karólínu og Nebraska til að takmarka aðgengi að þungunarrofi mistókust í gær sökum andstöðu samflokksmanna þeirra. Í Nebraska var það 80 ára karlmaður sem kom í veg fyrir að umrætt frumvarp yrði að lögum. Erlent 28.4.2023 12:46
Mynduðu rússneskt rannsóknarskip við Nord Stream Nokkrum dögum áður en Nord Stream gasleiðslurnar sprungu á botni Eystrasalts, mynduðu danskir sjóliðar rússneskt rannsóknarskip á svæðinu. Skipið, sem kallast SS-750 ber lítinn kafbát og er smíðað til rannsóknarstarfa neðansjávar. Erlent 28.4.2023 11:13
Einn deyr úr ofneyslu á tíu klukkustunda fresti í San Francisco Alls létust 200 einstaklingar af völdum ofneyslu fíkniefna í San Francisco fyrstu þrjá mánuði ársins en um er að ræða 41 prósent aukningu frá fyrra ári. Þetta jafngildir því að einstaklingur látist úr ofneyslu á um tíu klukkustunda fresti. Erlent 28.4.2023 11:11
Stjórnarformaður BBC segir af sér vegna láns til Boris Johnson Richard Sharp, stjórnarformaður Breska ríkisútvarpsins, hefur sagt af sér eftir rannsókn þar sem skipun hans í embætti var skoðuð. Sú rannsókn snerist að miklu leyti um að Sharp hafi hjálpað Boris Johnson, þáverandi forsætisráðherra, að fá lán árið 2021, nokkrum vikum áður en Johnson skipaði hann í starfið. Erlent 28.4.2023 10:04
„Hann nauðgaði mér, hvort sem ég öskraði eða ekki“ E Jean Carroll tókst á við Joe Tacopina, lögmann Donald Trump, í réttarsal í New York í gær og neitaði því ítrekað að hafa skáldað að hafa verið nauðgað af forsetanum fyrrverandi í verslun í borginni. Erlent 28.4.2023 08:59
Pence bar vitni í kosningamáli Trump Kviðdómendur í ákærudómstól í Washington-borg hlýddu í gær á framburð Mike Pence, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna, í tengslum við rannsókn á tilraunum Donalds Trump og bandamanna hans til að snúa við úrslitum forsetakosninganna árið 2020. Dómstóll hafði áður staðfest að Trump gæti ekki komið í veg fyrir vitnisburð Pence. Erlent 28.4.2023 08:56
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Beðið eftir Úkraínumönnum Eins og undanfarnar vikur hefur lítið gerst á víglínunum í Úkraínu. Rússar hafa sótt fram í Bakhmut, í austurhluta landsins og náð þar hægum árangri. Hersveitir Rússa hafa reynt að ná bænum frá síðasta sumri og eru nú sagðir stjórna meirihluta hans. Erlent 28.4.2023 08:00
Löggjafinn í Kansas samþykkir víðtækt salernis-bann Löggjafinn í Kansas hefur samþykkt lög sem banna trans fólki að nota það salerni sem samræmist kynvitund þeirra. Um er að ræða eina mest takmarkandi löggjöfina af þessu tagi í Bandaríkjunum, þar sem hún nær ekki aðeins til salerna í skólum. Erlent 28.4.2023 07:24
Aftur ráðist á Kænugarð eftir langt hlé Tólf úkraínskir borgarar eru sagðir hafa látið lífið í loftárásum næturinnar en Rússar gerðu flugskeyta- og drónaárásir víða í landinu í nótt. Erlent 28.4.2023 07:13
Kirkjan á Englandi minnir á að Jesús var einhleypur Þjóðkirkjan á Englandi segir að það eigi að bera jafn mikla virðingu fyrir einhleypu fólki og þeim sem eru í hjónabandi. Benda þau á að Jesús hafi sjálfur verið einhleypur. Erlent 27.4.2023 23:08
Bam Margera gaf sig fram Jackass-stjarnan Bam Margera gaf sig fram við lögreglu í Pennsylvaníu í morgun eftir að hafa verið eftirlýstur í fjóra daga fyrir að kýla bróður sinn. Margera var látinn laus úr varðhaldi gegn 50 þúsund dala tryggingu en má ekki eiga í samskiptum við föður sinn og bróður eða koma nálægt heimili sínu Erlent 27.4.2023 21:23
Banna nautaat með dvergvöxnum nautabönum Spænska þingið hefur bannað nautaatsviðburði þar sem dvergvaxið fólk kljáist við reið nautin til að skemmta áhorfendum. Formaður félags fatlaðra þar í landi segir athæfið hafa verið orðið barn síns tíma. Erlent 27.4.2023 21:20
Konan sem ásakaði Emmett Till um áreitni er látin Carolyn Bryant Donham, konan sem sakaði svarta drenginn Emmett Till um að hafa áreitt sig í matvöruverslun árið 1955, er látin, 88 ára að aldri. Erlent 27.4.2023 18:09
Metallica fyrsta hljómsveitin til að gefa út myndbönd á táknmáli Rokkhljómsveitin Metallica mun gefa öll myndböndin af komandi plötu sinni á táknmáli. Verður hljómsveitin þá sú fyrsta til þess að gefa út myndbönd á amerísku táknmáli, ASL. Erlent 27.4.2023 17:10
Fyrsta tunglfarið í einkaeigu brotlenti Forsvarsmenn japanska fyrirtækisins Ispace, sem reyndu að lenda smáu geimfari á tunglinu á þriðjudaginn, segja það líklega hafa brotlent á fjarhlið tunglsins. Geimfarið hafa orðið eldsneytislaust áður en því tókst að lenda. Erlent 27.4.2023 15:42
Jerry Springer látinn Umdeildi spjallþáttastjórnandinn Jerry Springer er látinn, 79 ára að aldri. Þættirnir sem Springer stýrði í nærri því þrjá áratugi enduðu oft í tilfinningalegu uppnámi eða jafnvel líkamlegum átökum gesta. Erlent 27.4.2023 14:44
Frans páfi veitir konum kosningarétt Frans páfi hefur ákveðið að veita konum kosningarétt á komandi biskupafundi. Þetta verður í fyrsta sinn í sögunni sem konur mega leggja fram atkvæði á Kirkjuþingi Biskupa. Á Kirkjuþinginu funda biskupar alls staðar að úr heiminum og stendur viðburðurinn yfir í nokkrar vikur í senn. Erlent 27.4.2023 13:53
Dómarar telja hneykslismál ekki kalla á neinar breytingar Níu dómarar Hæstaréttar Bandaríkjanna virðast ekki telja neina þörf á breytingum á því hvernig tekið er á mögulegum hagsmunaárekstrum þeirra og siðferðislegum álitamálum. Rétturinn hefur legið undir gagnrýni fyrir ógegnsæi eftir að upplýst var um að tveir dómarar hefðu ekki gert grein fyrir mögulegum hagsmunaárekstrum. Erlent 27.4.2023 13:33
Finnsku hægriflokkarnir hefja stjórnarmyndunarviðræður Finnski Sambandsflokkurinn mun hefja stjórnarmyndunarviðræður með hægriflokkunum Sönnum Finnum, Kristilegum demókrötum og Sænska þjóðarflokknum á næstu dögum. Erlent 27.4.2023 13:19
Íslandsvinur dæmdur fyrir pólitískt misferli í Bandaríkjunum Bandaríski rapparinn Prakazrel „Pras“ Michel úr hiphopsveitinni Fugees var dæmdur sekur um ólöglega áhrifaherferð gagnvart bandarískum stjórnvöldum í þágu malasísks kaupsýslumanns og kínverskra stjórnvalda. Rapparinn sagðist ekki hafa vitað að það sem hann gerði væri ólöglegt. Erlent 27.4.2023 10:46
Grunuð um að bana tólf vinum sínum með blásýru Lögregla í Taílandi hefur handtekið konu sem grunuð er um að hafa banað tólf vinum sínum og kunningjum með því að eitra fyrir þeim með blásýru. Erlent 27.4.2023 10:08
Átti sér sögu um rasisma og ofbeldistal fyrir lekann Ungur maður sem er sakaður um að leka leynilegum skjölum bandaríska varnarmálaráðuneytisins er sagður eiga sér sögu um rasisma og ofbeldistal. Saksóknarar segja að hann hafi reynt að hindra rannsókn á lekanum af veikum mætti. Erlent 27.4.2023 08:49