Erlent Rússar segjast hafa fellt 250 úkraínska hermenn Rússar segjast hafa hrundið stórri gagnárás úkraínska hersins í Donetsk í nótt og fullyrða að 250 úkraínskir hermenn liggi í valnum og að fjölmörg brynvarin tæki hafi verið eyðilögð. Erlent 5.6.2023 07:37 Hálf milljón mótmælti stjórnvöldum Um hálf milljón Pólverja mótmæltu stjórnvöldum á götum úti í dag og kröfðust lýðræðisumbóta. Fyrrverandi forsætisráðherrann Donald Tusk segir um að ræða fjölmennustu mótmælin í landinu frá falli kommúnismans. Erlent 4.6.2023 23:03 Mikil hægrisveifla knýr fram þingkosningar á Spáni Allt stefnir í gríðarlega harða og snarpa kosningabaráttu fyrir þingkosningar á Spáni í næsta mánuði. Talsverðar líkur eru á að öfgahægriflokkurinn VOX komist í ríkisstjórn í fyrsta sinn. Erlent 4.6.2023 16:31 Banaslys í Ironman keppninni Einn lést og einn slasaðist alvarlega þegar reiðhjól keppanda og mótorhjól myndatökumanns skullu saman í Ironman Evrópukeppninni í Hamborg í Þýskalandi í dag. Erlent 4.6.2023 16:24 Segir saklausan Schofield áreittan í nornaveiðum Sjónvarpsmaðurinn Jeremy Clarkson furðar sig á gagnrýni í garð Phillip Schofield og segir málið vera nornaveiðar. Hann hafi ekki framið neinn glæp og sé aðeins sekur um að vera samkynhneigður. Schofield sjálfur hefur sagt að ferill sinn sé á enda og hann sjái ekkert nema svartnætti fram undan. Erlent 4.6.2023 14:34 Úkraínumenn þjarma að Wagner-lausum Rússum í Bakhmut Úkraínski herinn þjarmar að Rússum við og í kringum borgina Bakhmut. Rússar lýstu sig sigurvegara í baráttunni um Bakhmut í síðasta mánuði eftir ein blóðugust átökin frá upphafi innrásarinnar. Þrýstingur Úkraínumanna er hluti af gagnsókn sem er að taka á sig mynd. Erlent 4.6.2023 08:09 Hryllingssögur berast af lestarslysinu „Móðir mín var týnd og ég fékk aðeins mynd af líkinu,“ segir sonur eins þeirra sem létust í hryllilegu lestarslysi í Odisha-ríki í Indlandi í gær. Að minnsta kosti 288 manns létust og ríflega þúsund manns slösuðust. Erlent 3.6.2023 23:48 Leggur á ráðin með kvikmyndagerðamanni bak við lás og slá Ríkissaksóknari í Utah fylki í Bandaríkjunum segir konu sem grunuð er um að hafa myrt eiginmann sinn og í kjölfarið skrifað barnabók um sorg vera í samskiptum við kvikmyndagerðarmann með heimildarmynd um málið í vinnslu. Erlent 3.6.2023 17:14 New York er að sökkva New York borg er hægt og rólega að sökkva. Rúmlega ein milljón bygginga eru í borginni og þar er leirkenndur jarðvegur borgarinnar smám saman að gefa eftir undan þunganum. Erlent 3.6.2023 16:31 Björgunaraðgerðum lokið og nær 300 sagðir látnir Tala staðfestra dauðsfalla í kjölfar lestarslyssins í Odisha-ríki í Indlandi í gær hefur hækkað upp í yfir 260 manns. Björgunaraðgerðum á slysstað er lokið og um þúsund manns eru sagðir slasaðir. Erlent 3.6.2023 10:58 Úkraínumenn tilbúnir til að hefja gagnsóknina Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir Úkraínumenn tilbúna til gagnsóknar gegn Rússum. Hann segir að sóknin verði erfið og kostnaðarsöm en hann hafi trú á því að hún muni heppnast, þó hún gæti tekið langan tíma. Erlent 3.6.2023 09:22 Tvö hundruð látnir hið minnsta í lestarslysi Að minnsta kosti 207 manns létust í lestarslysi í Odisha-ríki á austur-Indlandi í dag þegar þrjár lestar skullu saman. Erlent 2.6.2023 23:36 Leyniskjöl Trump finnast ekki Lögfræðiteymi Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, segist ekki finna leynileg skjöl sem hann hafði með sér úr Hvíta húsinu. Alríkissaksóknarar komust yfir hljóðupptöku þar sem Trump heyrist ræða um þessi leyniskjöl. Erlent 2.6.2023 20:24 Hundruð fórnarlamba kaþólskra presta á Spáni Rannsókn kaþólsku kirkjunnar á Spáni á misnotkun presta og annarra þjóna kirkjunnar á börnum hefur afhjúpað 728 meinta gerendur og 927 fórnarlömb frá fimmta áratug síðustu aldar. Meira en helmingur meintra gerenda voru prestar en flest brotin áttu sér stað á sjöunda, áttunda og níunda áratugnum. Erlent 2.6.2023 15:44 Ný gögn varpa ljósi á hinstu daga Epsteins Jeffrey Epstein þjáðist af svefnleysi og átti erfitt með að aðlagast lífi í fangelsi áður en hann svipti sig lífi árið 2019. Hann var skilinn eftir einn í klefa og fangaverðir trössuðu að fylgjast með honum þrátt fyrir að hann hefði reynt að hengja sig skömmu áður. Erlent 2.6.2023 10:15 Öldungadeildin samþykkti frumvarpið um hækkun skuldaþaksins Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti frumvarp um hækkun skuldaþaks bandaríska ríkisins í nótt. Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur sagst nú munu staðfesta frumvarpið þannig að koma megi í veg fyrir greiðslufall bandaríska ríkisins. Erlent 2.6.2023 06:38 Umfangsmikil eldflaugaárás á Kænugarð í morgun Íbúar um gervalla Úkraínu vöknuðu upp við loftvarnaflautur snemma í morgun vegna umfangsmikillar árásar Rússa og fólki sagt að leita skjóls. Erlent 2.6.2023 06:35 Tæmdi uppistöðulón til að finna símann sinn Indverskur embættismaður hefur verið sektaður um það sem nemur 90 þúsund krónum fyrir að tæma uppistöðulón í Chattisgarh-héraði á Indlandi. Það gerði hann í leit að farsíma sínum sem hann fann að lokum. Erlent 1.6.2023 22:42 Óttast kínverskar eldflaugar Æðstu menn herafla Bandaríkjanna hafa áhyggjur af því að herstöðvar ríkisins í Kyrrahafinu séu berskjaldaðar gagnvart kínverskum eldflaugum. Unnið er að því að dreifa úr vopnum, vistaverum hermanna, stjórnstöðvum og öðrum hergögnum til að gera eldflaugaárásir erfiðari. Erlent 1.6.2023 22:30 Biden féll á sviði Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, féll á sviði í Colorado í kvöld, þar sem verið var að útskrifa fólk úr skóla flughers Bandaríkjanna. Forsetann sakaði ekki. Erlent 1.6.2023 21:29 Úkraínuforseti segir stund ákvarðana runna upp Forseti Úkraínu segir Evrópuríki sem eiga landamæri að Rússlandi einungis hafa um tvennt að velja; opið stríð og hægfara hernám Rússa eða aðild að NATO og Evrópusambandinu. Nú væri stund ákvarðana varðandi aðild landsins að þessum samtökum runnin upp. Forsætisráðherra segir mikinn vilja meðal NATO ríkja að leiðtogafundur þess marki tímamót varðandi Úkraínu. Erlent 1.6.2023 19:20 Stærsti „garðúðari“ sólkerfisins við Satúrnus Hátt í tíu þúsund kílómetra langur vatnsstrókur frá Enkeladusi, ístungli Satúrnusar, sést teygja sig um reikistjörnukerfið eins og gusa úr garðúðara á nýlegum myndum James Webb-sjónaukans. Aldrei áður hefur slíkur strókur sést spanna svo miklar vegalengdir. Erlent 1.6.2023 15:18 Ætla að takmarka aðgang Rússa að færeyskum höfnum Færeyska heimastjórnin ætlar að takmarka aðgang rússneskra skipa að höfnum á eyjunum og banna viðgerðir á þeim nema í neyðartilfellum. Þá ætlar hún að ákveða það fyrir haustið hvort að umdeildur fiskveiðisamningur við Rússa verði framlengdur. Erlent 1.6.2023 14:04 Upptaka til af Trump ræða um leyniskjölin Bandarískir alríkissaksóknarar hafa komist yfir hljóðupptöku þar sem Donald Trump, fyrrverandi forseti, heyrist ræða um leyniskjöl sem hann hafði með sér úr Hvíta húsinu. Orð Trump á henni benda til þess að hann hafi vitað að leynd ríkti yfir skjölunum, þvet á það sem hann hefur haldið fram opinberlega. Erlent 1.6.2023 09:09 Sextíu kornabörn látist við hræðilegar aðstæður Að minnsta kosti sextíu nýburar, kornabörn og ung börn hafa látist við hræðilegar aðstæður á munaðarleysingjahæli í súdönsku höfuðborginni Kartúm á undanförnum sex vikum. Erlent 1.6.2023 08:41 Ellefu ára stúlka í hópi látinna í eldflaugaárás á Kænugarð Ellefu ára stúlka, 34 ára móðir hennar og önnur 33 ára kona létust í eldflaugaárásum Rússa í Kænugarð snemma í morgun. Auk þess særðust tólf manns í árásunum. Erlent 1.6.2023 07:37 Samþykktu frumvarp um hækkun skuldaþaksins Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti með miklum meirihluta að hækka skuldaþak bandaríska ríkisins í nótt. Er talið að með þessi verði hægt að komast hjá greiðslufalli bandaríska ríkisins. Erlent 1.6.2023 06:40 „That 70s Show“ leikari dæmdur fyrir nauðgun Leikarinn Danny Masterson, sem er hvað þekktastur fyrir að leika í þáttunum That ’70s Show, sem nutu mikilla vinsælda um og eftir aldarmótin síðustu, hefur verið sakfelldur fyrir að nauðga tveimur konum. Kviðdómendur komust ekki að niðurstöðu varðandi þriðju nauðgunina sem hann var ákærður fyrir. Erlent 31.5.2023 22:16 Armie Hammer ekki ákærður fyrir nauðgun Leikarinn Armie Hammer verður ekki ákærður fyrir nauðgun. Hann var sakaður um nauðgun árið 2021 en saksóknarar í Los Angeles hafa ákveðið að ákæra ekki vegna skorts á sönnunargögnum. Hammer hefur verið sakaður um ofbeldi, líkamlegt og kynferðislegt, af mörgum einstaklingum. Erlent 31.5.2023 21:32 Skipa Rússum að loka fjórum af fimm ræðismannsskrifstofum Yfirvöld í Þýskalandi hafa gert Rússum að loka fjórum af fimm ræðismannsskrifstofum þeirra þar í landi. Það er í kjölfar þess að ráðamenn í Rússlandi settu takmark á fjölda starfsmanna sendiráðs og ræðismannsskrifstofa Þjóðverja í Rússlandi. Erlent 31.5.2023 20:27 « ‹ 143 144 145 146 147 148 149 150 151 … 334 ›
Rússar segjast hafa fellt 250 úkraínska hermenn Rússar segjast hafa hrundið stórri gagnárás úkraínska hersins í Donetsk í nótt og fullyrða að 250 úkraínskir hermenn liggi í valnum og að fjölmörg brynvarin tæki hafi verið eyðilögð. Erlent 5.6.2023 07:37
Hálf milljón mótmælti stjórnvöldum Um hálf milljón Pólverja mótmæltu stjórnvöldum á götum úti í dag og kröfðust lýðræðisumbóta. Fyrrverandi forsætisráðherrann Donald Tusk segir um að ræða fjölmennustu mótmælin í landinu frá falli kommúnismans. Erlent 4.6.2023 23:03
Mikil hægrisveifla knýr fram þingkosningar á Spáni Allt stefnir í gríðarlega harða og snarpa kosningabaráttu fyrir þingkosningar á Spáni í næsta mánuði. Talsverðar líkur eru á að öfgahægriflokkurinn VOX komist í ríkisstjórn í fyrsta sinn. Erlent 4.6.2023 16:31
Banaslys í Ironman keppninni Einn lést og einn slasaðist alvarlega þegar reiðhjól keppanda og mótorhjól myndatökumanns skullu saman í Ironman Evrópukeppninni í Hamborg í Þýskalandi í dag. Erlent 4.6.2023 16:24
Segir saklausan Schofield áreittan í nornaveiðum Sjónvarpsmaðurinn Jeremy Clarkson furðar sig á gagnrýni í garð Phillip Schofield og segir málið vera nornaveiðar. Hann hafi ekki framið neinn glæp og sé aðeins sekur um að vera samkynhneigður. Schofield sjálfur hefur sagt að ferill sinn sé á enda og hann sjái ekkert nema svartnætti fram undan. Erlent 4.6.2023 14:34
Úkraínumenn þjarma að Wagner-lausum Rússum í Bakhmut Úkraínski herinn þjarmar að Rússum við og í kringum borgina Bakhmut. Rússar lýstu sig sigurvegara í baráttunni um Bakhmut í síðasta mánuði eftir ein blóðugust átökin frá upphafi innrásarinnar. Þrýstingur Úkraínumanna er hluti af gagnsókn sem er að taka á sig mynd. Erlent 4.6.2023 08:09
Hryllingssögur berast af lestarslysinu „Móðir mín var týnd og ég fékk aðeins mynd af líkinu,“ segir sonur eins þeirra sem létust í hryllilegu lestarslysi í Odisha-ríki í Indlandi í gær. Að minnsta kosti 288 manns létust og ríflega þúsund manns slösuðust. Erlent 3.6.2023 23:48
Leggur á ráðin með kvikmyndagerðamanni bak við lás og slá Ríkissaksóknari í Utah fylki í Bandaríkjunum segir konu sem grunuð er um að hafa myrt eiginmann sinn og í kjölfarið skrifað barnabók um sorg vera í samskiptum við kvikmyndagerðarmann með heimildarmynd um málið í vinnslu. Erlent 3.6.2023 17:14
New York er að sökkva New York borg er hægt og rólega að sökkva. Rúmlega ein milljón bygginga eru í borginni og þar er leirkenndur jarðvegur borgarinnar smám saman að gefa eftir undan þunganum. Erlent 3.6.2023 16:31
Björgunaraðgerðum lokið og nær 300 sagðir látnir Tala staðfestra dauðsfalla í kjölfar lestarslyssins í Odisha-ríki í Indlandi í gær hefur hækkað upp í yfir 260 manns. Björgunaraðgerðum á slysstað er lokið og um þúsund manns eru sagðir slasaðir. Erlent 3.6.2023 10:58
Úkraínumenn tilbúnir til að hefja gagnsóknina Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir Úkraínumenn tilbúna til gagnsóknar gegn Rússum. Hann segir að sóknin verði erfið og kostnaðarsöm en hann hafi trú á því að hún muni heppnast, þó hún gæti tekið langan tíma. Erlent 3.6.2023 09:22
Tvö hundruð látnir hið minnsta í lestarslysi Að minnsta kosti 207 manns létust í lestarslysi í Odisha-ríki á austur-Indlandi í dag þegar þrjár lestar skullu saman. Erlent 2.6.2023 23:36
Leyniskjöl Trump finnast ekki Lögfræðiteymi Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, segist ekki finna leynileg skjöl sem hann hafði með sér úr Hvíta húsinu. Alríkissaksóknarar komust yfir hljóðupptöku þar sem Trump heyrist ræða um þessi leyniskjöl. Erlent 2.6.2023 20:24
Hundruð fórnarlamba kaþólskra presta á Spáni Rannsókn kaþólsku kirkjunnar á Spáni á misnotkun presta og annarra þjóna kirkjunnar á börnum hefur afhjúpað 728 meinta gerendur og 927 fórnarlömb frá fimmta áratug síðustu aldar. Meira en helmingur meintra gerenda voru prestar en flest brotin áttu sér stað á sjöunda, áttunda og níunda áratugnum. Erlent 2.6.2023 15:44
Ný gögn varpa ljósi á hinstu daga Epsteins Jeffrey Epstein þjáðist af svefnleysi og átti erfitt með að aðlagast lífi í fangelsi áður en hann svipti sig lífi árið 2019. Hann var skilinn eftir einn í klefa og fangaverðir trössuðu að fylgjast með honum þrátt fyrir að hann hefði reynt að hengja sig skömmu áður. Erlent 2.6.2023 10:15
Öldungadeildin samþykkti frumvarpið um hækkun skuldaþaksins Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti frumvarp um hækkun skuldaþaks bandaríska ríkisins í nótt. Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur sagst nú munu staðfesta frumvarpið þannig að koma megi í veg fyrir greiðslufall bandaríska ríkisins. Erlent 2.6.2023 06:38
Umfangsmikil eldflaugaárás á Kænugarð í morgun Íbúar um gervalla Úkraínu vöknuðu upp við loftvarnaflautur snemma í morgun vegna umfangsmikillar árásar Rússa og fólki sagt að leita skjóls. Erlent 2.6.2023 06:35
Tæmdi uppistöðulón til að finna símann sinn Indverskur embættismaður hefur verið sektaður um það sem nemur 90 þúsund krónum fyrir að tæma uppistöðulón í Chattisgarh-héraði á Indlandi. Það gerði hann í leit að farsíma sínum sem hann fann að lokum. Erlent 1.6.2023 22:42
Óttast kínverskar eldflaugar Æðstu menn herafla Bandaríkjanna hafa áhyggjur af því að herstöðvar ríkisins í Kyrrahafinu séu berskjaldaðar gagnvart kínverskum eldflaugum. Unnið er að því að dreifa úr vopnum, vistaverum hermanna, stjórnstöðvum og öðrum hergögnum til að gera eldflaugaárásir erfiðari. Erlent 1.6.2023 22:30
Biden féll á sviði Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, féll á sviði í Colorado í kvöld, þar sem verið var að útskrifa fólk úr skóla flughers Bandaríkjanna. Forsetann sakaði ekki. Erlent 1.6.2023 21:29
Úkraínuforseti segir stund ákvarðana runna upp Forseti Úkraínu segir Evrópuríki sem eiga landamæri að Rússlandi einungis hafa um tvennt að velja; opið stríð og hægfara hernám Rússa eða aðild að NATO og Evrópusambandinu. Nú væri stund ákvarðana varðandi aðild landsins að þessum samtökum runnin upp. Forsætisráðherra segir mikinn vilja meðal NATO ríkja að leiðtogafundur þess marki tímamót varðandi Úkraínu. Erlent 1.6.2023 19:20
Stærsti „garðúðari“ sólkerfisins við Satúrnus Hátt í tíu þúsund kílómetra langur vatnsstrókur frá Enkeladusi, ístungli Satúrnusar, sést teygja sig um reikistjörnukerfið eins og gusa úr garðúðara á nýlegum myndum James Webb-sjónaukans. Aldrei áður hefur slíkur strókur sést spanna svo miklar vegalengdir. Erlent 1.6.2023 15:18
Ætla að takmarka aðgang Rússa að færeyskum höfnum Færeyska heimastjórnin ætlar að takmarka aðgang rússneskra skipa að höfnum á eyjunum og banna viðgerðir á þeim nema í neyðartilfellum. Þá ætlar hún að ákveða það fyrir haustið hvort að umdeildur fiskveiðisamningur við Rússa verði framlengdur. Erlent 1.6.2023 14:04
Upptaka til af Trump ræða um leyniskjölin Bandarískir alríkissaksóknarar hafa komist yfir hljóðupptöku þar sem Donald Trump, fyrrverandi forseti, heyrist ræða um leyniskjöl sem hann hafði með sér úr Hvíta húsinu. Orð Trump á henni benda til þess að hann hafi vitað að leynd ríkti yfir skjölunum, þvet á það sem hann hefur haldið fram opinberlega. Erlent 1.6.2023 09:09
Sextíu kornabörn látist við hræðilegar aðstæður Að minnsta kosti sextíu nýburar, kornabörn og ung börn hafa látist við hræðilegar aðstæður á munaðarleysingjahæli í súdönsku höfuðborginni Kartúm á undanförnum sex vikum. Erlent 1.6.2023 08:41
Ellefu ára stúlka í hópi látinna í eldflaugaárás á Kænugarð Ellefu ára stúlka, 34 ára móðir hennar og önnur 33 ára kona létust í eldflaugaárásum Rússa í Kænugarð snemma í morgun. Auk þess særðust tólf manns í árásunum. Erlent 1.6.2023 07:37
Samþykktu frumvarp um hækkun skuldaþaksins Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti með miklum meirihluta að hækka skuldaþak bandaríska ríkisins í nótt. Er talið að með þessi verði hægt að komast hjá greiðslufalli bandaríska ríkisins. Erlent 1.6.2023 06:40
„That 70s Show“ leikari dæmdur fyrir nauðgun Leikarinn Danny Masterson, sem er hvað þekktastur fyrir að leika í þáttunum That ’70s Show, sem nutu mikilla vinsælda um og eftir aldarmótin síðustu, hefur verið sakfelldur fyrir að nauðga tveimur konum. Kviðdómendur komust ekki að niðurstöðu varðandi þriðju nauðgunina sem hann var ákærður fyrir. Erlent 31.5.2023 22:16
Armie Hammer ekki ákærður fyrir nauðgun Leikarinn Armie Hammer verður ekki ákærður fyrir nauðgun. Hann var sakaður um nauðgun árið 2021 en saksóknarar í Los Angeles hafa ákveðið að ákæra ekki vegna skorts á sönnunargögnum. Hammer hefur verið sakaður um ofbeldi, líkamlegt og kynferðislegt, af mörgum einstaklingum. Erlent 31.5.2023 21:32
Skipa Rússum að loka fjórum af fimm ræðismannsskrifstofum Yfirvöld í Þýskalandi hafa gert Rússum að loka fjórum af fimm ræðismannsskrifstofum þeirra þar í landi. Það er í kjölfar þess að ráðamenn í Rússlandi settu takmark á fjölda starfsmanna sendiráðs og ræðismannsskrifstofa Þjóðverja í Rússlandi. Erlent 31.5.2023 20:27