Erlent Sérsveitarmenn gera áhlaup á Líbanon í undirbúningi innrásar Naim Kassem, næstráðandi í Hezbollah samtökunum, hét því í ávarpi í morgun að berjast áfram gegn Ísrael. Þá sagði hann samtökin tilbúin til langvarandi átaka, þrátt fyrir að margir af æðstu leiðtogum Hezbollah hafi verið felldir af Ísraelum. Erlent 30.9.2024 13:02 Fyrsti sigur hægriöfgaflokks frá seinna stríði Frelsisflokkurinn vann sigur í þingkosningunm í Austurríki í gær og varð fyrsti hægriöfgaflokkurinn til að vinna kosningasigur í landinu frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar. Óljóst er hvort sigurinn skili flokknum sæti í ríkisstjórn. Erlent 30.9.2024 08:48 Mun boða til kosninga um leið og hann tekur við Shigeru Ishiba, leiðtogi japanska stjórnarflokksins Frjálslynda lýðræðisflokksins, segir að hann muni boða til þingkosninga í landinu þann 27. október um leið og hann tekur formlega við embætti forsætisráðherra á morgun. Erlent 30.9.2024 07:40 Rangt af Netflix að halda því fram að Baby Reindeer væri „sönn saga“ Dómari í Kaliforníu hefur komist að þeirri niðurstöðu að það hefði verið rangt af Netflix að halda því fram að þættirnir Baby Reindeer væru „sönn saga“ í upphafi þáttarins. Erlent 30.9.2024 06:44 Þrjátíu fórust í einni sýslu í Norður-Karólínu Að minnsta kosti þrjátíu létu lífið og fjölda annarra er saknað í einni og sömu sýslunni í Norður Karólínu í Bandaríkjunum eftir að fellibylurinn Helena gekk þar yfir. Erlent 30.9.2024 06:35 Ísraelar herja á miðborg Beirút Ísraelar beina nú eldflaugaárásum á miðborg Beirút, höfuðborgar Líbanon. Erlent 29.9.2024 23:00 Frelsisflokkurinn stærstur í Austurríki Kosið var til þings í Austurríki í dag og benda fyrstu útgönguspár til þess að Frelsisflokkurinn verði stærstur flokka með 29,1 prósent atkvæða. Erlent 29.9.2024 16:57 Ísrael gerir loftárásir á Jemen Ísraelski herinn hefur greint frá því að gerðar hafi verið loftárásir í Jemen. Skotmörkin hafi verið athafnasvæði Húta, sem ísraelski herinn segir að hafi verið notuð meðal annars til að flytja inn hergögn frá Íran. Erlent 29.9.2024 16:20 Hera Björk segir frá raunum sínum í Georgíu Hera Björk Brynjarsdóttir, Íslendingur sem býr í Valdosta í Georgíu þar sem fellibylurinn Helen reið yfir um helgina, segist aldrei hafa upplifað annað eins. Gífurlegar skemmdir eru á bænum eftir að tré hrundu ofan á hús og rafmagnslínur. Rafmagnslaust er í bænum og ekkert heitt vatn er heima hjá Heru. Ekki verður hægt að gera við rafmagnslínur fyrr en næsta laugardag. Erlent 29.9.2024 14:18 Fólk stekkur á milli húsþaka til að komast lífs af Að minnsta kosti 120 manns eru látnir í Nepal síðan á föstudaginn eftir gífurlega úrkomu sem kom af stað flóðum og skriðuföllum þar í landi. Fjöl margra er enn saknað. Erlent 29.9.2024 11:49 Átta ára drengur skotinn í höfuð og andlit Átta ára drengur var skotinn í höfuð og andlit á bændabýli í Kumbaralandi í Englandi í gær. Drengurinn var fluttur á sjúkrahús með sjúkraflugi en hann lést af sárum sínum í nótt. Erlent 29.9.2024 10:31 Fimmtán látnir í nýjustu árásum Ísraelshers Að minnsta kosti fimmtán manns létu lífið í árásum Ísraelshers í Líbanon í nótt. Herinn greindi frá því í yfirlýsingu á Telegram að gerðar hefðu verið tugir árása á skotmörk úr röðum Hezbollah, tveimur dögum eftir að leiðtogi samtakanna var ráðinn af dögunum í loftárás. Erlent 29.9.2024 08:28 Segir Harris veika á geði Donald Trump, forsetaframbjóðandi Repúblikana í Bandaríkjunum, segir að Kamala Harris varaforseti og forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, sé veik á geði. Þetta sagði hann þegar hann var að ræða innflytjendamál á framboðsfundi í Wisconsin. Erlent 29.9.2024 00:07 Segir Ísrael í fullum rétti á að verja sig frá Hezbollah Joe Biden Bandaríkjaforseti segir að með drápinu á Hassan Nasrallah hafi Ísrael verið að framfylgja réttlætinu fyrir hönd fórnarlamba hans. Ísrael sé í fullum rétti á að verja sig gegn Hezbollah, Hamas, Hútum í Jemen og öðrum hryðjuverkasamtökum sem fjármögnuð eru af Íran. Erlent 28.9.2024 19:52 Minnst 66 látnir eftir flóð í Nepal Minnst 66 eru látnir í Nepal eftir flóð og skriðuföll vegna gífurlegrar úrkomu sem hefur staðið yfir síðan á föstudag. Búist er við að áfram haldi að rigna um helgina. Ekki er vitað um afdrif 69 manna. Erlent 28.9.2024 18:50 Kallar eftir stuðningi allra múslima við Hezbollah Leiðtogi Hryðjuverksamtakanna Hezbollah var drepinn í loftárásum Ísraela á Beirút í nótt. Æðstiklerkur Íran segir alla múslima þurfa að standa með trúbræðrum sínum í Hezbollah. Talsmaður Ísraelshers segir samtökin draga Líbanon og nærliggjandi ríki inn í átök, sem Ísrael vilji ekki að breiðist út. Erlent 28.9.2024 18:10 Neyddist til að aflífa 125 krókódíla í útrýmingarhættu Krókódíla ræktandi í Taílandi sem gengur undir nafninu „Crocodile X“ segist hafa neyðst til að aflífa 125 krókódíla af tegund sem er í bráðri útrýmingarhættu. Hætta var á að dýrin myndu sleppa af afgirtu svæði þar sem þau voru geymd og greip því eigandinn til þessa örþrifaráðs. Erlent 28.9.2024 16:35 Öllum flugferðum til Beirút aflýst Íranska flugfélagið, Iran Air, hefur aflýst öllum flugferðum sínum til og frá Beirút, höfuðborgar Líbanon, um óákveðinn tíma. Erlent 28.9.2024 14:24 Stefnir í sögulegan sigur hægriöfgaflokks í Austurríki Allt bendir til þess að Frelsisflokkurinn, sem lýst hefur verið sem hægriöfgaflokki, landi sögulegum sigri í austurrísku þingkosningunum sem fara fram á morgun. Erlent 28.9.2024 11:49 Drakk beint úr könnunni og svelgdist á Edgar Leblanc Fils, bráðabirgðaforseti Haítí, átti nokkuð neyðarlegt atvik á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York í gær á meðan hann fór með ræðu fyrir þingsal. Í miðri ræðu virðist Fils hafa orðið þyrstur en þá greip hann í vatnskönnuna í staðinn fyrir glasið sitt og ætlaði að fá sér vænan sopa af vatninu. Erlent 28.9.2024 10:37 Leiðtogi Hezbollah allur Ísraelski herinn greinir frá því í tilkynningu á samfélagsmiðlum, að Sayyed Hassan Nasrallah leiðtogi Hezbollah-samtakanna hafi fallið í árásum hersins í Beirút í Líbanon. Erlent 28.9.2024 08:22 Loftárásir á meint vopnabúr Hezbollah í Beirút Ísraelsher segir að áframhaldandi loftárásir á Beirút í kvöld beinist að vopnabúrum Hezbollah-samtakanna undir íbúðarblokkum. Óljóst er hvort að leiðtogi samtakanna sé lífs eða liðinn eftir árásir Ísraela fyrr í dag. Erlent 27.9.2024 23:18 Orbán ber til baka ummæli ráðgjafa um uppgjöf fyrir Rússum Viktor Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands, ítrekaði í dag að landið myndi alltaf verja sig fyrir árásum annarra ríkja eftir að einn nánasti ráðgjafi hans kom sér í klandur með því að segja að Ungverjar hefðu ekki tekið til varna ef Rússar hefðu ráðist inn í landið. Erlent 27.9.2024 22:24 Tugir látnir í fjórum ríkjum af völdum Helenar Slóð eyðileggingar liggur nú í gegnum Flórída og öll suðaustanverð Bandaríkin eftir fellibylinn Helen. Að minnsta kosti fjörutíu eru látnir í fjórum ríkjum en björgunarlið reynir að bjarga fólki undan flóðum. Erlent 27.9.2024 21:00 Borgarstjóri New York lýsir yfir sakleysi sínu Eric Adams, borgarstjóri New York, neitaði sök þegar hann kom fyrir alríkisdóm á Manhattan í dag. Adams er meðal annars ákærður fyrir mútuþægni, fjársvik og að þiggja ólögleg kosningaframlög frá erlendum einstaklingum. Erlent 27.9.2024 18:50 Netanjahú sagðist mættur til að svara „lygum“ annarra þjóða Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, sagði allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna að hann hefði aðeins mætt á það til þess að svara lygum og rógburði annarra þjóðarleiðtoga þar. Hann hét því að halda stríðinu gegn Hamas og Hezbollah áfram. Erlent 27.9.2024 18:02 Gerðu umfangsmikla atlögu að leiðtoga Hezbollah Ísraelski herinn gerði fyrir skömmu umfangsmiklar árásir á suðurhluta Beirút í Líbanon, sem sagðar eru hafa beinst að höfuðstöðvum Hezbollah-samtakanna og Hassan Nasrallah, leiðtoga þeirra. Erlent 27.9.2024 16:02 Selenskí fundaði með Trump Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, fundaði í dag með Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna og forsetaframbjóðanda. Trump hefur á undanförnum mánuðum ítrekað gagnrýnt stuðning Bandaríkjanna við Úkraínu varðandi varnir þeirra gegn innrás Rússlands. Erlent 27.9.2024 15:51 Sjö hundruð liggja í valnum eftir vikuna Nærri því sjö hundruð manns hafa fallið í árásum Ísraela á Líbanon í þessari viku, samkvæmt heilbrigðisráðuneyti Líbanon. Ísraelar hafa gert umfangsmiklar árásir á landið og segja þær beinast gegn hryðjuverkasamtökunum Hezbollah, hergögnum þeirra og leiðtogum. Erlent 27.9.2024 13:02 Nýjasti kafbátur Kínverja sökk við bryggju Nýjasti kjarnorkuknúni kafbátur Kína sökk við bryggju í vor. Um er að ræða nýja gerð kafbáta og er þetta fyrsti báturinn af þeirri gerð. Hann sökk við skipasmíðastöð nærri Wuhan í Kína. Ráðamenn í Kína hafa lagt mikla áherslu á uppbyggingu kínverska kafbátaflotans og var reynt að hylma yfir atvikið. Erlent 27.9.2024 11:07 « ‹ 10 11 12 13 14 15 16 17 18 … 334 ›
Sérsveitarmenn gera áhlaup á Líbanon í undirbúningi innrásar Naim Kassem, næstráðandi í Hezbollah samtökunum, hét því í ávarpi í morgun að berjast áfram gegn Ísrael. Þá sagði hann samtökin tilbúin til langvarandi átaka, þrátt fyrir að margir af æðstu leiðtogum Hezbollah hafi verið felldir af Ísraelum. Erlent 30.9.2024 13:02
Fyrsti sigur hægriöfgaflokks frá seinna stríði Frelsisflokkurinn vann sigur í þingkosningunm í Austurríki í gær og varð fyrsti hægriöfgaflokkurinn til að vinna kosningasigur í landinu frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar. Óljóst er hvort sigurinn skili flokknum sæti í ríkisstjórn. Erlent 30.9.2024 08:48
Mun boða til kosninga um leið og hann tekur við Shigeru Ishiba, leiðtogi japanska stjórnarflokksins Frjálslynda lýðræðisflokksins, segir að hann muni boða til þingkosninga í landinu þann 27. október um leið og hann tekur formlega við embætti forsætisráðherra á morgun. Erlent 30.9.2024 07:40
Rangt af Netflix að halda því fram að Baby Reindeer væri „sönn saga“ Dómari í Kaliforníu hefur komist að þeirri niðurstöðu að það hefði verið rangt af Netflix að halda því fram að þættirnir Baby Reindeer væru „sönn saga“ í upphafi þáttarins. Erlent 30.9.2024 06:44
Þrjátíu fórust í einni sýslu í Norður-Karólínu Að minnsta kosti þrjátíu létu lífið og fjölda annarra er saknað í einni og sömu sýslunni í Norður Karólínu í Bandaríkjunum eftir að fellibylurinn Helena gekk þar yfir. Erlent 30.9.2024 06:35
Ísraelar herja á miðborg Beirút Ísraelar beina nú eldflaugaárásum á miðborg Beirút, höfuðborgar Líbanon. Erlent 29.9.2024 23:00
Frelsisflokkurinn stærstur í Austurríki Kosið var til þings í Austurríki í dag og benda fyrstu útgönguspár til þess að Frelsisflokkurinn verði stærstur flokka með 29,1 prósent atkvæða. Erlent 29.9.2024 16:57
Ísrael gerir loftárásir á Jemen Ísraelski herinn hefur greint frá því að gerðar hafi verið loftárásir í Jemen. Skotmörkin hafi verið athafnasvæði Húta, sem ísraelski herinn segir að hafi verið notuð meðal annars til að flytja inn hergögn frá Íran. Erlent 29.9.2024 16:20
Hera Björk segir frá raunum sínum í Georgíu Hera Björk Brynjarsdóttir, Íslendingur sem býr í Valdosta í Georgíu þar sem fellibylurinn Helen reið yfir um helgina, segist aldrei hafa upplifað annað eins. Gífurlegar skemmdir eru á bænum eftir að tré hrundu ofan á hús og rafmagnslínur. Rafmagnslaust er í bænum og ekkert heitt vatn er heima hjá Heru. Ekki verður hægt að gera við rafmagnslínur fyrr en næsta laugardag. Erlent 29.9.2024 14:18
Fólk stekkur á milli húsþaka til að komast lífs af Að minnsta kosti 120 manns eru látnir í Nepal síðan á föstudaginn eftir gífurlega úrkomu sem kom af stað flóðum og skriðuföllum þar í landi. Fjöl margra er enn saknað. Erlent 29.9.2024 11:49
Átta ára drengur skotinn í höfuð og andlit Átta ára drengur var skotinn í höfuð og andlit á bændabýli í Kumbaralandi í Englandi í gær. Drengurinn var fluttur á sjúkrahús með sjúkraflugi en hann lést af sárum sínum í nótt. Erlent 29.9.2024 10:31
Fimmtán látnir í nýjustu árásum Ísraelshers Að minnsta kosti fimmtán manns létu lífið í árásum Ísraelshers í Líbanon í nótt. Herinn greindi frá því í yfirlýsingu á Telegram að gerðar hefðu verið tugir árása á skotmörk úr röðum Hezbollah, tveimur dögum eftir að leiðtogi samtakanna var ráðinn af dögunum í loftárás. Erlent 29.9.2024 08:28
Segir Harris veika á geði Donald Trump, forsetaframbjóðandi Repúblikana í Bandaríkjunum, segir að Kamala Harris varaforseti og forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, sé veik á geði. Þetta sagði hann þegar hann var að ræða innflytjendamál á framboðsfundi í Wisconsin. Erlent 29.9.2024 00:07
Segir Ísrael í fullum rétti á að verja sig frá Hezbollah Joe Biden Bandaríkjaforseti segir að með drápinu á Hassan Nasrallah hafi Ísrael verið að framfylgja réttlætinu fyrir hönd fórnarlamba hans. Ísrael sé í fullum rétti á að verja sig gegn Hezbollah, Hamas, Hútum í Jemen og öðrum hryðjuverkasamtökum sem fjármögnuð eru af Íran. Erlent 28.9.2024 19:52
Minnst 66 látnir eftir flóð í Nepal Minnst 66 eru látnir í Nepal eftir flóð og skriðuföll vegna gífurlegrar úrkomu sem hefur staðið yfir síðan á föstudag. Búist er við að áfram haldi að rigna um helgina. Ekki er vitað um afdrif 69 manna. Erlent 28.9.2024 18:50
Kallar eftir stuðningi allra múslima við Hezbollah Leiðtogi Hryðjuverksamtakanna Hezbollah var drepinn í loftárásum Ísraela á Beirút í nótt. Æðstiklerkur Íran segir alla múslima þurfa að standa með trúbræðrum sínum í Hezbollah. Talsmaður Ísraelshers segir samtökin draga Líbanon og nærliggjandi ríki inn í átök, sem Ísrael vilji ekki að breiðist út. Erlent 28.9.2024 18:10
Neyddist til að aflífa 125 krókódíla í útrýmingarhættu Krókódíla ræktandi í Taílandi sem gengur undir nafninu „Crocodile X“ segist hafa neyðst til að aflífa 125 krókódíla af tegund sem er í bráðri útrýmingarhættu. Hætta var á að dýrin myndu sleppa af afgirtu svæði þar sem þau voru geymd og greip því eigandinn til þessa örþrifaráðs. Erlent 28.9.2024 16:35
Öllum flugferðum til Beirút aflýst Íranska flugfélagið, Iran Air, hefur aflýst öllum flugferðum sínum til og frá Beirút, höfuðborgar Líbanon, um óákveðinn tíma. Erlent 28.9.2024 14:24
Stefnir í sögulegan sigur hægriöfgaflokks í Austurríki Allt bendir til þess að Frelsisflokkurinn, sem lýst hefur verið sem hægriöfgaflokki, landi sögulegum sigri í austurrísku þingkosningunum sem fara fram á morgun. Erlent 28.9.2024 11:49
Drakk beint úr könnunni og svelgdist á Edgar Leblanc Fils, bráðabirgðaforseti Haítí, átti nokkuð neyðarlegt atvik á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York í gær á meðan hann fór með ræðu fyrir þingsal. Í miðri ræðu virðist Fils hafa orðið þyrstur en þá greip hann í vatnskönnuna í staðinn fyrir glasið sitt og ætlaði að fá sér vænan sopa af vatninu. Erlent 28.9.2024 10:37
Leiðtogi Hezbollah allur Ísraelski herinn greinir frá því í tilkynningu á samfélagsmiðlum, að Sayyed Hassan Nasrallah leiðtogi Hezbollah-samtakanna hafi fallið í árásum hersins í Beirút í Líbanon. Erlent 28.9.2024 08:22
Loftárásir á meint vopnabúr Hezbollah í Beirút Ísraelsher segir að áframhaldandi loftárásir á Beirút í kvöld beinist að vopnabúrum Hezbollah-samtakanna undir íbúðarblokkum. Óljóst er hvort að leiðtogi samtakanna sé lífs eða liðinn eftir árásir Ísraela fyrr í dag. Erlent 27.9.2024 23:18
Orbán ber til baka ummæli ráðgjafa um uppgjöf fyrir Rússum Viktor Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands, ítrekaði í dag að landið myndi alltaf verja sig fyrir árásum annarra ríkja eftir að einn nánasti ráðgjafi hans kom sér í klandur með því að segja að Ungverjar hefðu ekki tekið til varna ef Rússar hefðu ráðist inn í landið. Erlent 27.9.2024 22:24
Tugir látnir í fjórum ríkjum af völdum Helenar Slóð eyðileggingar liggur nú í gegnum Flórída og öll suðaustanverð Bandaríkin eftir fellibylinn Helen. Að minnsta kosti fjörutíu eru látnir í fjórum ríkjum en björgunarlið reynir að bjarga fólki undan flóðum. Erlent 27.9.2024 21:00
Borgarstjóri New York lýsir yfir sakleysi sínu Eric Adams, borgarstjóri New York, neitaði sök þegar hann kom fyrir alríkisdóm á Manhattan í dag. Adams er meðal annars ákærður fyrir mútuþægni, fjársvik og að þiggja ólögleg kosningaframlög frá erlendum einstaklingum. Erlent 27.9.2024 18:50
Netanjahú sagðist mættur til að svara „lygum“ annarra þjóða Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, sagði allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna að hann hefði aðeins mætt á það til þess að svara lygum og rógburði annarra þjóðarleiðtoga þar. Hann hét því að halda stríðinu gegn Hamas og Hezbollah áfram. Erlent 27.9.2024 18:02
Gerðu umfangsmikla atlögu að leiðtoga Hezbollah Ísraelski herinn gerði fyrir skömmu umfangsmiklar árásir á suðurhluta Beirút í Líbanon, sem sagðar eru hafa beinst að höfuðstöðvum Hezbollah-samtakanna og Hassan Nasrallah, leiðtoga þeirra. Erlent 27.9.2024 16:02
Selenskí fundaði með Trump Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, fundaði í dag með Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna og forsetaframbjóðanda. Trump hefur á undanförnum mánuðum ítrekað gagnrýnt stuðning Bandaríkjanna við Úkraínu varðandi varnir þeirra gegn innrás Rússlands. Erlent 27.9.2024 15:51
Sjö hundruð liggja í valnum eftir vikuna Nærri því sjö hundruð manns hafa fallið í árásum Ísraela á Líbanon í þessari viku, samkvæmt heilbrigðisráðuneyti Líbanon. Ísraelar hafa gert umfangsmiklar árásir á landið og segja þær beinast gegn hryðjuverkasamtökunum Hezbollah, hergögnum þeirra og leiðtogum. Erlent 27.9.2024 13:02
Nýjasti kafbátur Kínverja sökk við bryggju Nýjasti kjarnorkuknúni kafbátur Kína sökk við bryggju í vor. Um er að ræða nýja gerð kafbáta og er þetta fyrsti báturinn af þeirri gerð. Hann sökk við skipasmíðastöð nærri Wuhan í Kína. Ráðamenn í Kína hafa lagt mikla áherslu á uppbyggingu kínverska kafbátaflotans og var reynt að hylma yfir atvikið. Erlent 27.9.2024 11:07