Erlent

Meintir morðingjar fram­bjóðandans frá Kólumbíu

Sex menn sem voru handteknir vegna morðsins á Fernando Villavicencio, forsetaframbjóðanda í Ekvador, í gær eru kólumbískir ríkisborgarar. Innanríkisráðherra landsins segir að mennirnir tengist skipulagðri glæpastarfsemi.

Erlent

Sí­renurnar fóru ekki af stað þegar eldurinn gleypti bæinn

Íbúar sem flúðu gróðurelda í bænum Lahaina á Maui spyrja sig af hverju hin frægu viðvörunarkerfi Hawaii vöruðu þau ekki við eldunum. Ekkert bendir til þess að sírenurnar hafi farið í gang áður en eldarnir gleyptu bæinn og tóku líf að minnsta kosti 53.

Erlent

Rússar á leið til tunglsins

Rússar skutu tunglfarinu Luna-25 á loft í morgun í fyrstu tunglferð landsins í 47 ár. Geimfarið á að lenda 23. ágúst á tunglinu, sama dag og indverska tunglfarið sem fór á loft í júlí.

Erlent

Dánartalan á Havaí muni hækka töluvert

Miklir gróðureldar hafa logað á eyjunni Maui, sem er hluti af Havaí í Bandaríkjunum í dag. Yfirvöld hafa varað við því að dánartölur á eyjunni Maui muni hækka. Ríkisstjóri Havaí segir að 53 manns hafi látist í eldunum.

Erlent

Or­lofs­húsið uppfyllti ekki bruna- og öryggis­kröfur

Orlofsheimilið sem brann í Frakklandi í gær og sem varð til þess að ellefu manns létust, uppfyllti ekki bruna- og öryggiskröfur samkvæmt staðgengli saksóknara. Þá hafi eigendur hússins haft leyfi til þess að hýsa sextán manns í húsinu, en alls 28 manns voru staðsettir inni í húsinu þegar eldurinn kviknaði.

Erlent

Reyna að bjarga verð­mætum áður en vatn flæðir yfir

Íslendingur í Brumunddal í Noregi á von á miklu tjóni vegna flóða næstu daga. Versta veðrið gekk yfir nokkru frá þeim en nú rennur vatn niður úr fjöllum og yfir bæinn. 200 milljóna skemmtigarður fer að öllum líkindum undir vatn seinni part í dag. 

Erlent

Twitter sektað fyrir að af­henda ekki gögn um Trump tíman­lega

Dómari sektaði Twitter um tugi milljóna íslenskra króna fyrir að afhenda ekki gögn um Donald Trump á réttum tíma. Sérstakur rannsakandi sem ákærði Trump fyrir að reyna að snúa við úrslitum forsetakosninganna 2020 fékk leitarheimild til þess að fá gögn um Twitter-notkun Trump.

Erlent

Óttast um heilsu nígerska for­setans

Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna og Bandaríkjastjórn hafa lýst áhyggjum af heilsu og öryggi Mohameds Bazoum, forseta Nígers, sem hefur verið í stofufangelsi frá valdaráni hersins fyrir tveimur vikum. Honum er sagt haldið við ömurlegar aðstæður.

Erlent

Nærri hundrað fótboltabullur svara fyrir morð í dómsal

Nærri hundrað stuðningsmenn fótboltaliðsins Dynamo Zagreb mættu fyrir dóm í Aþenu, höfuðborgar Grikklands, grunaðir um að eiga þátt í morði á stuðningsmanni fótboltaliðsins AEK Aþenu. Maðurinn var myrtur daginn fyrir leik Dynamo og AEK í Meistaradeildinni sem var frestað í kjölfarið. 

Erlent

Stíflan í Glommu brast

Hluti stíflu í Glommu, vatnsmestu á Noregs, brast síðdegis vegna mikils vatnsflaums. Yfirvöld íhuguðu að sprengja hluta stíflunnar til að koma í veg fyrir hamfaraflóð.

Erlent

Kanna hvort fleira eigi þátt í methita

Vísindamenn skoða nú möguleikann á því hvort að fleiri þættir en loftslagsbreytingar af völdum manna og El niño-veðurfyrirbrigðið beri ábyrgð á fordæmalausum hita í sumar. Risaeldgos í Kyrrahafi og minni skipamengun er á meðal þess sem kemur til greina.

Erlent