Fótbolti Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Willum Þór Willumsson skoraði eina mark leiksins í sigri Birmingham gegn Sutton í fyrstu umferð FA bikarsins. Alfons Sampsted kom inn á undir lok leiks. Jason Daði Svanþórsson var í byrjunarliði Grimsby sem féll úr leik gegn Wealdstone í gærkvöldi. Enski boltinn 3.11.2024 14:28 Mourinho hjálpaði lærisveinum Damiens Duff að verða Írlandsmeistarar Damien Duff stýrði liði Shelbourne til fyrsta deildarmeistaratitilsins á Írlandi í 18 ár. Hann sótti innblástur til tíma síns sem leikmanns undir José Mourinho, sem sendi liðinu myndskilaboð fyrir leik og hvatti þá til sigurs. Fótbolti 3.11.2024 14:01 Emilía Kiær komst ekki á blað í toppslagnum Emilía Kiær Ásgeirsdóttir spilaði níutíu mínútur í toppslag dönsku úrvalsdeildarinnar þar sem lið hennar Nordsjælland tapaði 2-1 á útivelli gegn Fortuna. Fótbolti 3.11.2024 13:59 Cecilía Rán varði mark Inter í svekkjandi tapi gegn Fiorentina Cecilía Rán Rúnarsdóttir varði mark Inter í 2-1 tapi gegn Fiorentina í áttundu umferð ítölsku úrvalsdeildarinnar. Hún átti fjórar vörslur í dag, þar af tvær úr skotum inni í vítateig, en gat ekki komið í veg fyrir endurkomu Fiorentina. Fótbolti 3.11.2024 13:35 Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir Tottenham lenti undir gegn Aston Villa en skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik og fór með 4-1 sigur í 10. umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Enski boltinn 3.11.2024 13:30 Samningi Marcelo rift eftir rifrildi á hliðarlínunni Marcelo og brasilíska félagið Fluminese hafa komist að samkomulagi um samningslok leikmannsins, eftir rifrildi við þjálfarann Mano Menezes á hliðarlínunni þegar Marcelo undirbjó sig fyrir að koma inn á gegn Gremio í deildarleik á dögunum. Fótbolti 3.11.2024 11:30 Tuchel fær að vera í fjarvinnu og mun búa langt frá æfingasvæðinu Thomas Tuchel hefur fengið leyfi frá enska knattspyrnusambandinu fyrir því að vera að hluta til í fjarvinnu. Hann mun lifa og starfa í bæði Lundúnum og München, þegar hann tekur við starfi landsliðsþjálfara í janúar. Fótbolti 3.11.2024 10:31 Um þrjú hundruð vörubílsfarmar af efni: „Engu keyrt í burtu“ Fyrsta skref í uppbyggingu Laugardalsvallar gengur vel og er á áætlun. Formaður KSÍ segir stefnuna svo að byggja völlinn enn frekar upp og enda með mannvirki sem við getum verið stolt af. Fótbolti 3.11.2024 10:01 Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Theodór Elmar Bjarnason batt enda á 20 ára leikmannaferil sinn í fótboltanum síðustu helgi. Hans síðasti leikur var 7-0 sigur KR á HK í Bestu deild karla. Ferill Elmars dró hann víða um heim og óhætt að segja að hann hafi verið viðburðarríkur. Íslenski boltinn 3.11.2024 08:02 „Ég held að við getum orðið enn betri“ Nuno Espirito Santo, þjálfari Nottingham Forest sem situr í þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar, segir sína menn eiga meira inni. Liðið hefur ekki verið eins ofarlega í töflunni í 26 ár. Enski boltinn 2.11.2024 22:30 Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Wolverhampton Wanderers og Crystal Palace skildu jöfn, 2-2, í 10. umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Wolves er því enn sigurlaust og í neðsta sæti, Palace situr í því sautjánda með sjö stig. Enski boltinn 2.11.2024 19:30 Juventus ekki enn tapað deildarleik á tímabilinu Juventus hefur enn ekki tapað leik og er eina lið ítölsku úrvalsdeildarinnar sem getur státað sig af því. Taplausa hrinan hélt áfram með 2-0 sigri gegn Udinese í dag. Fótbolti 2.11.2024 19:20 Kolbeinn skoraði í síðasta heimaleik tímabilsins Kolbeinn Þórðarson skoraði mark Göteborg í 1-1 jafntefli gegn Kalmar í næstsíðustu umferð sænsku úrvalsdeildarinnar. Fótbolti 2.11.2024 18:28 Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Guðlaugar Victor Pálsson var í byrjunarliði Plymouth Argyle annan leikinn í röð en liðið mátti þola slæmt 3-0 tap gegn Leeds. Enski boltinn 2.11.2024 17:51 Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Nottingham Forest fór upp í þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 3-0 sigri gegn West Ham. Southampton tók á móti Everton og vann sinn fyrsta leik á tímabilinu, líkt og Ipswich vonaðist til gegn Leicester en þeir skoruðu jöfnunarmark í uppbótartíma. Enski boltinn 2.11.2024 17:19 Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Bournemouth tók á móti Manchester City og vann 2-1 sigur. Heimamenn komust tveimur mörkum yfir gegn Englandsmeisturunum sem áttu erfitt með að skapa sér góð færi. Tapið þýðir að Liverpool situr í efsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 25 stig, City er þar á eftir með 23 stig. Enski boltinn 2.11.2024 17:00 Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Liverpool tryggði sér efsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 2-1 sigri gegn Brighton á Anfield. Heimamenn lentu undir en tvö mörk á tveimur mínútum í seinni hálfleik tryggðu sigurinn. Manchester City tapaði samtímis gegn Bournemouth og Liverpool er því með tveggja stiga forystu á toppnum. Enski boltinn 2.11.2024 17:00 Kane allt í öllu í sigri Bayern Harry Kane var aðalmaðurinn í 3-0 sigri Bayern München gegn Union Berlín í þýsku 1. deildinni í fótbolta í dag. Fótbolti 2.11.2024 16:32 Diljá skoraði í bikar og Daníel lék fyrir meistarana Hinn 18 ára gamli Daníel Tristan Guðjohnsen lék í dag sínar fyrstu mínútur á þessari leiktíð fyrir nýkrýnda meistara Malmö, í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Fótbolti 2.11.2024 16:09 Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Åge Hareide, klandsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, segir að nýr stjóri Manchester United, Ruben Amorim, sé einfaldlega of ungur fyrir starfið. Enski boltinn 2.11.2024 15:11 Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sænski landsliðsmaðurinn Alexander Isak skoraði sigurmarkið þegar Newcastle vann Arsenal 1-0 í fyrsta leik dagsins, í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Enski boltinn 2.11.2024 14:14 Sjáðu frábært mark Hlínar sem berst um gullskó Landsliðskonan Hlín Eiríksdóttir hefur raðað inn mörkum fyrir Kristianstad í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í ár og hún skoraði frábært mark gegn Djurgården í dag. Fótbolti 2.11.2024 13:59 Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Vestramenn léku í fyrsta sinn í Bestu deildinni í fótbolta í sumar og náðu að halda sér uppi. Ljóst er að þeir mæta með mikið breytt lið á næstu leiktíð. Íslenski boltinn 2.11.2024 13:36 Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Liverpool fylgist grannt með tveimur leikmönnum sem eru afar áberandi hjá sínum liðum í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Enski boltinn 2.11.2024 12:45 Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Líkt og við sögðum ykkur frá í gær ganga framkvæmdir við Laugardalsvöll vel og stefnt er að því að leika fyrsta leik á honum í júní á næsta ári. Grasvallatæknifræðingur sem er KSÍ innan handar segir það aðeins munu taka um sex vikur frá sáningu vallarins, sem ráðgert er að fari fram í mars, þar til að hann verður leikhæfur. Fótbolti 2.11.2024 10:47 Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Miðvörðurinn sterkbyggði Axel Óskar Andrésson og KR hafa komist að sameiginlegri ákvörðun um að hann yfirgefi félagið. Íslenski boltinn 2.11.2024 10:17 Lið Dags tapaði í vító og þarf oddaleik Dagur Dan Þórhallsson og félagar í Orlando City þurfa að mæta Charlotte í þriðja sinn til að skera úr um sigurvegara, í einvígi liðanna í fyrstu umferð úrslitakeppni bandarísku MLS-deildarinnar í fótbolta. Fótbolti 2.11.2024 09:56 Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Birkir Már Sævarsson lauk knattspyrnuferli sínum um síðustu helgi þegar hans menn í Val unnu 6-1 sigur á ÍA í lokaumferð Bestu deildar karla. Birkir Már í atvinnumennsku í rúman áratug og er á meðal leikjahærri manna í sögu landsliðsins. Íslenski boltinn 2.11.2024 08:02 Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið Eftir að hafa flutt aftur heim til Englands er fótboltamaðurinn Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið. Enski boltinn 1.11.2024 22:32 Öruggt hjá Bröndby og Karólína og Leverkusen upp í annað sætið Íslendingaliðin Bröndby og Bayer Leverkusen unnu sína leiki í sínum deildum í kvöld. Bröndby vann 0-3 útisigur á B93 í dönsku úrvalsdeildinni og í þýsku úrvalsdeildinni sigraði Bayer Leverkusen Köln, 1-2. Fótbolti 1.11.2024 20:27 « ‹ 6 7 8 9 10 11 12 13 14 … 334 ›
Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Willum Þór Willumsson skoraði eina mark leiksins í sigri Birmingham gegn Sutton í fyrstu umferð FA bikarsins. Alfons Sampsted kom inn á undir lok leiks. Jason Daði Svanþórsson var í byrjunarliði Grimsby sem féll úr leik gegn Wealdstone í gærkvöldi. Enski boltinn 3.11.2024 14:28
Mourinho hjálpaði lærisveinum Damiens Duff að verða Írlandsmeistarar Damien Duff stýrði liði Shelbourne til fyrsta deildarmeistaratitilsins á Írlandi í 18 ár. Hann sótti innblástur til tíma síns sem leikmanns undir José Mourinho, sem sendi liðinu myndskilaboð fyrir leik og hvatti þá til sigurs. Fótbolti 3.11.2024 14:01
Emilía Kiær komst ekki á blað í toppslagnum Emilía Kiær Ásgeirsdóttir spilaði níutíu mínútur í toppslag dönsku úrvalsdeildarinnar þar sem lið hennar Nordsjælland tapaði 2-1 á útivelli gegn Fortuna. Fótbolti 3.11.2024 13:59
Cecilía Rán varði mark Inter í svekkjandi tapi gegn Fiorentina Cecilía Rán Rúnarsdóttir varði mark Inter í 2-1 tapi gegn Fiorentina í áttundu umferð ítölsku úrvalsdeildarinnar. Hún átti fjórar vörslur í dag, þar af tvær úr skotum inni í vítateig, en gat ekki komið í veg fyrir endurkomu Fiorentina. Fótbolti 3.11.2024 13:35
Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir Tottenham lenti undir gegn Aston Villa en skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik og fór með 4-1 sigur í 10. umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Enski boltinn 3.11.2024 13:30
Samningi Marcelo rift eftir rifrildi á hliðarlínunni Marcelo og brasilíska félagið Fluminese hafa komist að samkomulagi um samningslok leikmannsins, eftir rifrildi við þjálfarann Mano Menezes á hliðarlínunni þegar Marcelo undirbjó sig fyrir að koma inn á gegn Gremio í deildarleik á dögunum. Fótbolti 3.11.2024 11:30
Tuchel fær að vera í fjarvinnu og mun búa langt frá æfingasvæðinu Thomas Tuchel hefur fengið leyfi frá enska knattspyrnusambandinu fyrir því að vera að hluta til í fjarvinnu. Hann mun lifa og starfa í bæði Lundúnum og München, þegar hann tekur við starfi landsliðsþjálfara í janúar. Fótbolti 3.11.2024 10:31
Um þrjú hundruð vörubílsfarmar af efni: „Engu keyrt í burtu“ Fyrsta skref í uppbyggingu Laugardalsvallar gengur vel og er á áætlun. Formaður KSÍ segir stefnuna svo að byggja völlinn enn frekar upp og enda með mannvirki sem við getum verið stolt af. Fótbolti 3.11.2024 10:01
Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Theodór Elmar Bjarnason batt enda á 20 ára leikmannaferil sinn í fótboltanum síðustu helgi. Hans síðasti leikur var 7-0 sigur KR á HK í Bestu deild karla. Ferill Elmars dró hann víða um heim og óhætt að segja að hann hafi verið viðburðarríkur. Íslenski boltinn 3.11.2024 08:02
„Ég held að við getum orðið enn betri“ Nuno Espirito Santo, þjálfari Nottingham Forest sem situr í þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar, segir sína menn eiga meira inni. Liðið hefur ekki verið eins ofarlega í töflunni í 26 ár. Enski boltinn 2.11.2024 22:30
Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Wolverhampton Wanderers og Crystal Palace skildu jöfn, 2-2, í 10. umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Wolves er því enn sigurlaust og í neðsta sæti, Palace situr í því sautjánda með sjö stig. Enski boltinn 2.11.2024 19:30
Juventus ekki enn tapað deildarleik á tímabilinu Juventus hefur enn ekki tapað leik og er eina lið ítölsku úrvalsdeildarinnar sem getur státað sig af því. Taplausa hrinan hélt áfram með 2-0 sigri gegn Udinese í dag. Fótbolti 2.11.2024 19:20
Kolbeinn skoraði í síðasta heimaleik tímabilsins Kolbeinn Þórðarson skoraði mark Göteborg í 1-1 jafntefli gegn Kalmar í næstsíðustu umferð sænsku úrvalsdeildarinnar. Fótbolti 2.11.2024 18:28
Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Guðlaugar Victor Pálsson var í byrjunarliði Plymouth Argyle annan leikinn í röð en liðið mátti þola slæmt 3-0 tap gegn Leeds. Enski boltinn 2.11.2024 17:51
Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Nottingham Forest fór upp í þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 3-0 sigri gegn West Ham. Southampton tók á móti Everton og vann sinn fyrsta leik á tímabilinu, líkt og Ipswich vonaðist til gegn Leicester en þeir skoruðu jöfnunarmark í uppbótartíma. Enski boltinn 2.11.2024 17:19
Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Bournemouth tók á móti Manchester City og vann 2-1 sigur. Heimamenn komust tveimur mörkum yfir gegn Englandsmeisturunum sem áttu erfitt með að skapa sér góð færi. Tapið þýðir að Liverpool situr í efsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 25 stig, City er þar á eftir með 23 stig. Enski boltinn 2.11.2024 17:00
Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Liverpool tryggði sér efsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 2-1 sigri gegn Brighton á Anfield. Heimamenn lentu undir en tvö mörk á tveimur mínútum í seinni hálfleik tryggðu sigurinn. Manchester City tapaði samtímis gegn Bournemouth og Liverpool er því með tveggja stiga forystu á toppnum. Enski boltinn 2.11.2024 17:00
Kane allt í öllu í sigri Bayern Harry Kane var aðalmaðurinn í 3-0 sigri Bayern München gegn Union Berlín í þýsku 1. deildinni í fótbolta í dag. Fótbolti 2.11.2024 16:32
Diljá skoraði í bikar og Daníel lék fyrir meistarana Hinn 18 ára gamli Daníel Tristan Guðjohnsen lék í dag sínar fyrstu mínútur á þessari leiktíð fyrir nýkrýnda meistara Malmö, í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Fótbolti 2.11.2024 16:09
Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Åge Hareide, klandsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, segir að nýr stjóri Manchester United, Ruben Amorim, sé einfaldlega of ungur fyrir starfið. Enski boltinn 2.11.2024 15:11
Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sænski landsliðsmaðurinn Alexander Isak skoraði sigurmarkið þegar Newcastle vann Arsenal 1-0 í fyrsta leik dagsins, í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Enski boltinn 2.11.2024 14:14
Sjáðu frábært mark Hlínar sem berst um gullskó Landsliðskonan Hlín Eiríksdóttir hefur raðað inn mörkum fyrir Kristianstad í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í ár og hún skoraði frábært mark gegn Djurgården í dag. Fótbolti 2.11.2024 13:59
Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Vestramenn léku í fyrsta sinn í Bestu deildinni í fótbolta í sumar og náðu að halda sér uppi. Ljóst er að þeir mæta með mikið breytt lið á næstu leiktíð. Íslenski boltinn 2.11.2024 13:36
Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Liverpool fylgist grannt með tveimur leikmönnum sem eru afar áberandi hjá sínum liðum í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Enski boltinn 2.11.2024 12:45
Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Líkt og við sögðum ykkur frá í gær ganga framkvæmdir við Laugardalsvöll vel og stefnt er að því að leika fyrsta leik á honum í júní á næsta ári. Grasvallatæknifræðingur sem er KSÍ innan handar segir það aðeins munu taka um sex vikur frá sáningu vallarins, sem ráðgert er að fari fram í mars, þar til að hann verður leikhæfur. Fótbolti 2.11.2024 10:47
Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Miðvörðurinn sterkbyggði Axel Óskar Andrésson og KR hafa komist að sameiginlegri ákvörðun um að hann yfirgefi félagið. Íslenski boltinn 2.11.2024 10:17
Lið Dags tapaði í vító og þarf oddaleik Dagur Dan Þórhallsson og félagar í Orlando City þurfa að mæta Charlotte í þriðja sinn til að skera úr um sigurvegara, í einvígi liðanna í fyrstu umferð úrslitakeppni bandarísku MLS-deildarinnar í fótbolta. Fótbolti 2.11.2024 09:56
Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Birkir Már Sævarsson lauk knattspyrnuferli sínum um síðustu helgi þegar hans menn í Val unnu 6-1 sigur á ÍA í lokaumferð Bestu deildar karla. Birkir Már í atvinnumennsku í rúman áratug og er á meðal leikjahærri manna í sögu landsliðsins. Íslenski boltinn 2.11.2024 08:02
Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið Eftir að hafa flutt aftur heim til Englands er fótboltamaðurinn Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið. Enski boltinn 1.11.2024 22:32
Öruggt hjá Bröndby og Karólína og Leverkusen upp í annað sætið Íslendingaliðin Bröndby og Bayer Leverkusen unnu sína leiki í sínum deildum í kvöld. Bröndby vann 0-3 útisigur á B93 í dönsku úrvalsdeildinni og í þýsku úrvalsdeildinni sigraði Bayer Leverkusen Köln, 1-2. Fótbolti 1.11.2024 20:27