Fótbolti

„Undir niðri kraumar bullandi rígur“

Gríðarleg eftirvænting ríkir vegna úrslitaleiks Víkings og Breiðabliks um Íslandsmeistaratitilinn í fótbolta. Liðin hafa marga hildi háð í baráttunni um titilinn síðustu ár, með tilheyrandi ríg á milli allra sem að þeim koma.

Íslenski boltinn

For­­maðurinn og þjálfarinn hand­skafa völlinn fyrir stór­­­leikinn á morgun

Vestra­menn sitja ekki auðum höndum þessar klukku­stundirnar. Fjöl­mennur hópur vaskra manna er mættur á Kerecisvöllinn til þess að hand­skafa völlinn eftir snjó­komu síðustu tveggja sólar­hringa. Á morgun taka Vestra­menn á móti Fylki í loka­um­ferð Bestu deildarinnar. Leikur sem að sker úr um hvort heima­menn haldi sæti sínu í deildinni.

Íslenski boltinn

Fram fyrir Ljósið: „Veit að hún hugsar hlý­lega til okkar“

„Það er svolítið sárt að hugsa til þess en engu að síður þá veit ég að hún hugsar hlýlega til Ljóssins og okkar sem erum að vinna í þessu,“ segir Guðmundur Torfason, formaður knattspyrnudeildar Fram, sem missti Bryndísi systur sína úr krabbameini í byrjun árs. Framarar hafa nú ákveðið að lokaleikur þeirra í Bestu deildinni í ár verði til styrktar Ljósinu.

Íslenski boltinn

Hroka­fullir Belgar skrifa um skömmina á Ís­landi: „Miðlungs­lið valtar yfir Víkinga“

„Hlaupa­braut í kringum völlinn. Mynda­vélar á pöllum og lýsandinn frá Play Sports þurfti að sitja inn í pínu­litlum vinnu­skúr. Þetta er Sam­bands­deildin dömur mínar og herrar. Á Kópa­vogs­velli,“ segir í grein belgíska miðilsins HLN um leik Víkings Reykja­víkur og Cerc­le Brug­ge í deildar­keppni Sam­bands­deildar Evrópu sem lauk með 3-1 sigri Víkinga á Kópa­vogs­velli í gær. Belgísku miðlarnir hafa farið mikinn í kjöl­far leiksins.

Fótbolti

Mourinho: „Dómarinn var al­gjör­lega ó­trú­legur“

José Mourinho stal sviðljósinu þegar lið hans, Fenerbahce, gerði 1-1 jafntefli við gamla liðið hans, Manchester United, í Evrópudeildinni í gær. Hann var rekinn af velli og var kaldhæðinn í svörum er hann var spurður út í dómarann Clement Turpin eftir leik.

Fótbolti

Líkir Jürgen Klopp við Jordan Henderson

Jürgen Klopp og Jordan Henderson upplifðu frábæra tíma saman sem knattspyrnustjóri og fyrirliði Liverpool. Liverpool vann marga titla á þeim tíma. Þeir eiga það líka sameiginlegt að hafa tekið umdeilda ákvörðun sem sumir telja að hafa skaðað orðspor þeirra.

Enski boltinn