Enski boltinn

Bruno með háleit markmið fyrir 2021

Bruno Fernandes kom eins og stormsveipur inn í ensku úrvalsdeildina í byrjun þessa árs þegar hann gekk til liðs við Manchester United. Hann hefur síðan þá komið að 29 mörkum í 27 leikjum fyrir liðið í ensku úrvalsdeildinni, skorað sautján mörk og lagt upp tólf.

Enski boltinn

Neville segir að leikmönnum Arsenal leiðist

Gary Neville, sparkspekingur Sky Sports, segir að leikmenn Arsenal þurfi að njóta þess að spila fótbolta á nýjan leik. Þeir líti út eins og að þeim leiðist undir stjórn hins spænska Mikel Arteta og það megi ekki gerast.

Enski boltinn

Fresta úr­slita­leik deildar­bikarsins

Enska knattspyrnusambandið ákvað í dag að fresta úrslitaleik deildarbikarsins fram í lok apríl í þeirri von um að áhorfendur fái að mæta á úrslitaleikinn sem fram fer á Wembley-leikvanginum í Lundúnum.

Enski boltinn

Roy Keane elskar að horfa á Leeds

Roy Keane, sparkspekingur Sky Sports og fyrrum leikmaður Manchester United, er hrifinn af leikstíl Marcelo Bielsa hjá Leeds. Þetta sagði harðjaxlinn á Sky Sports eftir leik United og Leeds í gær.

Enski boltinn