Bakþankar Ástarsaga úr garðinum Björn Þór Sigurbjörnsson skrifar Sambandsslit eru yfirleitt erfið og reyna á þá sem í hlut eiga. Sérstaklega eru þau erfið ef sambandið hefur staðið lengi og aðilar hafa gengið saman í gegnum þykkt og þunnt. Ég veit hvað ég er að tala um því nýlega lauk sambandi sem ég átti í í þrettán ár. Bakþankar 17.8.2012 06:00 Bábiljur í boðhætti Sif Sigmarsdóttir skrifar Gerðu magaæfingar: Tékk. Drekktu spínatsafa: Tékk. Hættu að tuða: Tékk. Settu reiðina til hliðar: Tékk. Ekki gefast upp á ástinni: Tékk. Notaðu kinnalit: Tékk. Hugtakið ráð hefur gengisfallið meira á undanförnum árum en íslenska krónan. Fjölmiðlar keppast við að leggja okkur lífsreglurnar og fóðra okkur á uppskriftum að langri og farsælli ævi: "Tíu ráð til að höndla hamingjuna" – "Níu fegurðarráð" – "Keyrðu upp orkuna" – "Vertu heilbrigð og falleg án aukaefna" – "Hreinsaðu líkamann með safa". Bakþankar 16.8.2012 11:30 Ekkert "en“ Stígur Helgason skrifar Viðbrögðin við þátttöku Jóns Gnarr í baráttugöngu hinsegin fólks um helgina voru fyrirsjáanleg. Þótt margir – og kannski flestir – hafi fagnað henni þá voru líka hinir sem máttu ekki til þess vita að Jón eyddi dýrmætum tíma sínum í að berjast fyrir mannréttindum þegar hann ætti með réttu að vera að sinna mikilsverðum hagsmunamálum borgarbúa. Eins og hann hefði annars varið laugardagseftirmiðdeginum í að tryggja börnum ódýrar skólamáltíðir. Þetta sjónarmið flaut upp á yfirborðið í athugasemdakerfum vefmiðlanna, eins og í fyrra og hittiðfyrra og eins og þau munu líklega gera enn einu sinni að ári. Bakþankar 15.8.2012 11:00 Rigningin á undan regnboganum Erla Hlynsdóttir skrifar Við stóðum í Lækjargötunni og biðum eftir gleðigöngunni þegar tvær franskar ferðakonur komu upp að okkur og spurðu: "What are you waiting for?" Ég sagði þeim nákvæmlega hverju við værum að bíða eftir, og þær ákváðu að standa við hlið okkar. Brátt hljómaði gleðisöngurinn og regnbogafánarnir lituðu götuna fyrir framan okkur. Bakþankar 14.8.2012 09:00 Hvað veit maður? Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar Hvers konar hugmyndir hefði mannvera um heiminn ef hún þekkti hann eingöngu af sjónvarpi? Til að gera okkur þennan hugarburð bærilegri skulum við ímynda okkur að til væri Marsbúi með greindarvísitölu meðal Íslendings sem aldrei hefði komið út fyrir plánetuna rauðu en sæi hins vegar sama sjónvarpsefni og meðal Íslendingur. Hvaða hugmyndir hefði þessi Marsbúi um jörðina? Bakþankar 13.8.2012 06:00 Hvenær koma leðurhommarnir? Bakþankar 11.8.2012 06:00 Ólympíugull í Ríó 2016! Magnús Þorlákur skrifar Eftir grátlegt tap handboltalandsliðsins á miðvikudag og góða, en þó ekki frábæra, frammistöðu Ásdísar Hjálmsdóttur í spjótkasti er orðið ljóst að Ísland vinnur ekki til verðlauna á þessum Ólympíuleikum. Nema auðvitað að Kári Steinn bæti sig verulega í maraþonhlaupinu sem er ólíklegt. (Við höfum samt fulla trú á þér Kári!). Þessi uppskera er ólíðandi enda fátt betur til þess fallið að vekja athygli á yfirburðum þjóðar og menningar en medalíur. En hvernig getum við eiginlega fjölgað íslenskum verðlaunum og jafnvel loks unnið fyrsta gullið? Bakþankar 10.8.2012 06:00 Ráð við gjaldeyrisgræðgi Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar Það er sama hvort ég labba um Laugaveginn eða vappa um Skagafjörðinn, ég er farinn að reka upp fagnaðaróp þegar ég heyri einhvern orða hugsun sína á okkar ylhýra. Ekki svo að mér þyki erlendir ferðamenn leiðinlegir en það er bara svo ágætt að rekast á Íslendinga, sérstaklega þegar maður er búinn að hafa fyrir því að koma sér til Íslands. Bakþankar 9.8.2012 00:01 Friðarloginn Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar Ég er af þeirri kynslóð sem man ógnina af kjarnorkuvopnum. Reglulega hlustaði maður á fregnir af því að samanlagður sprengikraftur vopnabúrs Bandaríkjanna og Sovétríkjanna dygði nú til að eyða jörðinni margoft. Og eftir því sem árin liðu var hægt að eyða jörðinni oftar, eins og einu sinni væri ekki nóg. Það er ekki nema von að dimm nýbylgjutónlist og volæðislegir textar hafi heillað ungmenni þessa tíma. Það hefur áhrif á lífsgleðina að heyra reglulega að möguleikinn á að tortíma jörðinni sé í höndum bjána eins og leiðtoga Bandaríkjanna og Sovétríkjanna. Bakþankar 8.8.2012 06:00 Smá nauðgað, annars fínt Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar Það er orðið árviss viðburður að fá fréttir af nauðgunum um Verslunarmannahelgi. Sem betur fer virðist ákveðin vitundarvakning hafa orðið í þessum efnum og jafnvel örgustu tréhausar hafa samþykkt víðtækari aðgerðir til að sporna við þeim hryllilega glæp sem nauðgun er. Á stundum hefur manni nefnilega fundist að skipuleggjendur hátíða telji það gefa þeim slæmt orðspor ef það spyrst út að til allra ráðstafana sé gripið til að hamla gegn nauðgunum. Það er auðvitað mikill misskilningur, orðspor hátíða batnar aðeins við það að allra bragða sé beitt til að koma í veg fyrir að sálsjúkir karlpungar nauðgi. Bakþankar 7.8.2012 06:00 Vonir og væntingar Brynhildur Björnsdóttir skrifar Það var á Bindindismótinu í Galtalæk 1986 sem Greifarnir léku lagið Útihátíð í fyrsta sinn um verslunarmannahelgi og meitluðu í tón um eilífð stemninguna þessa fyrstu helgi í ágúst, sem er jafnframt síðasta helgi í sumarleyfi hjá mörgum og stærsta ferða-, útihátíða- og áfengisneysluhelgi ársins hjá öllum, að minnsta kosti að meðaltali. Ég man þetta af því þetta var mín fyrsta og síðasta útihátíð. Síðan hef ég reynt að eyða verslunarmannahelgum, sem og flestum öðrum dögum ársins, í tæri við kranavatn, heitt og kalt, útveggi og kaffivélar og ekki innan um of margt fólk. En það er bara ég og ég fagna þeim sem streymdu út úr bæjum og borgum í gær á hátíðasvæði eða sumarbústaði og vona að þeir skemmti sér vel. Bakþankar 4.8.2012 06:00 Boltinn rúllar Björn Þór Sigbjörnsson skrifar Þegar ég var gutti mætti ég stundum á fótboltaæfingar á malarvelli KA. Þjálfarinn reykti á æfingum og var stundum fullur. Ég átti ekki upp á pallborðið hjá honum; fékk fá tækifæri eins og það heitir, og þótt aðrir þjálfarar kæmu seinna, óreykjandi og edrú, komst ég heldur ekki í liðið. Fljótlega hætti ég að æfa en hafði áfram áhuga á fótbolta. Bakþankar 3.8.2012 06:00 Homo sapiens og heimabankinn Sif Sigmarsdóttir skrifar Þetta hófst allt fyrir nokkrum milljónum ára þegar forfaðir okkar mannanna stakk hina apana af og klöngraðist niður úr trénu sínu. Heilar stækkuðu og það réttist úr bökum. Verkfæri litu dagsins ljós og eldar voru tendraðir. Bóndinn leysti veiðimanninn af hólmi og fyrirrennarar okkar latte-lepjandi borgarpakksins hófu að rotta sig saman. Píramídar risu og Ford fann upp færibandið. Newton fékk þyngdaraflið í höfuðið en maðurinn hóf sig engu að síður á loft á þöndum stálvængjum. Henry Edward Roberts bjó til borðtölvuna, Tim Berners-Lee fann upp veraldarvefinn, Steve Jobs fékk mikilmennskubrjálæði og bamm: Allt varð þetta til þess að dag einn sat undirrituð á fjöldaframleidda Klippan Ikea-sófanum sínum með internetið í kjöltunni og kaffibolla jafnháþróaðan og homo sapiens í hendinni. Bakþankar 2.8.2012 06:00 Gleðitregðan Stígur Helgason skrifar Alla tíð – að minnsta kosti frá því að ég komst til vits og ára – hef ég lagt mig fram um að finnast verslunarmannahelgin leiðinleg. Svo umhugað hefur mér verið um að láta hefðir og venjur samfélagsins ekki skilyrða mig til skemmtunar að ég hef álitið þessa mestu ferðahelgi ársins þeim mun betur heppnaða því viðburðasnauðara sem líf mitt var á meðan. Spurningunni "Hvað gerðirðu um versló?“ hef ég til þessa viljað geta svarað hneykslaður og með þjósti: "Ekki neitt.“ Eins og spurningin hafi verið fáránleg og ég sé fyllilega tilfreðs með að hafa hvorki farið út úr húsi né yrt á nokkurn mann svo dögum skipti. Bakþankar 1.8.2012 06:00 Iss piss piss Erla Hlynsdóttir skrifar "Væri ég rukkuð fyrir að fara á salernið þá myndi ég glöð pissa á gólfið í staðinn.“ Þetta eru viðbrögð konu nokkurrar við því að eigandi vegasjoppu íhugar að láta þá sem ekkert versla borga fyrir að nota klósettið. Viðbrögðin má sjá á dv.is, undir frétt þar sem fjallað er um að eigandi Baulu í Borgarnesi sé búinn að fá nóg af "hlandrútum“ sem stoppi með tugi farþega sem fari bara á klósettið en kaupi ekkert. Bakþankar 31.7.2012 06:00 Best í heimi Atli Fannar Bjarkason skrifar Stundum, seint á kvöldin, þá staldra ég við og hugsa um stærsta einstaka þáttinn í sögu okkar sem íþróttaþjóðar: Höfðatöluna. Ef Íslendingar væru fjölmenn þjóð þyrftum við síendurtekinn árangur til að blása upp þjóðarstoltið en í staðinn beitum við tölfræðiæfingum sem gefa okkur tímabundna, en unaðslega, vellíðan. Auðvitað eigum við að gera meira úr höfðatölunni. Samkvæmt henni hefur árangur Íslendinga á Ólympíuleikum verið óslitin sigurganga. Bakþankar 28.7.2012 06:00 Lauflétt um lífshamingjuna Hvað veitir þér lífshamingju? Ef svarið þitt er að fylgjast með sápuóperum og bresku konungsfjölskyldunni, þá eigum við ekki skap saman. Þér er þó vorkunn því það er merkilega erfitt að svara þessari spurningu án umhugsunar. Ég átti í það minnsta erfitt með það þegar hún var borin undir mig fyrir skömmu. Merkilega erfitt segi ég því hamingja er alveg við toppinn á lista okkar flestra yfir það sem við sækjumst eftir í lífinu. Bakþankar 27.7.2012 06:00 "Ó, er þetta konan þín?“ Friðrika Benónýsdóttir skrifar Bakþankar 26.7.2012 10:15 Hið landlæga stefnuleysi Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar Við Íslendingar erum skorpuþjóð. Já, þetta er klisja og jafn fúl og aðrar slíkar, en það þarf ekki að þýða að hún sé ekki sönn. Þessi fullyrðing gerir líka ráð fyrir því að hægt sé að fullyrða um þjóðareðli, sem er hæpið og byggir aftur á því að hægt sé að fullyrða um að þjóð sé til, sem er einnig hæpið. En hér erum við komin út í póstmódernísk fræði sem gætu leitt okkur í karp um hugtök, sem er hið besta mál en skilar kannski ekki endilega miklu. Það getur verið kostur að geta einhent sér í verkin, að láta ekki fyrirframgefið skipulag niðurnjörva allt og geta brugðist við breyttum aðstæðum hratt. Það er hins vegar galli hve víða alla stefnu skortir í íslensku samfélagi. Bakþankar 25.7.2012 06:00 Mannúð á hrakhólum Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar Stundum virðist sem Íslendingum hafi tekist að flækja hluti sem mest þeir mega þegar kemur að blessaðri stjórnsýslunni, bæði hvað pólitíkina og embættin sjálf varðar. Hvernig stendur til dæmis á því að við höfum komið okkur upp kerfi þar sem hælisleitendur bíða árum saman á milli vonar og ótta eftir afgreiðslu umsókna sinna? Trauðla er það skilvirkt, hvað þá mannúðlegt, að kippa fólki út úr mannlegu samfélagi og geyma í limbói í nokkur ár á meðan umsóknir velkjast í kerfinu. Bakþankar 24.7.2012 10:15 Börn á fjöll? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Geta börn gengið Laugaveginn, leiðina úr Landmannalaugum í Þórsmörk? Ég og kona mín kynntumst á fjöllum og erum í ?essinu? okkar á hálendinu. Við viljum því gjarnan leyfa sex ára drengjum okkar að njóta fjalllendis Íslands. Er Laugavegurinn barnvænn? Gætum við borið drengina til byggða, ef þeir gæfust upp? Myndi slagviðri hugsanlega bólusetja þá fyrir lífstíð gagnvart fjallaferðum? Við tókum öll ákvörðun að gera tilraun og lögðum af stað inn í dýrðarríki friðlandsins að fjallabaki. Bakþankar 23.7.2012 06:00 Ský á mig Snjór úti, snjór inni, snjór í hjarta, snjór í sinni. Snjó meiri snjó!“ söng þriggja ára dóttir mín og gerði snjóengil á stofugólfið sem skýringu á því af hverju hún vildi ekki fara út. Þetta var á fimmtánda degi í sumarfríi þar sem einu sinni hafði komið dropi úr lofti en sólin annars bulið á glaðbeittum hægfara hringförum allan tímann með tilheyrandi bílahita og rykmekki á fáfarnari leiðum. Breyttir tííímaar, hugsaði ég og mundaði sólarvörnina. Bakþankar 21.7.2012 06:00 Í stjörnuþokunni Bergsteinn Sigurðsson skrifar Hvenær mun hér á Íslandi rísa stjörnusambandsstöð?“ spurði trúbadorinn Insól í frægu lagi um árið. Og nú er einmitt lag því á Íslandi er sægur af stjörnum – Hollywoodstjörnum það er að segja, í slíkri þyrpingu að stappar nærri íbúafjölda á Þingeyri. Bakþankar 20.7.2012 06:00 Hótel í Vatnsmýrina Sif Sigmarsdóttir skrifar Flestir voru uppteknir við hátíðahöld vegna kínverska nýársins. Enginn tók eftir því þegar útsendarar kínversks verktakafyrirtækis laumuðust í leyfisleysi inn í einn merkilegasta forna húsagarð Pekingborgar í upphafi árs og rifu hljóðlega niður gamlar byggingarnar sem umluktu hann. Peking var eitt sinn fræg fyrir húsagarða sína. Undanfarin ár hafa þeir hins vegar flestir vikið fyrir blokkum og háhýsum. Margir gráta nú þennan óafturkræfa skaða. Bakþankar 19.7.2012 06:00 Að endimörkum hipstersins Stígur Helgason skrifar Ég las í DV um daginn að íslenski hipsterinn væri í andarslitrunum. Einmitt það, hugsaði ég og glotti, vitandi betur eftir heimsókn mína til Berlínar, bækistöðvar alls þess sem er hipp og kúl. Þar fann ég nefnilega sjálf endimörk hipstersins – og þau hafa enn ekki náð til Íslands. Bakþankar 18.7.2012 06:00 Kæra dóttir Erla Hlynsdóttir skrifar Sagan sem ég ætla alltaf að segja dóttur minni þegar hún verður eldri, fékk skyndilega enn betri endi. Ég var vart orðin ólétt af henni þegar ég fékk fregnir af því að eigandi strippstaðarins Strawberries við Lækjargötu hefði stefnt mér fyrir meiðyrði. Hann stefndi mér, og bara mér, vegna ummæla sem ég hafði orðrétt eftir viðmælanda mínum. Ummælin sem ég var dæmd fyrir voru (samkvæmt Héraðsdómi Reykjavíkur): "Hann [stefnandi] er búinn að bera orðróm út um allan bæ um að það komi enginn með stæla inn á Strawberries því hann sé þar með litháísku mafíuna og að ég hafi bara verið tekinn og laminn þarna inni.“ Þá var ég líka dæmd fyrir að skrifa millifyrirsögnina "Orðrómur um mafíuna“. Bakþankar 17.7.2012 07:00 Taktu Kúlusúkk á þetta Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar Ég þekki einn Madrídarbúa sem veit fátt skemmtilegra en að villa um fyrir bresku ferðafólki. Ég hef aldrei séð hann jafn hamingjusaman og þegar hann var nýbúinn að senda ferðamenn sem voru að leita að Pradosafninu í lest til Chinchon sem er krummaskuð utan við borgina. Bakþankar 16.7.2012 06:00 Vonandi skemmtið' ykkur vel Atli Fannar Bjarkason skrifar Á Bestu útihátíðinni, sem fór fram á Gaddstaðaflötum á dögunum, var tilkynnt um eina nauðgun. Í tilkynningu frá lögreglunni kom fram að hátíðin hefði gengið vel fyrir sig að mestu, þrátt fyrir nauðgunina, líkamsárás, dóp og slys. Slíkar tilkynningar eru umdeildar og baráttukonan Hildur Lilliendahl skrifaði opið bréf til lögreglunnar á Hvolsvelli þar sem hún gagnrýndi meðal annars þetta orðalag og bætti við að hátíðin hafi verið "fullkomlega misheppnuð og skammarleg“. Bakþankar 14.7.2012 06:00 Besti pistillinn Besta útihátíðin má ekki heita Besta útihátíðin. Ríkisvaldið hefur úrskurðað þar um. Forsvarsmönnum Bestu útihátíðarinnar tókst víst ekki að sýna fram á með óyggjandi hætti að Besta útihátíðin væri sannanlega besta útihátíðin og þess vegna má hún ekki heita Besta útihátíðin. Bakþankar 13.7.2012 06:00 Listin að gera ekki neitt Friðrika Benónýsdóttir skrifar Ætlarðu bara að sitja á þessum sófa allt sumarfríið?“ spyr vinur minn stórhneykslaður á svip. Hann hefur kíkt í kaffi í góða veðrinu eftir að hafa hjólað tuttugu kílómetra, komið við í grillveislu, pantað sér sumarbústað og drukkið latte á útikaffihúsi við Austurvöll. „Maður verður að GERA eitthvað í sumarfríinu,“ segir hann með hyldjúpri sannfæringu. Og reynir að fela geispa með hendinni. Bakþankar 12.7.2012 06:00 « ‹ 54 55 56 57 58 59 60 61 62 … 111 ›
Ástarsaga úr garðinum Björn Þór Sigurbjörnsson skrifar Sambandsslit eru yfirleitt erfið og reyna á þá sem í hlut eiga. Sérstaklega eru þau erfið ef sambandið hefur staðið lengi og aðilar hafa gengið saman í gegnum þykkt og þunnt. Ég veit hvað ég er að tala um því nýlega lauk sambandi sem ég átti í í þrettán ár. Bakþankar 17.8.2012 06:00
Bábiljur í boðhætti Sif Sigmarsdóttir skrifar Gerðu magaæfingar: Tékk. Drekktu spínatsafa: Tékk. Hættu að tuða: Tékk. Settu reiðina til hliðar: Tékk. Ekki gefast upp á ástinni: Tékk. Notaðu kinnalit: Tékk. Hugtakið ráð hefur gengisfallið meira á undanförnum árum en íslenska krónan. Fjölmiðlar keppast við að leggja okkur lífsreglurnar og fóðra okkur á uppskriftum að langri og farsælli ævi: "Tíu ráð til að höndla hamingjuna" – "Níu fegurðarráð" – "Keyrðu upp orkuna" – "Vertu heilbrigð og falleg án aukaefna" – "Hreinsaðu líkamann með safa". Bakþankar 16.8.2012 11:30
Ekkert "en“ Stígur Helgason skrifar Viðbrögðin við þátttöku Jóns Gnarr í baráttugöngu hinsegin fólks um helgina voru fyrirsjáanleg. Þótt margir – og kannski flestir – hafi fagnað henni þá voru líka hinir sem máttu ekki til þess vita að Jón eyddi dýrmætum tíma sínum í að berjast fyrir mannréttindum þegar hann ætti með réttu að vera að sinna mikilsverðum hagsmunamálum borgarbúa. Eins og hann hefði annars varið laugardagseftirmiðdeginum í að tryggja börnum ódýrar skólamáltíðir. Þetta sjónarmið flaut upp á yfirborðið í athugasemdakerfum vefmiðlanna, eins og í fyrra og hittiðfyrra og eins og þau munu líklega gera enn einu sinni að ári. Bakþankar 15.8.2012 11:00
Rigningin á undan regnboganum Erla Hlynsdóttir skrifar Við stóðum í Lækjargötunni og biðum eftir gleðigöngunni þegar tvær franskar ferðakonur komu upp að okkur og spurðu: "What are you waiting for?" Ég sagði þeim nákvæmlega hverju við værum að bíða eftir, og þær ákváðu að standa við hlið okkar. Brátt hljómaði gleðisöngurinn og regnbogafánarnir lituðu götuna fyrir framan okkur. Bakþankar 14.8.2012 09:00
Hvað veit maður? Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar Hvers konar hugmyndir hefði mannvera um heiminn ef hún þekkti hann eingöngu af sjónvarpi? Til að gera okkur þennan hugarburð bærilegri skulum við ímynda okkur að til væri Marsbúi með greindarvísitölu meðal Íslendings sem aldrei hefði komið út fyrir plánetuna rauðu en sæi hins vegar sama sjónvarpsefni og meðal Íslendingur. Hvaða hugmyndir hefði þessi Marsbúi um jörðina? Bakþankar 13.8.2012 06:00
Ólympíugull í Ríó 2016! Magnús Þorlákur skrifar Eftir grátlegt tap handboltalandsliðsins á miðvikudag og góða, en þó ekki frábæra, frammistöðu Ásdísar Hjálmsdóttur í spjótkasti er orðið ljóst að Ísland vinnur ekki til verðlauna á þessum Ólympíuleikum. Nema auðvitað að Kári Steinn bæti sig verulega í maraþonhlaupinu sem er ólíklegt. (Við höfum samt fulla trú á þér Kári!). Þessi uppskera er ólíðandi enda fátt betur til þess fallið að vekja athygli á yfirburðum þjóðar og menningar en medalíur. En hvernig getum við eiginlega fjölgað íslenskum verðlaunum og jafnvel loks unnið fyrsta gullið? Bakþankar 10.8.2012 06:00
Ráð við gjaldeyrisgræðgi Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar Það er sama hvort ég labba um Laugaveginn eða vappa um Skagafjörðinn, ég er farinn að reka upp fagnaðaróp þegar ég heyri einhvern orða hugsun sína á okkar ylhýra. Ekki svo að mér þyki erlendir ferðamenn leiðinlegir en það er bara svo ágætt að rekast á Íslendinga, sérstaklega þegar maður er búinn að hafa fyrir því að koma sér til Íslands. Bakþankar 9.8.2012 00:01
Friðarloginn Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar Ég er af þeirri kynslóð sem man ógnina af kjarnorkuvopnum. Reglulega hlustaði maður á fregnir af því að samanlagður sprengikraftur vopnabúrs Bandaríkjanna og Sovétríkjanna dygði nú til að eyða jörðinni margoft. Og eftir því sem árin liðu var hægt að eyða jörðinni oftar, eins og einu sinni væri ekki nóg. Það er ekki nema von að dimm nýbylgjutónlist og volæðislegir textar hafi heillað ungmenni þessa tíma. Það hefur áhrif á lífsgleðina að heyra reglulega að möguleikinn á að tortíma jörðinni sé í höndum bjána eins og leiðtoga Bandaríkjanna og Sovétríkjanna. Bakþankar 8.8.2012 06:00
Smá nauðgað, annars fínt Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar Það er orðið árviss viðburður að fá fréttir af nauðgunum um Verslunarmannahelgi. Sem betur fer virðist ákveðin vitundarvakning hafa orðið í þessum efnum og jafnvel örgustu tréhausar hafa samþykkt víðtækari aðgerðir til að sporna við þeim hryllilega glæp sem nauðgun er. Á stundum hefur manni nefnilega fundist að skipuleggjendur hátíða telji það gefa þeim slæmt orðspor ef það spyrst út að til allra ráðstafana sé gripið til að hamla gegn nauðgunum. Það er auðvitað mikill misskilningur, orðspor hátíða batnar aðeins við það að allra bragða sé beitt til að koma í veg fyrir að sálsjúkir karlpungar nauðgi. Bakþankar 7.8.2012 06:00
Vonir og væntingar Brynhildur Björnsdóttir skrifar Það var á Bindindismótinu í Galtalæk 1986 sem Greifarnir léku lagið Útihátíð í fyrsta sinn um verslunarmannahelgi og meitluðu í tón um eilífð stemninguna þessa fyrstu helgi í ágúst, sem er jafnframt síðasta helgi í sumarleyfi hjá mörgum og stærsta ferða-, útihátíða- og áfengisneysluhelgi ársins hjá öllum, að minnsta kosti að meðaltali. Ég man þetta af því þetta var mín fyrsta og síðasta útihátíð. Síðan hef ég reynt að eyða verslunarmannahelgum, sem og flestum öðrum dögum ársins, í tæri við kranavatn, heitt og kalt, útveggi og kaffivélar og ekki innan um of margt fólk. En það er bara ég og ég fagna þeim sem streymdu út úr bæjum og borgum í gær á hátíðasvæði eða sumarbústaði og vona að þeir skemmti sér vel. Bakþankar 4.8.2012 06:00
Boltinn rúllar Björn Þór Sigbjörnsson skrifar Þegar ég var gutti mætti ég stundum á fótboltaæfingar á malarvelli KA. Þjálfarinn reykti á æfingum og var stundum fullur. Ég átti ekki upp á pallborðið hjá honum; fékk fá tækifæri eins og það heitir, og þótt aðrir þjálfarar kæmu seinna, óreykjandi og edrú, komst ég heldur ekki í liðið. Fljótlega hætti ég að æfa en hafði áfram áhuga á fótbolta. Bakþankar 3.8.2012 06:00
Homo sapiens og heimabankinn Sif Sigmarsdóttir skrifar Þetta hófst allt fyrir nokkrum milljónum ára þegar forfaðir okkar mannanna stakk hina apana af og klöngraðist niður úr trénu sínu. Heilar stækkuðu og það réttist úr bökum. Verkfæri litu dagsins ljós og eldar voru tendraðir. Bóndinn leysti veiðimanninn af hólmi og fyrirrennarar okkar latte-lepjandi borgarpakksins hófu að rotta sig saman. Píramídar risu og Ford fann upp færibandið. Newton fékk þyngdaraflið í höfuðið en maðurinn hóf sig engu að síður á loft á þöndum stálvængjum. Henry Edward Roberts bjó til borðtölvuna, Tim Berners-Lee fann upp veraldarvefinn, Steve Jobs fékk mikilmennskubrjálæði og bamm: Allt varð þetta til þess að dag einn sat undirrituð á fjöldaframleidda Klippan Ikea-sófanum sínum með internetið í kjöltunni og kaffibolla jafnháþróaðan og homo sapiens í hendinni. Bakþankar 2.8.2012 06:00
Gleðitregðan Stígur Helgason skrifar Alla tíð – að minnsta kosti frá því að ég komst til vits og ára – hef ég lagt mig fram um að finnast verslunarmannahelgin leiðinleg. Svo umhugað hefur mér verið um að láta hefðir og venjur samfélagsins ekki skilyrða mig til skemmtunar að ég hef álitið þessa mestu ferðahelgi ársins þeim mun betur heppnaða því viðburðasnauðara sem líf mitt var á meðan. Spurningunni "Hvað gerðirðu um versló?“ hef ég til þessa viljað geta svarað hneykslaður og með þjósti: "Ekki neitt.“ Eins og spurningin hafi verið fáránleg og ég sé fyllilega tilfreðs með að hafa hvorki farið út úr húsi né yrt á nokkurn mann svo dögum skipti. Bakþankar 1.8.2012 06:00
Iss piss piss Erla Hlynsdóttir skrifar "Væri ég rukkuð fyrir að fara á salernið þá myndi ég glöð pissa á gólfið í staðinn.“ Þetta eru viðbrögð konu nokkurrar við því að eigandi vegasjoppu íhugar að láta þá sem ekkert versla borga fyrir að nota klósettið. Viðbrögðin má sjá á dv.is, undir frétt þar sem fjallað er um að eigandi Baulu í Borgarnesi sé búinn að fá nóg af "hlandrútum“ sem stoppi með tugi farþega sem fari bara á klósettið en kaupi ekkert. Bakþankar 31.7.2012 06:00
Best í heimi Atli Fannar Bjarkason skrifar Stundum, seint á kvöldin, þá staldra ég við og hugsa um stærsta einstaka þáttinn í sögu okkar sem íþróttaþjóðar: Höfðatöluna. Ef Íslendingar væru fjölmenn þjóð þyrftum við síendurtekinn árangur til að blása upp þjóðarstoltið en í staðinn beitum við tölfræðiæfingum sem gefa okkur tímabundna, en unaðslega, vellíðan. Auðvitað eigum við að gera meira úr höfðatölunni. Samkvæmt henni hefur árangur Íslendinga á Ólympíuleikum verið óslitin sigurganga. Bakþankar 28.7.2012 06:00
Lauflétt um lífshamingjuna Hvað veitir þér lífshamingju? Ef svarið þitt er að fylgjast með sápuóperum og bresku konungsfjölskyldunni, þá eigum við ekki skap saman. Þér er þó vorkunn því það er merkilega erfitt að svara þessari spurningu án umhugsunar. Ég átti í það minnsta erfitt með það þegar hún var borin undir mig fyrir skömmu. Merkilega erfitt segi ég því hamingja er alveg við toppinn á lista okkar flestra yfir það sem við sækjumst eftir í lífinu. Bakþankar 27.7.2012 06:00
Hið landlæga stefnuleysi Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar Við Íslendingar erum skorpuþjóð. Já, þetta er klisja og jafn fúl og aðrar slíkar, en það þarf ekki að þýða að hún sé ekki sönn. Þessi fullyrðing gerir líka ráð fyrir því að hægt sé að fullyrða um þjóðareðli, sem er hæpið og byggir aftur á því að hægt sé að fullyrða um að þjóð sé til, sem er einnig hæpið. En hér erum við komin út í póstmódernísk fræði sem gætu leitt okkur í karp um hugtök, sem er hið besta mál en skilar kannski ekki endilega miklu. Það getur verið kostur að geta einhent sér í verkin, að láta ekki fyrirframgefið skipulag niðurnjörva allt og geta brugðist við breyttum aðstæðum hratt. Það er hins vegar galli hve víða alla stefnu skortir í íslensku samfélagi. Bakþankar 25.7.2012 06:00
Mannúð á hrakhólum Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar Stundum virðist sem Íslendingum hafi tekist að flækja hluti sem mest þeir mega þegar kemur að blessaðri stjórnsýslunni, bæði hvað pólitíkina og embættin sjálf varðar. Hvernig stendur til dæmis á því að við höfum komið okkur upp kerfi þar sem hælisleitendur bíða árum saman á milli vonar og ótta eftir afgreiðslu umsókna sinna? Trauðla er það skilvirkt, hvað þá mannúðlegt, að kippa fólki út úr mannlegu samfélagi og geyma í limbói í nokkur ár á meðan umsóknir velkjast í kerfinu. Bakþankar 24.7.2012 10:15
Börn á fjöll? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Geta börn gengið Laugaveginn, leiðina úr Landmannalaugum í Þórsmörk? Ég og kona mín kynntumst á fjöllum og erum í ?essinu? okkar á hálendinu. Við viljum því gjarnan leyfa sex ára drengjum okkar að njóta fjalllendis Íslands. Er Laugavegurinn barnvænn? Gætum við borið drengina til byggða, ef þeir gæfust upp? Myndi slagviðri hugsanlega bólusetja þá fyrir lífstíð gagnvart fjallaferðum? Við tókum öll ákvörðun að gera tilraun og lögðum af stað inn í dýrðarríki friðlandsins að fjallabaki. Bakþankar 23.7.2012 06:00
Ský á mig Snjór úti, snjór inni, snjór í hjarta, snjór í sinni. Snjó meiri snjó!“ söng þriggja ára dóttir mín og gerði snjóengil á stofugólfið sem skýringu á því af hverju hún vildi ekki fara út. Þetta var á fimmtánda degi í sumarfríi þar sem einu sinni hafði komið dropi úr lofti en sólin annars bulið á glaðbeittum hægfara hringförum allan tímann með tilheyrandi bílahita og rykmekki á fáfarnari leiðum. Breyttir tííímaar, hugsaði ég og mundaði sólarvörnina. Bakþankar 21.7.2012 06:00
Í stjörnuþokunni Bergsteinn Sigurðsson skrifar Hvenær mun hér á Íslandi rísa stjörnusambandsstöð?“ spurði trúbadorinn Insól í frægu lagi um árið. Og nú er einmitt lag því á Íslandi er sægur af stjörnum – Hollywoodstjörnum það er að segja, í slíkri þyrpingu að stappar nærri íbúafjölda á Þingeyri. Bakþankar 20.7.2012 06:00
Hótel í Vatnsmýrina Sif Sigmarsdóttir skrifar Flestir voru uppteknir við hátíðahöld vegna kínverska nýársins. Enginn tók eftir því þegar útsendarar kínversks verktakafyrirtækis laumuðust í leyfisleysi inn í einn merkilegasta forna húsagarð Pekingborgar í upphafi árs og rifu hljóðlega niður gamlar byggingarnar sem umluktu hann. Peking var eitt sinn fræg fyrir húsagarða sína. Undanfarin ár hafa þeir hins vegar flestir vikið fyrir blokkum og háhýsum. Margir gráta nú þennan óafturkræfa skaða. Bakþankar 19.7.2012 06:00
Að endimörkum hipstersins Stígur Helgason skrifar Ég las í DV um daginn að íslenski hipsterinn væri í andarslitrunum. Einmitt það, hugsaði ég og glotti, vitandi betur eftir heimsókn mína til Berlínar, bækistöðvar alls þess sem er hipp og kúl. Þar fann ég nefnilega sjálf endimörk hipstersins – og þau hafa enn ekki náð til Íslands. Bakþankar 18.7.2012 06:00
Kæra dóttir Erla Hlynsdóttir skrifar Sagan sem ég ætla alltaf að segja dóttur minni þegar hún verður eldri, fékk skyndilega enn betri endi. Ég var vart orðin ólétt af henni þegar ég fékk fregnir af því að eigandi strippstaðarins Strawberries við Lækjargötu hefði stefnt mér fyrir meiðyrði. Hann stefndi mér, og bara mér, vegna ummæla sem ég hafði orðrétt eftir viðmælanda mínum. Ummælin sem ég var dæmd fyrir voru (samkvæmt Héraðsdómi Reykjavíkur): "Hann [stefnandi] er búinn að bera orðróm út um allan bæ um að það komi enginn með stæla inn á Strawberries því hann sé þar með litháísku mafíuna og að ég hafi bara verið tekinn og laminn þarna inni.“ Þá var ég líka dæmd fyrir að skrifa millifyrirsögnina "Orðrómur um mafíuna“. Bakþankar 17.7.2012 07:00
Taktu Kúlusúkk á þetta Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar Ég þekki einn Madrídarbúa sem veit fátt skemmtilegra en að villa um fyrir bresku ferðafólki. Ég hef aldrei séð hann jafn hamingjusaman og þegar hann var nýbúinn að senda ferðamenn sem voru að leita að Pradosafninu í lest til Chinchon sem er krummaskuð utan við borgina. Bakþankar 16.7.2012 06:00
Vonandi skemmtið' ykkur vel Atli Fannar Bjarkason skrifar Á Bestu útihátíðinni, sem fór fram á Gaddstaðaflötum á dögunum, var tilkynnt um eina nauðgun. Í tilkynningu frá lögreglunni kom fram að hátíðin hefði gengið vel fyrir sig að mestu, þrátt fyrir nauðgunina, líkamsárás, dóp og slys. Slíkar tilkynningar eru umdeildar og baráttukonan Hildur Lilliendahl skrifaði opið bréf til lögreglunnar á Hvolsvelli þar sem hún gagnrýndi meðal annars þetta orðalag og bætti við að hátíðin hafi verið "fullkomlega misheppnuð og skammarleg“. Bakþankar 14.7.2012 06:00
Besti pistillinn Besta útihátíðin má ekki heita Besta útihátíðin. Ríkisvaldið hefur úrskurðað þar um. Forsvarsmönnum Bestu útihátíðarinnar tókst víst ekki að sýna fram á með óyggjandi hætti að Besta útihátíðin væri sannanlega besta útihátíðin og þess vegna má hún ekki heita Besta útihátíðin. Bakþankar 13.7.2012 06:00
Listin að gera ekki neitt Friðrika Benónýsdóttir skrifar Ætlarðu bara að sitja á þessum sófa allt sumarfríið?“ spyr vinur minn stórhneykslaður á svip. Hann hefur kíkt í kaffi í góða veðrinu eftir að hafa hjólað tuttugu kílómetra, komið við í grillveislu, pantað sér sumarbústað og drukkið latte á útikaffihúsi við Austurvöll. „Maður verður að GERA eitthvað í sumarfríinu,“ segir hann með hyldjúpri sannfæringu. Og reynir að fela geispa með hendinni. Bakþankar 12.7.2012 06:00
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun