Fréttir

Björgunar­sveit í fýlu­ferð vegna neyðar­blyss

Áhöfn björgunarskipsins Gísla Jóns á Ísafirði var kölluð út á laugardagkvöldið eftir að tilkynning barst frá íbúa sem hafði séð fleiri en eitt neyðarblys á lofti í firðinum. Sveitin var síðar afturkölluð eftir að ljós kom að blysunum hafði verið skotið á loft af hópi fólks sem hafði komið saman vegna hátíðarhalda fyrir utan veitingastað á Skutulsfjarðareyri.

Innlent

Kalt, blautt og hvasst

Veðurstofan gerir ráð fyrir strekkings norðanátt með rigningu á Norður- og Austurlandi í dag og slyddu eða snjókomu til fjalla. Sunnan heiða verður hins vegar yfirleitt bjart.

Veður

Munurinn nemur þriggja ára skóla­göngu

Mikill munur er á leikskólagöngu barna foreldra sem fæddust á Íslandi og barna innflytjenda. Börn innflytjenda sem sækja leikskóla eru hlutfallslega talsvert færri en börn innfæddra og ganga gjarnan seinna í leikskóla. Þessi þróun ýti undir mismunun í skólakerfinu og á vinnumarkaðnum. Það geri heimgreiðslur sömuleiðis.

Innlent

„Gætu orðið á­hrifa­mestu kapp­ræður allra tíma“

Aðeins tveir dagar eru nú í fyrstu kappræður Kamölu Harris og Donalds Trump, sem lýst hefur verið sem mikilvægustu stund kosningabaráttunnar. Frambjóðendurnir mælast hnífjafnir og gríðarleg eftirvænting er fyrir kappræðunum vestanhafs, sem haldnar verða í Fíladelfíu á þriðjudag.

Erlent

„Þetta er al­vöru hret“

Appelsínugular viðvaranir vegna hvassviðris og snjókomu hafa verið gefnar út fyrir allt Norðurland annað kvöld og fram eftir þriðjudegi. Veðurfræðingur segir þetta ansi glögg veðurafbrigði en þó ekki í líkingu við fjárfellishretið haustið 2012. 

Veður

Skoða að breyta Hópinu í safn

Bæjarráð Grindavíkur hefur frestað niðurrifi íþróttamiðstöðvarinnar Hópsins og skoðar nú að breyta húsinu í safn. Forseti bæjarstjórnar vill losna við lokunarpósta og hleypa öllum inn í bæinn á næstunni.

Innlent

Fegurðarsamkeppnin sem tók ljótan snúning

Umfangsmikið ágreiningsmál skekur nú heim fegurðarsamkeppna, en skipuleggjendur Miss Universe Fídji hafa verið sakaðir um að hagræða úrslitum keppninnar. Á rúmri viku hefur úrslitum keppninnar verið breytt tvisvar og alvarlegum ásökunum verið kastað á hendur skipuleggjenda. 

Erlent

Kom út og sá al­elda Rebeccu hlaupa í áttina að sér

„Þegar ég kom út sá ég Rebeccu hlaupa alelda í áttina að húsinu mínu hrópandi ‚hjálpaðu mér‘,“ segir Agnes Barabara, nágranni úgöndsku hlaupakonunnar Rebeccu Cheptegei sem lést eftir að fyrrverandi kærasti kveikti í henni.

Erlent

14 pör eða hjón í Hruna­manna­hreppi eiga von á barni

Sjaldan eða aldrei hefur verið ein mikil uppbygging á Flúðum eins og núna því um 70 íbúðir eru þar í byggingu. Samhliða er mikil fjölgun í sveitarfélaginu en þegar síðast var vitað eiga fjórtán pör á Flúðum og næsta nágrenni von á barni á næstu vikum.

Innlent

Skaut þrjá til bana á landa­mærunum

Þrír voru skotnir til bana á landamærum Jórdaníu og Vesturbakkans í dag. Ísraelski herinn segir hina látnu hafa verið ísraelska, almenna borgara. Þeir voru allir karlmenn á sextugsaldri.

Erlent

Gular og appel­sínu­gular við­varanir víða um land

Gular og appelsínugular viðvaranir eru í kortunum næstu tvo daga. Fyrstu tvær viðvaranirnar eru gular og taka gildi á miðnætti á Ströndum og Norðurlandi vestra og Norðurlandi eystra. Búist er við slyddu og snjókomu á fjallvegum. Færð gæti spills tog ferðamenn sagðir eiga að geta búist við vetrarfærð.

Veður

Engin vopn á Ljósa­nótt og Októ­ber­fest

Töluvert var um ofbeldisbrot og unglingadrykkju á Ljósanótt í Reykjanesbæ um helgina. Tilkynnt var um fjórar líkamsárásir og einn hátíðargestur kýldi tvo lögreglumenn í andlitið. Gestir Októberfest í Reykjavík voru töluvert rólegri. 

Innlent

Ljósanæturuppgjör og stór­tón­leikar Skálmaldar

Töluvert var um ofbeldisbrot og unglingadrykkju á Ljósanótt í Reykjanesbæ um helgina. Tilkynnt var um fjórar líkamsárásir og einn hátíðargestur kýldi tvo lögreglumenn í andlitið. Gestir Októberfest í Reykjavík voru töluvert rólegri. Við fjöllum um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar á slaginu 12.

Innlent

Segir krafta­verk að sonur sinn sé á lífi

„Mig hefur lengi langað að koma ýmsu á framfæri en ég hef hvorki treyst mér til né haft áhuga að ræða þetta eins og nú. Það brýtur í mér hjartað að nú, fjórum árum seinna, er ung manneskja dáin eftir hnífaárás, og hún átti allt lífið eftir,“ segir Anna María De Jesus, móðir átján ára pilts sem varð fyrir grófri hnífaárás af hálfu unglingsstúlku í apríl árið 2020.

Innlent