Fréttir

Pia Kjærsgaard hættir í pólitík

Danska þingkonan Pia Kjærsgaard hefur tilkynnt að hún muni ekki sækjast eftir endurkjöri í næstu kosningum og muni hún þá láta af afskiptum af stjórnmálum. Kjærsgaard hefur setið á danska þinginu óslitið í fjörutíu ár, lengst af fyrir Danska þjóðarflokkinn.

Erlent

Pútín segir NATÓ á leið í stríð við Rússa

Vladimir Pútín Rússlandsforseti segir heimild til handa Úkraínumönnum til að nota langdræg vopn frá Vesturlöndum til að gera árásir á Rússland myndu jafngilda þátttöku og stríðsyfirlýsingu af hálfu Atlantshafsbandalagsins.

Erlent

Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar hefja gagn­sókn í Kúrsk

Á meðan Rússar sækja fram í austurhluta Úkraínu og reyna að ná tökum á öllu Donbas-svæðinu, hafa Úkraínumenn sótt fram í Kúrsk-héraði í Rússlandi. Hægt hefur á sóknum Rússa í Donbas en úkraínskir hermenn eru í mjög varhugaverðri stöðu þar, vegna yfirburða Rússa varðandi mannafla og skotfæri fyrir stórskotalið.

Erlent

Kynntu rafmagnsflugvélina sem Icelandair hefur pantað

Sænski flugvélaframleiðandinn Heart Aerospace kynnti í dag fyrsta tilraunaeintak þrjátíu sæta rafmagnsflugvélar. Hún gæti orðið fyrsta rafknúna flugvélin í innanlandsflugi hérlendis en Icelandair hefur skráð sig fyrir fimm eintökum.

Innlent

Dular­fullt „draugahljóð“ spillir fyrir svefni í­búa

Dularfullt ýl eða flaut hefur leikið íbúa í Laugarneshverfi grátt síðustu misseri en óvíst er hvaðan hljóðið kemur. Íbúi í hverfinu segir hljóðið spilla fyrir svefni sínum og kvartar undan aðgerðarleysi heilbrigðiseftirlitsins við heilsuspillandi hávaða.

Innlent

Hafnar frekari kapp­ræðum við Har­ris

Donald Trump ætlar ekki að mæta Kamölu Harris í fleiri sjónvarpskappræðum. Meirihluti í skoðanakönnunum taldi Harris hafa komið betur út úr fyrstu, og væntanlega einu, kappræðum þeirra Trump á aðfararnótt miðvikudags.

Erlent

Vonast til að fá vinnu að námi loknu

Nýtt nám fyrir fólk með þroskahömlun og aðrar fatlanir hófst í vikunni en ráðist var í verkefnið til að auka atvinnuþátttöku fólks með mismikla starfsgetu. Námið býður upp á starfsþjálfun og fræðslu en nemendur sem fréttastofa ræddi við vonuðust til að verða leikskólakennarar eða starfa í félagsmiðstöð

Innlent

Mót­mæla við veitinga­staðinn Ítalíu vegna meints launaþjófnaðar

Stéttarfélagið Efling stendur í kvöld fyrir mótmælum við veitingastaðinn Ítalíu vegna meintra brota Elvars Ingimarssonar, eiganda og rekstraraðila Ítalíu, gegn starfsfólki staðarins. Eflingarfélagar tóku upp mótmælastöðu fyrir framan staðinn klukkan sjö og ætla að dreifa dreifimiðum um framferði Elvars og ræða við gesti.

Innlent

Wein­stein á­kærður fyrir fleiri kyn­ferðis­brot

Saksóknarar í máli Harveys Weinstein, bandaríska kvikmyndaframleiðandans, hafa lagt fram ákæru á hendur honum fyrir enn fleiri kynferðisbrot. Réttað verður aftur yfir Weinstein í New York eftir að dómstóll ógilti dóm sem hann hlaut í vor.

Erlent

Upp­sagnir í verktakageiranum og dularfult ýl í Laugar­nesi

Stjórnarandstaðan telur fátt í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar stuðla að hjöðnun verðbólgu og lækkun vaxta. Í kvöldfréttunum verðum við í beinni útsendingu frá þinginu og heyrum í Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur þingmanni Viðreisnar og Njáli Trausta Friðbertssyni þingmanni Sjálfstæðisflokksins.

Innlent

Hlupu í burtu þegar ung­menni dró upp hníf

Lögreglu barst tilkynning um þrjú ungmenni að slást í Laugardalnum og var eitt þeirra vopnað hníf. Samkvæmt tilkynningunni tók viðkomandi upp hníf sem varð til þess að hinir tveir hlupu á brott. Sá vopnaði hafi þá kastað hnífnum án árangurs í átt að þeim sem flúðu.

Innlent

Trump víg­reifur en veit betur

Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, heldur því enn fram að hann hafi staðið sig frábærlega í kappræðunum gegn Kamölu Harris á aðfaranótt miðvikudags. Bandamenn hans segja þó, í einrúmi, að það sé ekki rétt og ítrekaðar yfirlýsingar Trumps um að hann hafi sigrað benda til þess að hann viti að hann hafi ekki staðið sig vel.

Erlent

Silja Björk biður Ingó af­sökunar

Silja Björk Björnsdóttir, nýráðinn hugmyndasmiður hjá Pipar, hefur birt afsökunarbeiðni og stílar hana á Ingólf Þórarinsson tónlistarmann. Hún kannast ekki við að hafa verið að tala um hann með ummælum sem féllu í mikilli reiði, en vill samt biðja hann afsökunar.

Innlent