Fréttir

Segir á­kvörðun um kæru fyrir nauðgun tekna fyrir and­lát flug­manns

Lögmaður sem gætir hagsmuna fimm kvenna segir hafa legið fyrir að kæra ætti fyrir nauðgun áður en flugmaður og meintur gerandi svipti sig lífi. Kæran hafi verið formlega lögð fram eftir andlát mannsins. Maðurinn lést 25. ágúst en kæra var formlega lögð fram 28. ágúst. Í millitíðinni leituðu foreldrar flugmannsins á náðir Vilhjálms og báðu hann um að gæta hagsmuna sonar síns. Vilhjálmur gætti þá þegar hagsmuna konunnar sem sakar hinn látna um nauðgun.

Innlent

Vinna að þriggja vikna vopna­hléi á milli Ísrael og Hez­bollah

Frakkar og Bandaríkjamenn vinna nú að því í sameiningu að semja um 21 daga vopnahlé á milli Hezbollah samtakanna og Ísrael. 72 létust í árásum Ísraela á Líbanon í dag og hundruð særðust. Alls eru um 600 látin í árásunum. Fyrr í dag var greint frá því að mögulega ætlaði Ísrael í landhernað í Líbanon. 

Erlent

Reikna með 700 þúsund ferða­mönnum í Reykjadal

Framkvæmdir eru nú hafnar við Reykjaböðin, ný náttúrböð í Reykjadal við Hveragerði. Auk baðanna á að byggja upp miðstöð fyrir vinnustofur, ráðstefnusali, veitingastað og gistirými fyrir um 180 manns í fjölda skála á svæðinu. Framkvæmdirnar eru nú þegar full fjármagnaðar.

Innlent

Orðið vör við fjölgun út­kalla vegna þjófnaðar

„Viðskiptavinir eiga fyrst og fremst að hringja í lögreglu, það er númer eitt tvö og þrjú. Þeir eiga aldrei að reyna að fara og hafa afskipti af aðilanum. Til dæmis ef þetta er inn í verslun, þá á að hafa samband við verslunarstjóra sem mun þá fara með annan starfsmann með sér og tala við viðkomandi. Þá er um að gera að vera kurteis og halda ró sinni og aldrei ásaka neinn um stuld.“

Innlent

Í­huga að fara í skaða­bóta­mál vegna and­láts Ibrahims

Fjölskylda Ibrahim Shah Uz-Zaman íhuga að fara í skaðabótamál vegna andláts hans. Hann lést 30. október á síðasta ári í umferðarslysi á Ásvöllum í Hafnarfirði. Rannsókn lögreglu lauk í janúar á þessu ári en enn er málið hjá ákærusviði og ekki verið tekin ákvörðun um hvort gefa eigi út ákæru. 

Innlent

Lesskilningur bættur með leikjum

Nýtt og endurbætt forrit sem á að stuðla að máltöku barna er nú aðgengilegt á öllum tækjum. Höfundur þess segir að í forritinu sé verið að vinna með lesskilning og læsi frá unga aldri og þannig megi byggja upp dýrmætan grunn fyrir skólagönguna.

Innlent

Selenskí varar við „kjarn­orku hörmung“

Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, kom fram fyrir þingi Sameinuðu þjóðanna í New York í dag og sagði Rússland vera að skipuleggja frekari árásir gegn kjarnorkuverum Úkraínu og varaði viðstadda við „kjarnorku hörmung“. 

Erlent

Er­lend þjófagengi herja á verslanir

Erlend þjófagengi herja á verslanir hér á landi en á síðasta ári var stolið fyrir fjóra milljarða í matvörubúðun. Þá hafa eldri konur orðið sérstaklega fyrir barðinu á skipulögðum glæpahópum í verslunum.

Innlent

Gömul og ó­skráð skot­vopn komi oft „frá afa“

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur heimsótt á þriðja hundrað manns það sem af er ári í reglubundnu eftirliti með skotvopnaeigendum. Lögreglan ítrekar að eigendur geti átt von á heimsókn frá lögreglu án fyrirvara til að kanna vörslur skotvopna og skotfæra. 

Innlent

Ætla að tala opin­skátt um of­beldi í Kópa­vogi

Kópavogsbær bregst við vopnaburði barna og ungmenna og flýtir innleiðingu forvarnarverkefnisins Opinskátt um ofbeldi. Ákveðið var að flýta verkefninu um eitt skólaár á fundi menntaráðs Kópavogsbæjar. Verkefnið verður innleitt í öllum grunnskólum, frístund og félagsmiðstöðvum barna.

Innlent

Ytri Rangá hefur gefið 4 þúsund laxa í sumar

Lax númer fjögur þúsund veiddist í gær í Ytri Rangá þegar Gestur Antonsson veiðimaður frá Ólafsfirði landaði fallega nýgenginni 60 cm hrygnu á Stallsmýrarfljóti um miðjan dag. Þar veiddust samtals 53 laxar í gær, vel dreift um alla á en veiði í ánni hefur verið mjög góð í sumar.

Innlent

Tvö hundruð milljónir í bar­áttuna um Bessa­staði

Frambjóðendurnir tólf sem kepptust um embætti forseta eyddu samtals tæpum 194 milljónum króna í framboð sín. Framboð Katrínar Jakobsdóttur var það langdýrasta en kostnaðurinn við það nam tæpum þrjátíu prósentum af heildarútgjöldum framboðanna.

Innlent

Loft­á­rásum ætlað að undir­búa mögu­lega inn­rás

Herzi Halevi, formaður herforingjaráðs Ísrael, segir að umfangsmiklum loftárásum Ísraela í Líbanon undanfarna daga sé bæði ætlað að grafa undan mætti Hezbollah og að leggja grunninn að mögulegri innrás í sunnanvert landið. Halevi samþykkti á dögunum aðgerðaáætlun fyrir árásir á Líbanon en ráðherra og herforingjar hafa kallað eftir innrás.

Erlent

Konan komst úr bílnum af sjálfs­dáðum

Bifreið hjóna sem lentu í alvarlegu umferðarslysi við Fossá á Skaga í gær var á hvolfi ofan í Fossá þegar að lögregla og viðbragðsaðilar komu á vettvang. Hjónin óku eftir malarvegi en svo virðist sem að maðurinn sem lést hafi misst stjórn á bílnum og ekið út af. 

Innlent

„Virkið“ Vuhledar að falli komið

Hersveitir Rússa eru komnar langleiðina með að ná tökum á bænum Vuhledar í Dónetsk-héraði í Úkraínu. Rússar hafa lagt mikið púður í sóknina að bænum á undanförnum dögum og hafa verjendur hans þurft að hörfa undan þessum áhlaupum.

Erlent

Eitur­lyf og vopn fundust á heimili hins hand­tekna á Bakka­firði

Sveitastjóri í Langanesbyggð segist hafa rætt við íbúa á Bakkafirði sem er ósáttur við aðgerðir sérsveitarinnar á mánudag og afskiptasemi og neikvæðni í samfélaginu. Pólskt par var handtekið grunað um fíkniefnaframleiðslu og er karlmaðurinn eftirlýstur í heimalandinu fyrir fjársvik. Sveitastjórinn vonast til að öldur lægi. Ríkislögreglustjóri segir aðgerðir sérsveitar erfiðar fyrir alla.

Innlent

Úti­loka ekki kosningar í vor

Þingflokksformenn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks útiloka ekki vorkosningar þó þær hafi ekki verið ræddar innan flokkanna. Eini frambjóðandinn til formannssætis Vinstri grænna vill kosningar í vor frekar en í haust.

Innlent