Fréttir

Laxalúsin sækir í sig veðrið fyrir vestan

Fisksjúkdómanefnd hefur mælt með að fiskeldisfyrirtækin fyrir vestan fái að nota eitur til að eiga við laxalús. Þorvaldur H. Þórðarson yfirdýralæknir segir menn ekki vilja sjá stöðu sem uppi var í fyrra og lúsinni fjölgi.

Innlent

Nýjasti kaf­bátur Kín­verja sökk við bryggju

Nýjasti kjarnorkuknúni kafbátur Kína sökk við bryggju í vor. Um er að ræða nýja gerð kafbáta og er þetta fyrsti báturinn af þeirri gerð. Hann sökk við skipasmíðastöð nærri Wuhan í Kína. Ráðamenn í Kína hafa lagt mikla áherslu á uppbyggingu kínverska kafbátaflotans og var reynt að hylma yfir atvikið.

Erlent

Færri á­nægðir með Höllu en Guðna og Ólaf Ragnar

Alls eru 45 prósent ánægð með störf forseta Íslands, Höllu Tómasdóttur, í september. Nærri jafn hátt hlutfall er hvorki ánægt né óánægt og um tíu prósent eru óánægð. Hlutfall sem var ánægt með Guðna Th. Jóhannesson á sama tíma þegar hann tók við embætti var 71 prósent. Þetta kemur fram í nýrri könnun Maskínu þar sem spurt var um ánægju með forseta Íslands.

Innlent

Mættur í Sam­fylkinguna

Þórður Snær Júlíusson, blaðamaður og fyrrverandi ritstjóri Kjarnans og síðar Heimildarinnar, hefur skráð sig í Samfylkinguna. Hann segir pólitík flokksins vera þá sem honum hugnast best. 

Innlent

Is­hiba verður næsti for­sætis­ráð­herra Japans

Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn í Japan hefur valið Shigeru Ishiba, fyrrverandi varnarmálaráðherra, sem næsta formann flokksins. Hann verður því næsti forsætisráðherra landsins og mun hann taka við af Fumio Kishida sem tilkynnti í síðasta mánuði að hann hugðist ekki sækjast eftir endurkjöri og láta af embætti.

Erlent

Lægðar­drag þokast suður

Yfir landinu er nú dálítið lægðardrag sem þokast suður. Gera má ráð fyrir dátítilli rigningu suðaustantil fram eftir degi. Það mun hins vegar létta heldur til vestanlands og í kvöld má búast við stöku éljum á norðausturhorninu.

Veður

Ekkert gert til að gera nikó­tín­púða jafn ó­­­að­laðandi og sígarettur

Eyrún Magnúsdóttir, foreldri og blaðamaður, segir mikilvægt að stjórnvöld sofi ekki á verðinum hvað varðar nikótínpúða. Fyrir um 30 árum hafi 33 prósent fólks reykt, en nú aðeins um þrjú prósent. Í dag noti um 33 prósent fólks nikótínpúða. Stjórnvöld ættu að stefna að því að taka sér ekki 30 ár í að ná þessari prósentutölu niður. Eyrún fjallar um þetta í aðsendri grein á Vísí í dag.

Innlent

Segir Vinstri græn ekki styðja frekari breytingar á útlendingalögum

Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra segir að búið sé að gera nóg af breytingum á útlendingalögunum og að flokknum hugnist ekki lokað búsetuúrræði fyrir hælisleitendur. Útlendingalögunum var breytt bæði við þinglok í vor og í fyrra. Dómsmálaráðherra hefur boðað frekari breytingar á lögunum í þingmálaskrá ríkisstjórnar.  

Innlent

Brynjar á­kærður fyrir að brjóta á fleiri stúlkum

Héraðssaksóknari hefur ákært Brynjar Joensen Creed fyrir kynferðislega áreitni gegn átta stúlkum. Stúlkurnar voru aldrinum 11 til 14 ára þegar brotin eiga að hafa átt sér stað. Brynjar afplánar nú sjö ára dóm fyrir nauðganir og önnur brot gegn fimm stúlkum. Fjallað var fyrst um ákæruna á vef RÚV í kvöld.

Innlent

Sam­herja­skip­stjórinn segir málinu ekki lokið

Skipstjóri hjá Samherja segir að síðasta orðið hafi ekki verið sagt í máli sem varðar byrlun og stuldi á síma hans þrátt fyrir að lögreglan hafi fellt rannsókn á því niður. Hann sakar blaðamenn um blekkingar og að afvegaleiða rannsóknina.

Innlent

Lík­lega verði flett ofan af fleirum í rann­sókn á brotum Diddy

Arnar Eggert Thoroddsen aðjúnkt í félagsfræði við háskóla Íslands og doktor í tónlist segir líklegt að lögregla eigi eftir að fletta ofan af fleirum í rannsókn sinni á Sean Diddy Combs. Combs hefur verið sakaður um mansal, skipulagða glæpastarfsemi, mútugreiðslur auk kynferðisbrota. Rætt var við Arnar Eggert í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag.

Innlent

Um 100 þúsund fjár slátrað á Sel­fossi

Um hundrað og tíu erlendir starfsmenn komu sérstaklega til landsins til að vinna í sláturtíðinni hjá SS á Selfossi, margir vanir slátrar og fólk, sem hefur komið oft áður til að vinna í sláturtíðinni. Um hundrað þúsund fjár verður slátrað nú í haust í sláturhúsinu.

Innlent

Nemandinn sem stakk Ingunni á­frýjar dómi

Lyfjafræðinemi sem stakk Ingunni Björnsdóttur, dósent við Oslóarháskóla, ítrekað hefur áfrýjað hluta dóms sem hann hlaut fyrir verknaðinn. Hann vill fá öryggisvistun sinni hnekkt og dómi vegna árásar á samkennara Ingunnar. 

Innlent

Ráð­þrota móðir, um­töluð rann­sókn og skiltaþjófnaður

Móðir þrettán ára drengs, sem er með ADHD og fíknivanda, stendur bæði ráðþrota og örmagna frammi fyrir kerfinu. Hún segir galið að ekki sé aldursskipt úrræði í boði hjá Stuðlum. Þar hafi hann komist í kynni við eldri stráka í mun verri málum. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við móðurina sem segir engin úrræði í boði fyrir drenginn sinn.

Innlent

Fagnar niður­stöðunni en lýsir yfir þungum á­hyggjum

Blaðamannafélag Íslands fagnar því að margra ára rannsókn Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra á hendur sex blaðamönnum sé nú lokið. Samt sem áður lýsir félagið yfir þungum áhyggjum af því að Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra skuli um margra ára skeið hafa haft blaðamenn til rannsóknar fyrir að sinna starfi sínu.

Innlent