Fréttir

Hyggst sam­þykkja NATO um­sókn Svía í dag

Ungverska þingið hyggst taka til atkvæðagreiðslu umsókn Svía í Atlantshafsbandalagið (NATO) í dag. Viktor Orbán forsætisráðherra Ungverjalands segir umsóknina verða samþykkta. Ungverjaland er síðasta landið til að samþykkja umsóknina.

Erlent

Blóðsykurshræðsla stýri um­ræðu um mat

Aðjúnkt í næringarfræði segir margar mýtur um mat á sveimi. Blóðsykurshræðsla hafi stýrt umræðunni undanfarið og áhrifavaldar græði á því með sölu óþarfa blóðsykursmæla. Sérstaklega sé mikið af mýtum tengdum lágkolvetnabylgjunni sem ríði yfir og fólk boði þar einfaldar óvísindalegar lausnir.

Innlent

Þjóðin grætur biskup sinn

Heilar tvær opnur og ein síða til eru lagðar undir minningarorð um Karl Sigurbjörnsson biskup í Morgunblaði dagsins en Karl var jarðsunginn frá Hallgrímskirkju klukkan 13. Fá dæmi eru um annað eins. Á samfélagsmiðlum minnast margir Karls biskups með hlýju.

Innlent

Skora á ríkis­stjórnina að láta af frystingu

Íslandsdeild Amnesty International (AI) hefur sent út áskorun til íslenskra stjórnvalda þar sem hvatt er til þess að þau láti af frystingu framlags til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA). Málið enn til skoðunar hjá ráðuneytinu.

Innlent

Ríkis­stjórn Palestínu segir af sér

Mohammad Shtayyeh, forsætisráðherra Palestínu frá árinu 2018, greindi frá því á blaðamannafundi í morgun að hann hefði afhent forsetanum Mahmoud Abbas afsagnarbréf fyrir hönd ríkisstjórnar sinnar.

Erlent

Eldur kviknaði í rútu í Hafnar­firði

Eldur kom upp í rútu við bensínstöð N1 við Lækjargötu í Hafnarfirði í morgun. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu komu allir farþegar auk bílstjóra sér út í tæka tíð.

Innlent

Gervi­hnatta­myndir sýni víð­feðmt land­ris á Ís­landi

Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur vill að stjórnvöld undirbúi sig undir allar mögulegar sviðsmyndir vegna eldgosa á Reykjanesi, meðal annars þá að Reykjanesbraut kunni að lokast. Gervihnattamyndir sýna víðfeðmt landris á Íslandi og grunar Þorvald að möttulstrókur undir landinu beri ábyrgð. Sé það rétt geti það bent til aukinnar gosvirkni um land allt.

Innlent

Þýska­land lögleiðir kanna­bis

Löglegt verður að ganga um með allt að 25 grömm af kannabis í Þýskalandi frá og með fyrsta apríl. Einnig má rækta allt að þrjár kannabisplöntur og eiga fimmtíu grömm heima til einkanota.

Erlent

Fjórir létust í snjó­flóði

Fjórir skíðakappar létu lífið í dag þegar snjóflóð féll um 1600 metrum fyrir ofan þorpið Mont-Dore á svæði sem er kallað Val d'Enfer í Frakklandi.

Erlent

Vopna­hlé gæti staðið í sex vikur

Magnea Marínósdóttir alþjóðastjórnmálafræðingur segir skrið kominn í viðræður Ísraelsmanna og Hamasliða og að líklegt sé að fyrirhugað vopnahlé vari í allt að sex vikur eða framyfir ramadan. Á sama tíma undirbúa Ísraelsmenn að sækja inn í syðstu borg Gasa af auknum þunga.

Erlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Vonir standa til að samkomulag um vopnahlé og gíslaskipti milli Ísrael og Hamas náist á næstunni. Á sama tíma undirbúa Ísraelsmenn að sækja inn í syðstu borg Gasa af auknum þunga á meðan flóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna er á barmi algjörs þrots. Magnea Marínósdóttir alþjóðastjórnmálafræðingur fer yfir stöðuna í myndveri í beinni útsendingu.

Innlent

Mygla fannst í stjórn­sýslu­húsinu

Mygla hefur greinst í stjórnsýsluhúsi Norðurþings á Húsavík. Niðurstaða greiningar verkfræðistofunnar Verkís hefur leitt í ljós að myglu er að finna á þremur stöðum en að kjallarinn sé verst farinn.

Innlent