Fréttir Þau skipa lista Vinstri grænna í Kraganum Listi Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar var samþykktur á fundi kjördæmisráðs í gærkvöldi með öllum greiddum atkvæðum. Innlent 23.10.2024 12:33 Isavia sækir um leyfi til að færa flugvallargirðingu Isavia undirbýr núna afhendingu flugvallarlands í Skerjafirði til Reykjavíkurborgar með færslu flugvallargirðingar í samræmi við tilmæli Svandísar Svavarsdóttur, þáverandi innviðaráðherra, frá því í síðasta mánuði. Innlent 23.10.2024 12:21 Spennulosun á laugardag Jón Gnarr fær ekki fyrsta sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík eins og hann hafði óskað eftir. Mikil spenna ríkir fyrir laugardeginum þegar fjölmargir framboðslistar verða kynntir, þar á meðal allir listar flokksins sem mælist með mest fylgi í könnunum. Innlent 23.10.2024 12:18 Sex börn inniliggjandi vegna E.Coli-sýkingar Mikið álag er á barnaspítalanum vegna E.coli-sýkingar meðal leikskólabarna samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Sex börn eru inniliggjandi eða voru það að minnsta kosti á tímabili í morgun. Starfsfólk býst við að innlögnum fjölgi. Innlent 23.10.2024 11:56 Íbúum Úkraínu fækkað um tíu milljónir frá innrásinni Sameinuðu þjóðirnar áætla að íbúum Úkraínu hafi fækkað um fjórðung eða tíu milljónir manna frá því að innrás Rússa í landið hófst af fullum krafti fyrir tveimur árum. Fækkunin er rakin til fólksflótta, hruni í fæðingartíðni og mannfalli í stríðinu. Erlent 23.10.2024 11:50 „Hvernig gastu boðið þessum mönnum inn í svefnherbergið mitt?“ Gisèle Pelicot mætti fyrir dóm í Avignon í morgun og hóf mál sitt á því að ávarpa eiginmann sinn fyrrverandi, sem hefur játað að hafa nauðgað eiginkonu sinni og boðið öðrum mönnum að brjóta á henni í um áratug. Erlent 23.10.2024 11:49 Kennarar á leið í verkfall og framboðslistar skýrast Í hádegisfréttum fjöllum við um niðurstöðu Félagsdóms þar sem kennarar voru sýknaðir af kröfu Sambands íslenskra sveitarfélaga sem taldi ólöglega boðað til verkfallsaðgerða. Innlent 23.10.2024 11:46 Jón Gnarr sáttur með annað sætið Samkvæmt heimildum Vísis bendir flest til þess að Jón Gnarr verði settur í annað sæti Viðreisnar í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæmanna. Innlent 23.10.2024 11:28 Skeiða- og Gnúpverjahreppur valið sveitarfélag ársins Skeiða- og Gnúpverjahreppur hreppti nafnbótina Sveitarfélag ársins 2024. Könnun var gerð meðal félagsfólks í tíu bæjarstarfsmannafélögum Innlent 23.10.2024 11:07 Menn geti komist upp með morð með því að berjast í Úkraínu Einstaklingum sem eru handteknir í Rússlandi býðst nú að berjast í Úkraínu gegn því að mál þeirra séu sett á bið og líklega felld niður. Samkvæmt BBC virðist langt gengið í að þvinga menn til að ganga að samkomulaginu. Erlent 23.10.2024 10:58 Kosningapallborð: Nýliðar í landsmálapólitík mætast Framboðslistar stjórnmálaflokkanna eru jafnt og þétt að taka á sig mynd fyrir komandi alþingiskosningar. Fjölmargir þjóðkunnir einstaklingar hafa þegar stigið fram og lýst áhuga á að taka sæti á Alþingi og kosningamaskínur flokkanna komnar í fullan gang. Innlent 23.10.2024 10:56 Kennarar telja rúma milljón í grunnlaun sanngjarna Formaður Félags grunnskólakennara segir sanngjarnt að miða við að kennarar hafi rúma milljóna króna í grunnlaun. Verkfallsaðgerðir kennara hefjast eftir helgi að óbreyttu eftir að félagsdómur dæmdi boðun þeirra löglega í morgun. Innlent 23.10.2024 10:26 Verkfallsboðun kennara dæmd lögleg Félagsdómur sýknaði Kennarasamband Íslands af kröfu Sambands íslenskra sveitarfélaga sem taldi verkfallsboðun kennara ólöglega í morgun. Innlent 23.10.2024 09:32 Fyrirburinn talinn í Belgíu Drengurinn Santiago, átján daga gamall fyrirburi sem tekinn var af sjúkrahúsi í París í fyrrakvöld er talinn hafa verið fluttur til Belgíu. Foreldrar drengsins tóku hann af sjúkrahúsi en sökum þess að hann er fyrirburi er talið að hann geti ekki lifað lengi án aðhlynningar heilbrigðisstarfsmanna. Erlent 23.10.2024 09:31 Tíu börn með einkenni E.Coli-sýkingar Tíu börn á leikskólanum Mánagarði höfðu í gærkvöldi leitað á sjúkrahús með einkenni E.Coli-sýkingar. Fjögur eru nú inniliggjandi til eftirlits og fjögur til viðbótar höfðu leitað á bráðamóttöku Landspítalans. Innlent 23.10.2024 09:09 Tekur ekki sæti á lista og hættir í flokknum Valgerður Árnadóttir, formaður Pírata í Reykjavík, hefur ákveðið að taka ekki sæti á lista Pírata í komandi kosningum og sömuleiðis segja af sér formennski Pírata í Reykjavík. Innlent 23.10.2024 08:45 Segist ekki geta tjáð sig um innlagnir vegna E. coli sýkingar „Við erum rétt mætt og að fara yfir stöðuna,“ segir Soffía Emelía Bragadóttir, leikskólastjóri Mánagarðs, sem var lokað í gær vegna alvarlegrar E. coli sýkingar. Innlent 23.10.2024 07:58 Þau skipa lista Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi Framboðslisti Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi var samþykktur á kjördæmisráðsfundi hreyfingarinnar í Norðvesturkjördæmi í gærkvöldi. Innlent 23.10.2024 07:34 Sakar Verkamannaflokkinn um afskipti af kosningunum Framboð Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur kvartað til kosningayfirvalda í Bandaríkjunum vegna meintra afskipta Breta af kosningabaráttunni vestanhafs. Erlent 23.10.2024 07:13 Rigning sunnantil og víða snjókoma norðanlands Veðurstofan gerir ráð fyrir austlægri átt og að vindur nái sér ekki á strik og verði á bilinu fimm til þrettán metrar á sekúndu. Veður 23.10.2024 07:10 Ákærð fyrir að draga barn af leikvelli og upp tröppur Kona hefur verið ákærð fyrir ólögmæta nauðung og barnaverndarlagabrot fyrir að veitast með ofbeldi gagnvart dreng í Reykjavík þann 30. maí 2020. Innlent 23.10.2024 07:02 Boxstjórnandi sem hleypti upp Ólympíuleikum nátengdur Kreml Siðafár sem var búið til í kringum tvær hnefaleikakonur á Ólympíuleikunum í sumar var runnið undan rifjum sambands sem lýtur stjórn rússnesks glæpamanns með náin tengsl við stjórnvöld í Kreml. Rússland var meinuð þátttaka á leikunum og er sagt hafa viljað hleypa þeim upp af þeim sökum. Erlent 23.10.2024 07:02 „Það gildir ekki það sama um Jón og séra Jón“ Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur bæst í hóp þeirra sem gagnrýna Ragnar Þór Ingólfsson fyrir að ætla að sitja áfram sem formaður VR á sama tíma og hann verður oddviti Flokks fólksins í öðru Reykjavíkurkjördæmanna. Innlent 23.10.2024 06:48 Vill setja á fót móttökuskóla fyrir börn af erlendum uppruna Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segist sannfærð um að „almennilegir og vel skipulagðir“ móttökuskólar fyrir börn af erlendum uppruna gætu skipt sköpum í því að leysa úr vanda grunnskólanna. Innlent 23.10.2024 06:24 Minni háttar líkamsárás og konu ekið heim Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti nokkuð fjölbreyttum verkefnum í gærkvöldi og nótt en þrír gista fangaklefa nú í morgunsárið. Innlent 23.10.2024 06:09 Tekur synjun um dvalarleyfi af æðruleysi Sýrlendingur sem nýlega var sendur til síns heima eftir synjun um dvalarleyfi vonast til að koma aftur til Íslands einn daginn. Hann varð á augnabliki vaktstjóri hjá Te & kaffi og segist um fram allt vilja leggja sitt af mörkum til samfélagsins. Innlent 23.10.2024 06:01 Leikskóla lokað vegna E.coli sýkingar Leikskólanum Mánagarði í Reykjavík hefur verið lokað samkvæmt tilmælum sóttvarnarlæknis vegna alvarlegrar E.coli sýkingar. Þetta herma heimildir fréttastofu. Innlent 23.10.2024 00:03 „Flókin staða“ í kjaradeilum kennara Samband íslenskra sveitarfélaga telur rétt að gefa kennurum færi á að bæta kjör sín með því að auka kennsluskyldu. Fundi í kjaradeildu Kennarasambandsins og sveitarfélaga var aflýst í morgun þar sem beðið er niðurstöðu félagsdóms um lögmæti verkfallsboðunar í fyrramálið. Innlent 23.10.2024 00:02 Stuðningslán upp á allt að 49 milljónir króna Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra hefur lagt fram frumvarp til laga um stuðningslán við atvinnurekendur í Grindavík. Markmið laganna eru að viðhalda atvinnustarfsemi í bænum eða aðstoða resktraraaðila við að byggja upp starfsemi annars staðar á landinu. Innlent 22.10.2024 23:30 Morðrannsókn hafin í dularfullu máli átta ára drengs Forsætisráðherra Írlands tjáir sig um dularfullt mál átta ára drengs sem gæti hafa verið týndur í allt að tvö ár þrátt fyrir að aðeins hafi verið tilkynnt um hvarf hans í lok ágúst. Hann veltir því fyrir sér hvernig slíkt geti gerst en gert er ráð fyrir því að drengurinn hafi verið myrtur. Erlent 22.10.2024 22:43 « ‹ 28 29 30 31 32 33 34 35 36 … 334 ›
Þau skipa lista Vinstri grænna í Kraganum Listi Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar var samþykktur á fundi kjördæmisráðs í gærkvöldi með öllum greiddum atkvæðum. Innlent 23.10.2024 12:33
Isavia sækir um leyfi til að færa flugvallargirðingu Isavia undirbýr núna afhendingu flugvallarlands í Skerjafirði til Reykjavíkurborgar með færslu flugvallargirðingar í samræmi við tilmæli Svandísar Svavarsdóttur, þáverandi innviðaráðherra, frá því í síðasta mánuði. Innlent 23.10.2024 12:21
Spennulosun á laugardag Jón Gnarr fær ekki fyrsta sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík eins og hann hafði óskað eftir. Mikil spenna ríkir fyrir laugardeginum þegar fjölmargir framboðslistar verða kynntir, þar á meðal allir listar flokksins sem mælist með mest fylgi í könnunum. Innlent 23.10.2024 12:18
Sex börn inniliggjandi vegna E.Coli-sýkingar Mikið álag er á barnaspítalanum vegna E.coli-sýkingar meðal leikskólabarna samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Sex börn eru inniliggjandi eða voru það að minnsta kosti á tímabili í morgun. Starfsfólk býst við að innlögnum fjölgi. Innlent 23.10.2024 11:56
Íbúum Úkraínu fækkað um tíu milljónir frá innrásinni Sameinuðu þjóðirnar áætla að íbúum Úkraínu hafi fækkað um fjórðung eða tíu milljónir manna frá því að innrás Rússa í landið hófst af fullum krafti fyrir tveimur árum. Fækkunin er rakin til fólksflótta, hruni í fæðingartíðni og mannfalli í stríðinu. Erlent 23.10.2024 11:50
„Hvernig gastu boðið þessum mönnum inn í svefnherbergið mitt?“ Gisèle Pelicot mætti fyrir dóm í Avignon í morgun og hóf mál sitt á því að ávarpa eiginmann sinn fyrrverandi, sem hefur játað að hafa nauðgað eiginkonu sinni og boðið öðrum mönnum að brjóta á henni í um áratug. Erlent 23.10.2024 11:49
Kennarar á leið í verkfall og framboðslistar skýrast Í hádegisfréttum fjöllum við um niðurstöðu Félagsdóms þar sem kennarar voru sýknaðir af kröfu Sambands íslenskra sveitarfélaga sem taldi ólöglega boðað til verkfallsaðgerða. Innlent 23.10.2024 11:46
Jón Gnarr sáttur með annað sætið Samkvæmt heimildum Vísis bendir flest til þess að Jón Gnarr verði settur í annað sæti Viðreisnar í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæmanna. Innlent 23.10.2024 11:28
Skeiða- og Gnúpverjahreppur valið sveitarfélag ársins Skeiða- og Gnúpverjahreppur hreppti nafnbótina Sveitarfélag ársins 2024. Könnun var gerð meðal félagsfólks í tíu bæjarstarfsmannafélögum Innlent 23.10.2024 11:07
Menn geti komist upp með morð með því að berjast í Úkraínu Einstaklingum sem eru handteknir í Rússlandi býðst nú að berjast í Úkraínu gegn því að mál þeirra séu sett á bið og líklega felld niður. Samkvæmt BBC virðist langt gengið í að þvinga menn til að ganga að samkomulaginu. Erlent 23.10.2024 10:58
Kosningapallborð: Nýliðar í landsmálapólitík mætast Framboðslistar stjórnmálaflokkanna eru jafnt og þétt að taka á sig mynd fyrir komandi alþingiskosningar. Fjölmargir þjóðkunnir einstaklingar hafa þegar stigið fram og lýst áhuga á að taka sæti á Alþingi og kosningamaskínur flokkanna komnar í fullan gang. Innlent 23.10.2024 10:56
Kennarar telja rúma milljón í grunnlaun sanngjarna Formaður Félags grunnskólakennara segir sanngjarnt að miða við að kennarar hafi rúma milljóna króna í grunnlaun. Verkfallsaðgerðir kennara hefjast eftir helgi að óbreyttu eftir að félagsdómur dæmdi boðun þeirra löglega í morgun. Innlent 23.10.2024 10:26
Verkfallsboðun kennara dæmd lögleg Félagsdómur sýknaði Kennarasamband Íslands af kröfu Sambands íslenskra sveitarfélaga sem taldi verkfallsboðun kennara ólöglega í morgun. Innlent 23.10.2024 09:32
Fyrirburinn talinn í Belgíu Drengurinn Santiago, átján daga gamall fyrirburi sem tekinn var af sjúkrahúsi í París í fyrrakvöld er talinn hafa verið fluttur til Belgíu. Foreldrar drengsins tóku hann af sjúkrahúsi en sökum þess að hann er fyrirburi er talið að hann geti ekki lifað lengi án aðhlynningar heilbrigðisstarfsmanna. Erlent 23.10.2024 09:31
Tíu börn með einkenni E.Coli-sýkingar Tíu börn á leikskólanum Mánagarði höfðu í gærkvöldi leitað á sjúkrahús með einkenni E.Coli-sýkingar. Fjögur eru nú inniliggjandi til eftirlits og fjögur til viðbótar höfðu leitað á bráðamóttöku Landspítalans. Innlent 23.10.2024 09:09
Tekur ekki sæti á lista og hættir í flokknum Valgerður Árnadóttir, formaður Pírata í Reykjavík, hefur ákveðið að taka ekki sæti á lista Pírata í komandi kosningum og sömuleiðis segja af sér formennski Pírata í Reykjavík. Innlent 23.10.2024 08:45
Segist ekki geta tjáð sig um innlagnir vegna E. coli sýkingar „Við erum rétt mætt og að fara yfir stöðuna,“ segir Soffía Emelía Bragadóttir, leikskólastjóri Mánagarðs, sem var lokað í gær vegna alvarlegrar E. coli sýkingar. Innlent 23.10.2024 07:58
Þau skipa lista Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi Framboðslisti Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi var samþykktur á kjördæmisráðsfundi hreyfingarinnar í Norðvesturkjördæmi í gærkvöldi. Innlent 23.10.2024 07:34
Sakar Verkamannaflokkinn um afskipti af kosningunum Framboð Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur kvartað til kosningayfirvalda í Bandaríkjunum vegna meintra afskipta Breta af kosningabaráttunni vestanhafs. Erlent 23.10.2024 07:13
Rigning sunnantil og víða snjókoma norðanlands Veðurstofan gerir ráð fyrir austlægri átt og að vindur nái sér ekki á strik og verði á bilinu fimm til þrettán metrar á sekúndu. Veður 23.10.2024 07:10
Ákærð fyrir að draga barn af leikvelli og upp tröppur Kona hefur verið ákærð fyrir ólögmæta nauðung og barnaverndarlagabrot fyrir að veitast með ofbeldi gagnvart dreng í Reykjavík þann 30. maí 2020. Innlent 23.10.2024 07:02
Boxstjórnandi sem hleypti upp Ólympíuleikum nátengdur Kreml Siðafár sem var búið til í kringum tvær hnefaleikakonur á Ólympíuleikunum í sumar var runnið undan rifjum sambands sem lýtur stjórn rússnesks glæpamanns með náin tengsl við stjórnvöld í Kreml. Rússland var meinuð þátttaka á leikunum og er sagt hafa viljað hleypa þeim upp af þeim sökum. Erlent 23.10.2024 07:02
„Það gildir ekki það sama um Jón og séra Jón“ Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur bæst í hóp þeirra sem gagnrýna Ragnar Þór Ingólfsson fyrir að ætla að sitja áfram sem formaður VR á sama tíma og hann verður oddviti Flokks fólksins í öðru Reykjavíkurkjördæmanna. Innlent 23.10.2024 06:48
Vill setja á fót móttökuskóla fyrir börn af erlendum uppruna Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segist sannfærð um að „almennilegir og vel skipulagðir“ móttökuskólar fyrir börn af erlendum uppruna gætu skipt sköpum í því að leysa úr vanda grunnskólanna. Innlent 23.10.2024 06:24
Minni háttar líkamsárás og konu ekið heim Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti nokkuð fjölbreyttum verkefnum í gærkvöldi og nótt en þrír gista fangaklefa nú í morgunsárið. Innlent 23.10.2024 06:09
Tekur synjun um dvalarleyfi af æðruleysi Sýrlendingur sem nýlega var sendur til síns heima eftir synjun um dvalarleyfi vonast til að koma aftur til Íslands einn daginn. Hann varð á augnabliki vaktstjóri hjá Te & kaffi og segist um fram allt vilja leggja sitt af mörkum til samfélagsins. Innlent 23.10.2024 06:01
Leikskóla lokað vegna E.coli sýkingar Leikskólanum Mánagarði í Reykjavík hefur verið lokað samkvæmt tilmælum sóttvarnarlæknis vegna alvarlegrar E.coli sýkingar. Þetta herma heimildir fréttastofu. Innlent 23.10.2024 00:03
„Flókin staða“ í kjaradeilum kennara Samband íslenskra sveitarfélaga telur rétt að gefa kennurum færi á að bæta kjör sín með því að auka kennsluskyldu. Fundi í kjaradeildu Kennarasambandsins og sveitarfélaga var aflýst í morgun þar sem beðið er niðurstöðu félagsdóms um lögmæti verkfallsboðunar í fyrramálið. Innlent 23.10.2024 00:02
Stuðningslán upp á allt að 49 milljónir króna Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra hefur lagt fram frumvarp til laga um stuðningslán við atvinnurekendur í Grindavík. Markmið laganna eru að viðhalda atvinnustarfsemi í bænum eða aðstoða resktraraaðila við að byggja upp starfsemi annars staðar á landinu. Innlent 22.10.2024 23:30
Morðrannsókn hafin í dularfullu máli átta ára drengs Forsætisráðherra Írlands tjáir sig um dularfullt mál átta ára drengs sem gæti hafa verið týndur í allt að tvö ár þrátt fyrir að aðeins hafi verið tilkynnt um hvarf hans í lok ágúst. Hann veltir því fyrir sér hvernig slíkt geti gerst en gert er ráð fyrir því að drengurinn hafi verið myrtur. Erlent 22.10.2024 22:43