Fréttir Stöðug virkni í nótt Virknin í gosinu á Reykjanesi hefur verið óbreytt í nótt frá því sem var í gærkvöldi. Innlent 19.3.2024 06:49 „Við verðum að bregðast við þegar glugginn er opinn“ Síðustu mánuði hefur Drífa Jónasdóttir, sérfræðingur í heilbrigðisráðuneytinu, unnið að því að búa til samræmt verklag fyrir alla heilbrigðisstarfsmenn til að fylgja þegar til þeirra leita einstaklingar sem hafa sætt heimilisofbeldi. Verklagið er tilbúið en forritarar hanna nú rafrænt skráningarkerfi svo hægt sé að koma því í prófun og svo framkvæmd. Innlent 19.3.2024 06:45 Ísland meðal örfárra ríkja sem standast viðmið WHO um loftgæði Ísland er eitt aðeins sjö ríkja sem standast viðmið Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar þegar kemur að loftgæðum. Hin ríkin eru Ástralía, Eistland, Finnland, Grenada, Máritíus og Nýja Sjáland. Erlent 19.3.2024 06:36 „Þetta er að verða komið gott“ Formenn Miðflokksins og Samfylkingarinnar eru sammála um að fyrirhuguð sala ríkisins á Landsbankanum fari gegn eigandastefnu ríkisstjórnarinnar. Ríkisstjórnin tali í kross og málið beri þess merki að hún sé ekki sammála um grundvallaratriði. Innlent 18.3.2024 22:48 Bankasýslan kom af fjöllum þegar tilkynnt var um kaupin Forstjóri Bankasýslu ríkisins segir að stofnuninni hafi verið alls ókunnugt um kaup Landsbankans á öllu hlutafé í TM tryggingum. Landsbankinn haldi því fram að upplýst hafi verið um áhuga bankans á kaupunum í óformlegu símtali til stjórnarformanns Bankasýslunnar. Innlent 18.3.2024 22:28 Lýsir yfir vonbrigðum og krefst frestunar aðalfundar Bankasýsla ríkisins hefur lýst yfir vonbrigðum með ákvarðanatöku og upplýsingagjöf bankaráðs Landsbankans um kaup bankans á TM. Bankasýslan krefst þess að aðalfundi Landsbankans verði frestað um fjórar vikur vegna fyrirséðra áhrifa kaupanna á dagskrá, umræður og niðurstöður fundarins. Innlent 18.3.2024 21:57 Sigurinn fordæmdur af evrópskum og bandarískum stjórnvöldum Stjórnvöld í Evrópu og Bandaríkjunum hafa fordæmt úrslit forsetakosninganna í Rússlandi sem fram fóru um helgina. Á meðan hafa stjórnvöld í Kína, Indlandi, Norður Kóreu og Íran óskað Pútín til hamingju með sigurinn. Erlent 18.3.2024 21:10 Árekstur við Kaplakrika Árekstur tveggja bíla var á gatnamótum Reykjanesbrautar og Fjarðarhrauns við Kaplakrika í Hafnarfirði á níunda tímanum í kvöld. Engin alvarleg slys urðu á fólki. Innlent 18.3.2024 20:54 Eldgosið hagi sér öðruvísi og gæti varað lengur Prófessor í jarðeðlisfræði segir eldgosið sem hófst á laugardag hegða sér öðruvísi en hin þrjú sem komið hafa upp á Sundhnúksgígaröðinni. Stöðug virkni í því gæti þýtt að það vari talsvert lengur en síðustu gos. Innlent 18.3.2024 20:30 Jakob Reynir Aftur reynir aftur Maður sem fær ekki að bera millinafnið Aftur ætlar að mótmæla úrskurði mannanafnanefndar sem hafnaði nafninu. Hann segir nafnið ansi táknrænt fyrir sig en hann sneri blaðinu við fyrir tæpum fjórum árum síðan eftir að hafa verið á slæmum stað í lífinu. Innlent 18.3.2024 19:35 Bankastjóri segir það hennar hlutverk að reka Landsbankann Bankastjóri Landsbankans segist hlusta á fjármálaráðherra vegna fyrirhugaðra kaupa bankans á TM tryggingum. Það sé hins vegar hennar hlutverk að reka bankann og auka verðmæti hans. Innlent 18.3.2024 19:20 Enn mikið sjónarspil á gosstöðvunum Talsvert sjónarspil er enn á gosstöðvunum milli Stóra-Skógfells og Hagafells, þar sem eldgos hófst á laugardagskvöld. Innlent 18.3.2024 19:17 Tveggja ára fangelsi fyrir hnífaárás vegna lélegs kókaíns Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt tvítugan karlmann í tveggja ára fangelsi fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás. Manninum var gefið að sök að hafa stungið mann með þeim afleiðingum að hann hlaut stungusár og skurð í nóvember í fyrra. Innlent 18.3.2024 19:08 Hvorki sakborningur né fórnarlamb kannast við skotárásina Ungur karlmaður sem sætir ákæru fyrir tilraun til manndráps við Silfratjörn í Úlfarsárdal í nóvember síðasta árs þvertók fyrir að hafa beitt skotvopni í árásinni. Sá sem varð fyrir skoti í árásinni kvaðst ekkert muna eftir árásinni. Innlent 18.3.2024 18:29 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Virkni í eldgosinu hefur haldist nokkuð stöðug síðan í gær og hrauntunga sem stefnir í átt að Suðurstrandavegi hreyfist hægt. Óttast er að barmur hrauntjarnar gæti brostið og hraun flætt hratt yfir veginn. Við ræðum við Magnús Tuma Guðmundsson prófessor í jarðeðlisfræði í beinni um stöðuna í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 18.3.2024 18:05 Stefán Ingimar neitar að koma til landsins Stefán Ingimar Koeppen Brynjarsson, sem er eftirlýstur á vef alþjóðalögreglunnar Interpol að beiðni lögreglu á Íslandi, hefur verið í sambandi við lögreglu hér á landi en harðneitar að koma til landsins til yfirheyrslu. Lögregla vill ná tali af honum vegna þriggja mála sem varða innflutning fíkniefna. Innlent 18.3.2024 17:41 Virkni gossins enn stöðug og hætta enn talin mikil Nýtt hættumat Veðurstofu Íslands tekur gildi í dag og mun gilda næstu tvo daga til 20. mars. Hætta er enn talin mjög mikil í Sundhnúksgígaröðinni og þá er mikil hætta vegna gasmengunar í kringum Svartsengi og vegna hraunflæðis. Innlent 18.3.2024 16:56 Tekur ekki þátt í að selja hlut í Landsbankanum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir ljóst að hún muni ekki taka þátt í því að selja hlut ríkisins í Landsbankanum. Þetta sagði Katrín í svari við fyrirspurn Kristrúnar Frostadóttur, formanns Samfylkingarinnar, í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag. Innlent 18.3.2024 16:22 Endurskoða aðgangstakmarkanir á morgun Vel hefur gengið á hættusvæðinu við Svartsengi og í Grindavík í dag. Þó hefur verið töluverð mengun á svæðinu og verða aðgangsreglur inn í Grindavík endurskoðaðar á morgun. Innlent 18.3.2024 15:55 Meðmælabréf kennaranna ekki nóg fyrir skólastjórann Kennarar og nemendur í Kóraskóla í Kópavogi eru afar ósáttir við að fá ekki skýr svör frá Kópavogsbæ hvers vegna starfandi skólastjóri hafi ekki fengið ráðningu í auglýst starf skólastjóra. Þeim finnst ekki hafa verið hlustað á sig. Innlent 18.3.2024 15:20 Lítil stemning fyrir rafrænni undirritun Þó undirritun kjarasamninga sé tímafrek og krefjist mikillar pappírsvinnu stendur ekki til að gera aðilum kleift að skrifa undir samningana með rafrænum skilríkjum, enda segja sáttasemjarar að um rótgróna hefð sé að ræða. Innlent 18.3.2024 14:01 Ríkið reynt að hafa þinglýstar jarðir af bændum með valdi Bændur á Syðri-Fljótum segja ríkisstofnanir hafa reynt í tæp tíu ár að hafa af sér þinglýstar jarðir með valdi. Samkvæmt opinberum kortasjám er ríkið búið að eigna sér stóran hluta jarðar þeirra og er beiðnum um leiðréttingu ekki svarað eða þá stofnanir vísa hver á aðra. Innlent 18.3.2024 13:55 Fær engar slysabætur eftir að hafa ekið réttindalaus og „frosið“ á fjórhjólinu Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað tryggingafélagið VÍS og ferðaþjónustufyrirtækið Fjórhjólaævintýri af bótakröfu ungrar konu sem lenti í slysi í fjórhjólaferð á vegslóða við Suðurstrandarveg árið 2021. Dómarinn í málinu mat konuna hafa sýnt af sér stórkostlegt gáleysi enda hafi hún ekki verið komin með ökuréttindi þegar slysið varð. Innlent 18.3.2024 13:34 Íslendingurinn var handtekinn í Baltimore Íslenskur karlmaður á sextugsaldri situr í gæsluvarðhaldi í Bandaríkjunum eftir að hafa verið handtekinn á flugvellinum í Baltimore í Bandaríkjunum í síðustu viku með skotvopn í farangri sínum. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fór í húsleit á heimili mannsins eftir tilkynningu frá bandarískum löggæsluyfirvöldum. Innlent 18.3.2024 12:33 Foreldrar megi ekki vera vondir við sjálfa sig eftir stórt áfall Sérfræðingur í slysavörnum barna segir það geta verið hættulegt fyrir ungabörn að sofa uppi í rúmi hjá foreldrum sínum. Hún segir foreldra sem lenda í áfalli ekki mega kenna sjálfum sér um. Innlent 18.3.2024 12:20 Hraunið á um 330 metra í Suðurstrandarveg Virkni í eldgosinu hefur verið nokkuð stöðug síðan seinnipartinn í gær. Það gýs á tveimur svæðum á gossprungunni í nokkrum gosopum, en svo virðist sem slökknað hafi í nyrstu gosopunum. Innlent 18.3.2024 11:57 Svartsengi rýmt vegna gasmengunar Forsvarsmenn HS Orku ákváðu að rýma starfsstöðina í Svartsengi í morgun vegna gasmengunar sem leggur yfir svæðið vegna eldgossins í Sundhnúkagígaröðinni. Innlent 18.3.2024 11:39 Barmur hrauntjarnar við það að bresta og mikil mengun í Svartsengi Í hádegisfréttum tökum við stöðuna á gosinu á Reykjanesi sem hófst á laugardagskvöld. Innlent 18.3.2024 11:35 Haldlögðu mikið magn skotvopna á höfuðborgarsvæðinu Mikið af skotvopnum, meðal annars skammbyssur og vélbyssur, og íhlututum skotvopna, ásamt miklu magni af skotfærum var haldlagt við húsleit lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fyrir helgina. Innlent 18.3.2024 11:34 Segir Ómar hafa hótað pari málsókn vegna viðtals Par segir Ómar Valdimarsson lögmann hafa hótað þeim málsókn eftir að þau sögðu hann hafa höfðað dómsmál fyrir þeirra hönd án vitneskju þeirra. Ómar birti tölvupóstsamskipti sín við parið á Facebook og sagði þau skorta lesskilning. Parið skoðar hvort tilefni sé til að kæra birtingu Ómars á persónuupplýsingum þeirra og íhuga að kvarta yfir honum til úrskurðarnefndar lögmanna. Innlent 18.3.2024 11:25 « ‹ 304 305 306 307 308 309 310 311 312 … 334 ›
Stöðug virkni í nótt Virknin í gosinu á Reykjanesi hefur verið óbreytt í nótt frá því sem var í gærkvöldi. Innlent 19.3.2024 06:49
„Við verðum að bregðast við þegar glugginn er opinn“ Síðustu mánuði hefur Drífa Jónasdóttir, sérfræðingur í heilbrigðisráðuneytinu, unnið að því að búa til samræmt verklag fyrir alla heilbrigðisstarfsmenn til að fylgja þegar til þeirra leita einstaklingar sem hafa sætt heimilisofbeldi. Verklagið er tilbúið en forritarar hanna nú rafrænt skráningarkerfi svo hægt sé að koma því í prófun og svo framkvæmd. Innlent 19.3.2024 06:45
Ísland meðal örfárra ríkja sem standast viðmið WHO um loftgæði Ísland er eitt aðeins sjö ríkja sem standast viðmið Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar þegar kemur að loftgæðum. Hin ríkin eru Ástralía, Eistland, Finnland, Grenada, Máritíus og Nýja Sjáland. Erlent 19.3.2024 06:36
„Þetta er að verða komið gott“ Formenn Miðflokksins og Samfylkingarinnar eru sammála um að fyrirhuguð sala ríkisins á Landsbankanum fari gegn eigandastefnu ríkisstjórnarinnar. Ríkisstjórnin tali í kross og málið beri þess merki að hún sé ekki sammála um grundvallaratriði. Innlent 18.3.2024 22:48
Bankasýslan kom af fjöllum þegar tilkynnt var um kaupin Forstjóri Bankasýslu ríkisins segir að stofnuninni hafi verið alls ókunnugt um kaup Landsbankans á öllu hlutafé í TM tryggingum. Landsbankinn haldi því fram að upplýst hafi verið um áhuga bankans á kaupunum í óformlegu símtali til stjórnarformanns Bankasýslunnar. Innlent 18.3.2024 22:28
Lýsir yfir vonbrigðum og krefst frestunar aðalfundar Bankasýsla ríkisins hefur lýst yfir vonbrigðum með ákvarðanatöku og upplýsingagjöf bankaráðs Landsbankans um kaup bankans á TM. Bankasýslan krefst þess að aðalfundi Landsbankans verði frestað um fjórar vikur vegna fyrirséðra áhrifa kaupanna á dagskrá, umræður og niðurstöður fundarins. Innlent 18.3.2024 21:57
Sigurinn fordæmdur af evrópskum og bandarískum stjórnvöldum Stjórnvöld í Evrópu og Bandaríkjunum hafa fordæmt úrslit forsetakosninganna í Rússlandi sem fram fóru um helgina. Á meðan hafa stjórnvöld í Kína, Indlandi, Norður Kóreu og Íran óskað Pútín til hamingju með sigurinn. Erlent 18.3.2024 21:10
Árekstur við Kaplakrika Árekstur tveggja bíla var á gatnamótum Reykjanesbrautar og Fjarðarhrauns við Kaplakrika í Hafnarfirði á níunda tímanum í kvöld. Engin alvarleg slys urðu á fólki. Innlent 18.3.2024 20:54
Eldgosið hagi sér öðruvísi og gæti varað lengur Prófessor í jarðeðlisfræði segir eldgosið sem hófst á laugardag hegða sér öðruvísi en hin þrjú sem komið hafa upp á Sundhnúksgígaröðinni. Stöðug virkni í því gæti þýtt að það vari talsvert lengur en síðustu gos. Innlent 18.3.2024 20:30
Jakob Reynir Aftur reynir aftur Maður sem fær ekki að bera millinafnið Aftur ætlar að mótmæla úrskurði mannanafnanefndar sem hafnaði nafninu. Hann segir nafnið ansi táknrænt fyrir sig en hann sneri blaðinu við fyrir tæpum fjórum árum síðan eftir að hafa verið á slæmum stað í lífinu. Innlent 18.3.2024 19:35
Bankastjóri segir það hennar hlutverk að reka Landsbankann Bankastjóri Landsbankans segist hlusta á fjármálaráðherra vegna fyrirhugaðra kaupa bankans á TM tryggingum. Það sé hins vegar hennar hlutverk að reka bankann og auka verðmæti hans. Innlent 18.3.2024 19:20
Enn mikið sjónarspil á gosstöðvunum Talsvert sjónarspil er enn á gosstöðvunum milli Stóra-Skógfells og Hagafells, þar sem eldgos hófst á laugardagskvöld. Innlent 18.3.2024 19:17
Tveggja ára fangelsi fyrir hnífaárás vegna lélegs kókaíns Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt tvítugan karlmann í tveggja ára fangelsi fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás. Manninum var gefið að sök að hafa stungið mann með þeim afleiðingum að hann hlaut stungusár og skurð í nóvember í fyrra. Innlent 18.3.2024 19:08
Hvorki sakborningur né fórnarlamb kannast við skotárásina Ungur karlmaður sem sætir ákæru fyrir tilraun til manndráps við Silfratjörn í Úlfarsárdal í nóvember síðasta árs þvertók fyrir að hafa beitt skotvopni í árásinni. Sá sem varð fyrir skoti í árásinni kvaðst ekkert muna eftir árásinni. Innlent 18.3.2024 18:29
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Virkni í eldgosinu hefur haldist nokkuð stöðug síðan í gær og hrauntunga sem stefnir í átt að Suðurstrandavegi hreyfist hægt. Óttast er að barmur hrauntjarnar gæti brostið og hraun flætt hratt yfir veginn. Við ræðum við Magnús Tuma Guðmundsson prófessor í jarðeðlisfræði í beinni um stöðuna í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 18.3.2024 18:05
Stefán Ingimar neitar að koma til landsins Stefán Ingimar Koeppen Brynjarsson, sem er eftirlýstur á vef alþjóðalögreglunnar Interpol að beiðni lögreglu á Íslandi, hefur verið í sambandi við lögreglu hér á landi en harðneitar að koma til landsins til yfirheyrslu. Lögregla vill ná tali af honum vegna þriggja mála sem varða innflutning fíkniefna. Innlent 18.3.2024 17:41
Virkni gossins enn stöðug og hætta enn talin mikil Nýtt hættumat Veðurstofu Íslands tekur gildi í dag og mun gilda næstu tvo daga til 20. mars. Hætta er enn talin mjög mikil í Sundhnúksgígaröðinni og þá er mikil hætta vegna gasmengunar í kringum Svartsengi og vegna hraunflæðis. Innlent 18.3.2024 16:56
Tekur ekki þátt í að selja hlut í Landsbankanum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir ljóst að hún muni ekki taka þátt í því að selja hlut ríkisins í Landsbankanum. Þetta sagði Katrín í svari við fyrirspurn Kristrúnar Frostadóttur, formanns Samfylkingarinnar, í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag. Innlent 18.3.2024 16:22
Endurskoða aðgangstakmarkanir á morgun Vel hefur gengið á hættusvæðinu við Svartsengi og í Grindavík í dag. Þó hefur verið töluverð mengun á svæðinu og verða aðgangsreglur inn í Grindavík endurskoðaðar á morgun. Innlent 18.3.2024 15:55
Meðmælabréf kennaranna ekki nóg fyrir skólastjórann Kennarar og nemendur í Kóraskóla í Kópavogi eru afar ósáttir við að fá ekki skýr svör frá Kópavogsbæ hvers vegna starfandi skólastjóri hafi ekki fengið ráðningu í auglýst starf skólastjóra. Þeim finnst ekki hafa verið hlustað á sig. Innlent 18.3.2024 15:20
Lítil stemning fyrir rafrænni undirritun Þó undirritun kjarasamninga sé tímafrek og krefjist mikillar pappírsvinnu stendur ekki til að gera aðilum kleift að skrifa undir samningana með rafrænum skilríkjum, enda segja sáttasemjarar að um rótgróna hefð sé að ræða. Innlent 18.3.2024 14:01
Ríkið reynt að hafa þinglýstar jarðir af bændum með valdi Bændur á Syðri-Fljótum segja ríkisstofnanir hafa reynt í tæp tíu ár að hafa af sér þinglýstar jarðir með valdi. Samkvæmt opinberum kortasjám er ríkið búið að eigna sér stóran hluta jarðar þeirra og er beiðnum um leiðréttingu ekki svarað eða þá stofnanir vísa hver á aðra. Innlent 18.3.2024 13:55
Fær engar slysabætur eftir að hafa ekið réttindalaus og „frosið“ á fjórhjólinu Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað tryggingafélagið VÍS og ferðaþjónustufyrirtækið Fjórhjólaævintýri af bótakröfu ungrar konu sem lenti í slysi í fjórhjólaferð á vegslóða við Suðurstrandarveg árið 2021. Dómarinn í málinu mat konuna hafa sýnt af sér stórkostlegt gáleysi enda hafi hún ekki verið komin með ökuréttindi þegar slysið varð. Innlent 18.3.2024 13:34
Íslendingurinn var handtekinn í Baltimore Íslenskur karlmaður á sextugsaldri situr í gæsluvarðhaldi í Bandaríkjunum eftir að hafa verið handtekinn á flugvellinum í Baltimore í Bandaríkjunum í síðustu viku með skotvopn í farangri sínum. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fór í húsleit á heimili mannsins eftir tilkynningu frá bandarískum löggæsluyfirvöldum. Innlent 18.3.2024 12:33
Foreldrar megi ekki vera vondir við sjálfa sig eftir stórt áfall Sérfræðingur í slysavörnum barna segir það geta verið hættulegt fyrir ungabörn að sofa uppi í rúmi hjá foreldrum sínum. Hún segir foreldra sem lenda í áfalli ekki mega kenna sjálfum sér um. Innlent 18.3.2024 12:20
Hraunið á um 330 metra í Suðurstrandarveg Virkni í eldgosinu hefur verið nokkuð stöðug síðan seinnipartinn í gær. Það gýs á tveimur svæðum á gossprungunni í nokkrum gosopum, en svo virðist sem slökknað hafi í nyrstu gosopunum. Innlent 18.3.2024 11:57
Svartsengi rýmt vegna gasmengunar Forsvarsmenn HS Orku ákváðu að rýma starfsstöðina í Svartsengi í morgun vegna gasmengunar sem leggur yfir svæðið vegna eldgossins í Sundhnúkagígaröðinni. Innlent 18.3.2024 11:39
Barmur hrauntjarnar við það að bresta og mikil mengun í Svartsengi Í hádegisfréttum tökum við stöðuna á gosinu á Reykjanesi sem hófst á laugardagskvöld. Innlent 18.3.2024 11:35
Haldlögðu mikið magn skotvopna á höfuðborgarsvæðinu Mikið af skotvopnum, meðal annars skammbyssur og vélbyssur, og íhlututum skotvopna, ásamt miklu magni af skotfærum var haldlagt við húsleit lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fyrir helgina. Innlent 18.3.2024 11:34
Segir Ómar hafa hótað pari málsókn vegna viðtals Par segir Ómar Valdimarsson lögmann hafa hótað þeim málsókn eftir að þau sögðu hann hafa höfðað dómsmál fyrir þeirra hönd án vitneskju þeirra. Ómar birti tölvupóstsamskipti sín við parið á Facebook og sagði þau skorta lesskilning. Parið skoðar hvort tilefni sé til að kæra birtingu Ómars á persónuupplýsingum þeirra og íhuga að kvarta yfir honum til úrskurðarnefndar lögmanna. Innlent 18.3.2024 11:25