Fréttir Nýr Grindavíkurvegur vonandi lagður til frambúðar Jarðverkfræðingur hjá Eflu segir óvissu ríkja um hraunrennsli í átt að Suðurstrandavegi þrátt fyrir að útlitið sé ágætt sem stendur. Unnið er að lagningu nýs Grindavíkurvegar sem hann vonar að verði til frambúðar. Innlent 19.3.2024 19:05 Ný vísitala íbúðaverðs hækkar Ný vísitala íbúðaverðs hækkaði um 1,9 prósent á milli mánaða í febrúar og hefur hækkað um 5,7 prósent á síðustu tólf mánuðum. Með nýju vísitölunni má sjá verðþróun eftir landssvæðum og íbúðaflokkum, en gamla vísitalan sýndi einungis verðþróun á höfuðborgarsvæðinu. Innlent 19.3.2024 18:58 Kvörtunum vegna vetrarþjónustu fækkað um sjötíu prósent Ánægja borgarbúa með vetrarþjónustu virðist hafa stóraukist í kjölfar umræddrar heildarendurskoðunnar stýrihóps. Kvörtunum vegna vetrarþjónustu í Reykjavík fækkaði um sjötíu prósent milli ára. Innlent 19.3.2024 18:20 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Fáir voru á ferli í Grindavík í dag þegar bærinn var opnaður á ný. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verðum við í beinni frá Reykjanesi, ræðum við jarðeðlisfræðing og þá sem fóru í bæinn auk þess sem við kíkjum á vinnu við varnargarða. Innlent 19.3.2024 18:07 Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn mynda meirihluta Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur hafa ákveðið að mynda meirihluta í bæjarstjórn Fjarðabyggðar. Meirihlutinn samanstendur af sjö af níu bæjarfulltrúum. Innlent 19.3.2024 17:59 Heiðin líklega lokuð til morguns Búið er að loka þjóðveginum um Holtavörðuheiði vegna óveðurs. Ekki er reiknað með að opnað verði fyrir umferð um heiðina fyrr en í fyrramálið. Innlent 19.3.2024 17:30 Ákærður fyrir að falsa bólusetningarvottorð Jair Bolsonaro, fyrrverandi forseti Brasilíu, var ákærður í morgun. Hann og sextán aðrir eru sakaðir um að hafa falsað opinber gögn svo þeir virtust hafa fengið bólusetningu gegn Covid-19. Þetta er í fyrsta sinn sem Bolsonaro er ákærður en hann stendur mögulega frammi fyrir fleiri ákærum á næstunni. Erlent 19.3.2024 16:32 Leiddur út í járnum á Grandavegi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu réðst í aðgerð í tengslum við rannsókn á fíkniefnalagabrot. Einn var handtekinn í aðgerðunum. Innlent 19.3.2024 16:13 Árásir með eggvopni og hamri á Akureyri Stunguárás og árás með hamri voru framdar á Akureyri aðfaranótt síðastliðins laugardags. Áverkar þeirra sem urðu fyrir árásunum voru minni háttar og hafa þeir verið útskrifaðir af sjúkrahúsi. Innlent 19.3.2024 16:03 Metfjöldi skemmtiferðaskipa í sumar Aldrei hafa jafn mörg skemmtiferðaskip boðað koma sína á Ísafjörð líkt og í sumar. Bæjarstjórinn segir unnið að því að tryggja að ferðamenn í bænum verði ekki fleiri en innviðirnir þola. Innlent 19.3.2024 16:01 Segir ástandsskoðanir NTÍ í Grindavík fúsk Grindvíkingurinn Hilmar Freyr Gunnarsson vill að Alþingi fari yfir framkvæmd ástandsskoðana Náttúruhamfaratryggingu Íslands (NTÍ) á húsum í Grindavík. Hann segir framkvæmdina forkastanlega og fúsk. Forstjóri NTÍ segir aðeins um fyrstu matsgerð að ræða og hvetur fólk til að skila inn athugasemdum sé það ósátt. Innlent 19.3.2024 15:56 Bóndi dæmdur í fimm ára bann frá nautgripum Bóndi hlaut í síðustu viku þriggja mánaða fangelsisdóm, skilorðsbundna til tveggja ára, í Héraðsdómi Austurlands fyrir vanrækslu á dýrum. Þá er honum óheimilt að hafa nautgripi í sinni umsjá, versla með þá, eða sýsla með öðrum hætti næstu fimm ár frá uppkvaðningu dómsins. Innlent 19.3.2024 15:34 Baldur boðar til blaðamannafundar Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, ætlar á morgun að upplýsa um ákvörðun sína varðandi framboð til embættis forseta Íslands á blaðamannafundi í Bæjarbíói í Hafnarfirði. Þetta kemur fram í tilkynningu. Innlent 19.3.2024 15:12 Fólk í fagfélögunum sagði upp til hópa já Félagsfólk í Fagfélögunum Matvís, VM og RSÍ hefur samþykkt kjarasamninga við Samtök atvinnulífsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félögunum. Innlent 19.3.2024 15:03 Veita aftur fé til UNRWA Ísland mun greiða kjarnaframlag landsins til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) fyrir 1. apríl. Það framlag samsvarar 110 milljónum króna á ári frá þessu ári til og með ársins 2028. Innlent 19.3.2024 14:53 Frumvarp um sölu á restinni af Íslandsbanka komið fram Frumvarp fjármálaráðherra um sölu á því sem eftir er af eign ríkisins í Íslandsbanka var afgreitt úr ríkisstjórn í morgun. Gert er ráð fyrir því af hlutirnir verði seldir almenningi í tveimur áföngum á þessu ári og næsta. Innlent 19.3.2024 13:56 HÍ mátti reka nemanda í geðrofi sem hótaði samnemanda lífláti Áfrýjunarnefnd í kærumálum háskólanema úrskurðaði í dag að Háskóla Íslands hafi verið heimilt að víkja nemanda úr skólanum. Nemandinn, sem stundaði nám við Lyfjafræðideild háskólans, krafðist þess að ákvörðun forseta Heilbrigðisvísindasviðs um að víkja honum úr skólanum yrði felld úr gildi, og yrði breytt þannig að honum yrði ekki heimiluð skólavist. Áfrýjunarnefndin féllst ekki á það. Innlent 19.3.2024 13:39 Samningar Samiðnar samþykktir Mikill meirihluti félagsmanna Samiðnar greiddi atkvæði með nýlegum kjarasamningi við Samtök atvinnulífsins. Atkvæðagreiðslu lauk í dag en samningarnir náðu til tæplega 8700 manns. Innlent 19.3.2024 13:36 Segist nota ketamín gegn þunglyndi Elon Musk, einhver auðugasti maður heims, segist nota ketamín gegn „neikvæðu efnaástandi“ eða þunglyndi og að hann sé „nánast alltaf“ edrú þegar hann birtir færslur á X seint á kvöldin og næturnar. Musk segist ekki nota of mikið ketamín og telur að hluthafar í fyrirtækjum hans hagnist á notkuninni. Erlent 19.3.2024 13:28 Bílvelta á Kjalarnesi Bílvelta varð á Vesturlandsvegi á Kjalarnesi um klukkan 13 í dag. Innlent 19.3.2024 13:23 Óforsvaranlegt að 2,1 milljarði verði varið til listaverkakaupa fyrir nýja Landspítalann Jón Gunnarsson og fleiri þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram frumvarp um breytingu á myndlistarlögum, þar sem lagt er til að kvöð um að verja prósenti af heildarkostnaði opinberrar byggingar til listaverkakaupa verði felld niður. Innlent 19.3.2024 12:11 Eldgosið toppar þrjú síðustu Eldgosið sem hófst á níunda tímanum á laugardagskvöld hefur nú staðið lengur en síðustu þrjúgos síðan í desember síðastliðnum. Það hefur nú staðið í tvo og hálfan sólarhring. Þetta kemur fram á vef Veðurstofu Íslands. Innlent 19.3.2024 12:06 Gos við Grindavík og tekist á um TM Grindvíkingar fengu að snúa aftur til bæjarins í morgun eftir ákvörðun lögreglustjóra. Stöðug virkni er þó enn á gosinu. Innlent 19.3.2024 11:37 Vistmaður á fangelsinu Sogni fannst látinn Vistmaður á fangelsinu Sogni í Ölfusi fannst látinn seint síðastliðið fimmtudagskvöld. Ekki er talið að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti. Þrátt fyrir það rannsakar lögregla málið. Þetta staðfestir Páll E. Winkel fangelsismálastjóri í samtali við fréttastofu. Innlent 19.3.2024 11:16 Heilsugæslan tekur alfarið við svörun í númerinu 1700 Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu hefur nú alfarið tekið yfir svörun í síma 1700, sem áður var sinnt af Læknavaktinni. Neyðarsíminn verður áfram 112 og er fólki bent á að hringja í það númer ef þörf krefur. Innlent 19.3.2024 10:57 Krafði Ómar um endurgreiðslu eftir að hafa lesið um hann í blöðunum Lögmaðurinn Ómar R. Valdimarsson hefur, ásamt lögmannsstofu sinni ESJA Legal, verið dæmdur til að greiða fyrrverandi umbjóðanda sínum 490 þúsund krónur. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur sem dæmdi í málinu síðastliðinn fimmtudag. Innlent 19.3.2024 10:46 Opna Grindavík aftur Grindavík hefur verið opnuð aftur og Grindvíkingum og þeim sem starfa í bænum leyft að dvelja þar og vinna. Í tilkynningu frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum segir að lítil sem engin hreyfing sé á hraunrennsli, bæði inn í Svartsengi og fyrir ofan Suðurstrandaveg. Innlent 19.3.2024 10:30 Hjónum fjölgar hjá umboðsmanni skuldara Einstaklingum sem leita aðstoðar umboðsmanns skuldara vegna fjárhagsvanda fer fjölgandi. Umsækjendum sem eru með vinnu hefur fjölgað og eru orðnir stærsti hópur umsækjenda, þegar litið er til atvinnustöðu. Þá sækja hjón og sambúðafólk í auknum mæli um aðstoð. Innlent 19.3.2024 09:26 „Mannkynið mun ekki lifa framhald af Oppenheimer“ Bandaríkin og Japan standa saman að ályktun sem hefur verið lögð fram í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna um bann gegn kjarnorkuvopnum í geimnum. Erlent 19.3.2024 08:54 Bein útsending: Málþing um framtíð rammaáætlunar Málþing um framtíð rammaáætlunar fer fram í Þjóðmenningarhúsinu í dag. Málþingið hefst klukkan níu og verður hægt að fylgjast með í beinu streymi að neðan. Innlent 19.3.2024 08:21 « ‹ 303 304 305 306 307 308 309 310 311 … 334 ›
Nýr Grindavíkurvegur vonandi lagður til frambúðar Jarðverkfræðingur hjá Eflu segir óvissu ríkja um hraunrennsli í átt að Suðurstrandavegi þrátt fyrir að útlitið sé ágætt sem stendur. Unnið er að lagningu nýs Grindavíkurvegar sem hann vonar að verði til frambúðar. Innlent 19.3.2024 19:05
Ný vísitala íbúðaverðs hækkar Ný vísitala íbúðaverðs hækkaði um 1,9 prósent á milli mánaða í febrúar og hefur hækkað um 5,7 prósent á síðustu tólf mánuðum. Með nýju vísitölunni má sjá verðþróun eftir landssvæðum og íbúðaflokkum, en gamla vísitalan sýndi einungis verðþróun á höfuðborgarsvæðinu. Innlent 19.3.2024 18:58
Kvörtunum vegna vetrarþjónustu fækkað um sjötíu prósent Ánægja borgarbúa með vetrarþjónustu virðist hafa stóraukist í kjölfar umræddrar heildarendurskoðunnar stýrihóps. Kvörtunum vegna vetrarþjónustu í Reykjavík fækkaði um sjötíu prósent milli ára. Innlent 19.3.2024 18:20
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Fáir voru á ferli í Grindavík í dag þegar bærinn var opnaður á ný. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verðum við í beinni frá Reykjanesi, ræðum við jarðeðlisfræðing og þá sem fóru í bæinn auk þess sem við kíkjum á vinnu við varnargarða. Innlent 19.3.2024 18:07
Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn mynda meirihluta Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur hafa ákveðið að mynda meirihluta í bæjarstjórn Fjarðabyggðar. Meirihlutinn samanstendur af sjö af níu bæjarfulltrúum. Innlent 19.3.2024 17:59
Heiðin líklega lokuð til morguns Búið er að loka þjóðveginum um Holtavörðuheiði vegna óveðurs. Ekki er reiknað með að opnað verði fyrir umferð um heiðina fyrr en í fyrramálið. Innlent 19.3.2024 17:30
Ákærður fyrir að falsa bólusetningarvottorð Jair Bolsonaro, fyrrverandi forseti Brasilíu, var ákærður í morgun. Hann og sextán aðrir eru sakaðir um að hafa falsað opinber gögn svo þeir virtust hafa fengið bólusetningu gegn Covid-19. Þetta er í fyrsta sinn sem Bolsonaro er ákærður en hann stendur mögulega frammi fyrir fleiri ákærum á næstunni. Erlent 19.3.2024 16:32
Leiddur út í járnum á Grandavegi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu réðst í aðgerð í tengslum við rannsókn á fíkniefnalagabrot. Einn var handtekinn í aðgerðunum. Innlent 19.3.2024 16:13
Árásir með eggvopni og hamri á Akureyri Stunguárás og árás með hamri voru framdar á Akureyri aðfaranótt síðastliðins laugardags. Áverkar þeirra sem urðu fyrir árásunum voru minni háttar og hafa þeir verið útskrifaðir af sjúkrahúsi. Innlent 19.3.2024 16:03
Metfjöldi skemmtiferðaskipa í sumar Aldrei hafa jafn mörg skemmtiferðaskip boðað koma sína á Ísafjörð líkt og í sumar. Bæjarstjórinn segir unnið að því að tryggja að ferðamenn í bænum verði ekki fleiri en innviðirnir þola. Innlent 19.3.2024 16:01
Segir ástandsskoðanir NTÍ í Grindavík fúsk Grindvíkingurinn Hilmar Freyr Gunnarsson vill að Alþingi fari yfir framkvæmd ástandsskoðana Náttúruhamfaratryggingu Íslands (NTÍ) á húsum í Grindavík. Hann segir framkvæmdina forkastanlega og fúsk. Forstjóri NTÍ segir aðeins um fyrstu matsgerð að ræða og hvetur fólk til að skila inn athugasemdum sé það ósátt. Innlent 19.3.2024 15:56
Bóndi dæmdur í fimm ára bann frá nautgripum Bóndi hlaut í síðustu viku þriggja mánaða fangelsisdóm, skilorðsbundna til tveggja ára, í Héraðsdómi Austurlands fyrir vanrækslu á dýrum. Þá er honum óheimilt að hafa nautgripi í sinni umsjá, versla með þá, eða sýsla með öðrum hætti næstu fimm ár frá uppkvaðningu dómsins. Innlent 19.3.2024 15:34
Baldur boðar til blaðamannafundar Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, ætlar á morgun að upplýsa um ákvörðun sína varðandi framboð til embættis forseta Íslands á blaðamannafundi í Bæjarbíói í Hafnarfirði. Þetta kemur fram í tilkynningu. Innlent 19.3.2024 15:12
Fólk í fagfélögunum sagði upp til hópa já Félagsfólk í Fagfélögunum Matvís, VM og RSÍ hefur samþykkt kjarasamninga við Samtök atvinnulífsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félögunum. Innlent 19.3.2024 15:03
Veita aftur fé til UNRWA Ísland mun greiða kjarnaframlag landsins til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) fyrir 1. apríl. Það framlag samsvarar 110 milljónum króna á ári frá þessu ári til og með ársins 2028. Innlent 19.3.2024 14:53
Frumvarp um sölu á restinni af Íslandsbanka komið fram Frumvarp fjármálaráðherra um sölu á því sem eftir er af eign ríkisins í Íslandsbanka var afgreitt úr ríkisstjórn í morgun. Gert er ráð fyrir því af hlutirnir verði seldir almenningi í tveimur áföngum á þessu ári og næsta. Innlent 19.3.2024 13:56
HÍ mátti reka nemanda í geðrofi sem hótaði samnemanda lífláti Áfrýjunarnefnd í kærumálum háskólanema úrskurðaði í dag að Háskóla Íslands hafi verið heimilt að víkja nemanda úr skólanum. Nemandinn, sem stundaði nám við Lyfjafræðideild háskólans, krafðist þess að ákvörðun forseta Heilbrigðisvísindasviðs um að víkja honum úr skólanum yrði felld úr gildi, og yrði breytt þannig að honum yrði ekki heimiluð skólavist. Áfrýjunarnefndin féllst ekki á það. Innlent 19.3.2024 13:39
Samningar Samiðnar samþykktir Mikill meirihluti félagsmanna Samiðnar greiddi atkvæði með nýlegum kjarasamningi við Samtök atvinnulífsins. Atkvæðagreiðslu lauk í dag en samningarnir náðu til tæplega 8700 manns. Innlent 19.3.2024 13:36
Segist nota ketamín gegn þunglyndi Elon Musk, einhver auðugasti maður heims, segist nota ketamín gegn „neikvæðu efnaástandi“ eða þunglyndi og að hann sé „nánast alltaf“ edrú þegar hann birtir færslur á X seint á kvöldin og næturnar. Musk segist ekki nota of mikið ketamín og telur að hluthafar í fyrirtækjum hans hagnist á notkuninni. Erlent 19.3.2024 13:28
Bílvelta á Kjalarnesi Bílvelta varð á Vesturlandsvegi á Kjalarnesi um klukkan 13 í dag. Innlent 19.3.2024 13:23
Óforsvaranlegt að 2,1 milljarði verði varið til listaverkakaupa fyrir nýja Landspítalann Jón Gunnarsson og fleiri þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram frumvarp um breytingu á myndlistarlögum, þar sem lagt er til að kvöð um að verja prósenti af heildarkostnaði opinberrar byggingar til listaverkakaupa verði felld niður. Innlent 19.3.2024 12:11
Eldgosið toppar þrjú síðustu Eldgosið sem hófst á níunda tímanum á laugardagskvöld hefur nú staðið lengur en síðustu þrjúgos síðan í desember síðastliðnum. Það hefur nú staðið í tvo og hálfan sólarhring. Þetta kemur fram á vef Veðurstofu Íslands. Innlent 19.3.2024 12:06
Gos við Grindavík og tekist á um TM Grindvíkingar fengu að snúa aftur til bæjarins í morgun eftir ákvörðun lögreglustjóra. Stöðug virkni er þó enn á gosinu. Innlent 19.3.2024 11:37
Vistmaður á fangelsinu Sogni fannst látinn Vistmaður á fangelsinu Sogni í Ölfusi fannst látinn seint síðastliðið fimmtudagskvöld. Ekki er talið að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti. Þrátt fyrir það rannsakar lögregla málið. Þetta staðfestir Páll E. Winkel fangelsismálastjóri í samtali við fréttastofu. Innlent 19.3.2024 11:16
Heilsugæslan tekur alfarið við svörun í númerinu 1700 Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu hefur nú alfarið tekið yfir svörun í síma 1700, sem áður var sinnt af Læknavaktinni. Neyðarsíminn verður áfram 112 og er fólki bent á að hringja í það númer ef þörf krefur. Innlent 19.3.2024 10:57
Krafði Ómar um endurgreiðslu eftir að hafa lesið um hann í blöðunum Lögmaðurinn Ómar R. Valdimarsson hefur, ásamt lögmannsstofu sinni ESJA Legal, verið dæmdur til að greiða fyrrverandi umbjóðanda sínum 490 þúsund krónur. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur sem dæmdi í málinu síðastliðinn fimmtudag. Innlent 19.3.2024 10:46
Opna Grindavík aftur Grindavík hefur verið opnuð aftur og Grindvíkingum og þeim sem starfa í bænum leyft að dvelja þar og vinna. Í tilkynningu frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum segir að lítil sem engin hreyfing sé á hraunrennsli, bæði inn í Svartsengi og fyrir ofan Suðurstrandaveg. Innlent 19.3.2024 10:30
Hjónum fjölgar hjá umboðsmanni skuldara Einstaklingum sem leita aðstoðar umboðsmanns skuldara vegna fjárhagsvanda fer fjölgandi. Umsækjendum sem eru með vinnu hefur fjölgað og eru orðnir stærsti hópur umsækjenda, þegar litið er til atvinnustöðu. Þá sækja hjón og sambúðafólk í auknum mæli um aðstoð. Innlent 19.3.2024 09:26
„Mannkynið mun ekki lifa framhald af Oppenheimer“ Bandaríkin og Japan standa saman að ályktun sem hefur verið lögð fram í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna um bann gegn kjarnorkuvopnum í geimnum. Erlent 19.3.2024 08:54
Bein útsending: Málþing um framtíð rammaáætlunar Málþing um framtíð rammaáætlunar fer fram í Þjóðmenningarhúsinu í dag. Málþingið hefst klukkan níu og verður hægt að fylgjast með í beinu streymi að neðan. Innlent 19.3.2024 08:21