Fréttir „Hvergi er gengið svo langt í að skapa möguleika á einokun“ Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir nýsamþykkt búvörulög mun róttækari en þekkist í löndunum í kringum okkur. Löggjafinn hafi gengið mun lengra en þekkist í nágrannaþjóðum. Innlent 22.3.2024 14:51 Fær um tólf milljónir í biðlaun sem skerðast ekki fái hann annað starf Geir Sveinsson fær greiddar um þrettán milljónir í nokkrum greiðslum sem hluta af starfslokasamningi. Greiðslur til Geirs skerðast ekki fái hann aðra vinnu þrátt fyrir bókun sem samþykkt var í bæjarráði um það. Bæjarstjórn Hveragerðis samþykkti starfslokasamning hans í dag. Innlent 22.3.2024 14:45 Zuism-bræður dæmdir í Landsrétti Bræðurnir Ágúst Arnar og Einar Ágústssynir voru í dag sakfelldir af ákæru um að hafa stundað fjársvik og peningaþvætti í tengslum við trúfélagið Zuism. Landsréttur sneri dómi héraðsdóms í málinu sem hafði sýknað bræðurna. Innlent 22.3.2024 14:13 Hafna tillögu um „brýnt vopnahlé“ Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur hafnað ályktun um vopnahlés á Gasaströndinni. Sendiherrar Rússlands og Kína beittu neitunarvaldi ríkjanna til að koma í veg fyrir samþykkt ályktunarinnar, sem lögð var fram af sendiherra Bandaríkjanna. Erlent 22.3.2024 13:41 Orkumálastjóri íhugar forsetaframboð „Ég hef fengið fullt af hvatningu í þetta embætti og almennt í ólík störf í gegnum tíðina en þetta er kveðja sem hittir beint í hjartastað,“ segir Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri, sem íhugar forsetaframboð. Innlent 22.3.2024 13:35 „Framsókn tryggt að páskalambið renni ljúflega niður í ár“ Halla Signý Kristjánsdóttir fagnaði breytingum á búvörusamningum á þinginu áðan en það gerði Sigmar Guðmundsson Viðreisn ekki. Hann óskaði Sjálfstæðisflokknum sérstaklega til hamingju með að hafa á örfáum dögum ríkisvætt tryggingafélag og tryggt einokun milliliða í landbúnaði. Innlent 22.3.2024 12:17 Hæstiréttur tekur ekki fyrir níu ára gamalt nauðgunarmál Hæstiréttur mun ekki taka fyrir mál Fjölnis Guðsteinssonar, sem hlaut átján mánaða fangelsisdóm í Landsrétti í desember fyrir nauðgun sem átti sér stað í júní 2015. Innlent 22.3.2024 12:02 Umfangsmiklar árásir á Úkraínu Rafmagnsleysi hefur orðið víða í Úkraínu eftir umfangsmikla árás Rússa á orkuinnviði landsins í nótt og í morgun. Úkraínumenn segja Rússa hafa notað rúmlega sextíu Shahed-sjálfsprengidróna frá Íran og tæplega níutíu eld- og stýriflaugar. Erlent 22.3.2024 11:56 Vill samskipti Bankasýslunnar og ráðuneytis upp á yfirborð Fjárlaganefnd ætlar að óska eftir upplýsingum frá Bankasýslunni um samskipti stofnunarinnar og fjármálaráðuneytisins vegna kaupa Landsbankans á TM tryggingafélagi. Formaður nefndarinnar hefur efasemdir um kaupin en telur rétt að bíða eftir skýringum. Innlent 22.3.2024 11:51 Nýsamþykkt búvörulög harðlega gagnrýnd Í hádegisfréttum fjöllum við um búvörulög sem samþykkt voru á Alþingi í gær en meðferð Alþings á málinu hefur verið harðlega gagnrýnd Innlent 22.3.2024 11:43 Hyggjast opna námuna og sækja efni Verktakar sem vinna að vegagerð og varnargörðum á Reykjanesi hyggjast freista þess að opna Melhólsnámu, þar sem hraun flæddi inn í gærkvöldi. Til stendur að reyna að útvíkka námuna svo hægt sé að ná í efni sem notað yrði til að hækka varnargarða við Grindavík. Innlent 22.3.2024 11:04 Landsnefndin notuð til að borga lögfræðikostnað Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðandi, hefur gert nýtt fjáröflunarsamkomulag við Landsnefnd Repúblikanaflokksins (RNC). Það samkomulag felur í sér að fjármunir sem RNC safnar fara í pólitískan aðgerðasjóð Trumps til að borga lögfræðikostnað hans. Erlent 22.3.2024 11:03 Starfslok Geirs staðfest í bæjarstjórn Tillaga að starfslokasamningi Geirs Sveinssonar var samþykkt í bæjarstjórn í morgun. Geir hefur gegn starfi bæjarstjóra síðustu tvö ár og lætur strax af störfum. Helga Kristjánsdóttir, skrifstofustjóri Hveragerðisbæjar, verður staðgengill bæjarstjóra þangað til nýr bæjarstjóri verður ráðinn. Innlent 22.3.2024 10:31 Umboðsmaður Alþingis sækir um hjá Hæstarétti Skúli Magnússon, umboðsmaður Alþingis, er á meðal þeirra sem sótti um laust sæti dómara við Hæstarétt. Fjórir sóttu um embættið, sem var auglýst þann fyrsta mars síðastliðinn, en umsóknarfrestur rann út átjánda mars. Innlent 22.3.2024 09:58 Flutningabifreið á hliðinni undir Ingólfsfjalli og lokar veginum austur Flutningabifreið fór á hliðina undir Ingólfsfjalli nú fyrir stundu og þverar algjörlega leiðina austur. Lögregla er á vettvangi og bíður þess að bílinn verðir fluttur af veginum. Hjáleið er um gamla Suðurlandsveginn fyrir neðan hringveginn. Innlent 22.3.2024 08:57 Kærkomin snjósending fyrir skíðaviku en heldur mikil ófærð Ófært er víða á Vestfjörðum og óvissustig í gangi vegna snjóflóðahættu. Vegir eru víða lokaðir og gul veðurviðvörun í gildi til hádegis. Bæjarstjórinn segir snjósendinguna hafa verið kærkomna en ekki ófærðina. Innlent 22.3.2024 08:50 Umdeilt afurðastöðvafrumvarp samþykkt á Alþingi í gær Frumvarp matvælaráðherra um breytingar á búvörulögum var samþykkt á Alþingi í gær, þrátt fyrir hörð mótmæli Samkeppniseftirlitsins, Neytendasamtakanna, Alþýðusambands Íslands, VR, Félags atvinnurekenda og fleiri. Innlent 22.3.2024 08:20 Tíu pósthúsum vítt og breitt um land lokað í sumar Til stendur að loka tíu pósthúsum Póstsins í sumar. Um er að ræða fjögur pósthús á Austfjörðum, fjögur á Norðurlandi, eitt á Vesturlandi og eitt á Vestfjörðum. Sendingar verða í staðinn afgreiddar af bílstjórum póstbíla og í póstboxum. Innlent 22.3.2024 08:01 Vaka vann nauman meirihluta í Stúdentaráði Vaka – félag lýðræðissinnaðra stúdenta komst í meirihluta í kosningum til Stúdentaráðs Háskóla Íslands í nótt. Það er í fyrsta sinn síðan árið 2017 sem Vaka nær meirihluta. Samkvæmt tilkynningu frá kjörstjórn var kjörsókn um 31 prósent til Stúdentaráðs og 28 prósent til Háskólaráðs. Innlent 22.3.2024 07:55 Gular viðvaranir og slæmt ferðaveður á Vestur- og Norðurlandi Gular viðvaranir eru í gildi á nær öllu vestan- og norðanverðu landinu. Þær renna út á Breiðafirði og Vestfjörðum á hádegi en ekki fyrr en á morgun á Norðvestur- og Norðurlandi. Slæm færð er á vegum um land allt og víða vegir lokaðir eða á óvissustigi. Veður 22.3.2024 07:21 Everest-farar skikkaðir til að hirða eftir sig skítinn og safna í poka Óhemjumikið magn sorps og úrgangs hefur safnast saman á Everest síðustu ár og áratugi, samfara auknum ágangi klifurgarpa á fjallið. Nú er svo komið að yfirvöld á svæðinu hafa fengið nóg og verða menn héðan í frá skikkaðir til að hirða upp eftir sig skítinn. Erlent 22.3.2024 06:58 Yngstu börnin innrituð í Garðabæ og Mosfellsbæ Á höfuðborgarsvæðinu er nú unnið að því að innrita börn í leikskóla fyrir bæði næsta haust og sum þetta vorið. Um er að ræða árganga barna sem fæddust árin 2022 og 2023 en misjafnt er eftir sveitarfélögum hversu langt þau ná inn í árið 2023. Innlent 22.3.2024 06:46 Samkomulag að nást um að nýta vexti af Rússaeignum í þágu Úkraínu Leiðtogar aðildarríkja Evrópusambandins hafa komist að samkomulagi um að veita vöxtum af þeim eignum Rússa sem hafa verið frystar í refsiaðgerðum sambandsins til að fjármagna varnir Úkraínumanna. Erlent 22.3.2024 06:39 Þverneitar að hafa freistast til að fegra ferilskrána „Alls ekki! Því skyldi ég gera það?“ svarar Halla Tómasdóttir athafnamanneskja og forsetaframbjóðandi ákveðið, spurð að því hvort hún hafi freistast til þess að fegra ferilskrána. Innlent 22.3.2024 06:11 Ekki útilokað að gosið endist í marga mánuði Kvikan sem safnaðist fyrir í Svartsengi flæðir nú beint upp og landri stöðvast. Jarðeðlisfræðingur segir yfirstandandi eldgos sambærilegt atburðum í Fagradalsfjalli. Engin merki séu um að gosið sé að minnka og það geti varað í margar vikur, jafnvel mánuði. Innlent 21.3.2024 23:45 Óvissustigi lýst yfir á Norðurlandi Óvissustigi vegna snjóflóðahættu hefur verið lýst yfir á Norðurlandi frá klukkan 20:00 í kvöld, fimmtudag 21. mars. Innlent 21.3.2024 22:01 Íbúar björguðu því að öll kælivara á Grundarfirði færi í ruslið Kælarnir í Kjörbúðinni í Grundarfirði biluðu í dag og var útlit fyrir að henda þyrfti allri kælivöru. Með samhentu átaki Samkaupa, bæjarins og íbúa náði að tryggja að ekkert færi til spillis. Kælarnir eru nú aftur komnir í gang. Innlent 21.3.2024 22:00 Vildi fá ökuréttindi án þess að taka prófið og réðst á mann Erlendur karlmaður hefur verið dæmdur í fjórtán mánaða fangelsi fyrir fjölda brota. Hann var meðal annars fundinn sekur um hrinda manni sem reyndi að róa hann niður eftir að starfsmaður Frumherja neitaði að veita honum ökuréttindi án þess að hann tæki bílpróf. Hann var einnig sakfelldur fyrir að senda sprengjuhótanir. Innlent 21.3.2024 21:07 Nær ómöglegt að hætta við kaupin Nær ómögulegt er fyrir Landsbankann að hætta við að kaupa TM að mati dósents við Háskóla Íslands. Hætti bankinn við séu allar líkur á að hann baki sér skaðabótaskyldu. Fjármálafyrirtæki hafi undanfarið keypt tryggingafyrirtæki og því ekkert óeðlilegt við kauptilboðið. Innlent 21.3.2024 21:00 Frumvarpið vonbrigði og hefði viljað metnaðarfyllri aðgerðir Forseti Landssamtaka íslenskra stúdenta segir frumvarp háskólamálaráðherra um Menntasjóð námsmanna vera vonbrigði. Það þrengi að möguleikum fólks sem flokkað er sem ótryggir lántakar til að stunda nám og þá sé of skammt gengið í breytingum á styrkjafyrirkomulagi. Innlent 21.3.2024 20:17 « ‹ 299 300 301 302 303 304 305 306 307 … 334 ›
„Hvergi er gengið svo langt í að skapa möguleika á einokun“ Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir nýsamþykkt búvörulög mun róttækari en þekkist í löndunum í kringum okkur. Löggjafinn hafi gengið mun lengra en þekkist í nágrannaþjóðum. Innlent 22.3.2024 14:51
Fær um tólf milljónir í biðlaun sem skerðast ekki fái hann annað starf Geir Sveinsson fær greiddar um þrettán milljónir í nokkrum greiðslum sem hluta af starfslokasamningi. Greiðslur til Geirs skerðast ekki fái hann aðra vinnu þrátt fyrir bókun sem samþykkt var í bæjarráði um það. Bæjarstjórn Hveragerðis samþykkti starfslokasamning hans í dag. Innlent 22.3.2024 14:45
Zuism-bræður dæmdir í Landsrétti Bræðurnir Ágúst Arnar og Einar Ágústssynir voru í dag sakfelldir af ákæru um að hafa stundað fjársvik og peningaþvætti í tengslum við trúfélagið Zuism. Landsréttur sneri dómi héraðsdóms í málinu sem hafði sýknað bræðurna. Innlent 22.3.2024 14:13
Hafna tillögu um „brýnt vopnahlé“ Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur hafnað ályktun um vopnahlés á Gasaströndinni. Sendiherrar Rússlands og Kína beittu neitunarvaldi ríkjanna til að koma í veg fyrir samþykkt ályktunarinnar, sem lögð var fram af sendiherra Bandaríkjanna. Erlent 22.3.2024 13:41
Orkumálastjóri íhugar forsetaframboð „Ég hef fengið fullt af hvatningu í þetta embætti og almennt í ólík störf í gegnum tíðina en þetta er kveðja sem hittir beint í hjartastað,“ segir Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri, sem íhugar forsetaframboð. Innlent 22.3.2024 13:35
„Framsókn tryggt að páskalambið renni ljúflega niður í ár“ Halla Signý Kristjánsdóttir fagnaði breytingum á búvörusamningum á þinginu áðan en það gerði Sigmar Guðmundsson Viðreisn ekki. Hann óskaði Sjálfstæðisflokknum sérstaklega til hamingju með að hafa á örfáum dögum ríkisvætt tryggingafélag og tryggt einokun milliliða í landbúnaði. Innlent 22.3.2024 12:17
Hæstiréttur tekur ekki fyrir níu ára gamalt nauðgunarmál Hæstiréttur mun ekki taka fyrir mál Fjölnis Guðsteinssonar, sem hlaut átján mánaða fangelsisdóm í Landsrétti í desember fyrir nauðgun sem átti sér stað í júní 2015. Innlent 22.3.2024 12:02
Umfangsmiklar árásir á Úkraínu Rafmagnsleysi hefur orðið víða í Úkraínu eftir umfangsmikla árás Rússa á orkuinnviði landsins í nótt og í morgun. Úkraínumenn segja Rússa hafa notað rúmlega sextíu Shahed-sjálfsprengidróna frá Íran og tæplega níutíu eld- og stýriflaugar. Erlent 22.3.2024 11:56
Vill samskipti Bankasýslunnar og ráðuneytis upp á yfirborð Fjárlaganefnd ætlar að óska eftir upplýsingum frá Bankasýslunni um samskipti stofnunarinnar og fjármálaráðuneytisins vegna kaupa Landsbankans á TM tryggingafélagi. Formaður nefndarinnar hefur efasemdir um kaupin en telur rétt að bíða eftir skýringum. Innlent 22.3.2024 11:51
Nýsamþykkt búvörulög harðlega gagnrýnd Í hádegisfréttum fjöllum við um búvörulög sem samþykkt voru á Alþingi í gær en meðferð Alþings á málinu hefur verið harðlega gagnrýnd Innlent 22.3.2024 11:43
Hyggjast opna námuna og sækja efni Verktakar sem vinna að vegagerð og varnargörðum á Reykjanesi hyggjast freista þess að opna Melhólsnámu, þar sem hraun flæddi inn í gærkvöldi. Til stendur að reyna að útvíkka námuna svo hægt sé að ná í efni sem notað yrði til að hækka varnargarða við Grindavík. Innlent 22.3.2024 11:04
Landsnefndin notuð til að borga lögfræðikostnað Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðandi, hefur gert nýtt fjáröflunarsamkomulag við Landsnefnd Repúblikanaflokksins (RNC). Það samkomulag felur í sér að fjármunir sem RNC safnar fara í pólitískan aðgerðasjóð Trumps til að borga lögfræðikostnað hans. Erlent 22.3.2024 11:03
Starfslok Geirs staðfest í bæjarstjórn Tillaga að starfslokasamningi Geirs Sveinssonar var samþykkt í bæjarstjórn í morgun. Geir hefur gegn starfi bæjarstjóra síðustu tvö ár og lætur strax af störfum. Helga Kristjánsdóttir, skrifstofustjóri Hveragerðisbæjar, verður staðgengill bæjarstjóra þangað til nýr bæjarstjóri verður ráðinn. Innlent 22.3.2024 10:31
Umboðsmaður Alþingis sækir um hjá Hæstarétti Skúli Magnússon, umboðsmaður Alþingis, er á meðal þeirra sem sótti um laust sæti dómara við Hæstarétt. Fjórir sóttu um embættið, sem var auglýst þann fyrsta mars síðastliðinn, en umsóknarfrestur rann út átjánda mars. Innlent 22.3.2024 09:58
Flutningabifreið á hliðinni undir Ingólfsfjalli og lokar veginum austur Flutningabifreið fór á hliðina undir Ingólfsfjalli nú fyrir stundu og þverar algjörlega leiðina austur. Lögregla er á vettvangi og bíður þess að bílinn verðir fluttur af veginum. Hjáleið er um gamla Suðurlandsveginn fyrir neðan hringveginn. Innlent 22.3.2024 08:57
Kærkomin snjósending fyrir skíðaviku en heldur mikil ófærð Ófært er víða á Vestfjörðum og óvissustig í gangi vegna snjóflóðahættu. Vegir eru víða lokaðir og gul veðurviðvörun í gildi til hádegis. Bæjarstjórinn segir snjósendinguna hafa verið kærkomna en ekki ófærðina. Innlent 22.3.2024 08:50
Umdeilt afurðastöðvafrumvarp samþykkt á Alþingi í gær Frumvarp matvælaráðherra um breytingar á búvörulögum var samþykkt á Alþingi í gær, þrátt fyrir hörð mótmæli Samkeppniseftirlitsins, Neytendasamtakanna, Alþýðusambands Íslands, VR, Félags atvinnurekenda og fleiri. Innlent 22.3.2024 08:20
Tíu pósthúsum vítt og breitt um land lokað í sumar Til stendur að loka tíu pósthúsum Póstsins í sumar. Um er að ræða fjögur pósthús á Austfjörðum, fjögur á Norðurlandi, eitt á Vesturlandi og eitt á Vestfjörðum. Sendingar verða í staðinn afgreiddar af bílstjórum póstbíla og í póstboxum. Innlent 22.3.2024 08:01
Vaka vann nauman meirihluta í Stúdentaráði Vaka – félag lýðræðissinnaðra stúdenta komst í meirihluta í kosningum til Stúdentaráðs Háskóla Íslands í nótt. Það er í fyrsta sinn síðan árið 2017 sem Vaka nær meirihluta. Samkvæmt tilkynningu frá kjörstjórn var kjörsókn um 31 prósent til Stúdentaráðs og 28 prósent til Háskólaráðs. Innlent 22.3.2024 07:55
Gular viðvaranir og slæmt ferðaveður á Vestur- og Norðurlandi Gular viðvaranir eru í gildi á nær öllu vestan- og norðanverðu landinu. Þær renna út á Breiðafirði og Vestfjörðum á hádegi en ekki fyrr en á morgun á Norðvestur- og Norðurlandi. Slæm færð er á vegum um land allt og víða vegir lokaðir eða á óvissustigi. Veður 22.3.2024 07:21
Everest-farar skikkaðir til að hirða eftir sig skítinn og safna í poka Óhemjumikið magn sorps og úrgangs hefur safnast saman á Everest síðustu ár og áratugi, samfara auknum ágangi klifurgarpa á fjallið. Nú er svo komið að yfirvöld á svæðinu hafa fengið nóg og verða menn héðan í frá skikkaðir til að hirða upp eftir sig skítinn. Erlent 22.3.2024 06:58
Yngstu börnin innrituð í Garðabæ og Mosfellsbæ Á höfuðborgarsvæðinu er nú unnið að því að innrita börn í leikskóla fyrir bæði næsta haust og sum þetta vorið. Um er að ræða árganga barna sem fæddust árin 2022 og 2023 en misjafnt er eftir sveitarfélögum hversu langt þau ná inn í árið 2023. Innlent 22.3.2024 06:46
Samkomulag að nást um að nýta vexti af Rússaeignum í þágu Úkraínu Leiðtogar aðildarríkja Evrópusambandins hafa komist að samkomulagi um að veita vöxtum af þeim eignum Rússa sem hafa verið frystar í refsiaðgerðum sambandsins til að fjármagna varnir Úkraínumanna. Erlent 22.3.2024 06:39
Þverneitar að hafa freistast til að fegra ferilskrána „Alls ekki! Því skyldi ég gera það?“ svarar Halla Tómasdóttir athafnamanneskja og forsetaframbjóðandi ákveðið, spurð að því hvort hún hafi freistast til þess að fegra ferilskrána. Innlent 22.3.2024 06:11
Ekki útilokað að gosið endist í marga mánuði Kvikan sem safnaðist fyrir í Svartsengi flæðir nú beint upp og landri stöðvast. Jarðeðlisfræðingur segir yfirstandandi eldgos sambærilegt atburðum í Fagradalsfjalli. Engin merki séu um að gosið sé að minnka og það geti varað í margar vikur, jafnvel mánuði. Innlent 21.3.2024 23:45
Óvissustigi lýst yfir á Norðurlandi Óvissustigi vegna snjóflóðahættu hefur verið lýst yfir á Norðurlandi frá klukkan 20:00 í kvöld, fimmtudag 21. mars. Innlent 21.3.2024 22:01
Íbúar björguðu því að öll kælivara á Grundarfirði færi í ruslið Kælarnir í Kjörbúðinni í Grundarfirði biluðu í dag og var útlit fyrir að henda þyrfti allri kælivöru. Með samhentu átaki Samkaupa, bæjarins og íbúa náði að tryggja að ekkert færi til spillis. Kælarnir eru nú aftur komnir í gang. Innlent 21.3.2024 22:00
Vildi fá ökuréttindi án þess að taka prófið og réðst á mann Erlendur karlmaður hefur verið dæmdur í fjórtán mánaða fangelsi fyrir fjölda brota. Hann var meðal annars fundinn sekur um hrinda manni sem reyndi að róa hann niður eftir að starfsmaður Frumherja neitaði að veita honum ökuréttindi án þess að hann tæki bílpróf. Hann var einnig sakfelldur fyrir að senda sprengjuhótanir. Innlent 21.3.2024 21:07
Nær ómöglegt að hætta við kaupin Nær ómögulegt er fyrir Landsbankann að hætta við að kaupa TM að mati dósents við Háskóla Íslands. Hætti bankinn við séu allar líkur á að hann baki sér skaðabótaskyldu. Fjármálafyrirtæki hafi undanfarið keypt tryggingafyrirtæki og því ekkert óeðlilegt við kauptilboðið. Innlent 21.3.2024 21:00
Frumvarpið vonbrigði og hefði viljað metnaðarfyllri aðgerðir Forseti Landssamtaka íslenskra stúdenta segir frumvarp háskólamálaráðherra um Menntasjóð námsmanna vera vonbrigði. Það þrengi að möguleikum fólks sem flokkað er sem ótryggir lántakar til að stunda nám og þá sé of skammt gengið í breytingum á styrkjafyrirkomulagi. Innlent 21.3.2024 20:17