Fréttir

Mót­mælendur og gagnmótmælendur tókust á

Bandarískir stúdentar hafa mótmælt stríðsrekstri Ísraelsmanna á Gasa af miklum móði undanfarnar vikur og hafa tjaldbúðir risið við háskóla um landið allt. Snemma morguns í dag sauð upp úr í einum slíkum tjaldbúðum sem reistar hafa verið við UCLA-háskóla í Kaliforníu þegar gagnmótmælendur gerðu tilraun til að rífa búðirnar niður.

Erlent

Hjóla­stólinn í „tengdamömmuboxi“ á toppi bílsins

Brosið fer ekki af ungri konu, sem glímir við erfiða fötlun á Eyrarbakka. Ástæðan er sú að hún er komin með hjólastólinn sinn í "tengdamömuboxið" uppi á topp bílsins síns og ýtir bara á takka á fjarstýringu til að fá stólinn niður til sín.

Innlent

Allt að fimm milljóna króna sekt á hvern fisk

Hægt verður að sekta fyrirtæki í sjókvíaeldi um allt að fimm milljónir á hvern frjóan laxfisk sem finnst þar sem hætta er á erfðablöndun, samkvæmt frumvarpi matvælaráðherra um lagareldi. Ráðherra segir frumvarpið taka miklu betur á umhverfismálum en gert hafi verið hingað til.

Innlent

Gamla stjarnan þótti ekki henta nútímakröfum

Lögreglumerki sem umboðsmaður Alþingis óskaði skýringa á er ekki nýtt af nálinni heldur hefur það verið í notkun frá árinu 2018. Samskiptastjóri ríkislögreglustjóra segir gamla merkið hafa reynst illa til stafrænnar útgáfu og því hafi það verið uppfært.

Innlent

Ekkert eftir­lit með veðmálasíðum, land­ris við Svarts­engi og milljónasektir fyrir eldislax

Lögregla hefur ekkert eftirlit með ólöglegum veðmálasíðum hér á landi þrátt fyrir að ríkislögreglustjóri meti sem svo að áhætta á peningaþvætti og skattsvikum í gegnum síðurnar sé mikil. Dæmi eru um að íslenskir áhrifavaldar þiggi greiðslur eða hlunnindi frá fyrirtækinu. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Innlent

Hver er Kári Han­sen?

Kári Vilmundarson Hansen er einn þeirra sem skilaði inn undirskriftum til landskjörstjórnar með það fyrir augum að bjóða sig fram til forseta Íslands. Hann segir í stuttu spjalli við Vísi að hann hefði einfaldlega gripið gæsina, tækifærið.

Innlent

Trump sektaður um meira en milljón króna

Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur verið sektaður um níu þúsund dali fyrir að brjóta gegn þagnarskyldu sem dómarinn hafði beitt hann. Dómarinn varaði Trump við því að héldi hann áfram að brjóta gegn þagnarskyldunni gæti hann endað í fangaklefa.

Erlent

Hafa á­hyggjur af fylgistapi flokksins

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra segir þingflokk Vinstri grænna hafa áhyggjur af fylgistapi flokksins í nýjasta Þjóðarpúlsi Gallup sem birtur var í gær. Þar kom fram að flokkurinn mælist með 4,4 prósenta fylgi og næði samkvæmt því ekki inn á þing. 

Innlent

Heimta hundrað milljóna króna tryggingu

Gunnar Hauksson, sem á jörðina Sandeyri á Snæfjallaströnd, hefur lagt fram beiðni um lögbann við sjókvíaeldi Arctic Sea Farm á Sandeyri. Er þetta meðal annars á þeim forsendum að sjókvíaeldið sem heimilað er sé innan hans jarðarmarka.

Innlent

Gæslu­varð­hald beggja fram­lengt

Tveir litáískir karlmenn, sem sætt hafa gæsluvarðhaldi vegna meints manndráps í sumarhúsi í Kiðjabergi frá 20. apríl, munu sæta áframhaldandi gæsluvarðhaldi til 10. maí. Þeir verða báðir í einangrun.

Innlent

Rúður skotnar í spað í verslun inn­flytj­enda

Aðfararnótt mánudags gekk grímuklæddur maður inn Njálsgötuna, upp að Skólavörðustíg 21 og stillti sér upp fyrir framan nýlenduvöruverslunina Korakmarket. Þar skaut hann með reglubundnum hætti gat á hverja einustu rúðu. Þrjátíu að tölu.

Innlent

Rússar sagðir nota skotflaugar frá Norður-Kóreu

Eldflaug sem lenti á borginni Karkív í norðausturhluta Úkraínu þann 2. janúar var af gerðinni Hwasong-11 og kemur frá Norður-Kóreu. Kaup Rússa á skotflaugunum frá Norður-Kóreu eru í trássi við samþykktir öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um bann við vopnakaupum frá einræðisríkinu.

Erlent

Úr­skurðaður í síbrotagæslu eftir ofsaaksturinn

Karlmaður á fimmtugsaldri var í gær í Héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðaður í fjögurra vikna síbrotagæslu, eða til 27. maí, að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Hann var handtekinn á sunnudagskvöld eftir eftirför á ógnarhraða um Vogahverfi í Reykjavík.

Innlent

Birna sett sýslu­maður á Vestur­landi

Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra hefur sett Birnu Ágústsdóttur, sýslumanninn á Norðurlandi vestra, tímabundið sem sýslumann á Vesturlandi, frá 1. júní næstkomandi til og með 31. maí 2025. Tilefni setningarinnar er beiðni Ólafs Kristófers Ólafssonar, sýslumanns, um lausn frá embætti.

Innlent