Fréttir Íransforseti fórst í þyrluslysinu Ríkisfjölmiðlar í Íran hafa staðfest að Ebrahim Raisi, forseti Írans, sé í hópi þeirra sem hafi farist í þyrluslysi sem varð í norðurhluta landsins í gær. Utanríkisráðherrann Hossein Amir-Abdollahian lét auk hans lífið í slysinu, ásamt nokkrum til viðbótar. Erlent 20.5.2024 06:47 Leitin enn ekki borið árangur Leit að þyrlunni sem er sögð hafa brotlent í dag með forseta og utanríkisráðherra Íran innanborðs stendur enn yfir. Slæm veðurskilyrði hafa gert björgunarsveitum erfitt fyrir og yfirvöld nágrannalanda hafa boðið fram hjálp við leitina. Erlent 19.5.2024 23:55 Tveir látnir og fimm saknað eftir slys í Dóná Tveir létust og fimm er saknað eftir slys í ánni Dóná um fimmtíu kílómetrum norður af höfuðborginni Búdapest í Ungverjalandi í gær. Skemmtiferðabátur er sagður hafa rekist á vélbát með þeim afleiðingum að vélbáturinn sökk. Erlent 19.5.2024 22:25 Frambjóðendur geti nýtt sér skoðanakannanir Nokkrir frambjóðendur til embættis forseta Íslands hafa lýst andúð sinni á skoðanakönnunum í aðdraganda kosninga og að ekki megi draga ályktanir af þeim. Framkvæmdastjóri Prósents segir kannanirnar afar marktækar og að frambjóðendurnir sjálfir geti nýtt sér þær. Innlent 19.5.2024 21:31 Diddy biðst afsökunar á „ófyrirgefanlegri hegðun“ Bandaríski tónlistarmaðurinn Sean Diddy Combs hefur beðist afsökunar á „ófyrirgefanlegri hegðun“ sinni eftir að myndefni sem sýndi hann ráðast á fyrrverandi kærustu sína, tónlistarkonuna Cassie Ventura, birtist á CNN í vikunni. Erlent 19.5.2024 21:09 Glæsilegt fuglasafn í veiðihúsinu við Hítará Eitt glæsilegasta fuglasafn landsins í einkaeigu er í veiðihúsinu við Hítará á Mýrum í Borgarbyggð, en þar má sjá fjölbreytt úrval af allskonar uppstoppuðum fuglum, meðal annars Geirfugl. Innlent 19.5.2024 21:04 Varasamt að ferðast á sumardekkjum í kvöld Vonskuveður gengur nú yfir landið og gular viðvaranir eru í gildi í flestum landshlutum. Veðurfræðingur mælir með að fólk á farandsfæti ferðist frekar á morgun en í kvöld. Innlent 19.5.2024 19:18 Óttast um afdrif Íransforseta og ferðaveðrið í beinni Óttast er að þyrla með forseta Írans innanborðs hafi hrapað í fjalllendi í norðvesturhluta landsins í dag. Margt er á huldu um atburðarásina. Við sýnum frá leitinni í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30. Innlent 19.5.2024 18:21 Óljóst hvort þyrlan sé fundin Þyrlan sem flutti Ebrahim Raisi forseta Íran og utanríkisráðherrann Hossein Amirabdollahian er sögð hafa „lent harkalega“ á hálendi á norðvesturhluta Íran fyrr í dag vegna þoku. Íranskir miðlar tilkynntu fyrr í kvöld um að þyrlan væri fundin en talsmenn Rauða hálfmánans sögðu það ekki rétt og leit stæði enn yfir. Erlent 19.5.2024 17:55 Stuðningur Katrínar við sóttvarnarlækni sjálfsagður Kári Stefánsson, forstjóri íslenskrar erfðagreiningar, segir sjálfsagt að Katrín Jakobsdóttir þáverandi forsætisráðherra, hafi staðið á bak við sóttvarnarlækni. Helga Þórisdóttir forsetaframbjóðandi og þáverandi forstjóri Persónuverndar, hefur sagt að það væri alvarlegt hvernig Katrín hefði talað um Persónuvernd. Innlent 19.5.2024 17:06 „Fólk er bara að bíða“ Skjálftavirkni hefur aukist örlítið við Sundhnúksgígaröðina á Reykjanesskaga og ekkert lát er á landrisi. Eldfjallafræðingur segir að innstreymi í kvikuhólfið sé að hægjast sem gæti þýtt að lengri tími sé í næsta gos. Grindvíkingar sem gista í bænum bíða átekta. Innlent 19.5.2024 14:16 Íranski forsetinn í óljósu þyrluslysi Þyrla íranska forsetans Ebrahim Raisi lenti harkalega í dag. Þetta kemur fram í írönskum ríkismiðlum án þess að frekari upplýsingar séu gefnar upp. Erlent 19.5.2024 13:56 Tveir prestar og tveir djáknar vígðir í Skálholti Það verður hátíðarstund í Skálholtsdómkirkju á morgun, annan í hvítasunnu en þá verða vígðir tveir prestar og tveir djáknar. Vígsluvottar verða tíu prestar og djáknar. Vígslumessan er opin öllum. Innlent 19.5.2024 13:31 Lægð yfir landinu og snjókoma fyrir norðan Lægð er yfir landinu en gular veðurviðvaranir eru í gildi víðs vegar um landið. Snjókoma er fyrir norðan. Innlent 19.5.2024 13:18 Áfall þegar samskipti Katrínar og Kára voru birt Helga Þórisdóttir segist muna mjög vel eftir föstudeginum fjórtánda janúar 2022, eins og það hafi gerst í gær, þegar Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskar erfðagreiningar, birti samskipti hans við Katrínu Jakobsdóttur þáverandi forsætisráðherra. Innlent 19.5.2024 12:25 Aukin skjálftavirkni og erjur um Erfðagreiningu Skjálftavirkni hefur aukist við Sundhnúksgígaröðina á Reykjanesskaga og ekkert lát er á landrisi. Eldfjallafræðingur segir að innstreymi í kvikuhólfið sé að hægjast sem gæti þýtt að lengri tími sé í næsta gos. Grindvíkingar sem gista í bænum bíða átekta. Innlent 19.5.2024 11:45 Örlítil aukning í skjálftavirkni undir Svartsengi Greina má örlitla aukningu í skjálftavirkni í kvikuhólfinu undir Svartsengi síðasta sólarhringinn. Kvika heldur áfram að flæða í hólfið og allar líkur eru taldar á því að aftur gjósi í Sundhnúksgígaröðinni, en erfitt er að segja til um það hvenær. Innlent 19.5.2024 11:25 Færeyingar draga í land með ferðamannaskatt Lögþing Færeyja hefur fallið frá áformum um að leggja á 4.500 króna aðgangseyri, 225 danskar krónur, á alla erlenda ferðamenn sem heimsækja eyjarnar. Í staðinn verður tekið upp gistináttagjald, 20 krónur danskar, um 400 krónur íslenskar, fyrir hverja nótt, þó að hámarki tíu nætur, eða um 4.000 krónur. Erlent 19.5.2024 11:20 Forsetakosningar, mansal og samningar Reykjavíkur við olíufélögin Þjóðmálaþátturinn Sprengisandur er í beinni útsendingu á Bylgjunni og á Vísi frá klukkan tíu til tólf alla sunnudaga. Í þættinum fær Kristján Kristjánsson til sín góða gesti og fer yfir þau málefni sem eru efst á baugi í samfélaginu hverju sinni. Innlent 19.5.2024 09:53 Segir Helgu fara með rangt mál Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir Helgu Þórisdóttur, forsetaframbjóðanda og forstjóra Persónuverndar, hafa farið með rangt mál í Forystusætinu á RÚV í vikunni. Innlent 19.5.2024 09:44 Þekkir dæmi um endalaus uppköst og garnalömun vegna lyfjanna Klínískur næringarfræðingur hefur áhyggjur af stóraukinni notkun þyngdarstjórnunarlyfja hér á landi. Hún þekkir dæmi um að fólk hljóti af þeim alvarlegar aukaverkanir á borð við garnalömun. Þá telur hún lækna sæta mikilli pressu frá skjólstæðingum sínum um að skrifa upp á lyfin. Innlent 19.5.2024 09:42 Gular viðvaranir víðs vegar um landið Gular viðvaranir eru víðs vegar um landið í dag. Sjö af þeim ellefu landshlutum sem Veðurstofan skiptir landinu í eru gulir á korti hennar í dag. Veður 19.5.2024 09:03 Bæjarstjóri sakaður um að vera njósnari: „Enginn veit hver hún er“ Bæjarstjóri filippseyska bæjarins Bamban er nú skyndilega í kastljósi fjölmiðla, bæði innan Filippseyja sem utan, vegna ásakanna um að hún sé í raun og veru að vinna fyrir Kína. Erlent 19.5.2024 08:36 Konurnar hafi gert allt til að setja ekki svartan blett á starfsemina Þórey Einarsdóttir hefur síðustu tuttugu árin helgað líf sitt Konukoti. Fyrir tuttugu árum var hún ráðin til að vera húsfreyja og sinnir því starfi enn. Þórey hlaut í vikunni mannréttindaverðlaun Reykjavíkurborgar í ár fyrir störf sín í þágu jaðarsettra einstaklinga. Innlent 19.5.2024 08:00 Með vopn og fíkniefni í útistöðum við dyravörð Einstaklingur, sem er sagður hafa verið talsvert ölvaður, var handtekin um hálfeitt leitið í nótt í miðbæ Reykjavíkur eftir að hafa haft í hótunum við dyravörð. Innlent 19.5.2024 07:15 Horfa á bíómyndir og senda tölvupósta á meðan þeir keyra Notkun samfélagsmiðla við akstur er sívaxandi vandamál að mati lögreglu. Vel er fylgst með símanotkun ökumanna þessa dagana auk þess sem fjölmargir hafa að undanförnu fengið himinháa sekt vegna nagladekkja. Innlent 18.5.2024 23:01 Gantz hótar að segja af sér vegna ósættis við Netanjahú Benny Gantz, ráðherra í stríðsráði Ísrael og fyrrverandi varnarmálaráðherra, hefur hótað að segja sig úr stríðsráði Ísraels samþykki Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels ekki áætlun um enduruppbyggingu á Gasa að stríði loknu. Erlent 18.5.2024 22:18 Ástand Fico enn alvarlegt Ástand Roberts Fico forsætisráðherra Slóvakíu er enn metið alvarlegt eftir að hann varð fyrir skotárás á miðvikudaginn. Þrátt fyrir að hann sé ekki í lífshættu lengur standi hann frammi fyrir mikilli hættu á alvarlegum fylgikvillum. Erlent 18.5.2024 20:46 40 tungumál eru töluð í leik- og grunnskólum Árborgar Nú er hægt að fá bókina um Karíus og Baktus á hebresku lánaða á bókasafninu á Selfossi og þar eru líka bókin um Litla prinsinn á arabísku lánuð út. Bókasafnið á nú nánast bækur á öllum þeim tungumálum, sem töluð er í grunn- og leikskólum Árborgar en þau eru fjörutíu talsins. Innlent 18.5.2024 20:05 Býst við aukinni sókn Rússa Forseti Úkraínu telur að Rússar gætu aukið enn við hernað sinn í norðausturhluta Úkraínu í kjölfar stórsóknar þeirra í nágrenni úkraínsku borgarinnar Kharkiv undanfarið. Tveir féllu í árás á borgina í gær og sex særðust í annarri árás í dag. Erlent 18.5.2024 20:00 « ‹ 230 231 232 233 234 235 236 237 238 … 334 ›
Íransforseti fórst í þyrluslysinu Ríkisfjölmiðlar í Íran hafa staðfest að Ebrahim Raisi, forseti Írans, sé í hópi þeirra sem hafi farist í þyrluslysi sem varð í norðurhluta landsins í gær. Utanríkisráðherrann Hossein Amir-Abdollahian lét auk hans lífið í slysinu, ásamt nokkrum til viðbótar. Erlent 20.5.2024 06:47
Leitin enn ekki borið árangur Leit að þyrlunni sem er sögð hafa brotlent í dag með forseta og utanríkisráðherra Íran innanborðs stendur enn yfir. Slæm veðurskilyrði hafa gert björgunarsveitum erfitt fyrir og yfirvöld nágrannalanda hafa boðið fram hjálp við leitina. Erlent 19.5.2024 23:55
Tveir látnir og fimm saknað eftir slys í Dóná Tveir létust og fimm er saknað eftir slys í ánni Dóná um fimmtíu kílómetrum norður af höfuðborginni Búdapest í Ungverjalandi í gær. Skemmtiferðabátur er sagður hafa rekist á vélbát með þeim afleiðingum að vélbáturinn sökk. Erlent 19.5.2024 22:25
Frambjóðendur geti nýtt sér skoðanakannanir Nokkrir frambjóðendur til embættis forseta Íslands hafa lýst andúð sinni á skoðanakönnunum í aðdraganda kosninga og að ekki megi draga ályktanir af þeim. Framkvæmdastjóri Prósents segir kannanirnar afar marktækar og að frambjóðendurnir sjálfir geti nýtt sér þær. Innlent 19.5.2024 21:31
Diddy biðst afsökunar á „ófyrirgefanlegri hegðun“ Bandaríski tónlistarmaðurinn Sean Diddy Combs hefur beðist afsökunar á „ófyrirgefanlegri hegðun“ sinni eftir að myndefni sem sýndi hann ráðast á fyrrverandi kærustu sína, tónlistarkonuna Cassie Ventura, birtist á CNN í vikunni. Erlent 19.5.2024 21:09
Glæsilegt fuglasafn í veiðihúsinu við Hítará Eitt glæsilegasta fuglasafn landsins í einkaeigu er í veiðihúsinu við Hítará á Mýrum í Borgarbyggð, en þar má sjá fjölbreytt úrval af allskonar uppstoppuðum fuglum, meðal annars Geirfugl. Innlent 19.5.2024 21:04
Varasamt að ferðast á sumardekkjum í kvöld Vonskuveður gengur nú yfir landið og gular viðvaranir eru í gildi í flestum landshlutum. Veðurfræðingur mælir með að fólk á farandsfæti ferðist frekar á morgun en í kvöld. Innlent 19.5.2024 19:18
Óttast um afdrif Íransforseta og ferðaveðrið í beinni Óttast er að þyrla með forseta Írans innanborðs hafi hrapað í fjalllendi í norðvesturhluta landsins í dag. Margt er á huldu um atburðarásina. Við sýnum frá leitinni í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30. Innlent 19.5.2024 18:21
Óljóst hvort þyrlan sé fundin Þyrlan sem flutti Ebrahim Raisi forseta Íran og utanríkisráðherrann Hossein Amirabdollahian er sögð hafa „lent harkalega“ á hálendi á norðvesturhluta Íran fyrr í dag vegna þoku. Íranskir miðlar tilkynntu fyrr í kvöld um að þyrlan væri fundin en talsmenn Rauða hálfmánans sögðu það ekki rétt og leit stæði enn yfir. Erlent 19.5.2024 17:55
Stuðningur Katrínar við sóttvarnarlækni sjálfsagður Kári Stefánsson, forstjóri íslenskrar erfðagreiningar, segir sjálfsagt að Katrín Jakobsdóttir þáverandi forsætisráðherra, hafi staðið á bak við sóttvarnarlækni. Helga Þórisdóttir forsetaframbjóðandi og þáverandi forstjóri Persónuverndar, hefur sagt að það væri alvarlegt hvernig Katrín hefði talað um Persónuvernd. Innlent 19.5.2024 17:06
„Fólk er bara að bíða“ Skjálftavirkni hefur aukist örlítið við Sundhnúksgígaröðina á Reykjanesskaga og ekkert lát er á landrisi. Eldfjallafræðingur segir að innstreymi í kvikuhólfið sé að hægjast sem gæti þýtt að lengri tími sé í næsta gos. Grindvíkingar sem gista í bænum bíða átekta. Innlent 19.5.2024 14:16
Íranski forsetinn í óljósu þyrluslysi Þyrla íranska forsetans Ebrahim Raisi lenti harkalega í dag. Þetta kemur fram í írönskum ríkismiðlum án þess að frekari upplýsingar séu gefnar upp. Erlent 19.5.2024 13:56
Tveir prestar og tveir djáknar vígðir í Skálholti Það verður hátíðarstund í Skálholtsdómkirkju á morgun, annan í hvítasunnu en þá verða vígðir tveir prestar og tveir djáknar. Vígsluvottar verða tíu prestar og djáknar. Vígslumessan er opin öllum. Innlent 19.5.2024 13:31
Lægð yfir landinu og snjókoma fyrir norðan Lægð er yfir landinu en gular veðurviðvaranir eru í gildi víðs vegar um landið. Snjókoma er fyrir norðan. Innlent 19.5.2024 13:18
Áfall þegar samskipti Katrínar og Kára voru birt Helga Þórisdóttir segist muna mjög vel eftir föstudeginum fjórtánda janúar 2022, eins og það hafi gerst í gær, þegar Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskar erfðagreiningar, birti samskipti hans við Katrínu Jakobsdóttur þáverandi forsætisráðherra. Innlent 19.5.2024 12:25
Aukin skjálftavirkni og erjur um Erfðagreiningu Skjálftavirkni hefur aukist við Sundhnúksgígaröðina á Reykjanesskaga og ekkert lát er á landrisi. Eldfjallafræðingur segir að innstreymi í kvikuhólfið sé að hægjast sem gæti þýtt að lengri tími sé í næsta gos. Grindvíkingar sem gista í bænum bíða átekta. Innlent 19.5.2024 11:45
Örlítil aukning í skjálftavirkni undir Svartsengi Greina má örlitla aukningu í skjálftavirkni í kvikuhólfinu undir Svartsengi síðasta sólarhringinn. Kvika heldur áfram að flæða í hólfið og allar líkur eru taldar á því að aftur gjósi í Sundhnúksgígaröðinni, en erfitt er að segja til um það hvenær. Innlent 19.5.2024 11:25
Færeyingar draga í land með ferðamannaskatt Lögþing Færeyja hefur fallið frá áformum um að leggja á 4.500 króna aðgangseyri, 225 danskar krónur, á alla erlenda ferðamenn sem heimsækja eyjarnar. Í staðinn verður tekið upp gistináttagjald, 20 krónur danskar, um 400 krónur íslenskar, fyrir hverja nótt, þó að hámarki tíu nætur, eða um 4.000 krónur. Erlent 19.5.2024 11:20
Forsetakosningar, mansal og samningar Reykjavíkur við olíufélögin Þjóðmálaþátturinn Sprengisandur er í beinni útsendingu á Bylgjunni og á Vísi frá klukkan tíu til tólf alla sunnudaga. Í þættinum fær Kristján Kristjánsson til sín góða gesti og fer yfir þau málefni sem eru efst á baugi í samfélaginu hverju sinni. Innlent 19.5.2024 09:53
Segir Helgu fara með rangt mál Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir Helgu Þórisdóttur, forsetaframbjóðanda og forstjóra Persónuverndar, hafa farið með rangt mál í Forystusætinu á RÚV í vikunni. Innlent 19.5.2024 09:44
Þekkir dæmi um endalaus uppköst og garnalömun vegna lyfjanna Klínískur næringarfræðingur hefur áhyggjur af stóraukinni notkun þyngdarstjórnunarlyfja hér á landi. Hún þekkir dæmi um að fólk hljóti af þeim alvarlegar aukaverkanir á borð við garnalömun. Þá telur hún lækna sæta mikilli pressu frá skjólstæðingum sínum um að skrifa upp á lyfin. Innlent 19.5.2024 09:42
Gular viðvaranir víðs vegar um landið Gular viðvaranir eru víðs vegar um landið í dag. Sjö af þeim ellefu landshlutum sem Veðurstofan skiptir landinu í eru gulir á korti hennar í dag. Veður 19.5.2024 09:03
Bæjarstjóri sakaður um að vera njósnari: „Enginn veit hver hún er“ Bæjarstjóri filippseyska bæjarins Bamban er nú skyndilega í kastljósi fjölmiðla, bæði innan Filippseyja sem utan, vegna ásakanna um að hún sé í raun og veru að vinna fyrir Kína. Erlent 19.5.2024 08:36
Konurnar hafi gert allt til að setja ekki svartan blett á starfsemina Þórey Einarsdóttir hefur síðustu tuttugu árin helgað líf sitt Konukoti. Fyrir tuttugu árum var hún ráðin til að vera húsfreyja og sinnir því starfi enn. Þórey hlaut í vikunni mannréttindaverðlaun Reykjavíkurborgar í ár fyrir störf sín í þágu jaðarsettra einstaklinga. Innlent 19.5.2024 08:00
Með vopn og fíkniefni í útistöðum við dyravörð Einstaklingur, sem er sagður hafa verið talsvert ölvaður, var handtekin um hálfeitt leitið í nótt í miðbæ Reykjavíkur eftir að hafa haft í hótunum við dyravörð. Innlent 19.5.2024 07:15
Horfa á bíómyndir og senda tölvupósta á meðan þeir keyra Notkun samfélagsmiðla við akstur er sívaxandi vandamál að mati lögreglu. Vel er fylgst með símanotkun ökumanna þessa dagana auk þess sem fjölmargir hafa að undanförnu fengið himinháa sekt vegna nagladekkja. Innlent 18.5.2024 23:01
Gantz hótar að segja af sér vegna ósættis við Netanjahú Benny Gantz, ráðherra í stríðsráði Ísrael og fyrrverandi varnarmálaráðherra, hefur hótað að segja sig úr stríðsráði Ísraels samþykki Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels ekki áætlun um enduruppbyggingu á Gasa að stríði loknu. Erlent 18.5.2024 22:18
Ástand Fico enn alvarlegt Ástand Roberts Fico forsætisráðherra Slóvakíu er enn metið alvarlegt eftir að hann varð fyrir skotárás á miðvikudaginn. Þrátt fyrir að hann sé ekki í lífshættu lengur standi hann frammi fyrir mikilli hættu á alvarlegum fylgikvillum. Erlent 18.5.2024 20:46
40 tungumál eru töluð í leik- og grunnskólum Árborgar Nú er hægt að fá bókina um Karíus og Baktus á hebresku lánaða á bókasafninu á Selfossi og þar eru líka bókin um Litla prinsinn á arabísku lánuð út. Bókasafnið á nú nánast bækur á öllum þeim tungumálum, sem töluð er í grunn- og leikskólum Árborgar en þau eru fjörutíu talsins. Innlent 18.5.2024 20:05
Býst við aukinni sókn Rússa Forseti Úkraínu telur að Rússar gætu aukið enn við hernað sinn í norðausturhluta Úkraínu í kjölfar stórsóknar þeirra í nágrenni úkraínsku borgarinnar Kharkiv undanfarið. Tveir féllu í árás á borgina í gær og sex særðust í annarri árás í dag. Erlent 18.5.2024 20:00