Fréttir

Bláa lónið opnar aftur á morgun

Bláa Lónið tekur aftur til starfa á morgun eftir að hafa lokað þegar svæðið var rýmt við upphaf eldgossins sem hófst 29. maí 2024. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglustjóranum á Suðurnesjunum.

Innlent

Margir góðir fram­bjóð­endur í boði

Kjósendum fannst miserfitt að ákveða hvert atkvæði þeirra ætti að fara. Sumir tóku lokaákvörðun í kjörklefanum en aðrir segja valið hafa verið alveg ákveðið og ákvörðunin ekki erfið. Fréttamenn Stöðvar 2 fóru á stúfana í dag og tóku kjósendur tali.

Innlent

Rolluhótel sára­bót fyrir að missa gisti­heimilið

Útvegsbóndinn Hermann Ólafsson í Grindavík er kominn með rolluhótel skammt vestan bæjarins þar sem hann hýsir stóran hluta af sauðfé Grindvíkinga. Hann segir þetta sárabót vegna gistiheimilis sem hann neyddist til að loka vegna hamfaranna.

Innlent

„Væta í minni sveit boðaði heldur betur grósku“

Halla Hrund Logadóttir segir að tilfinningin að mæta á kjörstað sé góð, dagurinn framundan sé spennandi en hún hvetur alla til að nýta sinn kosningarétt í dag. Hún hefur ekki áhyggjur af dvínandi fylgi sínu í skoðanakönnunum, en hún segir að væta hafi boðað grósku í hennar sveit og fer bjartsýn í daginn.

Innlent

Fólk kasti at­kvæði sínu á stríðs­bálið

Ástþóri Magnússyni Wium forsetaframbjóðanda líður vel að kjósa friðarframboð í dag, að eigin sögn. Hann segir það eina vitið í þeirri stöðu sem við erum komin í núna. Kjósi fólk annað séu þau að kasta atkvæði sínu á glæ, á stríðsbálið. Hann kaus í Hagaskóla í morgun.

Innlent

Tívolíbomba hefði getað skapað stór­hættu

Lögregla hefur til rannsóknar íkveikju í iðnaðarbili við Dofrahellu í Hafnarfirði aðfaranótt þriðjudags. Tívolíbombu var kastað inn um glugga á iðnaðarbilinu þar sem gin er bruggað í miklu magni. Mildi þykir að ekki fór verr. 

Innlent

„Við útrýmum ekki of­beldi með hatri“

Ofbeldi gegn konum verður ekki stöðvað með því að ýta undir kynþáttafordóma. Þetta segir palestínsk kona sem óttast að umræða um alvarleg ofbeldisbrot gegn löndu sinni á Íslandi ali á fordómum, frekar en að styðja þolendur og berjast gegn kynbundnu ofbeldi.

Innlent

Skít­kast í „skrýtinni og óvæginni“ kosninga­bar­áttu

Skiptar skoðanir eru um kosningabaráttu síðustu vikna meðal kjósenda sem fréttastofa ræddi við í dag. Sumir segja hana leiðinlega og óvægna en aðrir siðsamlega. Þá var allur gangur á því hvort fólk væri löngu búið að gera upp hug sinn eða hygðist ákveða hvern það kysi í kjörklefanum á morgun.

Innlent

Mót­mælin í dag þau hörðustu í mörg ár

Mótmælin á vegum félagsins Íslands-Palestína í morgun eru þau hörðustu á síðari árum að sögn lögreglu. Mótmælendur segja lögreglu hafa gengið fram af hörku og ofbeldi og sýnt einbeittan brotavilja. Lögregla segist ekki hafa átt annarra kosta völ og fullyrðir að verklagsreglum hafi verið fylgt. Nefnd um eftirlit með störfum lögreglu muni fá aðgang að öllum nauðsynlegum gögnum.

Innlent

Sækja veikan jeppa­mann á Lang­jökli

Björgunarsveitir frá Borgarfirði og Árnessýslu eru nú á leið til aðstoðar veikum ferðamanni á jeppa á Langjökli. Flytja á ferðamanninn til móts við sjúkrabíl sem er á leiðinni að jöklinum.

Innlent

Loka­sprettur fyrir kosningar og um­ræða um kyn­bundið of­beldi

Undirbúningur er í fullum gangi fyrir forsetakosningarnar á morgun og víða verið að stilla upp kjörstöðum. Þátttaka í utankjörfundaratkvæðagreiðslu hefur verið minni en oft áður. Í kvöldfréttum verður rætt við almenning í landinu um morgundaginn og svo við sýslumanninn á höfuðborgarsvæðinu í beinni útsendingu um utankjörfundaratkvæðagreiðsluna.

Innlent

„Við búum í fasísku ríki“

Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og dæmdur afbrotamaður, segist hafa verið sakfelldur fyrir skjalafals af pólitískum ástæðum. Þetta sagði Trump í ræðu sem hann hélt í dag. Bandamenn hans hafa gagnrýnt sakfellinguna harðlega og heita hefndum.

Erlent

Hvar áttu að kjósa í for­seta­kosningum?

Kjörstaðir um allt land verða opnaðir klukkan níu í fyrramálið og má búast við að meirihluti kosningabærra Íslendinga greiði atkvæði í forsetakosningunum sem stefnir í að verði æsispennandi.

Innlent

„Heiðurstengt of­beldi er ekki okkar stærsta vanda­mál“

Linda Dröfn Gunnarsdóttir framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins segir mál sem tengjast heiðurstengdu ofbeldi afar alvarleg, en einnig mjög fá. Greint var frá því fyrr í dag að átta hefðu verið ákærð fyrir stórfelld brot í nánu sambandi og líkamsárásir gegn konu sem tengist þeim öllum fjölskylduböndum.

Innlent

Eld­gosið í beinni út­sendingu

Hér fyrir neðan má sjá vefmyndavélar Vísis sem eru staðsettar á svæðinu í kringum Sundhnúksgígaröðina. Gos hófst á svæðinu þann 29. maí síðastliðinn.

Innlent