Fréttir Vara við versnandi öryggisaðstæðum við Zaporizhzhia kjarnorkuverið Alþjóðakjarnorkumálastofnun, IAEA, varaði við því í dag að öryggisaðstæður við Zaporizhzhia kjarnorkuverið í Úkraínu hafi versnað mikið í kjölfar drónaárásar á vegi nærri kjarnorkuverinu. Sprengjan sprakk á vegi sem liggur á milli tveggja stærstu hliða kjarnorkuversins. Erlent 17.8.2024 22:44 Mesta rúmmálið sem hefur safnast frá því að gosin hófust Enn er óbreytt staða á Reykjanesi og líklegt að annað hvort eldgos eða kvikuinnskot geti hafist á hverri stundu. Meiri virkni er í dag en í gær en ekkert stórt stökk að sögn Minneyjar Sigurðardóttur náttúruvársérfræðings á Veðurstofu Íslands. Enn safnast kvika undir Svartsengi. Innlent 17.8.2024 22:09 Eru að slökkva í síðustu glæðunum í Somerset Slökkviliðiðið í London hefur nú náð tökum á eldi í Somerset húsi en tilkynnt var um eld þar um hádegisbil í dag. Á vef breska ríkisútvarpsins segir að um 125 slökkviliðsmenn hafi verið kallaðir að vettvangi í dag til að slökkva eldinn. Slökkvilið vinnur nú að því slökkva í síðustu glæðunum í þaki hússins. Erlent 17.8.2024 20:35 Rafbílaeigendur með sínar leiðir til að svindla Deildarstjóri samgangna hjá Reykjavíkurborg segir að rafmagnsbílaeigendur eigi það til að vera nokkuð lævísir við að leggja í hleðslustæði án þess að greiða bílastæðagjald og án þess að greiða fyrir hleðslu. Framkvæmdastjóri Ísorku segir fyrirtækið verða af tekjum vegna þessa. Innlent 17.8.2024 20:31 Kjörís gaf nokkur tonn af ís í dag Mörg tonn af ís runnu ofan í þá tuttugu þúsund gesti, sem heimsóttu Kjörís í Hveragerði í dag á Ísdegi fyrirtækisins þar sem allir gátu fengið eins mikið af ókeypis ís eins og þeir vildu. Nokkrir furðulegir ísar voru á boðstólnum, til dæmis laxaís, harðfiskís og sinnepsís. Innlent 17.8.2024 20:04 Kuldakastinu muni fylgja töluverð úrkoma Sjaldséð snjókoma er í kortunum í fjöllum Norðanlands á morgun. Veðurfræðingar telja nokkuð ljóst að úr þessari spá rætist. Haraldur Ólafsson veðurfræðingur segir allt eðlilegt í íslensku veðurfari en viðurkennir þó að það sé frekar óvanalegt að fá svona kuldakast í ágúst. Rætt var við Harald í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Veður 17.8.2024 19:56 Hamas segir sáttasemjara „selja blekkingar“ Alls létust 18 í loftárás Ísraela á Gasa í dag. Aðeins nokkrum klukkutímum eftir að sáttasemjarar frá Bandaríkjunum, Egyptalandi og Katar luku tveggja daga viðræðum um vopnahlé á Gasa. Unnið hefur verið að samkomulaginu í nokkra mánuði. Erlent 17.8.2024 18:19 Ný lágvöruverðsverslun áskorun og tónlistarframleiðsla Magga Mix Fjöldi fólks lagði leið sína í nýja lágvöruverðsverslun sem var opnuð í Kópavogi í dag. ASÍ bindur vonir við að verslunin veiti aðhald og aðrir líti á verð hennar sem áskorun. Innlent 17.8.2024 18:01 „Ekki sést á þessari öld“ Veðurspákort fyrir morgundaginn eru landanum ekki náðug eins og svo oft áður þetta rigningarsumar. Hins vegar er það ekki rigning sem búist er við á morgun. Spáð er slyddu og snjókomu á morgun vestantil á Norðurlandi og á Hornströndum. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir svona spá ekki hafa sést á þessum árstíma á þessari öld. Veður 17.8.2024 15:53 Haraldur baunar á forstjóra Landsvirkjunar Haraldur Þór Jónsson, oddviti í Skeiða- og Gnúpverjahreppi er ósammála fullyrðingum Harðar Arnarsonar, forstjóra Landsvirkjunar, um umfangsmikið samráð við hagaðila tilætlaðs vindorkuvers í Búrfellslundi við Vaðöldu. Haraldur vænir Landsvirkjun um vindasöm vinnubrögð í stað vandasamra. Innlent 17.8.2024 15:31 Eldur logar í frægu listasafni í Lundúnum Eldur logar í hinu víðfræga Somerset-húsi í miðborg Lundúna og eru um 125 slökkviliðsmenn á vettvangi. Erlent 17.8.2024 14:39 Bílaröð ísþyrstra Löng bílaröð hefur myndast á þjóðveginum vestan Hveragerðis. Þangað hafa fjölmargir gert sér ferð á Blómstrandi daga sem fara fram núna um helgina í Hveragerði. Innlent 17.8.2024 14:28 Bændur opna bú sín á „Beint frá býli deginum“ Bændur í hverjum landshluta munu opna bú sín fyrir gestum og gangandi á morgun, sunnudag á „Beint frá býli deginum” þar sem boðið verður upp á allskonar smakk og kynningu á vörum bænda og búaliðs. Innlent 17.8.2024 14:04 Rekstraraðilar misvel undirbúnir Rekstraraðilar eru misvel búnir undir reglugerðarbreytingu sem gerir þeim skylt að bjóða upp á kynhlutlaus salerni. Varaforseti Trans Ísland segir of mikið gert úr málinu. Innlent 17.8.2024 13:28 Fylgjast náið með barnafjölskyldum í Grindavík Úlfar Lúðvíksson lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir þá sem dvelja næturlangt í Grindavík mjög meðvitaða um þá hættu sem steðjar að. Barnaverndaryfirvöld fylgist með þeim fjölskyldum sem dvelji með börn í bænum. Landris og kvikusöfnun heldur áfram á sama hraða undir Svartsengi en engin skjálftavirkni mælist enn. Innlent 17.8.2024 13:09 Rauðu örvarnar koma síðdegis til Keflavíkur Listflugsveit breska flughersins, Rauðu örvarnar, er væntanleg til Keflavíkurflugvallar síðdegis. Utanríkisráðuneytið segir núna að vegna flugskilyrða frá Bretlandi sé mjög ólíklegt að um verði að ræða eiginlega flugsýningu við komu sveitarinnar til Íslands. Innlent 17.8.2024 12:52 Óvíst með formannsframboð en frjálshyggjan megi ekki sigra Formaður Vinstri grænna hefur ekki ákveðið hvort hann gefi kost á sér til áframhaldandi formennsku á landsfundi flokksins í október, en það hefur innviðaráðherra ekki heldur gert. Á flokksráðsfundi í dag sagði formaðurinn að frjálshyggjan fengi ekki að sigra. Innlent 17.8.2024 12:11 Óvissa um formennsku VG og óþefur í kirkjugörðum Formaður Vinstri grænna hefur ekki ákveðið hvort hann gefi kost á sér til áframhaldandi formennsku á landsfundi flokksins í október, en það hefur innviðaráðherra ekki heldur gert. Við fjöllum um málið í hádegisfréttum á Bylgjunni. Innlent 17.8.2024 11:49 Kúkalykt í kirkjugarði gerir út af við Grafavogsbúa „Ferleg skítalykt“, „er ég sú eina sem er gjörsalega að kafna?“ og „algjör viðbjóður“ er á meðal þess sem íbúar í Grafarvogi hafa að segja um ólykt sem virðist berast frá Gufuneskirkjugarði. Forsvarsmenn kirkjugarða segja erfitt að eiga við vætutíðina. Innlent 17.8.2024 11:48 Slagsmál brutust út meðal þingmanna Slagsmál brutust út meðal þingmanna á tyrkneska þinginu í gær þegar deilt var um fangelsaðan þingmann stjórnarandstöðunnar sem sviptur var umboði sínu fyrr á árinu. Erlent 17.8.2024 09:59 Áframhaldandi norðankaldi en bjart sunnan heiða Í dag og á morgun verður áframhaldandi norðan kaldi eða strekkingur á landinu með rigningu norðan heiða en yfirleitt bjart sunnantil með líkum á síðdegisskúrum. Innlent 17.8.2024 08:10 Sérsveitin aðstoðaði vegna hnífaburðar í Vesturbæ Sérsveit ríkislögreglustjóra var kölluð til í verkefnum sem lögregla sinnti í Vesturbæ í gærkvöldi. Var það vegna þriggja aðskildra mála þar sem tilkynnt var um einstaklinga í annarlegu ástandi með hníf. Innlent 17.8.2024 07:51 Öflugur skjálfti í Bárðarbungu Klukkan 4:39 í nótt reið skjálfti að stærð 3.1 yfir í norðaustanverðri Bárðarbunguösju. Nokkrir minni skjálftar hafa mælst síðan. Innlent 17.8.2024 07:24 „Ég hef aldrei séð annan eins viðbjóð“ Sæbjörg Snædal Logadóttir situr eftir með tjón upp á 530.000 krónur eftir að tíu strákar og vinir þeirra gengu berserksgang í húsi hennar á Þjóðhátíð. Öll garðhúsgögn hennar voru brotin, gólfið á baðherberginu bólgnað upp vegna bleytu, og óhreinar nærbuxur og sokkar voru úti um allt. Innlent 16.8.2024 23:41 „Ég veit ekki hvort að ég sé sammála um að rokið sé auðlind“ Ríkisstjórnin afgreiddi í morgun þingsályktunartillögu og frumvarp umhverfisráðherra um uppbyggingu vindorku hér á landi. Formaður Vinstri grænna vill að vindorkuver verði í þjóðareign. Innlent 16.8.2024 21:58 Neitaði að borga heita vatnið og slapp með skrekkinn Kona í Árborg komst upp með að borga ekki heitavatnsreikninga frá Selfossveitum vegna þess að vatnið var ekki nógu heitt. Reikningar konunnar vegna húshitunar voru meira en tvöfalt hærri en í sambærilegum fasteignum í sveitarfélaginu, af því vatnið var gallað og inntakshiti þess ekki nógu mikill. Innlent 16.8.2024 21:56 Skotvopnaleyfi afturkallað og byssa gerð upptæk Karlmaður á miðjum aldri brást illa við afturköllun á skotvopnaleyfi hans, og kalla þurfti til sérsveitarinnar og samningamanna að heimili hans í Hafnarfirðinum. Málið endaði vel að sögn lögreglu og maðurinn var handtekinn. Innlent 16.8.2024 21:13 Sérsveitin í útkalli í Hafnarfirði Sérsveit ríkislögreglustjóra hefur verið kölluð til aðstoðar í verkefni á vegum lögreglunnar í Hafnarfirði. Innlent 16.8.2024 20:21 Kerlingadráttur í 120 ára afmælisveislu í Borgarnesi „Það fæst allt í kaupfélaginu nema kannski falskar tennur og líkkistur“, segja bændur í Borgarfirði ánægðir með kaupfélagið sitt, sem fagnar 120 ára afmæli sínu á morgun með miklum hátíðarhöldum. Kerlingadráttur verður eitt af atriðum dagsins. Innlent 16.8.2024 20:05 Láglaunakonur neiti sér um mat svo að börn þeirra fái að borða Rúm fjörutíu prósent kvenna í láglaunastörfum hafa minna en 150 þúsund krónur í ráðstöfunartekjur á mánuði. Margar geta ekki keypt nauðsynjavörur, eins og kuldaskó og úlpur fyrir börn sín, og hafa neitað sér um mat svo börn þeirra fái að borða. Innlent 16.8.2024 19:30 « ‹ 119 120 121 122 123 124 125 126 127 … 334 ›
Vara við versnandi öryggisaðstæðum við Zaporizhzhia kjarnorkuverið Alþjóðakjarnorkumálastofnun, IAEA, varaði við því í dag að öryggisaðstæður við Zaporizhzhia kjarnorkuverið í Úkraínu hafi versnað mikið í kjölfar drónaárásar á vegi nærri kjarnorkuverinu. Sprengjan sprakk á vegi sem liggur á milli tveggja stærstu hliða kjarnorkuversins. Erlent 17.8.2024 22:44
Mesta rúmmálið sem hefur safnast frá því að gosin hófust Enn er óbreytt staða á Reykjanesi og líklegt að annað hvort eldgos eða kvikuinnskot geti hafist á hverri stundu. Meiri virkni er í dag en í gær en ekkert stórt stökk að sögn Minneyjar Sigurðardóttur náttúruvársérfræðings á Veðurstofu Íslands. Enn safnast kvika undir Svartsengi. Innlent 17.8.2024 22:09
Eru að slökkva í síðustu glæðunum í Somerset Slökkviliðiðið í London hefur nú náð tökum á eldi í Somerset húsi en tilkynnt var um eld þar um hádegisbil í dag. Á vef breska ríkisútvarpsins segir að um 125 slökkviliðsmenn hafi verið kallaðir að vettvangi í dag til að slökkva eldinn. Slökkvilið vinnur nú að því slökkva í síðustu glæðunum í þaki hússins. Erlent 17.8.2024 20:35
Rafbílaeigendur með sínar leiðir til að svindla Deildarstjóri samgangna hjá Reykjavíkurborg segir að rafmagnsbílaeigendur eigi það til að vera nokkuð lævísir við að leggja í hleðslustæði án þess að greiða bílastæðagjald og án þess að greiða fyrir hleðslu. Framkvæmdastjóri Ísorku segir fyrirtækið verða af tekjum vegna þessa. Innlent 17.8.2024 20:31
Kjörís gaf nokkur tonn af ís í dag Mörg tonn af ís runnu ofan í þá tuttugu þúsund gesti, sem heimsóttu Kjörís í Hveragerði í dag á Ísdegi fyrirtækisins þar sem allir gátu fengið eins mikið af ókeypis ís eins og þeir vildu. Nokkrir furðulegir ísar voru á boðstólnum, til dæmis laxaís, harðfiskís og sinnepsís. Innlent 17.8.2024 20:04
Kuldakastinu muni fylgja töluverð úrkoma Sjaldséð snjókoma er í kortunum í fjöllum Norðanlands á morgun. Veðurfræðingar telja nokkuð ljóst að úr þessari spá rætist. Haraldur Ólafsson veðurfræðingur segir allt eðlilegt í íslensku veðurfari en viðurkennir þó að það sé frekar óvanalegt að fá svona kuldakast í ágúst. Rætt var við Harald í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Veður 17.8.2024 19:56
Hamas segir sáttasemjara „selja blekkingar“ Alls létust 18 í loftárás Ísraela á Gasa í dag. Aðeins nokkrum klukkutímum eftir að sáttasemjarar frá Bandaríkjunum, Egyptalandi og Katar luku tveggja daga viðræðum um vopnahlé á Gasa. Unnið hefur verið að samkomulaginu í nokkra mánuði. Erlent 17.8.2024 18:19
Ný lágvöruverðsverslun áskorun og tónlistarframleiðsla Magga Mix Fjöldi fólks lagði leið sína í nýja lágvöruverðsverslun sem var opnuð í Kópavogi í dag. ASÍ bindur vonir við að verslunin veiti aðhald og aðrir líti á verð hennar sem áskorun. Innlent 17.8.2024 18:01
„Ekki sést á þessari öld“ Veðurspákort fyrir morgundaginn eru landanum ekki náðug eins og svo oft áður þetta rigningarsumar. Hins vegar er það ekki rigning sem búist er við á morgun. Spáð er slyddu og snjókomu á morgun vestantil á Norðurlandi og á Hornströndum. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir svona spá ekki hafa sést á þessum árstíma á þessari öld. Veður 17.8.2024 15:53
Haraldur baunar á forstjóra Landsvirkjunar Haraldur Þór Jónsson, oddviti í Skeiða- og Gnúpverjahreppi er ósammála fullyrðingum Harðar Arnarsonar, forstjóra Landsvirkjunar, um umfangsmikið samráð við hagaðila tilætlaðs vindorkuvers í Búrfellslundi við Vaðöldu. Haraldur vænir Landsvirkjun um vindasöm vinnubrögð í stað vandasamra. Innlent 17.8.2024 15:31
Eldur logar í frægu listasafni í Lundúnum Eldur logar í hinu víðfræga Somerset-húsi í miðborg Lundúna og eru um 125 slökkviliðsmenn á vettvangi. Erlent 17.8.2024 14:39
Bílaröð ísþyrstra Löng bílaröð hefur myndast á þjóðveginum vestan Hveragerðis. Þangað hafa fjölmargir gert sér ferð á Blómstrandi daga sem fara fram núna um helgina í Hveragerði. Innlent 17.8.2024 14:28
Bændur opna bú sín á „Beint frá býli deginum“ Bændur í hverjum landshluta munu opna bú sín fyrir gestum og gangandi á morgun, sunnudag á „Beint frá býli deginum” þar sem boðið verður upp á allskonar smakk og kynningu á vörum bænda og búaliðs. Innlent 17.8.2024 14:04
Rekstraraðilar misvel undirbúnir Rekstraraðilar eru misvel búnir undir reglugerðarbreytingu sem gerir þeim skylt að bjóða upp á kynhlutlaus salerni. Varaforseti Trans Ísland segir of mikið gert úr málinu. Innlent 17.8.2024 13:28
Fylgjast náið með barnafjölskyldum í Grindavík Úlfar Lúðvíksson lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir þá sem dvelja næturlangt í Grindavík mjög meðvitaða um þá hættu sem steðjar að. Barnaverndaryfirvöld fylgist með þeim fjölskyldum sem dvelji með börn í bænum. Landris og kvikusöfnun heldur áfram á sama hraða undir Svartsengi en engin skjálftavirkni mælist enn. Innlent 17.8.2024 13:09
Rauðu örvarnar koma síðdegis til Keflavíkur Listflugsveit breska flughersins, Rauðu örvarnar, er væntanleg til Keflavíkurflugvallar síðdegis. Utanríkisráðuneytið segir núna að vegna flugskilyrða frá Bretlandi sé mjög ólíklegt að um verði að ræða eiginlega flugsýningu við komu sveitarinnar til Íslands. Innlent 17.8.2024 12:52
Óvíst með formannsframboð en frjálshyggjan megi ekki sigra Formaður Vinstri grænna hefur ekki ákveðið hvort hann gefi kost á sér til áframhaldandi formennsku á landsfundi flokksins í október, en það hefur innviðaráðherra ekki heldur gert. Á flokksráðsfundi í dag sagði formaðurinn að frjálshyggjan fengi ekki að sigra. Innlent 17.8.2024 12:11
Óvissa um formennsku VG og óþefur í kirkjugörðum Formaður Vinstri grænna hefur ekki ákveðið hvort hann gefi kost á sér til áframhaldandi formennsku á landsfundi flokksins í október, en það hefur innviðaráðherra ekki heldur gert. Við fjöllum um málið í hádegisfréttum á Bylgjunni. Innlent 17.8.2024 11:49
Kúkalykt í kirkjugarði gerir út af við Grafavogsbúa „Ferleg skítalykt“, „er ég sú eina sem er gjörsalega að kafna?“ og „algjör viðbjóður“ er á meðal þess sem íbúar í Grafarvogi hafa að segja um ólykt sem virðist berast frá Gufuneskirkjugarði. Forsvarsmenn kirkjugarða segja erfitt að eiga við vætutíðina. Innlent 17.8.2024 11:48
Slagsmál brutust út meðal þingmanna Slagsmál brutust út meðal þingmanna á tyrkneska þinginu í gær þegar deilt var um fangelsaðan þingmann stjórnarandstöðunnar sem sviptur var umboði sínu fyrr á árinu. Erlent 17.8.2024 09:59
Áframhaldandi norðankaldi en bjart sunnan heiða Í dag og á morgun verður áframhaldandi norðan kaldi eða strekkingur á landinu með rigningu norðan heiða en yfirleitt bjart sunnantil með líkum á síðdegisskúrum. Innlent 17.8.2024 08:10
Sérsveitin aðstoðaði vegna hnífaburðar í Vesturbæ Sérsveit ríkislögreglustjóra var kölluð til í verkefnum sem lögregla sinnti í Vesturbæ í gærkvöldi. Var það vegna þriggja aðskildra mála þar sem tilkynnt var um einstaklinga í annarlegu ástandi með hníf. Innlent 17.8.2024 07:51
Öflugur skjálfti í Bárðarbungu Klukkan 4:39 í nótt reið skjálfti að stærð 3.1 yfir í norðaustanverðri Bárðarbunguösju. Nokkrir minni skjálftar hafa mælst síðan. Innlent 17.8.2024 07:24
„Ég hef aldrei séð annan eins viðbjóð“ Sæbjörg Snædal Logadóttir situr eftir með tjón upp á 530.000 krónur eftir að tíu strákar og vinir þeirra gengu berserksgang í húsi hennar á Þjóðhátíð. Öll garðhúsgögn hennar voru brotin, gólfið á baðherberginu bólgnað upp vegna bleytu, og óhreinar nærbuxur og sokkar voru úti um allt. Innlent 16.8.2024 23:41
„Ég veit ekki hvort að ég sé sammála um að rokið sé auðlind“ Ríkisstjórnin afgreiddi í morgun þingsályktunartillögu og frumvarp umhverfisráðherra um uppbyggingu vindorku hér á landi. Formaður Vinstri grænna vill að vindorkuver verði í þjóðareign. Innlent 16.8.2024 21:58
Neitaði að borga heita vatnið og slapp með skrekkinn Kona í Árborg komst upp með að borga ekki heitavatnsreikninga frá Selfossveitum vegna þess að vatnið var ekki nógu heitt. Reikningar konunnar vegna húshitunar voru meira en tvöfalt hærri en í sambærilegum fasteignum í sveitarfélaginu, af því vatnið var gallað og inntakshiti þess ekki nógu mikill. Innlent 16.8.2024 21:56
Skotvopnaleyfi afturkallað og byssa gerð upptæk Karlmaður á miðjum aldri brást illa við afturköllun á skotvopnaleyfi hans, og kalla þurfti til sérsveitarinnar og samningamanna að heimili hans í Hafnarfirðinum. Málið endaði vel að sögn lögreglu og maðurinn var handtekinn. Innlent 16.8.2024 21:13
Sérsveitin í útkalli í Hafnarfirði Sérsveit ríkislögreglustjóra hefur verið kölluð til aðstoðar í verkefni á vegum lögreglunnar í Hafnarfirði. Innlent 16.8.2024 20:21
Kerlingadráttur í 120 ára afmælisveislu í Borgarnesi „Það fæst allt í kaupfélaginu nema kannski falskar tennur og líkkistur“, segja bændur í Borgarfirði ánægðir með kaupfélagið sitt, sem fagnar 120 ára afmæli sínu á morgun með miklum hátíðarhöldum. Kerlingadráttur verður eitt af atriðum dagsins. Innlent 16.8.2024 20:05
Láglaunakonur neiti sér um mat svo að börn þeirra fái að borða Rúm fjörutíu prósent kvenna í láglaunastörfum hafa minna en 150 þúsund krónur í ráðstöfunartekjur á mánuði. Margar geta ekki keypt nauðsynjavörur, eins og kuldaskó og úlpur fyrir börn sín, og hafa neitað sér um mat svo börn þeirra fái að borða. Innlent 16.8.2024 19:30