Blendin viðbrögð við útspili Pírata Ásgeir Erlendsson skrifar 16. október 2016 19:30 Skiptar skoðanir eru meðal formanna stjórnarandstöðunnar um hvort hefja skuli formlegar stjórnarmyndunarviðræður við Pírata fyrir kosningar. Samfylking og Vinstri græn taka hugmyndinni með opnum huga á meðal efasemda gætir hjá Viðreisn og Bjartri framtíð. Píratar sendu formönnum Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna, Samfylkingar og Viðreisnar bréf í morgun þar sem flokkunum var boðið til formlegrar stjórnarmyndunarviðræðna fyrir kosningar. Píratar segjast tilbúnir að hefja viðræðurnar út frá fimm megin áherslum sínum. „Píratar munu ekki taka þát t í ríkisstjórnarsamstarfi með þeim flokkum sem ekki geta skuldbundið sig til ákveðinna verka fyrir kosningar.“ Sagði Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, á blaðamannafundi í Hannesarholti í morgun. Niðurstaða stjórnarmyndunartilraunarinnar verður gerð kunn tveimur dögum fyrir kjördag. „Við viljum að það verði einhversskonar samstaða um helstu málefnin þannig að þó svo við séum ekki að fara ofan í öll áhersluatriðin alveg niður í kjölinn, þá sé í það minnsta hvaða grunnstef verða í hugsanlegri ríkisstjórn ef við komum að henni. “ Segir Smári McCarthy, oddviti Pírata í suðurkjördæmi. Píratar útiloka samstarf við núverandi stjórnarflokka. „já, en við munum að sjálfsögðu tala við þá.“ Segir Smári. Oddný G. Harðardóttir, formaður Samfylkingar, hefur þegar mælt sér mót við Pírata. „Við tökum þessari hugmynd Pírata með opnum huga. Við viljum gjarnan hitta þau og bera saman stefnur flokkanna. Það er alls ekki hægt að segja á þessari stundu hvort niðurstaðan verði einhverskonar bandalag eða ekki.“ Segir Oddný. Katrín Jakobsdóttir segir Vinstri græna hafa lengi talað fyrir ríkisstjórn núverandi stjórnarandstöðu. „Þannig að við erum auðvitað til í slíkt samtal þó það sé talsvert skammur tími til kosninga núna.“ Segir Katrín. Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, segist til í Viðræður en ekki fyrr en eftir kosningar. „Okkur finnst þetta ekki vera í réttri röð. Okkur finnst við þurfa að hlusta á vilja kjósenda fyrst og svo eiga flokkarnir að tala saman innbyrðis.“ Segir Benedikt. Óttar Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, segir hugmyndina koma of seint fram enda eru einungis 13 dagar til kosninga. „Þetta er kannski dálítið erfitt að taka ákvarðanir um að mynda ríkisstjórn áður en almenningur er búinn að gefa sitt umboð. Ég held að það sé til mikils ætlað að breyta íslenskum stjórnmála kúltúr á þrettán dögum.“ Segir Óttar Proppé. Kosningar 2016 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Fleiri fréttir Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sjá meira
Skiptar skoðanir eru meðal formanna stjórnarandstöðunnar um hvort hefja skuli formlegar stjórnarmyndunarviðræður við Pírata fyrir kosningar. Samfylking og Vinstri græn taka hugmyndinni með opnum huga á meðal efasemda gætir hjá Viðreisn og Bjartri framtíð. Píratar sendu formönnum Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna, Samfylkingar og Viðreisnar bréf í morgun þar sem flokkunum var boðið til formlegrar stjórnarmyndunarviðræðna fyrir kosningar. Píratar segjast tilbúnir að hefja viðræðurnar út frá fimm megin áherslum sínum. „Píratar munu ekki taka þát t í ríkisstjórnarsamstarfi með þeim flokkum sem ekki geta skuldbundið sig til ákveðinna verka fyrir kosningar.“ Sagði Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, á blaðamannafundi í Hannesarholti í morgun. Niðurstaða stjórnarmyndunartilraunarinnar verður gerð kunn tveimur dögum fyrir kjördag. „Við viljum að það verði einhversskonar samstaða um helstu málefnin þannig að þó svo við séum ekki að fara ofan í öll áhersluatriðin alveg niður í kjölinn, þá sé í það minnsta hvaða grunnstef verða í hugsanlegri ríkisstjórn ef við komum að henni. “ Segir Smári McCarthy, oddviti Pírata í suðurkjördæmi. Píratar útiloka samstarf við núverandi stjórnarflokka. „já, en við munum að sjálfsögðu tala við þá.“ Segir Smári. Oddný G. Harðardóttir, formaður Samfylkingar, hefur þegar mælt sér mót við Pírata. „Við tökum þessari hugmynd Pírata með opnum huga. Við viljum gjarnan hitta þau og bera saman stefnur flokkanna. Það er alls ekki hægt að segja á þessari stundu hvort niðurstaðan verði einhverskonar bandalag eða ekki.“ Segir Oddný. Katrín Jakobsdóttir segir Vinstri græna hafa lengi talað fyrir ríkisstjórn núverandi stjórnarandstöðu. „Þannig að við erum auðvitað til í slíkt samtal þó það sé talsvert skammur tími til kosninga núna.“ Segir Katrín. Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, segist til í Viðræður en ekki fyrr en eftir kosningar. „Okkur finnst þetta ekki vera í réttri röð. Okkur finnst við þurfa að hlusta á vilja kjósenda fyrst og svo eiga flokkarnir að tala saman innbyrðis.“ Segir Benedikt. Óttar Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, segir hugmyndina koma of seint fram enda eru einungis 13 dagar til kosninga. „Þetta er kannski dálítið erfitt að taka ákvarðanir um að mynda ríkisstjórn áður en almenningur er búinn að gefa sitt umboð. Ég held að það sé til mikils ætlað að breyta íslenskum stjórnmála kúltúr á þrettán dögum.“ Segir Óttar Proppé.
Kosningar 2016 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Fleiri fréttir Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sjá meira