Innlent

KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Arnór Þór Gunnarsson, landsliðsmaður í handbolta, faðmar bróður sinn Aron Einar landsliðsfyrirliða eftir sigurinn í París í gær.
Arnór Þór Gunnarsson, landsliðsmaður í handbolta, faðmar bróður sinn Aron Einar landsliðsfyrirliða eftir sigurinn í París í gær. Vísir/Vilhelm
Grétar Sigfinnur Sigurðarson, varnarmaður Stjörnunnar og uppalinn KR-ingur, er að skipuleggja hópferð á leik Englands og Íslands í sextán liða úrslitum EM í knattspyrnu í Nice á mánudaginn. Grétar upplýsir að hann sé búinn að tryggja flugvél fyrir 180 manns þar sem flogið verður að morgni leikdags og aftur til Íslands eftir leik.

„Ég er búinn að tryggja flugvél fyrir 180 manna hóp til Nice í Frakklandi. Þetta er eingöngu dagsferð. Farið verður snemma um morguninn og heim aftur um kvöldið eftir leikinn. Ég fæ nákvæmar tímasetningar á morgun,“ segir Grétar Sigfinnur.

Nauðsynlegt sé að fylla vélina til að geta tekið hana. Verðið sé 129.900 krónur á mann. Hann segist vera að kanna áhugann fyrir leiknum en miðar á leikinn eru ekki innifaldir.

„Sendið mér skilaboð eða email ([email protected]) og ég tek frá sæti fyrir þann aðila. Við munum svo vita hvort að af þessu verði á föstudagsmorgun og þá þurfa allir að greiða. Þetta er leiguflugvél á vegum Luxair frá Luxemborg og allt gert í gegnum ferðaskrifstofu. Fyllum völlinn - Áfram Ísland.“

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×