Búvörusamningar undirritaðir: Útgjöld ríkisins aukast um 900 milljónir á næsta ári Höskuldur Kári Schram skrifar 19. febrúar 2016 22:15 Útgjöld ríkisins aukast um rúmar 900 milljónir á næsta ári samkvæmt búvörusamningi sem var undirritaður í dag. Stefnt er að því að leggja niður kvótakerfi í mjólkurframleiðslu og sauðfjárrækt á samningstímanum. Samkomulagið sem var undirritað í dag nær til tíu ára en gert er ráð fyrir því að það verði endurskoðað árið 2019 og aftur árið 2023. Með þessu er verið að reyna að svara þeirri gagnrýni að samkomulagið bindi hendur komandi ríkisstjórna. Samningurinn felur í sér töluverðar breytingar á starfsumhverfi bænda en stefnt er að því á samningstímanum að leggja af kvótakerfi í mjólkurframleiðslu og í sauðfjárrækt. Losað verður um styrkjafyrirkomulagið þannig að greiðslur til bænda verða ekki bundnar við framleiðslu á mjólk og kjöti eins og verið hefur. Útgjöld ríkissjóðs til landbúnaðarmála hækka um 900 milljónir á næsta ári vegna samkomulagsins. Hins vegar er gert ráð fyrir því að aukningin fari stiglækkandi út samningstímann og verði að meðaltali í kringum 700 milljónir. Sigurður Ingi Jóhannsson, ráðherra landbúnaðarmála, segir þetta vera samning umbreytinga og sóknar, ætlaðan að efla matvælaframleiðslu. „Hann er til langs tíma til að svara ákveðnum áskorunum sem við stöndum frammi fyrir. Hann er með endurskoðunum á þessum langa tíma. Það eru settir viðbótarfjármunir í hann, sem þó eru með þeim hætti að upphæðin sem að stuðningurinn til landbúnaðarins er, verður með svipuðum hætti í lokin og í upphafi.“ Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtakanna, segir að verið sé að þróa stuðninginn sem greiddur er til landbúnaðarins í fjölbreyttara form. „Við drögum úr þeirri áherslu sem hefur verið á tvær stórar búgreinar – sauðfjár- og mjólkurframleiðslu – og færum þungann yfir í stuðningskerfi sem er opið fyrir allan landbúnaðinn og gefur mönnum frelsi til að velja sér hvar þeir vilja staðsetja sig í landbúnaðnum.“ Nánar má lesa um nýja búvörusamninga hér. Búvörusamningar Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sjá meira
Útgjöld ríkisins aukast um rúmar 900 milljónir á næsta ári samkvæmt búvörusamningi sem var undirritaður í dag. Stefnt er að því að leggja niður kvótakerfi í mjólkurframleiðslu og sauðfjárrækt á samningstímanum. Samkomulagið sem var undirritað í dag nær til tíu ára en gert er ráð fyrir því að það verði endurskoðað árið 2019 og aftur árið 2023. Með þessu er verið að reyna að svara þeirri gagnrýni að samkomulagið bindi hendur komandi ríkisstjórna. Samningurinn felur í sér töluverðar breytingar á starfsumhverfi bænda en stefnt er að því á samningstímanum að leggja af kvótakerfi í mjólkurframleiðslu og í sauðfjárrækt. Losað verður um styrkjafyrirkomulagið þannig að greiðslur til bænda verða ekki bundnar við framleiðslu á mjólk og kjöti eins og verið hefur. Útgjöld ríkissjóðs til landbúnaðarmála hækka um 900 milljónir á næsta ári vegna samkomulagsins. Hins vegar er gert ráð fyrir því að aukningin fari stiglækkandi út samningstímann og verði að meðaltali í kringum 700 milljónir. Sigurður Ingi Jóhannsson, ráðherra landbúnaðarmála, segir þetta vera samning umbreytinga og sóknar, ætlaðan að efla matvælaframleiðslu. „Hann er til langs tíma til að svara ákveðnum áskorunum sem við stöndum frammi fyrir. Hann er með endurskoðunum á þessum langa tíma. Það eru settir viðbótarfjármunir í hann, sem þó eru með þeim hætti að upphæðin sem að stuðningurinn til landbúnaðarins er, verður með svipuðum hætti í lokin og í upphafi.“ Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtakanna, segir að verið sé að þróa stuðninginn sem greiddur er til landbúnaðarins í fjölbreyttara form. „Við drögum úr þeirri áherslu sem hefur verið á tvær stórar búgreinar – sauðfjár- og mjólkurframleiðslu – og færum þungann yfir í stuðningskerfi sem er opið fyrir allan landbúnaðinn og gefur mönnum frelsi til að velja sér hvar þeir vilja staðsetja sig í landbúnaðnum.“ Nánar má lesa um nýja búvörusamninga hér.
Búvörusamningar Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sjá meira